Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Side 2
Portret af frú Heiberg eftir danskan samtíma- málara, W. Marstrand, sem lagði sig svo fram við verkið að hann var að fara á taugum yfir því. í tilefni af sýningu Leikfélags Reykjavíkur á leikriti Per OIov Enquists, Úr lífi ána- maðkanna FRÚ HEIBERG I.IEIKI.IST Leikhúsgestir tilbáðu hana, skáldin dáðu hana og skrifuðu sérstök hlutverk fyrir hana, enda var Johanne Luise Heiberg ekkert minna en ofurstirni og frægasta primadonna Dan- merkur á öldinni sem leið. Leikritið segir frá samskiptum þeirra Heiberg-hjónanna við skáldið H.C. Andersen. Samantekt eftir Onnu Maríu Þórisdóttur. Fyrri hluti. í byrjun júní sl. stóð ég og beið eftir sgorvagni við Þjóðleikhúsið í Osló. Eg stytti mér stundir við að lesa leikauglýsingarnar og sá mér til ánægju að verið var að sýna leikrit um ævi Heiberg-hjónanna dönsku: „Regnormenes Liv“, eftir Per Olof Enquist. Ég hugsaði með sjálfri mér: „Skyldi ekki nafnið skírskota til leiks Hönnu litlu Pátges að ánamöðkunum?" Ekki vannst mér tími til að sjá þetta leikrit í Osló, þótt ég óskaði þess heitt. En sumar óskir rætast vonandi. Þegar kynnt voru vetrarverkefni leikhúsanna hér í Reykjavík sl. haust var „Líf ánamaðkanna" nefnt sem eitt af verkefnum Leik- félags Reykjavíkur í Iðnó. Frum- sýning er áætluð í febrúarlok og leikstjóri verður Svíinn Ernst Giinther, en Stefán Baldursson, leikhússtjóri, þýddi leikritið. Fyrsta frumsýning á þessu verki var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í fyrrahaust. Einnig hefur það verið sýnt á Dramaten í Stokkhólmi og hér og þar á Norðurlöndunum. Kannski er of mikið að segja að lcikritið fjalli um ævi Heiberg- hjónanna, en það gerist á einni nóttu á heimli þeirra og þá nótt er H.C. Andersen gestur þeirra. Dæturnar sýndu dans á billjarðborðinu Johanne Luise Pátges, kölluð Hanna, var næstyngst 9 systk- ina, barna Henriettu f. Hartvig og Christians Henrichs Pátges. Henrietta var þýsk, fædd suður í Frankfurt, en flýði þaðan ásamt sýstur sinni, þegar þær voru 12 og 14 ára gamlar, frá strangri og kaldlyndri stjúpmóður. Þær systur réðu sig í vist í Hamborg og Henrietta fluttist með hús- bændum sínum til Kaupmanna- hafnar 5—6 árum seinna, þar sem hún kynntist vínsalanum Ch.H. Pátges, sem einnig var af þýskum uppruna og hafði flúið frá Köln til að losna við her- þjónustu. Mikið basl var á þeim hjónum og þau lentu um tíma á flækingi eftir að vínsalinn Pátg- es hafði misst aleiguna. Þau fengu þó inni í íbúð á Nörrebro í húsi, sem var þekkt undir nafn- inu „Lille Ravnsborg". Þar fæddist Johanne Luise, 22. nóv. 1812. Þetta var á miklum ísa- vetri og að sögn Henriettu var íshella undir rúminu, þegar litla stúlkan fæddist. Um tíma flutti fjölskyldan til Álaborgar, þar sem móðirin tók að sér matseld fyrir hermenn. Hanna litla varð sér fyrst með- vitandi um eigið sjálf, þar sem hún lá á fjórum fótum, 3—4 ára gömul, og rótaði með spýtu í ruslinu í rennusteininum. Hún minnist þess að hún reis upp, þurrkaði sér um fingurna og hugsaði: „Ef einhver sér þig svona liggjandi hér, þá er það þér til skammar." Upp frá þessu hélt hún sig við húströppurnar og sá í grasstráunum þar um- hverfis hin fegurstu blóm, tré, fugla og engla og reyndar allt, sem hún óskaði sér að sjá. í rigningu sá hún ánamaðkana skríða upp úr moldinni og hélt að þá langaði til að láta þvo sér. Hún safnaði þeim saman í 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.