Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 7
 Meðal þess sem Cayce spáði, voru meiriháttar náttúruhamfarir á jörðinni í lok þessarar aldar. Cayce var búinn að sjá fyrir, hvenær síðari heimsstyrjöldin brytist út. Á myndinni sjást þýzkir hermenn ráðast inn yfir landamæri Póilands — og þar með var hildarleikurinn hafinn. varg í véum. Þótt slík afstaða bendi að vísu ekki til sannrar vís- indamennsku eða mikils andlegs þroska, þá mun þetta enn vera ríkjandi skoðun meðal þessara lærðu raanna. Það þarf því meira en meðalhugrekki til þess að bjóða öllum slíkum öflum byrginn og láta hvergi bugast, eins og tyrkn- eski læknirinn Shafica Karagulla. En hún er nú, auk annars lærdóms síns, orðin sérfræðingur á sviðum æðri skynjunar, og hefur uppgötv- að með rannsóknum og tilraunum, að slíkir hæfileikar eru miklu út- breiddari en almennt hefur verið álitið; að þúsundir manna nota þennan hæfileika á öllum sviðum mannlegs lífs. Því Shafica Karag- ulla lét sér ekki nægja að lesa framangreinda bók um Edgar Cayce. Hún rannsakaði einnig gaumgæfilega hinar miklu skýrsl- ur um hæfileika hans í safninu á Virginia Beach og tók þegar að leita að fólki með svipaða hæfi- leika, því augu hennar opnuðust ekki fyrir raunveruleika þeirra fyrr en tólf árum eftir lát hans. Bók hennar, Nýjar víddir í mann- legri skynjun, er því meðal annars stórkostleg hetjusaga úr nútíman- um. Það þarf meira en meðalmann til þess að bjóða byrginn hefð- bundnum skoðunum heillar stétt- ar mikilsvirtra manna, eins og læknanna, og láta frægð og frama lönd og leið, sökum ástar á sann- leikanum, hver sem hann reynist. Þetta fólk er þó til og það er von mannkynsins. Margt um þennan hæfileika í íslenskum bókmenntum Svipaðar raunir mátti sálfræð- ingurinn dr. Gina Cerminara þola af sínum starfsbræðrum, þegar hún leyfði sér að skrifa bók sína Many Mansions um Edgar Cayce, en ég þýddi á íslensku undir nafn- inu Svo sem maðurinn sáir og bóka- útgáfan Örn og Örlygur gaf út 1975. Bók hennar kom út í Banda- ríkjunum 1950. En í fyrra var dr. Gina Cerminara á ráðstefnu í Bandaríkjunum, þar sem yfir- skilvitleg fyrirbæri voru til um- ræðu. Þar var gerður svo góður rómur aö ináli hennar, að hún sagði hlæjandi á eftir við vinkonu sína: „Breytingarnar á afstöðu lærðra manna til þessara mála hafa orðið svo örar síðan ég skrif- aði bók mína um Edgar Cayce, að ég fer bara að halda að starfs- bræður mínir komi jafnvel til með að líta á mig sem virðulegan sál- fræðing, þegar ég fell frá!“ Þótt þessar merku konur, Shaf- ica Karagulla og dr. Gina Cermin- ara, yrðu fyrir örlagaríkum áhrif- um af því að kynna sér það sem fram kom hjá furðumanninum Edgar Cayce í dásvefni og bentu báðar á ótrúlega fjölhæfni sem fram kom í sálrænum hæfileikum hans og ófreskigáfu, þá gerði þó hvorug þeirra það að sérstöku rannsóknarefni sínu, sem hér á eftir verður lýst að nokkru, en það er spádómsgáfa þessa einstaka manns — framskyggni hans. Framtíðarskyggni hefur lengi verið mönnum algjör ráðgáta og það stafar fyrst og fremst af því hverjar hugmyndir menn hafa gert sér um tímann. Eins og við Islendingar könnumst við er til í bókmenntum okkar fjöldi frá- sagna um þennan furðulega hæfi- leika, að geta séö framí tímann, og oft kemur hann fram í draumum, eða því sem á íslensku er kallað berdreymi. Bókmenntir okkar bera þess glöggt vitni að sú undarlega gáfa, sem stundum hefur verið kölluð forspá, hefur búið með ýmsum ís- lendingum allt frá upphafi ís- landsbyggðar. Þeir sem gátu séð langt fram í ókomna tímann voru nefndir forspáir menn. Telur Jón Arnason, þjóðsagnamaður, að þessi hæfileiki hafi verið miklu tíðari hér á landi að fornu, en hann er nú á dögum. Þannig hafi til dæmis þeir Gestur Oddleifsson, Njáll, Snorri goði og margir fleiri verið taldir forspáir menn, og þó allir verið uppi á sama tíma! Ekki ber þó svo að skilja, að ekki hafi verið uppi ýmsir forspáir menn á fyrri öldum eftir að þeir Njáll og Gestur liðu undir lok. Má meðal þeirra til dæmis nefna Svein spaka biskup í Skálholti 1466—1476, sem kallaður var for- spár og framsýnn. Þótt undarlegt megi virðast, þá var það hvorki heimspekingur né vísindamaður, sem best hefur tek- ist að skilgreina drauma og fram- tíðarskyggni eða spádómsgáfu. Það var flugvélaverkfræðingurinn og hönnuðurinn William Dunne. Kerfi hans er allflókið og fjar- stæðukennt, en þó ekki talið ósennilegt. Þessi maður hannaði og byggði fyrstu herflugvél Breta. Nostradamus sá fyrir Napóleon og báðar heimsstyrjaldir þessarar aldar Árið 1889 tók Dunne að sjá sýn- ir að næturlagi fram í tímann. Þá