Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 12
Jón Baldur Þorbjörnsson Bila- sérfrœð- ingar þinga Þessi mynd sýnir Sonner-rétt- ingakerfíð í notk- un. Prófessor Helm- ut Ungerer ásamt • nokkrum bíla- verkfrærtinem- um. Þeirra bíður það erfíða hlut- verk, að laga bíla framtíöarinnar að öllum þeim breyttu aðstæð- um og nýju kröf- um, sem geröar verða til þeirra. TECHNJK-weng EISEN Um tveggja ára skeið hefur ver- ið starfandi í Miinchen áhugahóp- ur um ýmis málefni sem ökutækin varða. Þessi hópur nefnist „Miinchener Arbeitskreis fur Strassenfahrzeuge"; MAS, sem lauslega snarað gæti heitið „Vinnuhópur um bíla og mótor- hjól, Múnchen". Þótt hér sé um áhugahóp að ræða, er tæplega hægt að kalla þá áhugamenn á bílasviðum, sem að honum standa. Öllu heldur er hér um að ræða sérfræðinga á einhverju því sviði sem ökutæki snertir; bílahönnuði, kennara, bifvélavirkja og tjóna- matsmenn, svo eitthvað sé nefnt. Allir eiga þessir menn það sam- eiginlegt áhugamál, að vilja fylgj- ast mjög náið með framvindu mála í bílaheiminum. Það er höf- uðástæðan fyrir því að þeir koma saman; þinga tvisvar á ári, þótt sjálfsagt séu líka einhverjir þarna innanum svo mjög haldnir bíla- dellu að þeir geta einfaldlega ekki látið viðburði sem þessa fram hjá sér fara. MAS mun vera fyrsti starfshóp- urinn með þessu sniði sem er stofnaður í Þýskalandi. Þrátt fyrir að saga hans sé ekki ýkja löng, hefur honum þegar tekist að vinna sér verulegt álit og vinsældir á meðal þeirra sem láta bílamálefni til sín taka. Sumir þeirra sem þingin sækja eru komnir um lang- an veg til þess að geta fylgst með því sem þar fer fram. Til dæmis eru gestir frá Berlín eða Vín í Austurríki ekkert einsdæmi. Helsti hvatamaður að stofnun MAS, stjórnarformaður og aðal- driffjöðrin í starfseminni, er pró- fessor Helmut Ungerer, deildar- stjóri í bílaverkfræðideild Fag- háskólans í Múnchen (Fach- hochschule Múnchen, — FHM). Hann er einnig aðalkennarinn í bílahönnun við skólann og ekki að- eins kunnur fyrir að sjá bílafram- leiðendunum í Bayern (Audi, BMW, MAN) fyrir þrem fjórðu hlutum þeirra bílaverkfræðinga sem þeir þurfa á að halda, heldur einnig af framlagi sínu til ýmissa atriða og nýjunga varðandi bíla- hönnun. Upplýsingamiðlun og fræðsla fyrir starfandi bílaverkfræðinga Prófessor Ungerer segir ástæð- urnar fyrir stofnun MAS hafa ver- ið margvíslegar. Hann bendir á, að í félagsiögum standi að tilgang- urinn með stofnun MAS sé óháð upplýsingamiðlun og fræðsla fyrir starfandi bílaverkfræðinga, tjóna- matsmenn og aðra þá sem tengj- ast bílaiðnaðinum. Þessum til- gangi skuli náð með eftirmennt- unarnámskeiðum, náms- og skoð- unarferðum, svo og með helgar- þingum. Þá nefnir hann einnig tækifærið sem MAS býður á þenn- an hátt þrófessorum jafnt sem nemendum í bílaverkfræði, til þess að koma fræðilegum upplýs- ingum og niðurstöðum verkefna á framfæri. Á sama hátt fá skóla- menn að kynnast frá fyrstu hendi niðurstöðum tilrauna og nýjum brautum sem farnar eru úti í bila- iðnaðinum. Með þessu móti næst mikilvægt samband milli „theoríu og praxis"; á milli menntastofnun- ar og vinnumarkaðar. Og slíkt er einmitt nauðsynlegt fyrir skóla eins og Fagháskólann, sem var stofnsettur í því markmiði að út- skrifa verkfræðinga með raun- hæfa starfsmenntun. Að sögn próf. Ungerer hafa breytingar og þróun í bílasmíði og bílahönnun á síðustu 10 árum, eða allt frá stofn- un skólans, verið hraðari en nokkru sinni fyrr. Ulgerlegt væri fyrir skólastjórn og kennara að fylgjast með nýjungum sem koma fram í bílaiðnaðinum ef ekki gæf- ist það tækifæri sem MAS býður uppá. „Þar sem erfitt er að færa skól- ann út í bílaiðnaðinn, má með þessu móti færa iðnaðinn í skól- ann,“ verður prófessornum að orði. Þar er ekki látið sitja við orðin tóm, og til þess að stuðla að því að svo verði, er bílaverkfræðinemum boðið að taka þátt í þinghaldinu með hinum eldri og reyndari á sérstökum vildarkjörum. Þar fá þeir að njóta sín sem þekkinguna hafa MAS-þingin eru haldin tvisvar á ári, vor og haust. Umfjöllunar- efnin eru margvísleg og ráða MAS-meðlimir vali þeirra að miklu leyti sjálfir með því að koma óskum og hugmyndum á framfæri í lok hvers þings, um einhver þeirra atriða sem taka mætti fyrir á næsta þingi. Þó virð- ist sem ákveðin regla hafi þegar komist á um val nokkurra þeirra, sem hafa reyndar lítið að gera með nýjungar á sviði bílafram- leiðslu; það eru atriði og nýjungar í réttingartækni, öryggisatriði í sambandi við ökutækni og rétt- arstaða tjónamatsmanna, sem eru tekin fyrir á því sem næst hverju þingi. Reynt er að fá hæfa menn, sem flestir eru sérfræðingar hver á sínu sviði til þess að halda fyrir- lestra um þau atriði sem hefur verið stungið upp á að fá til um- fjöllunar. Eftir hvern fyrirlestur gefst góður tími til fyrirspurna og út frá þeim spinnast oft fjörugar og gagnlegar umræður. Þá fá þeir að njóta sín, sem þekkinguna og reynsluna hafa og eru ófeimnir við að miðla henni til þeirra, sem minna vita. Yfir „standandi kaffi- bolla" á eftir gefst ennfremur tækifæri til gagnkvæmra skoðanaskipta og upplýsingaöfl- unar, og jafnvel persónulegrar viðkynningar. Ennþá virðist því örla á mannlegum tilfinningum í þessu tæknisamfélagi þar sem annars ber stöðugt meira á gerilsneyddum tæknitröll- um. Það kann að virðast undarlegt, að eins og áður var minnst á, skuli sérstakur þáttur um réttarstöðu tjónamatsmanna eiga sér fastan sess á þingunum. í því sambandi er rétt að geta þess, að starfsemi tjónamatsmanna í þýskum lönd- um er talsvert frábrugðin starf- semi íslenskra starfsbræðra þeirra. Þeir þýsku, sem eru með bílaverkfræðimenntun að baki, hafa með höndum algjörlega sjálfstæðan atvinnurekstur og eru þannig óháðir hagsmunum trygg- ingafélaga jafnt sem bíleigenda. Þeir taka einfaldlega við pöntun- um þessara aðila um mat á tjón- um gegn ákveðinni þóknun. Síðan er það tryggingarfélaganna að greiða bíleigendum eða öðrum tryggingarfélögum í samræmi við umfang tjónsins, að mati þessara manna. Eins og gefur að skilja tekst tjónamatsmönnum ekki allt- af að gera svo öllum líki, og því fara úrskurðir þeirra stundum fyrir dómstólana. Þá getur komið sér vel að hafa svolitla hugmynd um réttarstöðu sína, sem ef til vill er ekki svo einfald mál. Þjóðverjar ku vera þekktir fyrir nákvæmni, og óvíða lýsir sér þýsk nákvæmni betur en einmitt í lagasetningu þeirra og reglugerðum. Hvergi má nokkurt atriði vanta, og hvergi má gæta nokkurs misskilnings eða vafa á réttri túlkun lagabókstafs- ins. Því er hvert smáatriði, þar sem ef til vill þykir gæta örlít- ils vafa, krufið til mergjar og skilgreint. Samantektin birtist síðan á kerfismáli, sem er sama og Hebreska fyrir hinn almenna, ólögfróða Þjóðverja. Árangurinn af þessu öllu saman lætur ekki á sér standa, — eða ef til vill má segja að hann láti á sér standa, því þrátt fyrir hetjulegar tilraunir oft á tíðum, skilur helst ekki nokkur maður skapaðan hlut að endingu. Því er tækifærið kærkomið sem tjónamatsmönnum býðst á MAS- þingunum til þess að vera lóðsaðir gegnum lagafrumskóginn af dóm- urum eða öðrum sérfróðum lag- anna mönnum. Stýrisbúnaður, gír- kassar og sjálf- skiptingar meðal þess sem tekið var fyrir Hér var reyndar ekki ætlunin að 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.