Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 5
íslendingar fagna friði á sinn hátt 8. maí 1945, m.a. með því að brjóta verzlunarglugga og gekk fólk þar síðan út og inn eins og myndin sýnir. in götunnar, var önnur veitingastofa er bar nafnið Central. Vafalaust var nafnið valið þannig, að sem flesta erlenda her- menn fýsti þangað að koma. Þarna var talsvert rúmgott. Tvær stofur samliggj- andi. Ekki vantaði hávaðann. Fyrir utan útvarpstæki sem stillt var á hæstu nót- ur, var þar plötuspilari einn mikill eða sjálfveljari — jukebox. Hermennirnir amerísku lögðu mjög leið sína inn á Central og voru jafnan með íslenskar fylgikonur sér við hlið. Þeir kunnu sjá- anlega mjög vel við sig þarna. Undirrit- aður leit sjaldan inn á þennan stað, því að honum ofbauð sukkið og hávaðinn. Matur var sæmilegur á Central. Og af- greiðslan ágæt. En það var eins og alls- gáðum mönnum væri þar oft ekki vært fyrir drykkjulátum manna þeirra, er nefndust rónar eða Hafnarstrætisrónar. Lögreglan kom alltaf öðru hverju til að hreinsa út. Þá tók hún verstu gikkina undir arminn og tosaði þeim inn á Stöð- ina, þarna rétt hjá. Var oft ófagurt að líta þær aðfarir. Óróaseggurinn vildi náttúrlega ekki fara fet af sínum uppá- haldsstað og spyrnti mjög við fótum. Og bölbænirnar sem greyin völdu vörðum laganna, þær voru mergjaðar. Á Central voru gjarnan ungar stelp- ur, snoppufríðar, við afgreiðslu. Ekki voru þær nú allar lengi þarna. En það var eins og alltaf væri hægt að fá kven- fólk til að vinna á þessum stöðum. Kaupið mun raunar ekki hafa verið til að hrópa húrra fyrir. En ungt fólk þráir ævintýri og litríkt mannlíf. Heitt & kalt og Café Hvol Sömu megin og fyrrnefndar stofur voru, fyrirfannst veitingastofan Heitt & kalt. Skammt frá Steindóri. Mátti þar fá sér ódýra máltíð. Á verstu krepputím- unum kostaði krónu að eta þarna. Þá var tímakaup í almennri verkamanna- vinnu eitthvað í kringum krónu. En sama. Þetta var hræódýrt. Þarna möt- uðust þeir gjarnan sem klæddust betri fötum. Skrifstofu- og búðarmenn. Bændur á ferð í bænum. Mátti þá sjá í blöðunum hverjir utan af landi væru á ferð í borginni. Blöðin höfðu fastan dálk undir heitinu Gestir í bænum. Væri svo vitlaust að taka þetta upp á ný? Fyrir- gefið framhjáhlaupið frá efninu. Þarna voru fremur fáir verkamenn í vinnuföt- um. Einhvern veginn er það svo, að á vissa staði safnast vissir hópar manna. Á Heitt & kalt söfnuðust drjúgum upp- rennandi rithöfundar og aðrir þeir and- ans menn, sem síðari tíminn hefur frægt. En þá voru þeir skínandi fátækir. Nú tala margir um þessa menn og lesa verk þeirra, en enginn einasti ríkis- bubbi, sem þá kýldi vömbina, lifir í minningunni. Yfirleitt hefur Heitt & kalt hlotið góð eftirmæli. Þar var alltaf hreinlegt og menningarlegt. Mennirnir skapa umhverfið. Á þennan stað vöndu komur sínar spektarmenn, friðsamir öðlingar. Þeim var meinilla við glym- skratta og jukebox. Sá sem þetta skráir, mun aðeins einu sinni hafa étið á Heitt & kalt. Þá verkamaður við höfnina. Sumarvinnumaður að strita fyrir náms- kostnaði sínum næsta skólaár. Þótt kynnin yrðu ekki meiri en þetta við hinn fræga stað, þá er nú einnu sinni glöggt gests augað. Þar að auki eru umsagnir fjölmargra sem þarna nutu veitinga óljúgfróðar. En þær munu á einn veg: loflegar mjög. En víkjum nú að Hafnarstræti norð- an megin. Þar var menningin engu síður blómleg og litrík. Skál þá fyrst nefna Café Hvol. Venjulega nefndur Hvollinn. Skáldlegt nafn sem hlaut að draga að mannskap. Gengið var úr Hafnarstræti upp eins og tvær — þrjár tröppur til að komast í salarkynni kaffihússins. Á þessum árum var eigandi Hvolsins rosk- inn maður, eða var hann bara roskinleg- ur um aldur fram? Hann hefur þó vart verið yngri en hálfsextugur. Mun hafa heitið Einar. Var af kunnugum nefndur Einar á Hvolnum. Vann hann sjálfur við afgreiðslu í veitingahúsi sínu. Fórst honum það ekki beint illa, en seinhentur var hann orðinn, ef hann