Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Blaðsíða 4
Fljótt á litið hefur Hafnarstræti lítið breytzt frá stríðslok- um 1945. Myndin er tekin þá frá Póst- hússtræti og það sem helzt gefur hugmynd um tímann eru bílarnir — ár- gerðir stríðsáranna. WAr///A%£6& Mmmmmmmmm Biillllli mmmmmm ■,/ ' • ííxííí; liiilli Ifillillfl . .lllll pllslÉli 111 i|! giii II !':•! I MMm. MM-M/ ?//'/' 9 j wmmím /■/ ' \ /Q .... lIIí 77.1 j. ,..f ZTT'l T;v HAFNARSTRÆTI VIÐ STRÍÐSLOK Eftir Auðun Braga Sveinsson Þegar sá sem þetta ritar kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur var heimsstríðinu að ljúka; það var 7. maí 1945, mánudag- ur. Skrásetjari þessarar greinar kom til borgarinnar að kvöldi hins 7. maí norð- an úr Húnavatnssýslu, þar sem hann hafði hingað til að mestu slitið sínum skóm. Komið var fagurt vor. Þá voraði heldur fyrr en nú. Ekki fannst skrásetj- ara mikið til um útsýnið frá Reykjavík. Fjöllin kollóttar hæðir. Esjan eina fjall- ið sem nokkuð kvað að. Skrásetjari gisti fyrstu nóttina í Reykjavík í húsi nokkru nálægt Graf- arholti. Hafði faðir hans fest kaup á húsi þessu skömmu áður. Hann átti þar hins vegar aldrei heima, því að dauðinn var á næsta leiti. Samgöngur við borg- ina voru lélegar. Þurfti að ganga niður að Elliðaám til að komast í strætisvagn. En hægt var að stytta sér leiðina nokk- uð með því að ganga eftir hitaveitu- stokknum. Mosfellsrútan gekk víst einu sinni á dag eða svo, en lítið gagn var að þeim samgöngum. Þarna nálægt Grafarholti voru nokk- ur hús. Nefndist hverfið Smálönd. Ekki var rafmagn þarna frá samveitu. Vind- rafstöðvar voru við flest húsin, þar á meðal við hús það er hér er á minnst. Mjólkin var keypt frá Grafarholti. Mik- ið afskaplega var leiðinlegt að dvelja 4 þarna. Framandleiki er óþægileg til- finning, sem flestir kannast við af eigin raun. Friðardagur og mikið um dýrðir Fyrsti heili dagurinn, sem skrásetjari var í borginni, hefur hlotið virðulegt nafn í sögunni: friðardagurinn. En var þetta friðardagur í raun? Það var verið að fagna því, að friður var loks kominn á, eftir tæplega sex ára styrjöld. Fólk safnaðist saman, einkum í miðbænum. Lækjartorg var miðstöð strætisvagna- ferða borgarinnar. Vagnar þessir urðu hálfgerð viðundur í augum gestsins úr fjallabyggðinni. Hann hafði aldrei séð slík farartæki áður, aðeins heyrt frá þeim sagt. Faðir þess sem hér situr við ritvél, hafði talað um þessi farartæki á heimili sínu í afdalnum. Kostaði þá (1932) 25 aura að ferðast með þessum glæsilegu vögnum hvert sem maður vildi um borgina. Gesturinn fór að virða þessi farartæki fyrir sér athugulum augum. Eitt fannst honum skrítið: sum- ir sátu öfugir í sætunum! Þetta hélt hann, að gæti ekki gerst. Utan á vögn- unum voru svo ýmis nöfn, er gáfu til kynna leiðir þeirra: Lækjartorg — Sól- vellir, Lækjartorg — Sogamýri. Skrásetjari settist upp í einn vagninn. Bílstjórinn bar stærðar tösku á annarri öxlinni. Var hún oftast hálffull af smá- mynt. Tók oft langan tíma fyrir bíl- stjórann að gefa til baka. Gróf hann oft lengi niður í peningamorið til að finna réttar myntir. Svakalega hlaut þetta að vera þreytandi starf. En slíkar og því- líkar hugsanir brjótast um í kolli þess sem er gestur á framandi stað. A Lækjartorg og þar í grennd safnað- ist nú múgur manns þennan ágæta frið- ardag. Voru þar ekki aðeins íslendingar á öllum aldri og stéttum, heldur og margir verndara vorra — amerískir hermenn. Fóru þeir um allt eins og þá lysti. Nokkuð bar á ölvun í þessum mikla mannsöfnuði. Sýndist skrásetjara þar vera nokkuð jafnt á komið með inn- bornum og aðkomnum. Vitni varð hann að slagsmálum milli þessara ólíku þjóða. Stórnefjaður og ljótnefjaður Is- lendingur sló einn amerískan heldur betur — eða svo að hinn síðarnefndi lá á götunni. Mun hafa verið skammt frá Litlu bílastöðinni (sem var nokkuð stór), rétt við Torgið. Þarna var og önn- ur ágæt bílastöð, er bar hið virðulega heiti Aðalstöðin. En héðan var ekki langt að sögusviði voru, sjálfu Hafnarstræti. Þá var Hafn- arstræti Hafnarstræti. Einhvern veginn mun það vera svo, að götur þær sem liggja næst höfnum, séu taldar með því grófasta í hverri borg. Þar er slarksam- ast. Kaffisalan og Central Hafnarstræti 1945. Hér á eftir skal þá telja upp veitingastofur þær sem skrá- setjari man eftir. Vera má að fleiri hafi verið til. En hér skal fyrsta telja Kaffi- söluna. Lítil veitingastofa, bæjarmegin í strætinu. Þar borðuðu og drukku frið- samir menn; margir við aldur sýndist þeim er þetta ritar. I Kaffisölunni sötr- uðu menn kaffi sitt og mauluðu brauð sitt í mestu rólegheitum. Þetta voru verkamenn við höfnina. Dimmt var þarna, jafnvel um hádaginn. Mikill tób- aksreykur, en vínþefur lítill sem enginn. Ekki var þarna teljandi hávaði, hvorki grammófónn né jukebox. Mun það hafa verið orsök þess eða jafnvel afleiðing, að tiltölulega rosknir menn voru þarna. Þeim var þá, eins og nú, fremur illa við glymjandann. Á Kaffisölunni var ágæt þjónusta, enda voru þar þroskaðar kon- ur við störf, en ekki stelpur á gelgju- skeiði. Menn kunnu bersýnilega vel við sig í litlu kaffistofunni. Þar þurfti lög- reglan sjaldan að koma. Skammt frá Kaffisölunni, sömu meg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.