Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 14
s"jp
Kjartan
Hjálmarsson
)
SAMA
SEM
Lönfr var samúð mín
með Júðunum
mér fannst hún ná til
Súes ofí Kýpur og Gansa,
en hún nær ekki til
Beirút.
Það eru ekki hýenur
sem hlæja geltandi
að PLO
það eru byssur hlaðnar hatri,
sprenpjur vafðar í yfirgang,
eldur kveiktur í hunsku.
En pynpjan er opin til vesturs,
nöðruskolturinn til austurs.
Það er komið samasemmerki
milli Ásvíts, Golgata og
Beirút.
A LINU
fíaráttan við mig
er búin að vara
■Ve af ævinni.
Kg fæddist með fordóma
og ól þá í áratug
undir blindri handleiðslu
þeirra er vildu mér vel.
Það var hræðilegt að opnast,
þráast við að sjá
skímuna sem eyðilagði
allt sem ég átti:
Sannfæringu,
kveðandi aldanna,
púrítanasiðgæðisgrun
kórdrengsins,
grunlausa nautn
náttúrulögmála
án afstæðis,
saklaust fegurðarskyn
í formi, lit, tóni, rími
og samræmi.
Eg er enn að þráast við,
þykist gefa út línuna
þumlung fyrir fet,
cn hún rennur oft
gegnum blóðrisa greipar.
Tromman fyrir aftan mig
vindur alltaf upp á sig aftur
nýlegra tóg,
tískulegra færi,
tæknilegri línu,
og nú er tölvan tekin við:
„Ef þú játar ekki
abstraktið, jassið, poppið
og atómið
þá ertu nátttröll.
Ef þú tilbiður ekki
hóruna, hommann og hassið
þá ertu meiriháttar api
í gervitré. “
Eg reyni að snúa við,
en tromman bak við mig
er villimannatrumba,
nælonið er samfelld snara
úr gervivímu
— ég hlýt að dragast með út í
abstraktdrullupollinn
ærður af tísku afstæðisins.
Baráttan við sjálfan mig
er hclför sjálfsins.
Ég á aðeins eftir flotholt
úr fordómum kórdrengsins.
(
Kristján Hreinsmögur
KNATTSPYRNU
LEIKURINN
Um miðjuna rúllaði köflóttur dvergvaxinn knöttur,
um kantana skokkuðu flaggandi púki og álfur,
en dómari leiksins var klikkáður stígvélaköttur
því konungur dýranna gat ekki verið þar sjálfur.
Er djöfullinn hafði úr þófinu þorað
að þjóta upp kantinn í flýti,
knötturinn barst þá marka á milli,
mikið var barist, af hörku og snilli.
I upphafi hafði jú skaparinn skorað
eitt skemmtilegt. sjálfsmark úr víti.
(í tilefni af heimsmeistarakeppni í knattspyrnu)
(
<
14
SKÁK
Efftir
Margeir Pétursson
Það var
vörn
í stöðunni
Svæðamótunum, fyrsta áfanganum í
keppninni um hver verði áskorandi
Karpovs árið 1984, er nú flestum að
verða lokiö. Hinir hlutskörpustu úr
þeim taka í sumar og haust þátt í milli-
svæöamótunum, ásamt þátttakendun-
um í síöustu áskorendakeppni og
nokkrum stigahæstu skákmönnum
heims öörum, sérstaklega völdum af
Alþjóðaskáksambandinu. Það eru nú
42 skákmenn, langflestir stórmeistarar
sem standa eftir og munu þeir tefla í
þremur millisvæðamótum, á Spáni, í
Mexíkó og í Moskvu. Tveir efstu í
hverju móti komast síöan áfram í
áskorendakeppnina þar sem þeir tefla
ásamt þeim Korchnoi og HUbner sem
lengst komust í síöustu hrinu.
Sem fyrr eru margir kallaðir en fáir út-
valdir og hætt er viö að þeir Polugajevsky,
Portisch, Spassky, Tal, Petrosjan og Adorj-
an komi til með að eiga erfitt með aö
endurheimta sæti sitt úr síðustu keppni.
Tveir nýir menn þykja t.d. öruggir meö
sæti, þeir Timman og Kasparov og fleiri
ungir skákmenn eru einnig að verða reiðu-
búnir til að knýja dyra hjá Korchnoi og
Karpov. Hinn stigahái Sovétmaður Belj-
avsky, Ungverjarnir Ribli og Sax og Svíinn
Andersson, sem aldrei hefur veriö betri,
eru allir rótt um þrítugt og gætu hæglega
komist áfram. Enn yngri skákmenn eru
einnig líklegir til metoröa; þeir Jusupov og
Psakhis frá Sovétríkjunum, Bandaríkja-
maðurinn Seirawan og Englendingurinn
Nunn hafa allir tryggt sér sess í hópi tutt-
ugu sterkustu stórmeistara heims, þrátt
fyrir ungan aldur.
Enn eru síöan ótaldir gamalreyndir
mótarefir á borö við þá Larsen, Geller og
Smyslov, sem gætu komist langt á keppn-
isreynslunni. Það er því ógerlegt aö spá
nokkru um þaö hverjir verði hlutskarpastir
að þessu sinni, en fróölegt verður að sjá
hvort ungu kynslóöinni takist loksins aö
ryöja gömlu jöxlunum úr vegi eða hvort
þeir veröi að bíða þrjú ár til viöbótar eftir
tækifæri.
