Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 3
þaö í land, ef þess sjást merki, en þaö er
ekki hægt viö skolpið frá Reykjavíkurborg.
Nauthólsvikin er eitruö en þaö er eflaust
einnig aö veröa, ef ekki oröið, belti meö
allri norðurströnd Skerjafjaröarins. Það
getur hver og einn sannfært sig um, sem
gengur þar fjörur, þegar lágsjávaö er og
rennslið úr skolpleiöslunum blasir viö og
litar sjóinn. Hversu lengi verður grásleppan
æt eða fiskurinn, sem smábátar eru aö
veiöa hór í sundunum eða viö eyjarnar og
víöar uppundir fjörum viö Faxaflóa. Viö
skulum ætla því áratugi en viö höfum feng-
iö forsmekkinn, þar sem eru salmonella-
gerlarnir í fjörum og fjöruborði.
í sumum löndum, svo sem Bandaríkjun-
um, þar sem stór svæöi viö ströndina eru
oröin líflaus, rifin, sem frumbyggjarnir
höföu numiö og þrifizt á, orðin þeim
óbyggileg, hafa menn tekið aö byggja
gervirif, útí hreinan sjó. Þessi
byggingarstarfsemi hófst um 1950 og síö-
an hafa verið byggö eða mynduö um 150
meiri háttar gervirif útí höfin beggja vegna
meginlandsins og einnig útí Mexíkó-flóann.
Bandaríska alríkisstjórnin veitir hinum ein-
stöku ríkjum styrk til aö byggja slík rif sam-
kvæmt lögum frá 1957.
Einstaklingar og kafaraklúbbar hafa
einnig verið athafnasamir viö aö mynda ný
rif úr allskonar dóti sem til hefur falliö, svo
sem ónýtum bílum, hjólböröum, ísskápum
og allskyns járnadrasli, grjóti og gangstétt-
arhellum og mölvaðri steinsteypu úr bygg-
ingum sem veriö var aö rífa.
Þannig getur margt, sem er til óþrifa í
landi oröiö til uppbyggingar í sjónum.
Fiskimenn höföu uppgötvaö þaö löngu
áöur en köfun varö almennt sport, aö fisk-
ur safnaðist aö sokknum skipum og þeir
lögöu net sín og línur í hættu viö aö leggja
sem næst þessum flökum á hafsbotni.
Þaö voru gefin út lög í Bandaríkjunum
1972, sem heimiluöu strandríkjum Banda-
ríkjanna aö nota 45 ónýt „Liberty-skip“
(stór flutningaskip, hróflaö upp i seinni
heimsstyrjöldinni) til aö sökkva þeim á
grunnsævi í því augnamiði aö mynda líf-
skilyröi fyrir frumverur sjávarlífsins. Þessu
fylgir bara sú kvöö aö draga skipið á
áfangastaö og þaö má ekki valda spjöllum
á umhverfinu og ekki heldur vera hættulegt
siglingum. Texas-ríki fékk 12 stór
„Liberty-skip“ 1973 til aö sökkva og mynda
rif viö ströndina.
Þaö er margt undarlegt í ríki náttúrunn-
ar, sem viö sjáum ekki alltaf fyrir. Menn
óttuðust ólíupallana, sem nú hafa veriö
reistir víöa á allmiklu dýpi. En vísindamenn
hafa uppgötvaö aö hinir nöktu stálstöplar
eru aö veröa þaktir af gróöri á elztu pöllun-
um og þaö safnast aö þeim fiskur. Hrúö-
urkarlar og sæanimónur hafa numið þarna
land og aö þeim safnast smáfiskur til að
klekja og síöan stærri fiskur til aö gleypa
þennan smáfisk og nú er allt morandi af lífi
viö stöplana á mörgum pallanna.
Fiskimenn viö Mexíkó-flóa, en í honum
er botninn ófrjór og sendinn, róa oft langa
leiö út aö olíuborpöllunum til veiöa.