hefur þá ekki verið það frá upphafi vega. Auk roskna mannsins var stúlka jafnan við af- greiðslu, stundum tvær. Plássið var all- stórt, eiginlega á tveimur gólfum. Gólfið sem að Hafnarstræti vissi, var hærra en gólfið er sneri að Tryggvagötu. Gátu gestir gengið þar inn, jafnt og úr Hafn- arstræti. Fór afgreiðslan fram á lægra gólfinu. Þar var glymskratti mikill eða jukebox. Gátu menn valið sér þar tón- list. Þarf ekki að lýsa þessu skrapatóli fyrir þeim sem voru ungir í Reykjavík um miðja þessa öld. Það var eins og aldrei mætti vera andartaksþöng á þessum stað. Eilífur dómadags hávaði. Mikið af svokölluðum rónum vandi komur sínar á Hvol. Og þarna voru og nokkuð tíðir gestir listamenn og rithöf- undar, sem sögðust vera að kynnast mannlífinu, til að heyja sér efni í verk sín. Þarna var svo sannarlega misjafn sauður í mörgu fé. Auðvitað var þó meirihluti manna þarna aðeins að fá sér í svanginn og fóru með friði. En á óláta- lýðnum bar miklu meira. Var-oft undir hælinn lagt að friður væri þarna til að neyta matar fyrir ágengum rónum, sem voru að sníkja peninga eða bara að þvæla einhverja blöðvaða vitleysu. Tvö væn bindi um lífiö í Hafnarstræti Eitt sinn sem oftar var undirritaður að éta þarna, þá vinnandi við höfnina, óþrifalegur eftir sóðalegu vinnu. Þá er það að hann gefur sig á tal við lista- mann nokkurn, sem honum var bent á. Var honum sagt, að maður þessi væri rithöfundur. Slíkur maður hlaut að vera undramaður, hugsaði gesturinn. Þetta var einn af fastagestum Hafnarstrætis og allra þeirra staða sem hið fræga stræti veitti víst innan sinna vébanda. Ungur maður, á að giska um þrítugt. Gat þó verið allmiklu eldri eftir útliti að dæma. En einhvern veginn hafði sögu- ritara áður tekist að afla sér upplýsinga um aldur mannsins; hann forvitinn í þeim efnum. Maðurinn hafði líklega lif- að hátt og brennt lífskertið sitt nokkuð ótæpilega. Undirritaður fór nú að ræða við unga manninn. Kom í ljós að hér var rithöfundur á ferð er deildi kjörum með sauðsvörtum almúganum, karlinn. Barst talið að ritstörfum mannsins, hvað hann væri að skrifa þessa stund- ina. Lét hann í fyrstu lítið yfir því. Spurði hver viðmælandinn væri. Kann- aðist vitanlega ekkert við þennan fjalla- mann. Hann borgarbúi. Smám saman fóru viðræður að ganga greiðar, því að söguritarinn lét rithöfundinn ekki í friði. Hann lét þess þá getið, ósköp hógvær, að hann ynni að stóru ritverki. Mundi það verða tvö væn bindi. Og um hvað átti svo skáldverkið mikla að fjalla, spurði sá sem hér skrifar. — Það er um Hafnarstræti, sagði vinurinn. Það var bara svona. Svo að Hafnar- stræti átti að gera ódauðlegt með stór- kostlegu skáldverki. Hver ætti svo út- gefandinn að vera? — Helgafell, sagði rithöfundurinn. Ekki valdi hann útgef- andann af lakara taginu. Um þetta leyti var Helgafell eitthvert virtasta útgáfu- fyrirtæki á landinu. Gaf út yerk Laxness, eða Kiljans, eins og bændurnir sögðu. Rithöfundurinn sagðist vera að kynna sér mannlífið í þessu fræga stræti, til að geta skrifað um það bókmenntaverk. Flestir sem dvalið höfðu í borginni um lengri tíma, könnuðust við þennan mann. Hann hafði þegar hér var komið, ritað bók um herskap sinn á Spáni. Þar hafði hann verið að hjálpa lýðveldissinnum í styrj- öld gegn fasistum. Báru þeir síðar- nefndu hærri hlut sem kunnugt er. Mun ritið hafa heitið íslenskur ævintýramaður í borgarastyrjöldinni á Spáni. Rithöfund- urinn var fremur lágur vexti og grann- ur. Á hverju hann lifði, vissi ekki sá sem hér skrifar. Líklega á loftinu og frægð- inni. How I love my brennivín Hver var hann þá, þessi maður, sem svo mjög hefur verið farið í kringum? hann nefndi sig Dag Austan. Skírnar- nafn hans var Vernharður. Faðir hans hét Eggert og var Einarsson. Stundaði kaupmennsku á Akureyri. Hann var þá ekki að austan, heldur að norðan. Auk rits þess sem fyrr er frá greint, ritaði Vernharður smápésa, er hann nefndi Hundurinn og ég. Ekki er undirrituðum