Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 5
Nesstofa á Seltjarn- arnesi, þar sem athug- anir Jóns Þorsteins- sonar fóru fram. Þær voru síðan gefnar út árið 1859. íslandslægðin. Meðalloftþrýstingur á jörðinni í janúar. Það er lægðin suðvestur af íslandi sem kölluð er íslandslægðin. Á kortinu sjást fleiri meðaltalsfyrirbrigði, svo sem Aljúteyjalægðin og Síberíuhæðin. Þið takið eftir að þrýstingur er svipaður beggja vegna Atlantshafsins í þeim löndum þar sem veðurathuganir hófust. Á myndinni vottar einnig fyrir hæðinni yfir Grænlandi, en Perry sá sem minnst er á í skýrslunni var einmitt undir áhrifum hennar og athugaði þess vegna hærri þrýsting en Jón landlæknir og athugunarmennirnir á V-Grænlandi gerðu. (Úr bókinni Climate and the Environment — London 1976.) ið ríkjandi um alla jörð með að- eins minniháttar frávikum. Áð- ur athugaði Þorsteinsson inni í Reykjavík, á stað þar sem hæð yfir sjó er ekki þekkt nákvæm- lega, en er lítil. Þær athuganir, frá ágúst 1820 til ágúst 1821, gefa meðaltalið 1006,6 mb. loftvogin sem stóð hærra. En til að vera fullviss um að loftvogin í Reykjavík væri rétt hefur fé- lagið sent honum aðra, sem búið var að ganga úr skugga um að væri rétt. Þorsteinsson hefur nú fundið að þessum tækjum ber ágætlega saman. ægðin xðist Ástæða þess að þetta meðaltal er hærra, er óvenju hár þrýst- ingur í maí, júní og júlí 1821 og getur þannig ekki valdið vafa um að loftvogin sé rétt hin síð- ari ár. Á ferð um ísland bar cancellist Mörch loftvog sína saman við loftvogina í Reykja- vík. Munurinn var aðeins 0,6 mb og það var raunar Reykjavíkur- Athuganir á Akureyri? Capitain v. Scheel las af loft- vog þrisvar á dag um tveggja ára skeið (júní 1811 til júní 1813) við Eyjafjörð. Yfirlit um athuganir þessar eru birtar í tímaritinu Ánnals of Philosophy án athugasemda. Ef reiknað er meðaltal þessara athugana fæst út staðan 1004,5 mb, sem ber ágætlega saman við áðurnefnt meðaltal frá sunnanverðu land- inu. Meðfylgjandi hitaathuganir gefa meðaltalið 0,2 gráður. Hitamælirinn hefur sennilega verið úti en loftvogin inni, þann- ig að raunverulegt meðaltal er sennilega lítið eitt lægra. Ekki er líklegt að meðaltal loftþrýstings á Islandi hækki þótt athugað verði lengur, því meðaltal einstakra ára á Nesi víkja ekki langt frá heildarmeð- altalinu, athuganir Scheel stað- festa þetta líka. Því verður að teljast sannað: Að loftvog á íslandi standi að jafnaði mun lægra en venjulegt er talið munu vera við sjávar- mál. Innskot um loft- vogarleiðréttingar í því sem hér fór á undan er vikið að þremur mikilvægustu loftvogarleiðréttingunum. Til að hægt sé að gera samanburð á loftþrýstingi milli staða þarf að vera fullvíst að mælingarnar séu sambærilegar. Talsverðri fyrirhöfn var eytt í að fá full- vissu um að loftvogin væri nokkurn veginn rétt (ný loftvog var send á staðinn). Ef í ljós hefði komið að munur hefði ver- ið á loftvogunum tveimur hefði þurft að leiðrétta athuganir fram að þeim tíma með mis- muninum. Loftþrýstingur minnkar mjög ört með hæð (1 mb á u.þ.b. 8 m að meðaltali í allra neðstu loftlögum), þess vegna þarf að gera ráð fyrir hæð loftvogar yfir sjó í samanburði við aðra staði. Eins og flest önn- ur efni þenst kvikasilfur við upphitun, og það meira að segja allmikið, þannig að alls ekki er sama hvort hitinn á loftvoginni er við frostmark eða t.d. 25 stig. Þess vegna sýnist þrýstingur á kvikasilfursloftvog hærri en hann í „raun og veru“ er ef hiti er hærri en 0 gráður, en lægri sé frost (auðvitað væri hægt að miða við annað hitastig, en það mikilvæga er og raunar bráð- nauðsynlegt að alls staðar sé miðað við sama hita). Fleiri leiðréttingum en þessum er beitt á nútímaloftvogir, en þær virðast ekki hafa valdið áhyggj- um þarna fyrir 1830, enda yfir- leitt minni. Meðalloftþrýstingur þessi árin reyndist 1004,4 mb en var í 1005,9 mb í Reykjavík árin 1931 til 1960. Munurinn er sem sagt sáralítill. Allt þetta bendir til þess aö taka megi allmikið mark á þessum loftþrýstiathug- unum Jóns Þorsteinssonar. Höldum nú áfram með skýrsl- una. Athuganir á Grænlandi í fórum félagsins er einnig nokkuð af veðurathugunum frá Grænlandi. Meðalþrýstingur reiknaður frá þessum athugun- um er einnig lægri en það sem venjulegt er. Athuganir þessar eru bæði frá Godthaab og Godt- havn. Að vísu var enginn hita- mælir á þessum loftvogum, þannig að ekki er unnt að leið- rétta þær að núlli, en leiðrétt- ingin skiptir litlu máli á Græn- landi (innsk. hiti nálægt núlli — það er kalt á Grænlandi). En áhöldin eru óþekkt og athugan- irnar því ekki hafnar yfir allan vafa. Nú hefur félagið látið capi- tainlieutenant Holböll í Godt- havn og dr. Brynjulfsen á aust- anverðu Islandi fá góð tæki, þannig að með tímanum verður betur hægt að gera sér grein fyrir hversu víðfeðmt þetta lág- þrýstisvæði er. Loftþrýstiathuganir sem capi- tain Perry stóð fyrir á 74° til 75°N breiddar frá sept. 1819 til sept. 1820 virðast hins vegar gefa venjulega meðalloftvog. Meðaltal þess árs varð 1011,6 mb. Ekki er tekið fram hvort búið er að hitaleiðrétta. Sé gengið út frá að það hafi ekki verið gert og hitamælingar á sama stað notaðar til leiðrétt- ingar (meðaltal ársins varð — 17,0°C) verður meðalþrýstingur- inn 1013,6 mb, en leiðrétting þessi er vafasöm, þar sem loft- vogin hefur e.t.v. ekki verið úti- við eins og hitamælirinn. Rétt er að benda á að v. Buch hefur bent á að loftvog á Kan- aríeyjum standi nokkuð hærra en venjulegt er talið. Um breytileika loftþrýstings á Islandi og víðar Alþekkt er að breytileiki loft- þrýstings vex með vaxandi breidd (innsk. þ.e. eftir því sem norðar dregur. Svo var talið á þessum árum). Sömuleiðis er al- þekkt að hafið eykur á óróa loft- þrýstingsins. Ástæða er því til að ætla að sveiflur séu miklar í loftþrýstingi á íslandi. Athug- anir Jóns Þorsteinssonar stað- festa þetta. Eftir þessar þriggja ára athuganir í Nesi er mismun- ur á hæsta og lægsta gildi mán- aðar að meðaltali 44 mb. í Upp- sölum og Pétursborg er munur- inn 39 mb, 35 í Berlín, 26 í Míl- anó og um 20 í Palermó. Mesti munur innan eins mánaðar var 97 mb (í febr. 1824), en 118 mb allt tímabilið. Hæsti loftþrýstingur þessara þriggja ára var 1039,5 mb (26. mars 1824), en lægstur 921,2 mb (4. febr. sama ár). (Innskot: Hér hefur ekki verið leiðrétt til sjáv- armáls, né heldur beitt svokall- aðri þyngdarleiðréttingu, sem menn gerðu sér ljósa síðar, þannig að þrýstingurinn hefur ekki verið alveg svona lágur, eða rúmlega 924 mb, sem er nógu lágt samt og svipað því sem lægst er vitað um í Reykjavík og raunar á öllu landinu og þótt víðar væri leitað.) IJm hita í Reykjavík Til að ákvarða hitafar í Reykjavík þarf að athuga lengur en Þorsteinsson hefur gert. Auk þess er mælingin aðeins gerð einu sinni á dag og upphaflega á mismunandi tímum. Ef meðal- tal þessara athugana allra er tekið og leiörétt eftir aðferð sem próf. Schouw hefur stungið upp á í plöntulandafræði sinni (sennil. leiðrétt fyrir dægur- sveiflu; innsk.) fæst út ársmeðaltalið 4,5°C, meðalhiti vetrar verður -í-2,2°C, en sumars 13,9°C. Af þessu má sjá að með- alhiti í Reykjavík er fremur hár og vetur eru mildir eins og venjulegt er á eyjum og við strendur. Athuganir Jóns Þorsteinsson- ar styrkja þá trú að hitafar á Islandi sé gagnstætt því sem gerist í Evrópu. Einkum á þetta við um veturinn. Séu veturnir 1822-23 og 1824-25 bornir saman kemur út eftirfarandi meðaltal: des. 1822 0,4° 1824 ^6,3° jan. 1833 A),2° 1825 -2,5° feb. 1823 -3,9° 1825 -2,4° vetur -1,2° -3,7° Fyrri veturinn var sem sagt fremur hlýr sérstaklega í des- ember og janúar, en þá var óvenju kalt í Evrópu, sérstak- lega í janúar. Síðari veturinn var hins vegar harður á Islandi, sérstaklega desember, í Mið- Evrópu var hann mildur og það sérstaklega í desember. Hér lýkur þessari lauslegu þýðingu á skýrslu vísindafélags- ins danska. Athugasemdir að lokum Athuganir þessar eru gerðar við allt önnur skilyrði en nú er krafist. Sérstaklega er varasamt að taka hitamælingarnar allt of bókstaflega. Lítill vafi leikur þó á að ef hægt væri að beita úr- vinnsluaðferðum nútímans á þessar athuganir mætti af þeim ráða furðu mikið um veðurfar þessara ára. Vonandi verður einhvern tíma eitthvað úr slikri úrvinnslu. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.