Að venju hefur verið hart barist um sæt-
in í millisvæðamótunum og úrslitin oft ekki
ráðist fyrr en í síðustu umferðunum. Á
nokkrum svæðum hefur jafnvel þurft aö
koma til aukakeppni, þannig að þegar yflr
lauk hefur keppnin verið orðin býsna löng.
Skákin í dag er frá svæöi 1, þ.e. V-Evr-
ópu, þar sem meðal annarra tefla enskir,
hollenskir, spænskir og franskir skákmenn.
Þar eru lyktir þær aö Englendingarnir
Nunn, Stean og Mestel og Hollendingurinn
Wan der Wiel þurfa aö tefla til úrslita um
þrjú sæti, eftir geysilega haröa keppni þar
sem fleiri komu við sögu.
Skákin sem hór fer á eftir er ein þeirra
skáka þar sem allt er lagt undlr til aö sigur
vinnist. Spánverjinn Rivas haföi gilda
ástæöu til aö tefla djarft gegn Mestel, sem
hafði náö öruggri forystu á mótlnu, en Riv-
as sjálfur þurfti nauösynlega á sigri aö
halda til aö vera áfram meö í baráttunni.
Við slíkar aðstæður sjá oft meistaraverk
dagsins Ijós og þessi skák er vafalaust ein
sú allra skemmtilegasta í þessum fyrsta
áfanga heimsmeistarakeppninnar.
Að vísu er hún ekki alveg gallalaus, en
það skiptir ekki máli, nema síður væri, fyrst
hún gleður augað.
Hvítt: Rivas (Spáni)
Svart: Mestel (Englandi)
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4.
e4 — d6, 5. f3
Saemisch-afbrigðiö, sem margir teija í
senn hvassasta og traustasta svarið viö
kóngsindversku vörninni.
— 0-0, 6. Be3 — a6, 7. Dd2 — Rc6, 8. Rge2
— Hb8
Svartur undirbýr atlögu á drottningar-
væng. Þessi leikaðferð er vinsæl um þess-
ar mundir, m.a. fyrir tilstilli Kasparovs.
9. h4 — h5, 10. Bh6 — b5, 11. Bxg7 —
Kxg7,12. 0-0-0 — e5,13. dxe5 — Rxe5,14.
cxb5
Þessi staöa hefur vafist mjög fyrir sér-
fræðingum í Saemisch-afbrigöinu. Quinter-
os hefur t.d. tvisvar náði betri stööu meö
svörtu. Gegn Tarjan í Cleveland 1975 eftir:
14. Rg3? — b4, 15. Rd5 — Rxd5, 16. cxd5
— b5 og gegn Gligoric í Lone Pine 1980
eftir 14. Rf4?! — bxc4, 15. Be2 — Hh8, 16.
g3 — Rfd7, 17. Dd4 — Rb6, 18. Hd2 —
Bb7, 19. Hhd1 — Df6!
— axb5, 15. Rf4 — b4, 16. Rcd5 — Rxd5,
17. Rxd5 — c5
Nú er kominn upp ein af þessum tvísýnu
stööum þar sem báðir hyggjast sækja aö
kóngi hins. í framhaldinu tekst Rivas að
verða fyrri til, en frumkvæðið fær hann ekki
ókeypis.
18. f4 — Rc6,19. f5 — Re5, 20. g4l — Rxg4
En ekki 20. — hxg4?, 21. f6+ — Kh7, 22.
Be2 — c4, 23. Dg5 og síðan 24. h5
21. Be2l — Rf2, 22. f6+ — Kh7, 23. Bxh5 —
Rxh1, 24. Hxh1
— he8?
Mestel vanmetur greinilega hvítu sókn-
ina og gerir sér ekki grein fyrir hættunni.
Að vísu gengur hvorki 24. — gxh5?, 25.
Dg5 né 24. — Be6, 25. Dg5 — Bxd5, 26.
Bxg6+! — fxg6, 27. h5, en svartur viröist
geta varist meö því aö leika 24. — b3!, 25.
a3 — De8! og nú:
1) 26. Dg5? — Dxe4
2) 26. Bf3 — De5, 27. Dg5 — Hb7, 28. Re7
— He8 og svartur er úr hættu.
3) 26. Re7 — Da4l, 27. Dd5 — Dd4! (En
ekki 27. — Be6?, 28. Bxg6+ eða 27. —
Bb7, 28. Bxg6+! — fxg6, 29. h5! — g5, 30.
Df5+ — Kh8, 31. Rg6+ — Kg8, 32. De6+ —
Hf7, 33. h6! og vinnur) 28. Dxd4 — cxd4,
29. Be2 og hvítur hefur einhver færi fyrir
skiptamun. 28. Rxg6? gengur hins vegar
ekki vegna 28. — De3+I, 29. Kb1 — fxg6
og svartur verst.
25. Dg5! — He5, 26. Re7!l
Hér hugsaði Mestel sig um í klukku-
stund, en nú var þaö oröiö um seinan. Ef
svartur þiggur drottningarfórnina verður
framhaldið: 26. — Hxg5, 27. hxg5 — Dxe7,
28. fxe7 — Be6, 29. Bd1+ — Kg8, 30. Bd5
og vinnur — Dg8, 27. Bd1 — Kh8, 28. Dh6+
Fljótvirkasta leiöin, en hégómagjarnari
skákmenn hefðu leikiö 28. h5 — Hxg5, 29.
hxg6+