Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 6
Hann hafði varað mig við í símanum, að hann væri núna skegglaus, en samt kemur mér útlit hans á óvart. Þar sem hann stendur í dyrunum á hótelíbúö sinni í New York, lítur Kris Kristofferson ekki lengur út eins og Kris Kristofferson. Hann er fólleitur, nauðrakaður, grindhoraöur og — allsgáður. „Mér finnst ég vera eins og Samson, eftir að Delíla hafði lát- ið skera hár hans,“ segir hann og nuddar á sér hökuna. Hör- undið er eins og bókfell með djúpum, skörpum rákum af sól- arhita eða af brennivínsdrykkju; sennilega af hvorutveggja. Kris Kristofferson, 45 ára, söngvari og syngur eigin söngva, leikari, Texasbúi, á að baki dúndrandi fjárhagstap með kvikmynd sinni „Heaven’s Gate,“ og skilnað við konu sína, söngkonuna Rita Coolidge. All- an síðastliðinn vetur og fram á vor hefur hann búið í Hotel Mayflower í New York, þar sem allar þær Hollywood-stjörnur búa, sem ekki vilja vera neinar Hollywood-stjörnur. Að öðru leyti er hann eins og venjulega kjörinn efniviður í svæsnar kjaftasögur í slúður- dálkum amerískra blaða. Það nýjasta: Hann og Jane Fonda, mótleikari hans í myndinni „The Rollover Complot", sem tekin verður til sýninga víða í Evrópu núna í haust, — þau tvö eru sögð hafa haldið áfram að velta hvort yfir annað eftir að myndatökum á „Rollover" lauk. Sem sagt slúðursaga. Öllu áhugaverðari eru þær kjaftasög- ur, að Kristofferson syngi ekki einungis vísurnar á nýju breiðskífunni sinni „To The Bone,“ heldur lifi líka sam- kvæmt orðanna hljóðan í text- unum: Til dæmis þetta, „Maybe you’ve heard, your ol’ buddy’s gone crazy ... Turning to stone, blasted and blind." (Kannski hefurðu heyrt, að hann gamli lagsi þinn sé orðinn snar- snældu ... steinrunninn, bann- sunginn og blindur.) Kristoffer- son lítur ekki út fyrir að vera orðinn geggjaður, en hann lítur hins vegar út eins og hann lýsir sér sjálfur. Eins og maður, sem lokkarnir hafa verið skornir af að honum sofandi, eins og mað- ur, sem eiginkonan er hlaupin burt frá. I öðru laginu í nýja albúminu hans syngur hann: „Nobody lo- ves anybody any more, dear.“ Elskar hann í rauninni enga lengur? Elskar raunverulega enginn hann? Þegar hann heilsaði mér, hafði hann ætlað sér að taka í höndina á mér en greip af vangá í ermina og þrýsti hana í stað- inn. Því næst gekk hann muldr- andi á undan mér inn í íbúðina sína, gekk þvert í gegnum hana og staðnæmdist fyrir framan ljósmynd af sjö ára gamalli dóttur sinni, Casey. Hjá mynd- inni lá bréf, sem í stóð: „Mér þykir svo vænt um þig, pabbi.“ Einhverjum þykir sem sagt þó vænt um einhvern, þrátt fyrir allt. Kris Kristofferson hefur ekki bragðað áfengi í fjögur ár. Aftur á móti drekkur hann núna ómælt perrier-sódavatn alveg 6 KRIS KRISTOFFE Aó ofan: Kristofferson meó konu sinni, rokksöng- konunni Ritu Oilidge. Hún yfirgaf hann þegar upptaka á kvikmyndinni „Rollover" fór fram. Til vinstri er Kristofferson i hlutverki sinu ásamt Jane Fonda í þeirri sömu kvikmynd, en að neðan er Kristofferson foróum daga með alskegg, þegar breanivín, söngur og kvenfólk var hans daglega líf. eins og hann drakk tequila áður, hvoifir í sig hverju glasinu af öðru. Eftir fjórða perrier-glasið segir hann frá því, hvernig hann fékk hlutverk fjárfestingastjór- ans í „Rollover": „Jane hringdi og spurði, hvort ég ætti jakka- föt. Eg átti ein frá töku myndar- innar „Heaven’s Gate". Eg burstaði þau pínulítið og fór í þeim til Alans Pakula, leikstjór- ans. Jane sagði mér líka, að ég ætti að raka af mér skeggið. Nú, þetta gerði ég og stóð svo fyrir framan Pakula í jakkafötunum öllum útötuðum í skeggbrodd- um.“ Hann fékk samt hlutverkið, og nú er hægt að sjá hann í bandarískum bíóhúsum í hlut- verki Hubs Smiths, fjármála- stjóra Winter Petrochemical Company. „Á meðan ég lá alltaf í drykkjunni," sagði Kris Krist- offerson, „hefði ég ekki einu sinni getað borið fram nafn þessa fyrirtækis. Tungan í mér var eins og lömuð." Hún er það ekki lengur. Hvað hefur hann þá að segja um kjaftasögurnar um Jane Fonda og hann? „Jane er undraverð kona, hún býr yfir óhemjulegri orku. Ann- ars held ég, að hún sé virkilega ástfangin af eiginmanni sínum." Að vera frægur, segir hann, stundum „eins og maður sé orð- inn skítakamar í alfaraleið, þar sem hver sem er krotar eitthvað á veggina.“ Heimsókn á búgarð hans skammt frá Los Angeles. Þá er ekið eftir Pacific Coast Highway til Malibu. Kris Kristofferson býr þarna uppi í fjöllunum, en hann kann betur við fjalllendið en strandsvæðið, „þar sem mað- ur hefur engan frið, og fólk glápir á mann við matborðið." Sá sem ætlar að heilsa upp á hann, verður fyrst að komast framhjá Vernon White, sem kallaður er Vern. Opinberlega er hann sérlegur fulltrúi Kris Kristoffersons, óopinberlega er hann eins konar fastráðinn vin- ur. Kris Kristofferson situr í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (28.08.1982)
https://timarit.is/issue/242105

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/3302384

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (28.08.1982)

Aðgerðir: