Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 10
ÞJÓÐFRÆÐI Séra Kolbeinn ÞorteH sson INCOLN SLAND iÖLD Lincoln um 1216. í forgrunni sést konungur taka við sköttum af Gyðingum. Bak við þá sést Gyðingahúsið. Hinum megin við gö'tuna er kirkja Cuthberts helga í Durham. Milli þessara húsa liggur Brattabrekka, og ofan við hana stendur „kirkja Mikjáls á fjallinu". Fyrir neðan kirkjuna liggur Danagata f sveig. Efst á myndinni sjást kastalinn, dómkirkjan (Maríu-kirkja) og kirkja Maríu Magdalenu. Vesturgafl dómkirkjunnar er enn með upphaflegu lagi. Til hægri: Hugh frá Avalon með svan í bandi. Bak við hann sést vesturgafl dómkirkj- unnar, eins og hann leit út, þegar Þorlák- ur helgi var þar við Gyðingahúsið í Linc- oln, frá JIÍM). Fyrri hluti Svanirnir í Urðarbrunni Snorri Sturluson hefur í Eddu sinni ítarlega lýsingu á tré lífs- ins, sem hann kallar Ask Ygg- drasils. Ég hefi oft séð til þessar- ar lýsingar vitnað í erlendum rit- um um trúarbragðafræði sem dæmi um hugmyndir heiðinna manna um lífsins tré. I lokaorð- um Snorra um þetta dýra tré lýs- ir hann Urðarbrunni, sem er undir einni rót trésins, og þar segir hann að lokum: „Fuglar tveir fæðast í Urðar- brunni; þeir heita svanir, og af þeim fuglum hefJr komið það fuglakyn, er svo heitir." I lok júlímánaðar í fyrra lánað- ist mér loksins að bregða mér til borgarinnar Lincoln í Englandi. Þar átti ég strax á fyrsta degi leið yfir Hábrú (High Bridge), sem liggur yfir Witham-fljótið, rétt fyrir neðan gömlu borgarmúrana. Þegar ég leit niður í ána fannst mér ég skyndilega vera kominn inn á yfirráðasvæði asksins mikla. Þarna syntu hvítir svanir, eins og þeir hafa gert frá ómunatíð, og uppi í brekkunni gnæfði sjálf dómkirkjan, táknmynd lífsins trés. Þessi dómkirkja vissi ég að hafði haft meiri áhrif á íslenska menningu en flestar aðrar. Hún var að vissu leyti lífsins tré ís^ lenskrar menningar á 12. öld. I skjóli hennar hafði Þorlákur helgi stundað nám á árunum 1158—60, og þarna hafði systursonur hans Páll Jónsson Oddaverji líklega dvalið um skeið, á meðan hann dvaldi í Englandi, en það var í fimm ár. Og hugsanlega hafði Gunnlaugur munkur Leifsson haft kynni af Lincoln, en hann er trú- lega sá rithöfundur á miðöldum, sem haft hefur lengst og varanleg- ust áhrif á íslenska menningu vegna helgisagnanna, sem hann skrifaði um hina helgu menn, Þor- lák og Jón. Og ekki má gleyma að minnast á lærisvein Páls Odda- verja, Snorra Sturluson, en sagna- ritun hans hefur haft meiri þýð- ingu fyrir Norðmenn og norska menningu en nokkurn tíma á menningu íslendinga. En Snorri lýsti svönunum í Urðarbrunni. Hafi hann í þeirri sögu verið að hafa eftir sögu Páls Oddaverja, get ég nú staðfest það, að líkindi eru mikil með Svanabrunninum í Lincoln sem borgin ber upphaf- Iega nafn af („borgin við tjörn- ina"), og Urðarbrunni undir Aski Yggdrasils. En þetta er auðvitað tilfinningamál, og ber ekki að taka sem alvarleg fræði. Seinna lærði ég að svanurinn var helgitákn eins gófugasta bisk- ups, sem setið hefur í Lincoln. Það var Hugh frá Avalon, sem var biskup á árunum 1186—1200. Hann kom frá Búrgundarhéraði í Frakklandi, og var kannski árinu yngri en Þorlákur helgi, fæddur um 1135. Þessi maður var eins konar umhverfisverndarmaður síns tíma. í hröðum vexti borgar- innar frá dögum Vilhjálms bast- arðar, þangað til Hugh tók við biskupsdómi í Lincoln, höföu borgarbúar gleymt að hugsa vel um svanina sína. Nýi biskupinn virðist hafa haft næmari auga fyrir sérkennum borgarinnar en íbúarnir sjálfir, því að hann var aðfluttur. Gerðist hann því opin- ber forsvarsmaður svananna með þeim hætti að hann tamdi svan nokkurn og gerði að gæludýri sínu. Þannig minntust Lincoln- búar svananna sinna í hvert skipti sem þeir sáu biskup sinn á gangi með svan í bandi, rétt eins og Englendingar nútímans ganga um með hundinn sinn. Gengið upp brekkuna Þegar staðið er á Hábrú og horft í átt að dómkirkjunni, þá ' 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.