sá hann meðal annars í draumi fyrir sér hvernig frægur leiðangur frá Höfðaborg til Kairó, sem margir höfðu spáð að væri óðs manns æði, myndi heppnast. Upp frá því gerði hann sér það að reglu, að skrifa upp drauma sína undireins og hann vaknaði. Síðan beið hann átekta til þess að sjá hvort þeir rættust. Má segja að draumar hans hafi reynst allvenjulegir fram að árinu 1916, en þá sá hann í nætursýn, eins og hann kallaði það, spreng- ingu í sprengjuverksmiðju í Lund- únum. Þessi sprenging átti sér svo stað í janúar 1917. Sjötíu og þrír verkamenn létu lífið, en yfir þús- und særðust. Þegar hér var komið sögu hafði Dunne komist að þeirri niður- stöðu, að í honum væri einhvers konar veila í sambandi við raun- veruieikann, sem ylli því að hann skynjaði myndir, sem virtust ein- hvern veginn hafa losnað úr sam- bandi við eðlilega rás tímans. Og þegar við þetta bættist svo, að hann hélt stöðugt áfram sömu berdreymninni, þá leiddi það til þess að hann skrifaði metsölubók sína An Experiment with Time (Til- raun með tímann). Sjálfur lýsti hann bók sinni svo, að hún kæmi fram með fyrstu vís- indalegu sannanirnar fyrir ódauð- leikanum. Þegar bókin kom út, þá streymdu til hans bréf frá lesend- um hennar, sem héldu því fram, að þeir hefðu orðið fyrir sams kon- ar yfirskilvitlegri reynslu. Dunne undraðist þetta og kvað svo að orði í formála annarrar útgáfu bókar sinnar: „Ef framtíðar- skyggni er sannreynd, þá er það sannreynd, sem gjörsamlega um- byltir öllum grundvelli undir fyrri skoðunum okkar á alheiminum." Eitt sinn var Mikael de Nostra- dame á ferð skammt frá borginni Ancona í F’rakklandi. Þá mætti honum hópur munka. Meðal þeirra var unglingur af lágum ættum, sem hafði verið svínahirð- ir þangað til að hann gekk í munkareglu nokkra. Þessi ungi maður bar nafnið Felice Peretti. Þegar Mikael sá ungmennið sté hann af baki múlasna sínum og kraup á kné fyrir unga manninum. Furðu lostnir munkarnir spurðu Mikael hvers vegna hann hagaði sér með svo undarlegum hætti. „Sökum þess að mér ber að knékrjúpa fyrir Hans Heilagleik,“ svaraði hann. Við þetta svar óx undrun þeirra um allan helming. En þeir áttu eftir að minnast þessa einkennilega ávarps mörg- um árum síðar, árið 1585, eftir lát Nostradamusar, þegar þessi sami svínahirðir, sem þá var orðinn Montalto kardínáli, varð Sixtus páfi V. Þarna rættist nefnilega enn einn af spádómum hins fræga Nostradamusar, sem sennilega er einn mesti spámaður, sem veröld- in hefur nokkru sinni kynnst. En spádómar hans eru ennþá til og eru allir í bundnu máli og ná þeir langt fram yfir okkar daga. Hann spáði meðal annars fyrir Napoleon og báðum heimsstyrjöldum þess- arar aldar, einræðisherrunum spænsku Primo de Rivera og Franco, og þá síðast en ekki síst fyrir gervifrelsara Þýskalands, Adolf Hitler. En sagan af Nostra- damusi er vissulega efni í aðra grein en hér er fyrirhuguð, og verður því ekki fleira um hann sagt að þessu sinni. En sá maður 20. aldar sem sýnt hefur stórkostlegasta fram- skyggnigáfu er vafalaust Edgar Cayce. Cayce sá fyrir krepp- una miklu og hvenær heimsstyrjöldin síð- ari hæfist Einn kaflinn í bók Jess Stern, Edgar Cayce — The Sleeping Proph- et, hefst á þessum orðum: „Það voru ekki einungis örlaga- ríkar náttúruhamfarir sem Cayce sá fyrir, heldur sá hann og sagði fyrir heimssögulega atburði. Styrjaldir, friðarár, kreppur, kyn- þáttadeilur, verkalýðsátök: jafnvel Velferðarríkið mikla, sem var dæmt til að líða undir lok. Hann sá fyrir atburði í lífi einstaklinga á sama hátt og þjóða, hjúskap, hjónaskilnaði, barneignir; að við- komandi gerist lögfræðingar, læknar, húsameistarar, farmenn eða sjóliðar. Yfirleitt bar slíkt fyrir hann í dásvefni, en dularfull spádóms- gáfa hans sagöi þráfaldlega til sín í vökunni. Þannig flýði hann eitt sinn úr húsi þar sem margt ungl- inga var saman komið, því hann sá, að þeir myndu allir verða kall- aðir í styrjöld, og einungis þrír þeirra eiga afturkvæmt. Hlutfallstala spádóma hans var furðulega há, næstum 100%. Hann sá síðari heimsstyrjöldina ekki einungis fyrir, heldur hvaða ár hún myndi hefjast og hvenær henni lyki. Eins var um kreppuna miklu 1929. Hann lýsti ekki ein- ungis hruninu á verðbréfamarkað- inum af ótrúlegri nákvæmni, held- ur sagði hann einnig fyrir, að draga mundi að mun úr áhrifum kreppunnar uppúr 1933.“ Þegar 1920 varð Cayce fyrstur manna til þess að sjá fyyrir þá hættu á kynþáttadeilum, sem svo mjög hafa síðan sett svip sinn á sögu Bandaríkjanna. Það var skoðun Cayces að raunverulegu Frh. á bls. 15. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.