Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Blaðsíða 14
Gérard Lemarquis, frönskukennari við Háskóla Islands, skrifar
um Georges Feydeau í tilefni þess að Leikfélag Akureyrar frum-
sýnir eftir þrjá daga þekktasta skopleik hans.
Höfundur
Spékoppa
byggði
a eigin
hjónabands-
reynslu
Georges Feydeau.
SPÉKOPPAR
Leikfélag Akureyrar frumsýnir þann 29. marz
gamanleikinn Spékoppa, eftir Feydeau. Flosi
Olafsson, leikari og rithöfundur, þýddi leikritið úr
frönsku, en það heitir á frummálinu „On purgé
bébé“. Spékoppar er eitt af helztu skrautblómun-
um í garði franskra gamanleikja, en það var frum-
sýnt í París árið 1910. Flosi Ólafsson leikstýrir
þessu vorverkefni Leikfélags Akureyrar og Jón
Þórisson hannar leikmyndina.
Spékoppar gerast í Frakklandi á heimili post-
ulínsframleiðandans Flóvens. Hann hefur fund-
ið upp nýja gerð af hlandkoppum úr höggheldu
postulíni og ætlar að reyna að selja þá franska
hernum. í því skyni hefur hann boðið yfirmanni
úr hermálaráðuneytinu, Kújón, í mat ásamt eig-
inkonu og frænda, sem hún er í dularfullu sam-
bandi við. En eiginkona Flóvens og illa uppalinn
sonur hans setja strik í reikninginn.
í hlutverkum postulínsframleiðandans Flóv-
ens og óstýrilátrar eiginkonu hans er Þráinn
Karlsson og Sunna Borg. Aðrir leikarar eru:
Ragnheiður Tryggvadóttir, sem jafnframt er
aðstoðarleikstjóri, Gunnar Ingi Gunnsteinsson,
Marinó Þorsteinsson, Kristjana Jónsdóttir og
Theodór Júlíusson.
Önnur sýning á Spékoppum verður 30. marz
og 3. sýning á annan í páskum.
Nokkrum árum eftir dauða
Peydeau var syni hans boðið á
frumsýningu á „On purgé bébé“
(Spékoppum). Sonurinn hafði
hvorki séð leikritið né lesið
handritið. Á meðan aðrir áhorf-
endur hlógu sig máttlausa, brá
hann ekki svip. Þetta olli leik-
stjóranum miklum áhyggjum.
„Lýst þér ekkert á þetta?“
spurði hann. „Jú,“ sagði sonur
Feydeau, „en mér fannst sem ég
sæi móður mína, föður minn og
mig á sviðinu."
Spékoppar voru frumsýndir
þann 12. apríl 1910 í Nouvea-
tés-leikhúsinu, sem var nokkurs
konar revíuleikhús. Húsið átti
að rífa innan skamms (og var þó
ekki gamall stríðsbraggi!) því
nýr vegur átti að liggja þvert í
gegnum það. En sem betur fór
fékk Nouveautés-leikhúsið eins
árs frest.
Árið áður en Spékoppar voru
frumsýndir hafði Feydeau yfir-
gefið konu sína. í september
árið 1909 eftir miklu heiftúð-
ugra rifrildi en nokkri sinni
fyrr, flúði hann að heiman, með
farangur sem aðeins samanstóð
af greiðu, tannbursta og náttföt-
um og fékk hæli í Hótel Termin-
us, þar sem hann hugðist dvelja
í viku. Þar bjó hann í 10 ár.
Hótelið! Uppáhaldsstaðurinn í
öðrum þætti leikrita Feydeau.
íslenskir áhorfendur muna eftir
hótelsenunum í Fló á skinni og
Hótel Paradís. Hótel er bæði al-
menningsstaður og prívat. Þar
getur fólk rekist hvert á annað,
þvert gegn vilja sínum og her-
bergin eru mjög svo ótryggur
felustaður. í 10 ár bjó Feydeau í
sama herberginu í Hótel Term-
inus. Hótel Terminus (Hótel
Endastöð) ... ekki alveg þó.
Feydeau neyddist til að yfirgefa
herbergi sitt fyrir annað her-
bergi. Á geðveikrahæli. Þar
dvaldi hann tvö síðustu ár ævi
sinnar.
