Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 9
sSSBS HÚSBÚNAÐUR ækniundrin — en hvíUbjarnarhamirnir Menn með mönnum í þessu blaði birtist hinn 7. ágúst sl. rabb eftir Erlend Jónsson undir fyrirsögninni: „Island á kortinu“. Rabb þetta er svo fullt af vanmáttar- kennd í garð frænda okkar á Norðurlöndum að ég get ekki orða bundizt. Höfundur sér Skandinava troða á okkur, lítillækka og hunza, einkum Svía, og er þar fáa ljósa bletti að finna. Skiljanlegt og vorkunn- arvert hefði verið að út- ausa þessum hugmyndum yfir landslýð í háskamm- deginu. Neikvæð skrif sem þessi þegar náttúran skartar sínu fegursta dettur manni helzt í hug að skrifa á reikning „gúrkutímans" hjá blöð- unum. Erlendur sér kalda og gráa vofu einokunarinnar teygja ágirndarkrumlu sína upp úr moldugri gröfinni, þar sem Olof Palme var að bregða fæti fyrir lendingarleyfi ís- lenzks millilandaflugs á Norðurlöndum á sínum tíma. Ég minnist fleiri slíkra radda um að frænd- ur okkar á Norðurlöndum níðist á okkur. Það er ekki langt síðan Jón Ármann Héðinsson sendi Norð- mönnum naprar kveðjur vegna samkeppni þeirra á fiskmörkuðum okkar. Hvað er svo þarna að gerast? Mér virðist það vera að í viðskiptalífinu eins og víðar í mannlífinu ríkir samkeppni og ef ég á nokkurs staðar von á skilningi á samkeppni þá er það hjá Morgunblað- inu. Einstaklingur, stéttir og þjóðir keppa sín á milli og þar er enginn annars bróðir. Launþegar og at- vinnurekendur eiga í bar- áttu og hún er í stórum dráttum tekin góð og gild, t.d. er verkfallsrétturinn bundinn í lögum. Lands- hlutar berjast um það hvar fyrirtæki og orkuver skuli rísa og kemur sú barátta fáum á óvart og hneykslar að sama skapi lítið. Fjarlægar þjóðir eru líka stikkfrí. Þær mega þjarma að okkur án þess að okkur sé misboðið. Hver væntir annars en að bölvaður Rússinn leiki okkur hart í viðskiptum? Hver hneykslast á því að Kanadamenn undirbjóða okkur á fiskmörkuðum í Bandaríkjunum og víðar og kaupa upp þjálfaða menn í fiskvinnslu héðan af Islandi? Þessi þjóð sem að hluta er blóð af okkar blóði og hold af okkar holdi? Nei, það eru bara frændur okkar á Norður- löndum sem misbjóða réttlætiskennd okkar þeg- ar þeir keppa við okkur um að selja sömu vörur og við eða þegar þeir þumb- ast við að leyfa okkur að flytjá Norðurlandabúa til Bandaríkjanna. Ég sé ekki annað en að við megum vera stoltir af þessari samkeppni. Hún er einmitt merki um að við erum menn með mönnum, sem þurfum ekki brauðs að biðja og með þjóðartekjur á mann sem eru með því hæsta sem gerist. Ég get ekki séð að slík þjóð geti vænzt neinnar miskunnar í sam- keppni við aðrar þjóðir, þar með taldar frænd- þjóðir. Þar breytir engu að lífskjör okkar, líkt og fleiri þjóða, eru versnandi þessa stundina. Þá kveinkar Erlendur sér undan skrifum blaða um Island og nefnir glannalega grein sem birtist í sænsku blaði um það leyti sem forseti ís- lands fór til Svíþjóðar í opinbera heimsókn. Þar mun hafa verið sagt frá utanhjónabandsbörnum og öðrum stórmerkjum um siðferði þeirra sem búa ofan snjólínu í Breiðholtinu. Ég get ómögulega tekið þessa frásögn sem útsmoginn rógburð sem skaði íslend- inga og Breiðholtsbúa. Mér virðist greinin hins vegar vera lýsing á þeim vanda blaðamanna víða um heim að fóðra lesend- ur sína á lausasölumark- aðnum með æsifregnum. Slík blöð er að finna víða um lönd og eru sænsk blöð þar hvorki betri né verri en önnur. Það er jafnvel ekki örgrannt um að á þessu bryddi hér á landi, enda dugar ekki í fleir- gang að hrópa að Tarsan sé dauður. Erlendur minnist á að Skandinavar ætlist til að í tilefni rabbgreinar Erlends Jónssonar íslendingar haldi landi sínu hreinu á sama tíma og þeir byggja sjálfir upp stóriðju og olíuvinnslu úr sjónum. Það er ekki að marka þótt þessar ráð- leggingar þeirra hafi farið fram hjá mér. Það er svo margt sem fer fram hjá manni. Hins vegar kem ég ekki auga á að norska fyrirtækið Elkem hafi sérstaklega verið að ætl- ast til að íslendingar haldi landi sínu hreinu þegar þeir gengu til sam- starfs við Islendinga um G rundartangaverksmiðj - una. Einnig hefur mátt lesa í blöðum að fulltrúar Norsk Hydro hafi verið á ferð hér á landi, t.d. í Eyjafirði, til að kanna möguleika á að reisa ál- verksmiðju. Ef Skandinavar hafa verið að gefa okkur ráð um að halda landi okkar hreinu þá held ég að það hafi verið af góðum hug gert og ég veit ekki hverj- ir gætu gefið okkur ein- lægari ráð í þeim efnum en þeir. Óvíða ef nokkurs staðar á byggðu bóli eru lög og reglur um mengun- arvarnir strangari en þar. Sama gildir um náttúru- vernd. Ég vil reyndar leyfa mér að gagnrýna Svía fyrir fáránlegt ákvæði um náttúruvernd, að mínu viti, þar sem bannað er að slökkva skógarelda sem koma upp á friðlýstum svæðum. Náttúran skal þar hafa sinn gang. Rabb Erlends Jóns- sonar gefur tilefni til enn frekari hugleiðinga þótt við þetta skuli látið sitja að sinni. Ég tel samskipti við Norðurlönd okkar í flestu til tekna en árekstra við þá eðlilega rétt eins og árekstrar verða meðal hagsmuna- hópa þjóðarinnar. Hins vegar vona ég að við ber- um gæfu til hér eftir frek- ar en hingað til að læra af öðrum norrænum þjóðum meira en að apa eftir þeim. Hef ég þar m.a. í huga „barnfóstruaðferðir" þeirra við að drepa í dróma þörf manna til að kunna fótum sínum for- ráð. Þá finnst mér skóla- kerfi á Norðurlöndum hafa brugðizt á hinum síðustu og verstu tímum og skilað lakar menntuðu fólki en vera þyrfti en það er önnur saga. Matthías Eggertsson 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.