Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Qupperneq 8
Fyrsti áfanginn er á Uxahryggjaleið frá Þingvöllum. Hér er horft niður á Hofmannaflöt úr skarðinu hjá Meyjarsæti og næst á myndinni sjást leifar af fornum reiðvegi, sem þarna hefur verið ruddur. Nýjar ferðaslóðir á Suðurlandi: Fjöll og firnindi viö LÍNUVEGINN Tryggvi bóndi á Björk í Grímsnesi var á fjalli ásamt fleiri Grímsnesing- um — hér norðvestur af Skjaldbreið, þar sem eng- in kind á að vera, þökk sé þjóðargjöfinni. Þótt sumarið sé nú að kalla liðið, getur haustið verið ákjós- anlegur ferðatími og ekki síður fagurt á fjöllunum þegar grös og annar gróður tekur að sölna. Sú fegurð nær að mér finnst há- marki, þegar haustlitir á gróðri skarta sínu fegursta, en fyrstu él komandi vetrar hafa farið um hamrabelti og fjallatinda og líkt og magnað í þeim teikninguna. Margir, en ekki nándar nærri allir, vita um nærtæka öræfa- slóð, sem gerð var bílfær fyrir tveimur árum. Þessi slóð er yfir- leitt nefnd Línuvegurinn og dregur nafn sitt af háspennulín- unni frá Sigöldu í Hvalfjörð. Að austan liggur þessi vegur frá Sigöldu að Hvítá ofan við Gull- foss, — en síðan vestur yfir Ásbrandsá, norður eftir Hauka- dalsheiði, uppúr Mosaskarði, vestur Lambahraun, norðan við Hlöðufell og Skjaldbreið og síð- an vestur á Uxahryggjaveg, skammt þaðan sem vegamót verða á Kaldadalsveg. Þennan veg hafa menn farið á hverskyns drossíum, en ekki mæli ég algerlega með því. Þeg- ar á heildina er litið, hlýtur þetta öllu fremur að teljast jeppavegur; að minnsta kosti er hann ekki fyrir mjög lága bíla og í annan stað er þess að geta, að ekki verður komizt yfir Ás- brandsá á vaðinu nema á jeppa. En þá er raunar hægt að stytta leiöina ögn og velja leiðina fram Haukadalsheiði og koma niður hjá Haukadal. Og sú leið er ekki síður falleg. Þessi öræfaslóð hefur þann kost fyrir fólk á suðvesturhorni landsins, að hún er nærtæk og ekki Iengri en svo, að ferðin er mjög auðveldlega farin á einum degi, þótt farið sé hægt yfir eins og raunar er sjálfsagt. Sé farið vestan frá, liggur leiðin fyrst á Þingvöll og á Uxa- hryggjaveg. Frá Ármannsfell- inu er fagurt að líta litadýrðina í Bláskógaheiðinni, en öræfa- tignin tekur við um leið og kom- ið er uppúr brekkunni hjá Hof- mannaflöt og Meyjarsæti. Ofar- lega í brekkunni má gera stutt- an stanz og líta á forna vega- gerð. Á þessari alfaraleið til Al- þingis á Þingvöllum hefur þótt ógreiðfært niður úr skarðinu og sjást vel minjar um hellulagðan reiðveg, sem kynni að vera elzta vegagerð á landinu. Þessa leið framhjá Sand- kluftavatni og Biskupsbrekku þekkja flestallir. En þegar kom- ið er nálægt vegamótum á Kaldadalsveg, blasir við há- spennulínan frá Sigöldu og Línuvegurinn liggur alls staðar mjög í námunda við hana. Þegar beygt er austur á Línuveginn, er Skjaldbreiður enn í suðaustri og um leið er allt um kring sú eyði- mörk, sem einkennir allt það flæmi austur til Hagavatns, sem vel sést yfir af veginum. Ekki svo að skilja, að þessi eyðimörk sé einhæf og óyndis- leg. Ég er ósammála því, sem stendur í Árbók Ferðafélagsins frá 1980 og fjallar um þetta svæði, að næsta fátt sé að sjá við fætur manns, en þeim mun meira í fjarlægðinni. Að vísu er jökla- og fjallasýn tignarleg í björtu veðri, en hraunflákarnir eru ekki síður eftirminnilegir. Norðvestan við Skjaldbreið eru til dæmis flákar, sem minna á myndir frá tunglinu; ekki er þar til stingandi strá, varla sand- korn, en aðeins þessi bera hraunsteypa. Við hittum þar að máli fjallmenn úr Grímsnesi með slangur kinda, sem höfðu tekið þessa fátæklegu sumar- haga fram yfir grænni grös. Jafnframt var þessi sjón ekki laus við að vera ögn grátbrosleg, þegar þess er gætt, að þarna á þessu gósenlandi á engin sauðskepna að ganga. Þjóðin gaf nefnilega sjálfri sér stórgjöf á 1100 ára afmælinu 1974 og gjöf- inni yar varið í um það bil 40 km langa girðingu sunnan við Skjaldbreið og allar götur aust- ur í Langjökul við Hagavatn. Skjaldbreiður er heldur koll- húfulegur, þegar komið er í nánd við hann bakdyramegin. Öllu tignarlegra útsýni gefst á hinn bóginn til norðt s, þar sem fjöll og jöklar marka jón- deildarhringinn. Þ^ gnæfa hátt Þórisjökull á breiðri bungu — kenndur við Þórisdal, sem þar er handan við og milli jökla — og Geitlandsjökull. En austar teygist Langjökull svo langt sem séð verður. Austan við Skjaldbreið tekur við grónara land i bili, en Hlöðufell bregður stórum svip yfir allt umhverfið, 1188 metra átt og torgengt eða ógengt nema upp suðvesturhornið.Og efst á því er jökull. Hlöðufell er með tignarlegustu fjöllum þessa lands, reglulegt í lögun og líkast eyju, sem eitt sinn gnæfði upp úr hafi. Nú gnæfir Hlöðufell hinsvegar upp af haföldum hraunanna, sem umkringja það, og mun vera 700 metrar frá rót- um. Á Hlöðuvöllum, suðvestan undir Hlöðufelli, er sæluhús á afrétti Laugdæla; þangað liggur vegur sunnan frá Miðdal í Laug- ardal og tengist Línuveginum. Svo þar gefst færi á að taka annan hring skemmri. Forðum daga lá Skessubásavegur af Hlöðuvöllum, norðan við Skjaldbreið og síðan á Kalda- dalsleið. Trúlega er sá vegur ör- nefni eitt, nema ef vera kynni að vörðubrot sýndu hvar hann lá. Að minnsta kosti sér þess ekki stað, þar sem Línuvegurinn ætti að liggja yfir þessa fornu slóð. Norðan við eru Litla- og Stóra- Örfoka melur í nánd við Lambahlíðar — mosinn er búinn að klæða grjótið að nýju og ýmisi konar gróður kominn af stað. Fjær sést til Langjökuls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.