Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 14
Margur drykki minna vín Ég hef stundum vikiö að því í þessum þáttum, en þó jafnan með fáum orðum, hvaða gildi ég tel að svona lesefni geti haft. Greinilegt er að áhugi fyrir vísum og upprifjun þeirra á opinberum vettvangi er töluverður. Þetta er skemmtiefni sem þjónar menningarlegum tilgangi. Hér er haldið til haga persónu- legum athugunum og lífs- reynslusögum og með vali þeirra og framsetningu reynt að móta listrænan smekk. Hið síðastnefnda er því aðeins hægt að aðhalds sé gætt, ekki birt allt, sem gaman getur vakið, heldur það eitt sem vel er kveðið og skemmtilega orðað. Svona þættir eru, eða hafa verið, í gangi í ýmsum dag- blöðum og ritum og hefur því miður mjög verið kastað hönd- um til þeirra. Oft hafa það ver- ið menn, sem um þá hafa séð, sem sjálfir hafa verið hag- mæltir, en ekki alltaf gert sér grein fyrir því hvað af því sem þeir sjálfir og vinir þeirra hafa ort á erindi við ókunnuga. Vísa getur verið ágæt til heima- brúks og gegnt þar sínu hlut- verki, en fallið dauð og jafnvel verkað sem argasta smekk- leysa, þegar hún er komin á prent. Þáttastjórar verða að fara yfir mikið efni við val í svona þætti. Það er meiri vinna en menn ókunnugir skyldu ætla. Vissulega hefur mikið verið ort af góðum vísum og þær er alltaf verið að yrkja. En ef við tökum allt gott og gilt, eða sama sem það, er að okkur berst, eigum við okkar þátt í að ala upp leirskáld og lélegan vísnasmekk. Við eigum að upp- örva þá sem yrkja vel og gleðja þá sem vanda sig. En enn annað gagn gætum við þáttastjórar gert með að- stoð góðra vísnavina, það er að reyna að leiðrétta rangfeðrun vísna og afla upplýsinga um hagmælta menn, sem ekki hafa getið sér orð fyrir ann- arskonar skáldskap eða annað, sem heldur nafni þeirra á lofti. Mér væri mikil þökk á slíkum upplýsingum. Skrifið þessum þætti til Lesbókar og látið í té fæðingar- og dánardaga og ár manna, sem ykkur eru með einhverjum hætti nákomnir. Vísnavinir ættu að hafa með sér allsherjar bréfasamband og vildi ég gjarna stuðla að myndun slíks félagsskapar. Ekki veit ég hversu gömul þessi staka er né hver er að henni nauturinn. Kannski þú vitir betur. Góður sopi geðjast mér, glaður klappa stútinn. IMeðan dropi eftir er ei skal tappa kútinn. Og hver er höfundur eftir- farandi vísu: Hefur klakinn hneppt í bönd, hlýjar vakir anda. ísi þakin öil mín lönd eins og sakir standa. Norður á Húsavík situr maður og stendur eftir atvik- um í fornbókaverslun sinni. Hann heitir Valdimar Hólm Hallstað. Hann er kominn nokkuð á áttræðisaldur. Á kreppuárunum var hann ungur maður og gaf út ljóðabók, sem hann nefndi Komdu út í kvöld- rökkrið, seinna bækur með barnaljóðum, ennfremur feng- ist við þýðingar og blaða- mennsku. Hér eru vísur, sem ég hef fyrir satt aö Valdimar hafi ort, þótt ekki hafi ég þær beint frá honum. Löngum eftir liðinn dag á langri vöku, uni ég við Ijós og lag og litla stöku. Já, vetur geta orðið langir víða á íslandi, og þá ekki síst á norðurströndum landsins: Suma karla angrar allt, engin skíma í þeirra hreysi. Bylur úti, bólið kalt, brennivíns og kvenmanns- leysi. Já, ekki ofsögum sagt af því. Kyngir niður kafaldssnjó. Hvenær skyldi hlýna? Norðri knýr með kaldri ró klakastrengi sína. Þá er ráðið að hugsa til vors- ins. Geislar binda bjarta mynd, ból og rindi klæðist. Speglar tinda Ijósbjört lind, lífsins yndi glæðist. Og að lokum þessi játning. Þó að löng sé lífsins ganga lögð um kalin börð og hjarn, þegar strýkur vor um vanga verð ég glaður eins og barn. Halldóra B. Björnsson var eitt hinna kunnu borgfirsku systkina, sem flest eða öll voru skáldmælt, látin fyrir allmörg- um árum. Hún gaf út nokkrar bækur, ljóð, sögur og sagnir. Hún var skáld gott og ágæt- lega hagmælt, gerði oft skemmtilegar vísur þegar til- efni gáfust. Hér er þó ein um alvarlegt efni: Oft eru í glösum föngin fín, freistingin á hvers manns