Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Page 9
Álfaborg — eða kannski álfablokk — á örfoka svæði innarlega á Haukadalsheiöi. Fjær sést hvar Farið rennur fram, en í baksýn eru Jarlhettur. Mynd eftir greinarhöf. Björnsfell; hvassbrýnd mó- bergsfell, sem rísa upp af sand- öldum suðaustur af Þórisjökli, en litlu austar smærri fell; Sköfnungur og Lambahlíðar. Sumir telja raunar að sú nafn- gift sé ekki rétt á kortinu — Lambahlíðar sem Jónas Hall- grímsson minnist á séu annars staðar. Þegar kemur austur á hraun- ið, sem verður norður af Hlöðu- felli, blasir við Þórólfsfell, mó- bergsfell þar norður af. Þar heita Skersli og Jökulkrókur, þegar norðar kemur, og endar í jökulurð, sem verður niður af Klakki, — tindi sem gnæfir upp- úr Langjökli og sést víða að. Þar eru afréttarmörk milli Biskups- tungna og Laugardals. Innan úr þessum jökulkima rennur læmi í Hagavatn og eru í raun innstu upptök þeirra vatna, sem að lok- um mynda Tungufljót. I gróðurfarslegu tilliti sígur á ógæfuhliðina eftir því sem aust- ar dregur. Þar verða úfin hraun og fínn sandur í lautum en engu strái sýnist vært þar. Nærri má þó geta, hvort þjóðargjöfin á ekki eftir að valda straumhvörf- um og verður þá græni liturinn allsráðandi. En nú og eitthvað enn um sinn er æði grátt yfir að líta, þegar horft er af Línuvegi í áttina að Hagavatni. Haga- fellsjökullinn er feikilega sprunginn báðum megin við Hagafellið, en austar gnæfa tindar Jarlhettanna eins og skörðóttur tanngarður. Vegurinn liggur ekki alla leið austur að Hagavatni; hann sma- sveigir til suðurs. Jafnframt gat að líta einkennilega en um leið hálfóhugnanlega sjón. Á feikn- arlegu flæmi, allt innan frá Hagavatni, var sandurinn á hreyfingu. Það var þéttur renn- ingur, sem varla náði nema svo sem hálft fet frá jörðu. Þetta er raunar ekki venjulegur sandur, heldur öllu fremur jökulleir, fínn í sér eins og hveiti. Ekki var þó neinn vindur þarna sem heitið gæti og auðvelt að ímynda sér, hvernig ástandið gæti orðið í harðviðri. En það var allt skraufþurrt og renningurinn hélt áfram eftir- að komið var niður úr Mosaskarði; þá fram Haukadalsheiði og allar götur niður í skógræktargirðingu. Þessi renningur er sá vágestur, sem ógnar öllu gróðurfari á þessu svæði og einnig þess að geta, að hér um slóðir er annál- að harðviðrasvæði. Minnist ég þess úr smalamennsku fyrir f nánd við Línuveginn: Hlöðufell, reglulegt að logun og tignarlegt sést hér frá Sköfnungi en sléttu hrauni með nokkrum gróðri hallar út frá Skjaldbreið. Hér getur þjóðin séð hluta af gjöfinni, sem hún gaf sjálfri sér á 1100 ára afmælinu: Girðingin, sem ætlað er það hlutverk að friða klappirnar og eyðimörkina í 6—800 metra hæð. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.