Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 3
arlremba keppnis- alla sök á heimsins? Við tölum stundum um fyrra stríd og seinna stríð, rétt eins og þessar styrjaldir séu þær einu á öldinni. Síðan hefur þó hver blóðug smástyrjöldin rekið aðra; Viet Nam-stríðið þeirra mest. En auk þess hefur næstum heil þjóð verið myrt í Kampútscu og grimmileg stríð verið háð í Eþíópíu, Mið-Ameríku, sunnan- verðri Afríku og feykilega mannskæð styrjöld stendur enn á milli írana og nágranna þeirra i írak. Rússar eru enn að skjóta á fólk í Afghanistan, Bretar og Argentínumenn hafa lokið fá- ránlegu uppgjöfi með stríðsátök- um við Falklandseyjar og fsra- elsmenn hafa háð sín sex daga stríð og Yom Kippur-stríð. Þeir hafa skilið eftir sig blóðugan fer- il í Líbanon, þar sem saklaust fólk hefur orðið að gjalda fyrir með lífi sínu og heilsu, að Pak estínuþjóðin var eftir síðari heimsstyrjöldina rekin úr landi sínu. Ef til vill er þetta þó allt sam- an einber hégómi og rétt eins og meinlaus nágrannakritur á móti kapphlaupinu mikla um full- komnustu morðtól veraldarsög- unnar. Þetta kapphlaup snýst núorðið um það, hvort hægt sé að myrða gervallt mannkynið og eyða öllu lífi á jörðinni oftar en 15 sinnum, en sérfræðingar telja að þar séu mörkin nú. Af fréttaflutningi sumra fjöl- miðla, ríkisútvarpsins þar á meðal, má ráða að fréttir af öðru en hernaðarátökum séu engar fréttir. Ritskoðaðar og meira og minna uppdiktaðar fréttir af mannfalli og tölu niðurskotinna flugvéla, sem ger- samlega stangast á, hafa þó nákvæmlega enga þýðingu. En innan um og samanvið eru Iesn- ar meinlausari samkeppnis- og íþróttafréttir, þar sem alveg fer inn um annað og út um hitt að Blackpool hafi unnið Liverpool með tveimur á móti einu í brezku deildarkeppninni, elleg- ar, að Jón Bjarnason hafi varp- að kúlunni 10,55 metra á hér- aðsmóti Strandamanna. Þetta hefur svo sem enga þýðingu, nema kannski fyrir Jón að heyra nafnið sitt í útvarpinu. Allt rennir þetta stoðum und- ir þá skoðun, sem oft hefur verið viðruð í kvennabaráttunni svonefndu, að allt að því sjúk- legur stríðs- og samkeppnismór- all einkenni karlpening heims- ins, líklega vegna þess hve stutt er síðan við komum niður úr trjánum. Þar af stafi gervallur djöfulgangur heimsins frá stór- styrjöldum og megamorðtóla- framleiðslu til minniháttar átaka, sem karlkynið stofnar til og fær þar með útrás fyrir þessa eyðingarhvöt; knattspyrna þar með talin og annað hrottalegt sport eins og hnefaleikar og kappakstur. Og svo eru þeir úr okkar hópi, sem berja konurnar sinar eins og um var rætt í sam- talsþætti nokkurra kvenna í Djevaff-blaðinu nýlega. Af þessu virðist mega ráða, að karlpeningurinn sé skammt kominn á þroskabrautinni og margur freistist til að leysa deilumálin með ofbeldi, þegar samkomulag þrýtur, hvort held- ur það er í samskiptum þjóða eða hjónaerjum. Merkir lær- dómsmenn eins og Desmond Morris, sem skrifaði „Nakta ap- ann“, hafa sagt okkur það til af- sökunar, að það sé ekki að undra þótt veiðidýrið maður eigi sitt- hvað ólært. Vísindamenn eru einlægt að færa aldur mannsins á jörðinni aftar í tímann; þann aldur, sem hægt er að segja að hann hafi verið maður og migið standandi. Ekki alls fyrir löngu var talað um milljón ár í þessu sambandi. Nú eru þessar ára- milljónir orðnar þrjár ogjafnvel fimm. Frá þessu örófi aldanna hefur karlmaðurinn fyrst og fremst