kunnugt um hvað rit þetta fjallar eigin- lega. En svo mikið er víst að höfundur- inn seldi það á götum höfuðstaðarins um hávetur. Þegar hann var að selja ritið, hrópaði hann upp: Viljið þið kaupa Hundurinn og ég. Sem betur fór, beygði hann ekki orðin! Dagur Austan setti svip sinn á götulíf Reykjavíkur, þó eink- um Hafnarstrætis og gatnanna þar í grennd. Undirritaður hefur leitað að Degi Austan í uppsláttarritum, eins og Islenskum samtíðarmönnum og íslensk- um æviskrám, en ekki fundið. Þá er hann ekki að finna í íslensku skáldatali. Auðvitað ekki. Dagur Austan varð ekki gamall mað- ur. Hann skráði sig á skip nokkurt er flutti brotajárn til útlanda. Þetta var veturinn 1952. Skipið kom aldrei fram. Er talið, að það hafi sokkið við Orkneyj- ar. Minnist undirritaður ekki, að neinn annar en Jón skáld úr Vör hafi minnst Dags á prenti. Það gerði hann í riti sínu Útvarpstíðindum, sem var merkt menn- ingarrit á sínum tíma. Birtist mynd Dags þar einnig. Jón taldi Dag Austan greinilega til rithöfunda — sem hann og var — og gat þess, að hann saknaði hans úr hópnum. Skal hér með þakkað að Jón skyldi minnast þessa rithöfundar, sem aðrir þögðu í hel. Sýnir það, svo að ekki verður um villst, að Jón er fordómalaus maður. Hann metur menn ekki eftir því hvort þeir hafa verið með hvítt um háls- inn eður ei — hvort þeir hafa verið góðborgarar eður ei. Loks skal getið veitingastaðar eins í Hafnarstræti, er Gullfoss hét. Var við hliðina á Café Hvoli. Svipaður inngang- ur og á þeim stað. Staðir þessir voru og afar líkir hið innra. Þó var heldur þrifa- legra á Gullfossi. Amerískir hermenn vöndu mjög komur sínar á báða þessa staði. Gullfoss nefndu þeir ætíð Gúlfos. Þótti mörgum landa það kauðalegur framburður á jafn fallegu nafni. Ekki borðuðu amerískir hermenn að neinu ráði á fyrrnefndum stöðum í Hafnarstræti. Þeir komu þangað oft til að fá sér allt annað en mat. Þeir fengu sér þar gosdrykki og kaffi. Þeir voru sjaldan áberandi drukknir. Þó gerðu þeir sér stundum gott af íslensku bren- nivíni. Einn amerískur hermaður mun hafa ort þetta erindi um brennivínið ís- lenska: Brennivín, my brennivín, how 1 love my brennivín. Brennivín in appelsín, appelsín in brennivín. Sungu ameríkanar þetta undir lagi, sem hér er því miður ekki hægt að skrá, sökum vankunnáttu höfundarins á tón- listarsviðinu. Hermennirnir mæltu sér mót við dömur á veitingastofum Hafnarstrætis ærið oft. Annars þóttu það ekki „penar" stúlkur, sem vöndu komur sínar á þessa staði. Þær „penu“ fóru heldur á Hress- ingarskálann og drukku þar eitthvert gutl með sínum heittelskuðu. Á Skálan- um voru stórlistamenn eða menn, sem héldu að þeir væru það. Svo allmargir eilífðarstúdentar, sem gengu með ein- kennishúfuna meðan bjart var að minnsta kosti. Inni á þessum veitingastöðum var al- veg sérstök lykt. Varð hún til úr kaffi, mat alls konar, öli, gosdrykkjum, tóbaksreyk, áfengi og brylcremi. Hinu síðast talda smurðu karlmenn drjúgum í hár sitt til að ganga þeim mun betur í augun á hinu kyninu. Að vissu leyti var gott að staðir sem þessir er frá hefur verið greint, voru á tiltölulega litlu svæði, a.m.k. fyrir lög- regluna. Það var ekki langt fyrir þá borðalögðu að fara frá lögreglustöðinni í Pósthússtræti yfir í Hafnarstræti. Snertispölur. Þegar lögreglan kom inn á þessa staði, leit hún fyrst yfir sviðið fránum augum. Oftast voru þá einhverj- ir þar í því ástandi, að ekki þóttu í ven- julegum mannabústöðum hæfir. Lög- reglan kom bæði tilkvödd og ótilkvödd á staði þessa. Var prúðmennskan sjálf og notaði ekki vald sitt, nema aðrar mild- ari aðferðir bæru engan árangur. Lög- reglan sagði ofur ljúfmannlega við við- komandi: „Viltu ekki koma með mér, góði?“ Oft vildi nú verða dráttur á því. Og þá dugði ekki góðmennskan. Tók þá lögreglan viðkomandi, venjulega tveir fílefldir menn, drógu hann eða báru á milli sín yfir götuna. Þannig var nú það. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.