Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 8
 ■—«, FERÐALÖG Nýjar 1 feróaslóóir 1^1 pnd i ii (tm A -■ • ~ - _ - U JL JL ft ft ft ft ft ®£ft ... Á „La Giara“- klúbbnum „Tutti i Siciliani sono romantici, Tutti,“* sagði Pippo við vinkonu mína, þar sem við sátum á svölum „La Giara“-klúbbsins í Taormina, Sikiley. Fjandakornið, hvað var hægt annað en að vera rómantísk- ur í þessu umhverfi. Það var stjörnubjart, fullt tungl og pían- istinn Chico lék þægilega af fingr- um fram í bakgrunninum. Þaðan, sem við sátum, sá yfir Naxosfló- ann 250 metrum fyrir neðan okkur, og ljósin frá byggðinni meðfram ströndinni voru eins og perluband í átt til Cataniaborgar. Fyrir ofan okkur sást í uppljómað gríska leikhúsið, gamall kunningi úr mynd Bertoluccis „La Luna“, og uppi í hlíð Venusarfjallsins gnæfði Castel Mola. Pippo þessi hafði boðið okkur í kvöldverð, ásamt öðru fólki, á síð- asta kvöldi dvalar okkar á Sikiley. Og hvílík máltíð: þeir kunna „fiff- in“ Sikileyingarnir. Við höfðum komið til eyjunnar tveimur vikum áður og kynnst honum á öðrum eða þriðja degi dvalarinnar, og átti hann eftir að vera hjálplegur í öllu, sem viðkom ferðalagi okkar. Hann vildi, að við kynntumst því bezta á eyjunni, var óþreytandi að úða í okkur upp- lýsingum, tók frá fyrir okkur miða á „Opera di Puppi“, sikileyska brúðuleikhúsið, og útvegaði miða að ballettsýningu í gríska leikhús- inu. Sikileyska brúðuleikhúsið kom okkur á óvart. Við héldum við værum að fara að sjá venjulegt brúðuleikhús með sikileysku efni, en það var nú öðru nær. Fram á sviðið geystust brúður í fullum herklæðum, upp í einn og hálfan metra á hæð, með tilheyrandi vopnabraki og stríðsópum. Voru þarna samankomnir á sviðinu, riddarar Karla-Magnúsar, Roland og co., í baráttu á móti risum, drekum og alls kyns heiðnu hyski. Ahorfendur lifðu sig sterkt inn í atburðaráðsina, hvöttu Roland og aðra riddara ákaft og klöppuðu, þegar hausarnir flugu af óvinun- um. Að lokinni sýningu fengum við að fara á bakvið og heilsa upp á leikarana og þá sérstaklega hetjuna Roland og erkiengilinn Mikjál, sem kom fram í lokaatrið- inu til að flytja sál Rolands til himna. í hringferð Við lögðum af stað í hringferð um eyjuna með ferðaáætlun frá Pippo Blandano upp á vasann. Við höfðum tekið daginn snemma, og urðum því að keyra með ljósum fyrsta hálftímann eftir hrað- brautinni í átt til Catania, sem er í ca. 50 km fjarlægð frá Naxos, bænum, þar sem við gistum. Það birti meir sem nær dró Cat- ania, og útlínur Etnu skýrðust æ betur með hækkandi sól, og upp- lifðum við hana í nær öllum lit- -eyja Medúsu Eftir Steingrím Gunnarsson Til vinstri: Engin smá borg a tarna — Palermo á Sikiley, sem fullorð- ið fólk man eftir frá innrás Banda- manna í síðari heimsstyrjöldinni. Hér er séð yfir borgina frá Pell- egrinofjalli. Að neðan: Hér er það sem eftir stendur af Castor og Pollux-hofinu í Algrigento. brigðum í bláu. í þessari fjarlægð virðist Etna mun lægri en hún er í verunni, og þegar við slógum upp í leiðsögubók okkar, kom okkur á óvart, að Etna skuli telja heila 3.263 metra. Þessi sjónhverfing skýrist á þann veg, að ummál fjallsins er mikið og þekur ca. Vio af um 26 þúsund ferkílómetrum eyjunnar. Etnan átti eftir að kór- óna útsýnið næstu