verið veiðidýr, sem dró heim björg í bú, því konan gætti barnanna. Það er því ekki að undra, þótt veiðieðlið standi föstum fótum í arfi kynslóð- anna. I hlutarins eðli liggur, að veiðarnar voru um leið sam- keppni: Maðurinn með hugvit sitt og misjafnlega frumstæð tól í samkeppni við veiðidýrin, bráðina. Svo hafa hinir frum- stæðu forfeður okkar ugglaust náð misjafnlega góðum árangri við veiðarnar og má gera því skóna, að fyrsta keppni verald- arsögunnar hafi staðið milli ein- staklinga um að fella veiðidýr. Hinn viti borni maður, Homo sapiens, hefur nú komið sér þannig fyrir á jörðinni, að til- tölulega fáir eru veiðimenn að atvinnu. Hér á Islandi munu þeir þó fleiri að tiltölu en í nokkru öðru landi, enda oft sagt að okkar þjóðfélag sé í eðli sínu veiðimannaþjóðfélag, þar sem mönnum lætur vel að vinna í hamslausum skorpum en taka lífinu með ró á milli. Hinir sem hafa veiðieðlið ofarlega í sér, en sitja á kontórum eða afgreiða í búðum, verða að láta sér nægja að renna fyrir lax og silung eða skjóta niður blessaða rjúpuna. Mönnum ber ekki saman um, hvort veiðieðlið og samkeppnis- eðlið sé af sömu rót runnið. í sumar var grein í einu af þýzku vikublöðunum, þar sem því var haldið fram, að þetta væri í raun eitt og það sama. Hinn tamdi maður í vestrænum iðn- aðarþjóðfélögum á þess ekki kost að komast á ærlegar veiðar, en fær hvötinni útrás meðþvíað taka þátt í — eða horfa á — leiki, þar sem spenna er á ferð- inni og eitthvað hægt að æsa sig upp. Öðrum finnst þetta full langsótt skýring. Því er ekki að neita, að í upp- eldi okkar er sú skoðun enn í góðu gildi, að karlmaðurinn eigi að vera sá sterki — og sterkir strákar gráta ekki. A kvik- myndatjaldinu sjá þeir myndir um Súpermann, sem er Gunnar á Hlíðarenda samtímans. Og í sjónvarpinu sjá þeir hvernig sá sterki malar andstæðinginn, annaðhvort með vel útilátnu kjaftshöggi, eða skoti úr skammbyssu. Sagt er, að myndir um hernaðarátök, ofbeldi og annað slíkt, höfði rneira til karlmanna. Og eftir nýlega af- staðna heimsbikarkeppni í knattspyrnu, hafa heyrst há- værar raddir úr dyngjum kvenna þess efnis, að það sé nú meira en lítið, sem arnar að körlum. Það kqm sumsé í Ijós, að það voru fyrst og fremst karlar, sem sátu slímsetur yfir sjónvarpi í þeim löndum, þar sem einokun- arástand í sjónvarpi ríkir ekki. Franskar konur gengu unnvörp- um út af heimilum sínum, þar sem karlarnir voru sem limdir við tækin að dást að Rummen- iggunum og Maradonnunum og öðrum prímadonnum. Samofið þessum leik virðist vera snilld- arleg útfærsla á hverskyns fantabrögðum; menn eru teknir á mjaðmahnykk og látnir koma niður á hausinn og kútveltast. Þetta er nú eitthvað fyrir lýð- inn, sem heimtar brauð og leiki eins og á dögum Rómverja. I þessum nútíma viðureignum gladíatora, er að vísu enginn drepinn — nema þeir sem fá hjartaslag af æsingi framan við sjónvarpstækin — en þarna fæst útrás fyrir þjóðrembing- inn, sem kölluð er ættjarðarást á hátíðlegum stundum. Svo menn fá margt í senn, sem bein útsending færir þeim í hendurn- ar heim í stofu: Spenning, sem venjuleg skrifstofublók upplifir aldrei í daglegu lífi, en jafnast á við þann spenning sem forfeð- urnir fengu í viðureignum við veiðidýrin. í öðru lagi einskonar listrænt ofbeldi: Spörk og högg, sem gera andstæðinginn óvígan. I þriðja lagi útrás fyrir fordóma og þjóðrembu — og í fjórða lagi ánægjuna af að sjá