Sennilega hefur Feydeau
sjálfur ekki verið hótinu skárri
eiginmaður en persónurnar í
leikritum hans. Hann drattaðist
á lappir klukkan fimm síðdegis,
til þess eins að slæpast á kaffi-
húsum Óperuhverfisins (þar
sem flest leikhúsanna voru). Á
kvöldin fór hann í næturklúbba
og nóttin endaði hjá Maxim’s,
veitingahúsinu sem gegnir stóru
hlutverki í tveimur leikrita
hans. Þar hitti hann margskon-
ar fólk, sem síðar varð fyrir-
mynd persóna hans. Heima beið
hans annars konar fyrirmynd.
Hjónabandserjur. Þær voru úr-
valsefni fyrir einþáttungana.
Þeir fjölluðu um helvíti hjóna-
bandsins. „Þú ættir að greiða
mér höfundarrétt," sagði kona
hans einu sinni. „Elskan mín,
það sem ég hef gert síðan við
giftumst," svaraði Feydeau.
Feydeau langaði til að verða
listmálari og hann málaði til
æviloka. Hann var svo heppinn
að kaupa málverk impression-
istanna á meðan þau kostuðu
enn ekki neitt. Það hjálpaði hon-
um síðar til að borga spilavít-
isskuldir sínar. Hann seldi þau
fyrir u.þ.b. 50 milljónir króna.
Gífurleg upphæð! En Feydeau
tapaði líka dálaglegum fúlgum í
misheppnuðu kauphallarbraski.
í augum annara rithöfunda var
hann „bara“ farsahöfundur. En
hann átti ekki heldur heima í
leikhúsheiminum. Þar þótti
hann of borgaralegur..
Með Spékoppum urðu straum-
hvörf í lífi Feydeau. Leikrit sem
hann hafði samið nokkru áður,
„le Circuit", kolféll og farsinn
sem fylgdi í kjölfarið „100 Milli-
ons qui tombent“ hefur aldrei
verið sýndur. Leikararnir voru
byrjaðir að æfa tvo fyrstu þætt-
ina, en fengu aldrei þann þriðja
sem Feydeau kom venjulega
ekki með fyrr en viku fyrir gen-
eralprufu. Hann hafði ekki
fundið fullnægjandi lausn.
Hann leitaði hennar í sjö ár, án
árangurs. Leikrit Feydeau líta
út fyrir að vera byggð upp eftir
stærðfræðilegri formúlu. Samt
ákvað hann ekki uppbygginguna
fyrirfram. Hann kom persónum
sínum í óumflýjanlegan vanda,
strax í fyrsta'þætti. Síðan urðu
þær sjálfar að krafsa sig fram
úr vandræðunum.
En með Spékoppum byrjaði
Feydeau á nýrri leikritaseríu
sem samanstendur af fimm leik-
ritum: Feu la mére de Madame,
On purgé bébé, Mais ne te prom-
éne donc pas toute nue (Nakin
kona), Leonie est en avance og
Hortense a dit: je m’en fous.
Hann hætti við hreyfinga-
farsann og sneri sér að persónu-
sköpunarkómedíum. I öllum
þessum fimm leikritum eru
sömu aðstæður lagðar til grund-
vallar: venjulegur, veiklyndur
eiginmaður hefur fyrir löngu
falið konu sinni allt vald á hend-
ur. Konan er hugmyndarík, með
persónulega rökvísi sem rekst á
heim skynseminnar. Af þessum
fimm leikritum er Spékoppar
áreiðanlega það besta. Á.m.k. er
það það leikrit sem hvað oftast
hefur verið sýnt.
„Það má aldrei segja setningu
sem aðstæður eða framvinda
leiksins krefjast ekki.“ í þessu
felst lykillinn að hinni hnitmið-
uðu kómík Feydeau. Væri einni
setningu kippt út úr einhverjum
farsa hans, hryndi hann til
grunna. Þegar leikhússtjóri
okkar bað Feydeau að stytta
leikrit um 10 mínútur, svaraði
hann: „10 mínútur? Það gera 20
blaðsíður. Byrjið á blaðsíðu 21!“
Áhorfendur á Akureyri eru
heppnari en áhorfendur í París
árið 1910. Alveg misheppnaður
farsi eftir annan höfund var
sýndur með Spékoppum. Sýn-
ingarnar urðu því aðeins 82. Til
samanburðar var annað leikrit
eftir Feydeau sýnt í sama leik-
húsi yfir 1000 sinnum. En
tveimur árum síðar voru Spé-
koppar endursýndir og fengu þá
metaðsókn.
Flosi Ólafsson og liðið hjá Leikfélagi Akureyrar, sem stendur að sýningunni á Spékoppum.