dagana, og komumst við að raun um, að í hlíð- um hennar eru gróðursælustu hér- uð eyjunnar, ávaxtaekrur og víngarðar. Leiðin lá meðfram sjónum, og fórum við um ekrur sítrónutrjáa kílómetra eftir kílómetra. Uti fyrir ströndinni sáust nokkrir klettadrangar, sem kallaðir eru Kyklopsdrangar. Sagan segir, að einn af kyklopunum, risunum ein- eygðu, Polyfemus, sem Odysseifur blindaði, hafi kastað dröngunum á eftir skipi Odysseifs, þegar hann komst að því, hver hafði gabbað hann og blindað. Kyklopsdrang- arnir, ásamt öðru, sem fyrir bar næstu daga, rifjuðu upp fyrir okkur ævintýri Odysseifs og fé- laga hans, baráttu þeirra við sjáv- arskrímsli, sírenur og við furðu- vindana í sekknum, sem báru þá aftur að ströndum Sikileyjar, þeg- ar þeir höfðu heimaeyjuna íþöku í sjónmáli. Af sítrónuekrunum tók við hraunið, sem rann frá Etnu í einu stærsta eldgosi hennar og nær eyðilagði Cataniaborg. Tuttugu og fjórum árum seinna, eða 1693, lagðist borgin alveg í rúst af jarð- skjálftum og eldgosum. 60 þúsund manns létu lífið í hamförunum. Vegna þessara eldgosa og jarð- skjálfta, er borgin í dag svo til öll frá nýrri tíma, var endurbyggð í byrjun átjándu aldar, í barróskum stíl. Okkur þótti borgin lítið áhugaverð, lítið af minjum, sem vöktu forvitni okkar. Hún er fyrst og fremst verzlunarborg með rúma hálfa milljón íbúa. Catania- búar kalla borgina sína Milanó suðursins, hvort sem það er vegna þess hvað hún er mikil verzlunar- miðstöð, eða að þar er „Teatro Massimo Bellini", eitt helzta óperuhús Ítalíu. í kaþólskum heimi er Catania þekktust fyrir að vera heimaborg heilagrar Agöthu. Hún leið píslarvætti sitt í bernsku kristninnar á Sikiley, þegar hún neitaði að þýðast rómverska landstjórann, sem í reiði sinni á að hafa slitið af henni annað brjóstið. Staðfesta Agöthu átti eftir að verða málurum á 15. og 16. öldinni mikill innblástur, og bar það frægð dýrlingsins út um allar jarðir. Syracusa Frá Catania áttum við stuttan akstur til Syracusa, borgar þar sem við ætluðum að vera næstu tvo daga. Pippo hafði í ferða- áætluninni undirstrikað borgirnar Syracusa, Agrigento og Selinunte, frægar borgir á blómatíma Grikkja, og vegna glæsileika og veldis þessara borga kölluðu Grikkir sjálfir Sikiley „Magna Grecia". Þegar maður grípur niður í sögu þessara borga, verður manni ljósari þýðing Sikileyjar í sögu Grikkja, Rómverja og Karþagómanna. Þar sem eyjan var mjög frjósöm, mikil ólífu- og kornrækt, og lá á krossgötum verzlunar milli austurs og vesturs, safnaðist þar saman á tímum Grikkja og Rómverja ótrúlegur auður og það þrátt fyrir sífelldar erjur á milli grísku borganna inn- byrðis, eða þá milli Grikkja og Karþagómanna eða Grikkja og Rómverja. Fram á okkar tíma hafa varð- veitzt grískar minjar, sem eru glæsilegri og betur varðveittar en í Grikklandi sjálfu, og margir halda fram, að það hafi verið á Sikiley, sem grísk menning náði hápunkti sínum. Saga Syracusa er eins og þver- skurður sögu Sikileyjar. Borgin var stofnsett af Grikkjum frá Korintu árið 733 f.Kr. Ibúarnir, sem fyrir voru, Sikular, voru hraktir frá ströndinni, inn á há- lendi eyjunnar. Lítið er vitað um þá, og hurfu þeir af sviði sögunn- ar, en nafn eyjunnar, Sikiley,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.