Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 13
gera tæmandi úttekt á þýsku rétt- arkerfi, heldur skýra aöeins nánar frá því sem áhugavert bar fyrir augu og eyru á 4. þingi MAS sem haldið var helgina 23.-25. apríl sl. Auk útskýringanna á túlkun laga- bókstafsins voru teknir fyrir einir átta þættir sem á einn eða annan hátt koma farartækjum við. Allt frá kynningu á nýjum búnaði til að koma óökufærum bílum burtu, uppí sérfræðilega efnisfræðslu, sem meðal annars gaf skýringu á breytingum eiginleika járns (stáls) við að bogna eða réttast. Það segir til um hvernig styrkleiki „boddístáls" og burðarbita getur breyst við réttingu. Stýrisbúnaður bíla og hlutverk einstakra hluta í stýrisgangi var ýtarlega tekið fyrir af Dr. Manfred Vötter, yfirverkfræðingi þeirrar deildar ZF sem sér um þróun stýrisbúnaðar. En ZF-verk- smiðjurnar (Zahnradfabrik Fried- richshafen) framleiða ekki aðeins stýrisbúnað fyrir stóran hluta evrópska bilamarkaðarins, heldur einnig gírkassa og sjálfskiptingar í fjölda bíla og flestar þær vinnu- vélar sem framleiddar eru í Evr- ópu. Merkið er mörgum íslenskum bifvélavirkjum að góðu kunnugt. Dr. Vötter gaf mönnum einnig innsýn í fyrirkomulag hins ná- kvæma skráningarkerfis þeirra hjá ZF, þar sem hver einasti hlut- ur í stýrisganginum sem þarf sér- stakrar meðferðar við, hvort sem það er efnis- eða vinnugæðaat- hugun, hersluátak, bolta eða still- ingaratriði; allt er þetta skráð af viðkomandi aðila á þar til gerð skýrslueyðublöð. Þetta er gert til að ábyrgjast gæði framleiðslunn- ar, og einnig ef til kæmi, til þess að geta firrt fyrirtækið ásökunum um að handvömm af þeirra hálfu hafi leitt til bilunar í stýrisgangi og slys hlotist af. Þessar skýrslur geymir fyrirtækið í 10 ár frá framleiðsludegi. Aðferð til að finna þyngdarpunkt ökutækis Prófessor Ungerer hélt fyrir- lestur um aðgerðir sem hann hef- ur þróað til þess að reikna út og finna þyngdarpunkt ökutækja á marktækan hátt, með því að styðj- ast við nákvæmar teikningar af viðkomandi tæki. Vitneskjan um staðsetningu þyngdarpunktsins hefur mikla þýðingu til þess að geta sagt fyrir um aksturseigin- leika nýrra bíltegunda meðan þær eru enn á teikniborðinu, eða stöð- ugleika torfærubíla. Einnig getur þessi vitneskja reynst mikilvæg til að kanna orsakir fyrir ákveðnum árekstri eða slysi, og jafnvel til þess að setja slíkt aftur á svið. Norbert Seitz, sérfræðingur í öllu því sem að hjólbörðum lýtur, einnig prófessor við FHM, vék sér- staklega að hjólbörðum fyrir mót- orhjól. Hann benti á hve mikla þýðingu gott ástand og góð með- ferð barðanna hefur fyrir öku- menn mótorhjóla, því líf þeirra getur hæglega verið undir því komið að þar beri ekkert útaf, eins berskjaldaðir og þeir eru á hjólun- um. Það skýrir einnig hve dýrir barðarnir eru í framleiðslu, því til þeirra verður að vanda eins og hægt er; enn meira heldur en til bílabarða. Prof. Seitz talaði einnig um mikilvægi þess að hlífa börð- unum fyrir höggum eins og þeim sem geta komið við að fara upp á gangstéttarbrún, þar sem barðinn getur skemmst við það; rifnað inn- anfrá án þess að sjáist. Hann skýrði ennfremur frá því, að gormar í ventlum sumra tegunda af slöngum fyrir mótorhjól eru það linir, að þrátt fyrir að loft- þrýstingurinn hjálpi til, nægir það ekki til þess að halda á móti mið- flóttakrafti ventilpílunnar þegar hjólið er komið á mikla ferð. Sá möguleiki er því fyrir hendi að ventillinn opnist af sjálfu sér við óheppilegustu aðstæður. Því er vissara að hafa alltaf loftþéttar hettur á ventlum hraðskreiðra mótorhjóla. „Sonner“-rétt- ingarkerfið Þeir þættir sem að öðru ólöstuð- um vöktu hvað mesta athygli manna, voru réttingar og viðgerð- ir á tjónabílum. Ætla má að á þeim sviðum sé alimikilla breyt- inga og framfara að vænta á næstu árum. Um 25 ára skeið hef- ur Josef Sonner unnið að smíði ýmissa verkfæra á sviði rétt- ingartækninnar og orðinn vel kunnur meðai þýskra fagmanna fyrir nýstárlegar hugmyndir sín- ar. Hann var mættur á MAS- þingið í eigin persónu með nýjustu útfærsluna á „Sonner“-réttingar- kerfinu. Þetta kerfi byggist á notkun sterkra stálskapalóna sem fest eru við réttingarbekkina. Notagildi þeirra felst bæði í því að mæla út skekkju í viðkomandi tjónabíl, og eins að hafa til hlið- sjónar við réttinguna sjálfa. Þar sem breytilegar gerðir af skapa- lónum eru í flestum tilfellum nauðsynlegar fyrir hverja bílteg- und, og skapalónin þar að auki nokkuð dýr, hefur Sonner einnig komið á fót þjónustu sem leigir þau út. Minni verkstæði og verk- stæði með lítið af bílaréttingum notfæra sér óspart þessa þjónustu. Þetta réttingarkerfi Sonners er bæði sterkara og nákvæmara en þau mælipunktakerfi sem hingað til hafa þekkst, og þar að auki mun fljótlegra að vinna eftir því. Opel-bílaframleiðendurnir hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja á sviði réttingatækninnar. Þjón- ustudeild þeirra hefur á undan- förnum árum verið að leita fyrir sér með nýjar aðferðir í því sam- bandi. Það varð til þess að þeir duttu niður á hugmynd, sem fljótt á litið virðist fáránleg. En þegar betur er að gáð, kemur í ljós að hún er hreint ekki svo fjarstæðu- kennd og getur meira að segja haft í för með sér 30% vinnutíma- sparnað við réttingar. Hugmynd þessi, sem reyndar er sáraeinföld eins og títt er um góðar hugmynd- ir, byggist á því að líma í stað þess að sjóða. Myndaröðin sýnir í grófum dráttum hvernig farið er að við að líma í stað þess að sjóða, en aðferðin er komin frá flugvélaiðnaðinum. Meöal þess, sem tekiö var fyrir í vinnuhópnum um bíla og mótorhjól í Munchen, er ný aðferö til aö finna þyngdarpunkt ökutækis, en einnig stýr- isútbúnaöur bíla og hlutverk einstakra hluta í stýrisgangi Að líma í stað þess að sjóða Wolfgang A. Claus, sem hefur haft umsjón með tilraunum sem hafa verið gerðar í þessu sam- bandi, kynnti þinggestum aðferð- ina. Hann skýrði möguleika og kosti þessarar aðferðar umfram venjulegu aðferðina, sem gengur út frá því að sjóða nýja hluti inní yfirbygginguna eftir að skemmdu hlutarnir hafa verið sagaðir burtu. Hugmyndin að líma er upp- haflega komin úr fluginu, eins og svo margar aðrar sem bílaiðn; aðurinn hefur fengið að láni. í flugvélasmíðinni er farið að not- ast við límingar í stórauknum mæli í stað þess að hnoða eða sjóða. Þar kom þessi aðferð fyrst og fremst til af nauðsyn þess að létta vélarnar. Sem dæmi má nefna að rekstrargrundvöllur fyrir Boeing 747 risaþotum hefði naumast orðið að veruleika ann- ars, því með þessu móti náðist að smíða hana 10 tonnum léttari en ella. Efnafræðingunum hjá Opel tókst að þróa límblöndu á epoxy- grunni, sem gefur styrkleika suðu ekkert eftir, miðað við að hlutarn- ir sem skipt er um, skari þá gömlu um 20 mm á samskeytunum. Kost- ir þessarar aðferðar eru reyndar nokkuð háðir tegund tjónsins. Hentugustu tilfellin eru réttingar 'eftir aftanákeyrslu. Þar sparast á þennan hátt mikil undirbúnings- vinna sem framkvæmda verður vegna eldhættu eða hættu á skemmdum af völdum hita, áður en hin eiginlega viðgerð getur far- ið fram. I þessu sambandi má nefna fjarlægingu bensíntanks, sæta og innanklæðningar. Eftir umfangsmiklar styrkleika-, þol- og tæringarprófanir hefur það sýnt sig að límingin gefur suðu ekkert eftir. Við árekstur gefa jafnvel aðrir hlutar yfirbygg- ingarinnar frekar eftir en límdu samskeytin. Kostur við líminguna er einnig sá að engin hætta er á tæringu á samskeytunum, eins og tilfellið getur verið af völdum suðu. Ennfremur gætu verkstæði sem eingöngu fengjust við svona viðgerðir komist af með minni verkfæra- og tækjabúnað en ella. Þegar tekið er með í dæmið að uppundir 50% árekstra (skv. þýsk- um tölum) hafa í för með sér skemmdir á afturhluta bíls, þá er víst að hér er um athyglisverða aðferð að ræða. Að afloknu þinginu var ekki annað að heyra á mönnum en þeir væru ánægðir með fyrirkomulagið og hvernig hefði til tekist með 4. þing MAS. Ekki leikur vafi á því, að þeir sem stóðu að stofnun þessa áhugahóps hafa hrundið áhuga- verðu málefni af stað. Og þegar litið er á hve mikill áhugi manna er fyrir áframhaldandi starfsemi í þessari mynd, er ekki ástæða til annars en að ætla að MAS verði í framtíðinni sterkur og leiðandi þáttur í upplýsingamiðlun milli bílasérfræðinga í Þýskalandi. En einhvern veginn kemur samt ís- lenskum sveitamanni spánskt fyrir sjónir, að í sjálfu Þýskalandi, því landi sem fyrst og fremst má þakka — eða kenna um — tilurð bílsins og tæknilegar framfarir á því sviði, skuli hópar sem þessi ekki fyrir löngu hafa komið fram á sjónarsviðið — að sérfræðingar í þessum málum skuli hafa verið að paufast svona lengi hver í sínu horni. Skyldu japanskir bílaverkfræð- ingar hafa gert meira af því að stinga saman nefjum á undan- förnum árum? 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.