vel leikna knattspyrnu. Enginn furða, að menn vilji fá að vera í friði yfir annarri eins veizlu og manni getur nú sárnað þótt maður hendi ekki kerlingarnöldrinu sínu út um glugga á fjórðu hæð eins og Þjóðverjinn, sem lenti í orðaskaki við konuna sína með- an á útsendingu úrslitaleiksins stóð. Sem sagt; það er eitthvað mikið að karlkyninu eftir því scrti þær segja í kvennabarátt- unni. Látum það gott heita. En því er stundum fleygt í leiðinni, að öðruvísi væri umhorfs í heiminum, ef konur sætu á valdastólum. Lítum ögn nánar á það. Aðeins sárafáar konur hafa til þessa setzt í æðstu valdaemb- ætti stórþjóðanna. Þó eru dæm- in til. Skömmu fyrir páska á þessu ári kom forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, í sjónvarpið og tilkynnti þjóð sinni, hvernig hún ætlaði að snúast við Falklandseyjadeil- unni. Jafnvel gamli Churchill hefði ekki verið harðari og það var alveg klárt, að vopnin áttu að tala. Austur í Israel og á Indlandi komust þær Golda Meir og Indira Gandhi til for- sætis í stjórnum og voru sæmi- lega herskáar báðar tvær. Svo það getur varla talizt öruggt, að hin blíða friðaröld rynni upp, þótt konur færu með völdin í heiminum. Á voru landi hefur jafnan í þessu sambandi verið vitnað til þeirra Hallgerðar og Bergþóru úr Njálu, sem stjórn- uðu manndrápunum, en létu karla vinna verkin fyrir sig. En það er kannski full langsótt og gæti verið skáldskapur einn úr hugarheimi þess mikla höfund- ar, sem skrifaði Njálu, og margt bendir til að hafi verið karlkyns. Samkeppni á hvaða sviði sem er, hefur verið fundið margt til foráttu og andstæðingar frjálsr- ar samkeppni á vinstri væng stjórnmálanna standa venjulega fyrir því. Við höfum heyrt kenn- ingar um að próf eigi að leggja niður í skólum — og þá fellur heldur enginn. A sama hátt hef- ur verið agnúast útí keppnis- iþróttir. Margir iðka almenn- ingsíþróttir, sund, golf og skíði án þess að keppa nokkru sinni. En ungum mönnum er hollustan ein og hreyfingin ekki nóg og keppnisíþróttir eru eitt af því sem krydda tilveruna og ég held að það sé mesti misskilningur að amast við þeim. Raunar er heilbrigð sam- keppni það afl, sem knýr menn til að leggja sig fram og án hennar værum við enn á heldur dapurlegu kotunga- og van- þróunarstigi. Við höfum dæmin fyrir okkur úr hinum og þessum kommalöndum, þar sem búið er að drepa þetta skapandi frum- kvæði og enginn hefur minnsta ávinning af því að leggja sig fram. Engir nema einstaka harðsoðnir Allaballar vilja kalla yfir okkur þvílíkt ástand. Sé það staðreynd, að karlkyn- ið sé haldið samkeppnisáráttu, þá hefur það trúlega leitt af sér flestar þær tæknilegu framfar- ir, sem fæstir vilja vera án. Þeg- ar búið er að drepa samkeppn- ina í dróma, er stöðnun og aft- urför vísasti vegurinn. Við fáum þá pólskt efnahagslíf með bið- röðum og galtómum búðum, lé- lega framleiðslu á öllum sviðum og fátækt. Augljóslega er samkeppnisár- áttan drifkraftur, sem hefur að minnsta kosti búið hinum frjálsa hluta iðnþróaðra þjóða betri heim. En þessi drifkraftur vill stundum lenda útá annar- legar brautir, sem eru engum til heilla. Þá er ríkidæminu og kunnáttunni beint að mega- morðtólaframleiðslu til dæmis. Og samkeppnisáráttan getur vissulega orðið ískyggileg, þegar heimskir menn, stútfullir af þjóðrembu, fara með mikil völd. Gísli Sigurðsson 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.