vegi. Margur drykki minna vín myndi hann eftir næsta degi. Stefán Díomedersson verka- maður frá Hvammstanga, nú háaldraður í Kópavogi, er meðal þeirra sem vikið hafa að okkur margri vísunni. Ég hef stundum spurt, hvort hann hafi ekki gert vísur sjálfur. Ekki til þess að láta nokkurn heyra, hefur hann þá kannski sagt. En það hef ég fyrir satt að eftirfarandi kvenlýsing geti verið eftir Stefán. Konan ef- laust löngu horfin af sviðinu og hefur líklega aldrei heyrt vísuna: Hún er ekki handasmá, hún er ekki fögur. Hún er bæði guggin og grá, gelgjuleg og mögur. J.G.J. Nokkur aðskotaorð í íslensku Sigurður Skúlason magister tók saman SIGNOR, sinjór, virðulegur titill, algengur hreppstjóratitill á 19. öld (OM). Oröið er komiö af senior í latínu sem merkir eldri. Það varð seigneur í frönsku og komst þaö- an óbreytt inn í ensku, þýsku og dönsku. Hingað til lands er það komiö af orðmynd- inni signore í dönsku, en sú orðmynd er þangað komin úr ítölsku. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1736 (OH). SEXTANT, mælitæki, einkum notað til aö mæla með hæð sólar eða stjörnu (OM). Orðið er komið af sextans í latínu sem merkir: sjötti hluti. Þ. Sextant, d. og e. sex- tant. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1845 (OH). SEXTETT, sex manna hljóöfæraflokkur eða söngflokkur (OM). Orðið er komið af sestetto í ítölsku sem er smækkunarmynd af sesto sem merkir: sjötti. Þ. Sextett, d. sekstett, e. sextet(te). Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955 (OH). « SEKÚNDA, 1/60 úr mínútu (OM). Oröiö er komið af secunda í miðaldalatínu sem merkir: önnur. Er þá átt við að sekúnda sé önnur og minni tímalengd en mínúta. Þ. Sekunde, d. sekund, e. second. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1597 (OH). SELLERÍ, selja, seljurót. Þetta orð á rót að rekja til selinon í grísku, en er komiö af seleri í ítalskri mállýsku. Það orö varö cél- eri í frönsku. E. celery, þ. Sellerie, d. selleri. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1886 (OH). SEMÍTI, maöur af sérstökum þjóöflokki (einkum í Vestur-Asíu) sem Gyöingar, Arabar, Fönikíumenn, Assýríumenn o.fl. teljast til (OM). Semíti er dregið af nafninu á Sem, syni Nóa, ættfööur Semíta. Lo. semískur merkir: Sá sem varðar Semíta eöa tungur þeirra, af þjóöflokki Semítp (OM). Þ. Semit(e), d. semit, e. Semite. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). SÉNÍ, snillingur, afburðamaöur, gáfnaljós (OM). Orðið á rót sína aö rekja til genius í latínu sem merkir: andi, E. genius, fr. genie, þ. Genie, d. geni. Oröið hefur, eins og venja er til, borist hingað úr dönsku og er stafsett hér samkvæmt erlendum fram- burði. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1881 (OH). SÉNS, færi, möguleiki, tækifæri, sjans; karla- eða kvennafar (OM). Oröiö er komiö af chance í frönsku sem komst þaðan óbreytt inn í ensku, en á rót sína aö rekja til cadentia í latínu af so. cadere, sem merkir m.a.: vilja til. Þ. chance, d. chance, sjans. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1959 (OH). SENSOR, prófdómari, ritskoðari. Orðið er komið af no. censor í latínu, en so. censere merkir þar: dæma um. Þ. Zensor, d. og e. censor. Ekki er mér kunnugt um aldur þessa orðs í íslensku, en allgamalt hlýtur þaö aö vera og oftar heyröi ég það en oröiö prófdómari snemma á þessari öld. SERÍA, samstæður flokkur, samstæöa, framleidd í senn eða í röð; röö, ritröö (OM). Orðið er komið af series í latínu sem merkir: röö. Fr. série, þ. Serie, d. serie. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1951 (OH). SERUM, blóövatn, (vatnskenndur) vökvi sem skilst úr blóðinu við storknun (OM). Oröiö er komiö af serum í latínu sem merkir: mysa. Þ. Serum, d. serum. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1946 (OH). Ég heyröi þaö í talmáli áriö 1913 og kom ekki til af góöu því aö þá þurfti ég heldur en ekki á því aö halda í heiftugri barnaveiki! SERVANTUR, þvottagrind, grind eða litiö borð undir þvottaskál eöa vatnskönnu (OM). Orðið er komiö af servante í frönsku sem merkir nú raunar: starfsstúlka, en merkti fyrrum: hlaöborö og var Ih. þt. af so. servir, þjóna. D. servante. Finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1883 (OH). SFINX, þjóðsagnadýr meö Ijónsbúk og mannshöfuð; egypsk myndastytta af slíku dýri (OM). Orðiö er komið af sfinks í grísku. Þ. Sphinx, d. sfinks, Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1877 (OH). SJAKKET, síðjakki, lafatreyja, hluti ár- degisbúnings karla (OM). Orðiö er komiö af jaquette í frönsku sem er smækkun- armynd af jaque. E. jacket, þ. Jackett, d. jaket. Þetta íslenska aöskotaorö er fram- burðarmynd sumra erlendu oröanna sem hér er getiö. Finnst í ísi. ritmáli frá árinu 1941 (OH). Ég heyrði þetta orö oft í tal- máli á 2. tug aldarinnar, en þá var þessi búningur mjög í tísku hér á iandi og þótti viðhafnarflík, ef ég man rétt, en þó tæp- lega eins stórhöföinglegur fatnaöur og diplómatfrakkarnir sællar minningar. Þeir skörtuðu hér fyrrum á rosknum höföingj- um og gott ef þeir þóttu ekki auka stórum manngildi þeirra í veislufagnaöi, sbr. orö- takið: Fötin skapa manninnn. SJAMPÓ, hárþvottalögur (OM). Orðið er komið úr ensku. Þar merkir shampooing powder: duft til að nudda inn í húöina. Shampooing er þar Ih. nt. af so. shampoo sem merkir: nudda hvort heldur er með dufti eöa hárþvottavökva. Þ. Schampun, d. shampoo. Þetta er ungt aðskotaorð í is- lensku. SÉRRÍ, sérstök (upprunalega spænsk) borövínstegund (OM). Oröið heitir (vino de) Jeres á spænsku og merkir þar: vín frá Jeres í Andalúsíu. Þ. Sherry, e. og d. sherry. Orömyndin Sherry finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1867, en sérrí frá 1952 (OH). SHIRTINGUR, þétt ofið baömullarefni, sem hefur mikiö veriö notaö í bókband. Oröiö er komið af shirting í ensku sem merkir skyrtuefni enda komiö af oröinu shirt er merkir: skyrta. D. shirting, þ. Schirting. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). SIGNET, innsigli (OM). Orðiö er komið af signetum í miöaldalatínu sem merkir: lítið innsigli og er smækkunarmynd af signum er merkir: tákn, merki. Þ. Signet, d. signet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1541 (OH). SÍGARETTA, vindlingur, fínskoriö tóbak í mjóum, sívölum paþþírshólk (OM). Oröiö er komiö af cigaretta í frönsku, en það er smækkunarmynd af oröinu cigar sem merkir: vindill. E. cigarette, þ. Zigarette, d. cigaret. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). SÍGAUNI, maöur af flökkuþjóö sem dreifö er um Evrópu, Vestur-Asíu og Noröur- Afríku, upphaflega frá Noröur-lndlandi (OM). Orðið er slavneskt, en uppruni þess er óvís. Þ. Zigeuner, d. sigojner. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1944 og orðmyndin síg- aunari frá 1945, en í samsetningum finnst orðið um miðja 20. öld (OH). SÍLÚR, eitt af tímabilum fornaldar (OM). Orðið er heitið eftir keltneskum þjóðflokki sem nefnist á ensku Silures. Hann hafðist að mestu viö sunnarlega i Wales og veitti Rómverjum harða mótspyrnu er þeir her- námu England um miöja 1. öld. D. silur. Finnst í samsetningum í ísi. ritmáli frá árinu 1878, en eitt sér frá 1968. Lo. sílúrískur finnst frá árinu 1883 (OH). SIMPILL, ómerkilegur, lélegur (OM). Þetta orð er hingað komið úr dönsku, en þar heitir þaö simpel. E. simple. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1883 (OH). Ég held aö full- yröa megi aö notkun þessa danska aö- skotaorös sé nú talsvert fátíöari en áöur var í ísl. talmáli, a.m.k. þar sem ég þekki til. SÍRÓP, þykk, seig sykurleöja, safi úr sykri (OM). Orðið er komiö af sharab í arabísku sem merkir: drykkur. Þaö var sirupus í mið- aldalatínu. Þ. Sirup, d. sirup, e. sirup og syrup. Orömyndin sirop fínnst í ísl. fornmáli (Fr.) og í ísl. ritmáli frá árinu 1798 (OH). 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.