Myndun eða bygging gervirifa og vernd-
un náttúrulegra, sem enn eru óskemmd,
eru fyrstu tvær aðferðirnar, sem viö getum
gripiö til viö verndun sjávarlífsins, þá er
þaö næsta ráö að takmarka þaö sem tekið
er af lífrænum efnum og orku úr sjónum og
þaö fjóröa er aö láta koma til framkvæmda
og fylgja eftir ströngum reglugerðum um
bann viö mengun sjávarins.
Við mennirnir höfum fyrir löngu séö fyrir
þann vanda, sem mengun sjávarins var aö
færa okkur aö höndum, en maöurinn er nú
þannig gerður, aö hann snýst oft ekki við
vandanum fyrr en um líf eöa dauöa er aö
tefla. Þaö er trúlega fariö aö nálgast þaö
stig í mengun sjávarins, og þeim spjöllum,
sem unnin eru á lífríki hans.
Höfum í huga þaö sem sagt er hér í
upphafi:
Áttatíu prósent af allri plöntufæöu og
sjötíu prósent af öllu súrefni jaröar kemur
úr sjónum. Þess skyldum viö minnast sem
kennt er, aö lifið hafi kviknaö í fjöruborð-
inu.
Dauð fjara mun þá upphaf heimsdauöa
líkt áöur upphaf lífsins.
(Umskrifud grcin úr ('ompass)
RABB
KONAN
í
LAUTINNI
Það fjölgar stöðugt fólki í
friðarhreyfingum á Vestur-
löndum og það mun einnig
vera svo í Sovét, tók stökk á
árinu úr 10 uppí 14, en það
þótti Sovétum einum of mik-
ið og hafa stungið aðalmann-
inum inná geðveikrahæli og
snúið sér meira að því að efla
friðarhreyfingar á Vestur-
löndum.
En þótt svo sé að mikill
vöxtur sé í friðarhreyfingum,
þá hefur sá hópur einnig
stækkað, sem meira en grun-
ar að í friðarhópnum sé ekki
tryggt, að það sé ætíð mein-
laus sauður undir gærunni.
Að kvöldi 10. ágúst opnaði
ég útvarpið mitt til að at-
huga hvað þar væri að ger-
ast. Ég geri þetta oft að
opna, af því að mér finnst
svo gaman að loka. Þetta var
á mánudagskvöldi og ég
hafði grun um, að það myndi
einhver spekingurinn vera að
tala um daginn og veginn,
eins og þessi gamli útvarps-
þáttur kallast. Það er sérlega
gaman að loka á fólk í þess-
um þætti, því er jafnan svo
mikið niðri fyrir að koma
lengi innbyrgðri speki á
framfæri við þjóðina. Steinn
Steinarr hélt því fram, að í
þennan þátt safnaðist allt
vitlausasta fólk landsins. Ég
hef aldrei viljað taka svo
djúpt í árinni.
Nú, sem ég opna útvarpið
umrætt kvöld, er þar kona að
tala um blómalaut uppi í
Borgarfirði. Ég fylltist til-
hlökkun að loka á hana
þessa, í þeim punkti, þegar
hún væri alveg að springa af
fjálgleik yfir dásemdum ís-
lenzkrar náttúru og þeim
sálarlífsdásemdum sem jafn-
an fylgja. En meðan ég bíð
eftir réttu augnabliki til að
Ioka, kemur þá ekki Naga-
saki inní náttúrutalið.
Mér skildist þá að þetta
væri náttúruverndarkona að
frábiðja sér sprengju í Borg-
arfjörðinn álíka þeirri sem
féll á Nagasaki.
Milli austurs og
vesturs. Litógrafía
eftir þýzka
listamanninn A.
Paul Webcr.
Eins og menn muna batt
sú ægilega sprengja snöggan
endi á Kyrrahafsstyrjöldina.
Það var haldið að Japanir
gætu haldið út í tvö, þrjú ár.
Þeir voru ákveðnir í að berj-
ast til hinzta manns og hefðu
ekki gefizt upp fyrir Banda-
ríkjamönnum fyrr en land
þeirra var allt í rúst og
mannfallið þá orðið margfalt
við það sem varð.
Hinar tvær ógnarsprengj-
ur, sem féllu á borgirnar
Hiroshima og Nagasaki,
forðuðu japönsku þjóðinni
frá sjálfsmorði og við skul-
um vona að þær eigi einnig
eftir að forða öllu mannkyn-
inu frá sjálfsmorði. Fólkið í
Nagasaki og Hiroshima hef-
ur þá ekki dáið hinum hrylli-
lega geisladauða til einskis.
Mannkynið á líf sitt undir
því að það geymist með
hverri kynslóð skelfingin
sem fylgdi þessum sprengj-
um. Þaðgetur ekkert bjargað
manninum annað en óttinn,
og honum ber að vernda
hann í þessu efni og viðhalda
honum undir líf og blóð.
Blómakonan mín stanzaði
ekkert í Nagasaki, hún hefur
máski verið búin að vera þar
fyrr í erindi sínu, ég opnaði
svo seint. Hún hvarf aftur í
lautina sælu og tók að útlista
þann frið sem legðist yfir
sálina í borgfirzkri laut. Ur
lautinni vatt hún sér útíhinn
stóra heim. Þar vildi hún að
ríkti friðsæld borgfirzku
lautarinnar.
Allt í einu heyri ég að það
tekur að votta fyrir urghljóði
í hunangssætri friðarrödd-
inni og það eykst allt undir
hvæs og hún tekur að for-
mæla ráðamönnum Bandar-
íkjanna og Bretlands með
orðbragði sjóræningja á dög-
um kapteins Kidd. Hún var
ekkert að skafa utan af því
áliti sínu að ráðamenn þess-
ara ríkja væru morðingjar
og glæpamenn og ekki aðeins
þeir, sem nú ráða þarríkjum,
heldur hefðu ráðamenn þess-
ara þjóða alla tíð verið af því
taginu.
Um þessar mundir taldi
konan ráðamenn þessara
ríkja og þá, sem fylgdu þeim
að málum — og þá væntan-
lega eins tveir þriðju ís-
lenzku þjóðarinnar — hafa
mesta ánægjuna af því að
skjóta börn, þar sem byssum
yrði viðkomið, svo sem í
Beirut, en svelta börn, þar
sem illt væri að koma við
byssum, svo sem í frumskóg-
um Afríku.
Mig tók ekki sárt til ráða-
manna Bandaríkjanna og
Bretlands, enda eru þeir nú
sjálfsagt jafnréttir eftir
þessa lýsingu í íslenzka
Ríkisútvarpinu, en égsá eftir
þessari konu, hún talaði svo
anzi snoturlega um blómin
og lautina sína og sálarfrið-
inn og svo verður þetta, að
hún sýnir manni andartak
inní sig og þvílíkur innmat-
ur, manneskjan var bólgin af
hatri og í manndrápshug.
Allt, sem hún hafði sagt um
blómalautina fögru, sálar-
róna og friðinn, hafði aðeins
legið á tungunni.
Sumt fólk er þeirrar nátt-
úru eða ástundar það í ein-
hverjum tilgangi að kúpla
tungunni frá hugsun sinni og
láia hana dansa lausa á fal-
legum orðum til dæmis um
náttúrufegurð, þó það sé í
raun ekki gætt snefli af fegr-
unarskyni á sálarró, þótt það
sé sjálft allt í uppnámi, og
frið, þótt það sé í styrjald-
arhug — og tunga þess getur
talað sannfærandi. En svo
getur það orðið, sem að
framan greinir, að það kúpl-
ist óviljandi saman og tung-
an fari að tala það, sem mað-
urinn meinar, og það sést
andartak innan í fólkið.
Konan í dæminu hér að
framan áttaði sig, og þó um
seinan væri fyrir hana, og
kúplaði tungunni snarlega
frá haturs- og manndráps-
hugsunum sínum og tók að
þylja Ijóð um frið.
Ásgeir Jakobsson
3