Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 8
Elísabet Jökulsdóttir VIÐ SVARTAGIL Oní svörtu djúpu gilinu kveða við tónar fossanna sem glaðbeittir hrímaðir af vetrarfrostinu steypast oní skessukatlana Langt langt onígilinu kveður við annan tón Alltíkring liggur landið slegið fjöllum fjöllum slegnum snjó sem þíðan þessa janúardaga hefur náð að leysa uppí læki og mýkri jörð magna ár Eg finn kraftana frá landinu gera mig máttvana fylla mig afli Það er einsog ég sé landið einsog landið sé ég I rökkrinu vilja glj úfurfossarnir seiða mig til sín Þó er það ekki svo og ég næ ekki að sigrast á fallinu Aðeins hugur minn sem dunar sem dreymir oní Svartagil GESTAÞRAUT Afbrotaunglingar í New York drífa sig uppí trén meðan forseti Bandaríkjanna veitir milljón tilað vernda þau börn sem ekki eru enn myrt Okkur er haldið í stöðugum ótta við heimsendi kjarnorkustyrjöld vísindin ógna okkur rétt einsog reiði guðs forðum síðasta klósettrúllan er álíka ógnvekjandi sorgleg og síðasta blómið Við komumst aldrei útí bláinn í mesta lagi er okkur boðið í ferð til júpíters í litasjónvarpinu sjálf endum við hér svo markviss leit okkar svo marklaus meðal stjarnanna meðan við afneitum lífi jarðar eftilvill erum við sjálf gestir frá annarri stjörnu erum aðeins gestir hér og verðum að ganga vel um staðinn -***? aa Simon Spies með hundinn Archibald og annan til. Þcumig býr Spies Kimon Kpies hcfur verið umtalaður maður i hcimalandi sínu, Danmörku, — og raunar nær frægð hans töluvert víðar. Hann hefur auðgast á sólarlandaferðum og ferða- skrifstofa hans er vel þekkt, og margir íslcndingar hafa fcrðast suður á bóginn á vegum Kpies. I>cssi glaðbcitti Dani hefur ekki alltaf bundið sina bagga sömu hnútum og samferðamennirnir, en í Dan- mörku cr ekki svo mjög til þess tekið; það sem áður hefði verið alvarlegt hneykslunarefni, er nú litið á sem skemmtileg uppátæki og dæmi um kjark og sjálfstæða afstöðu. Knda þótt Kpies sé ekki lengur á léttasta skeiði, hefur hann gjarnan látið taka og birta af sér myndir í fylgd fagurra kvenna, sem gjarnan eru á tvitugsaldri, og orð hefur farið af hinu Ijúfa lífi, sem ferðajöfurinn á að hafa lifað. Til aö hið Ijúfa líf verði sem Ijúfast, hefur Kpies látið innrétta sér lúxusibúð á efstu hæð Hótel Mercur í Kaup- mannahöfn. I>ar hefur hann rúmt um sig, því íbúðin er 500 fcrmetrar og ætti að duga fyrir hann og hundinn Archibald, en aðrir teljast ekki hcimilisfastir þar. Kcgja má, að stillinn sé hrærigrautur af öllum hugsan- lcgum stíltegundum; austurlenzk áhrif þó líklega yfir- gnæfandi. Til dæmis eru þau finustu persnesku gólfteppi, scm yfirhöfuð er hægt aö fá fyrir peninga, á gólfum, en öllu sérkennilegra er það, að milli bitanna í loftinu er einnig komið fyrir teppum með abstrakt mynstri. Hvert teppi vegur 500 kg, enda eru þau 10 sm á þykkt og eins gott að fcstingarnar bili ekki, því óvíst er að maður lifði það af að fá slíkt teppi yfir sig. I>að sem vekur þó mesta athygli er rúm forstjórans, klætt rauðu rúskinni. Við höfðagafíinn er stjórnborö fyrir allskonar elektrónísk undraverk; t.d. sprettur sjónvarps- tæki upp úr fótagaflinum ef óskað er og músíkin berst gegnum 16 hátalara, sem allir eru faldir. Hver sá, sem hringir dyrabjöllunni, birtist á sjónvarpsskermi innan dyra — það er ekki sjálfkrafa opnað fyrir hverjum sem er. Og þurfi Kpies að nota sima, þá talar hann í simtól úr skíra gulli. Annað rúm vekur þó ekki minni athygli, en það stendur í svefnsal Spics, gegnt rúmi hans. I>essi rekkja er raunar pallur þakinn púðum og bjarn- dýraskinnum og er eins og kalifarnir i Bagdad og aðrir soldánar austur þar höfðu í kvennabúrum sínum. Yfir þcssari dýrð hanga austurlenzk Ijósker. I>að eina, sem er nútimalegt og danskt, er borðstofan. Sjálft borðið er úr marmara og stendur á tveimur sívölum marmarasúlum. Któlarnir cru á hæsta máta framúrstefnulegir og þá hefur Verner Pankton teiknað, — kunnur húsgagnahönn- uður í Danmörku. Til hægri á myndinni sést i gegnum arininn, sem er i stærra lagi og þannig úr garði gerður, að i honum má með lítilli fyrirhöfn glóðarstcikja kjötiö, þeg- ar gesti ber að garði. Að einu leyti er þetta fátæklegt heimili. l>ar er næsta lítið sjáanlegt bókakyns utan nokkrir gylltir kilir í skáp í stofunni. I>að sem sker þó enn meira i augu er það, að Spies virðist ekki hafa uppi við í íbúð sinni eitt einasta nýtilegt myndlistarverk. Svefnskáli — rúm Spies fyrir endanum með rafeindastjórnstöð fyrir öll næst á myndinni eru hinsvegar til skrauts á haretnsrúminu. Borðstofan er það eina, sem telst í framúrstefnustíl. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.