Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Page 3
Róleg kvöidstund á heimili Heiberg-hjónanna, þar sem setið er vió lestur og hannyrðir. Málverk eftir W. Marstrand, 1870. Johan Ludvig Heiberg, rithöfundur - og eiginmaður leikkonunnar. Hann skrifaði m.a. Alfhól. Gftir málverki Sofusar Schack, 1840. Sjá einnig grein um höfund leikritsins, Per Olov Enquist á næstu síðu hrúgu og baðaði þá úr mörgum vötnum, þar til þeir urðu tand- urhreinir. Þá leyfði hún þeim aftur að skríða ofan í jörðina, sannfærð um að hún hefði gert góðverk. Aftur flyst fjölskyldan til Kaupmannahafnar og sest að í Grönnegade. Hanna litla hafði hlakkað öll ósköp til að setjast að í Grænugötu, þar sem hún hélt að hún gæti tínt blóm og grös og ekið þeim í ímynduðum brúðuvagni. Mikil urðu því vonbrigði hennar, þegar ekki fannst stingandi strá í Grænu- götu. Gyðingastúlka, dóttir grin- söngvara í Dyrehaven, settist að hjá Pátges-fjölskyldunni. Hún söng fyrir börnin og kenndi þeim dansa og kom því til leiðar að Hanna og Amalía, systir hennar, sem var flogaveik, fengu að gangast undir próf hjá Dahlen, sólódansara í Konung- lega leikhúsinu. Þær komust báðar inn í dansskóla leikhúss- ins, sem var þá til húsa í Hof- teater. Þær voru þá 8 og 9 ára gamlar. Þær voru daglega í danstímum og fékk það mjög á Hönnu hvað þær systur voru fá- tæklega til fara miðað við hin börnin, sem stríddu þeim líka á jósku- og þýskuskotnu málfari þeirra. En þetta beit ekkert á hina öru og léttlyndu Amalíu. Fljótlega færðist Hanna alveg fram í „fremstu röð“ nemend- anna, en Amalía litla var áfram í „öftustu röð“. Reyndar var það mikil þvingun fyrir Hönnu að þurfa sífellt að gæta systur sinnar. En talið var að það hefði góð áhrif á heilsu Amalíu að stunda dansnámið. Pátges-hjónin höfðu nú opnað veitinga- og billjarðstofu á Brogaden 20 í Christianshavn. Til að lífga upp staðinn lét fað- irinn dætur sínar sýna dans á billjarðborðinu. Þetta var Hönnu ekki að skapi, en í van- mætti sínum gat hún ekki annað en þagað og grátið. Hún var óvanalega fámál fram eftir öll- um aldri. Þessi þegjandaháttur varð til þess að talfærin þrosk- uðust seint.og hún minnist þess t.d. hvernig hún barðist við að segja knæ í stað gnæ í upphafi leikferils síns. En úti í horni á billjarðstofunni sat þögull mað- ur og las blöðin. Honum líkaði ekki hvernig faðirinn notaði dætur sínar sem skemmtikrafta og skarst í leikinn. Hann bauðst til að kenna þeim systrum að lesa og skrifa og fór nú að venja komur sínar heim til þeirra og færa þeim pappír, ritföng og bækur og stundum brauð og ávexti. Maður þessi hét Her- mann og átti eftir að verða mik- ill skuggabaldur í lífi Hönnu framyfir fermingu. Smáhlutverk á Hofteater Enn hallar undan fæti hjá Pátges-hjónunum og þau flytj- ast í fátæklegri íbúð á stað, sem kallaður var Hvalvingen við Nicolai-turninn. Hanna minnist þess að elstá systir hennar skrýðist brúðarskarti. Hún gift- ist „uppfyrir sig“ og Pátges- fjölskyldan fékk hvorki að vera viðstödd í kirkjunni né brúð- kaupsveislunni. Hönnu fannst litla, snotra heimilið systur sinnar vera sem himnaríki og hreifst einna mest af því hvað þar var allt hreinlegt. Hanna og Amalía voru einar eftir í foreldrahúsum í þessu fá- tækrahverfi og þegar Hermann verður var við að Amalía leikur sér við götubörnin, en Hanna stendur þögul og horfir á, býðst hann til að kenna þeim systrum á píanó, sem hann leigir handa þeim og einnig heldur hann áfram að kenna þeim lestur og skrift. En nú keyrir um þverbak í fjármálaóreiðu föðursins og þegar lögtak er gert á heimilinu, tekur frú Pátges ráðin í sínar hendur og fjölskyldan flyst á jarðhæð í Pilestræde 124, þar sem móðirin tók upp fram- reiðslu þýskra rétta á heimilinu á veturna, en úr tjaldi í Dyre- haven á sumrin. En eftir að ráð- in höfðu verið tekin af heimilis- föðurnum, hneigðist hann til drykkju. Hanna hafði nú fengið þó nokkur smáhlutverk á Hofteat- er og leikið litlar stúlkur eða drengi, engla eða álfa og 12 ára gömul fór hún í leikferð með leikflokki til Lubeck og Ham- borgar, — hlakkaði mest til að sjá fjöll, en myndir af slíkum fyrirbærum höfðu vakið sára þrá í brjósti hennar. Mikla auð- mýkingu varð hún þó að þola, þegar móðir hennar gekk á fund danskennarans og bað hann um undirföt og sokka á dóttur sína til fararinnar, taldi sig ekki hafa efni á að kaupa slíkt sjálf. Á Þorláksmessu 1824 dansaði Hanna í fyrsta sinn lítið sóló- hlutverk, en 12. febr. 1826 telur hún að leiklistarferill sinn hefj- ist, þegar hún lék Trínu í „Hans og Trínu" á kvöldskemmtun í Hofteater. Hún var þá 14 ára. Það kvöld bar fundum þeirra Jo- hans Ludvigs Heibergs saman í fyrsta sinn. Hanna hreifst af þessum háa og granna manni Heiberg, sem var 20 árum eldri en Hanna og hafði verið lektor í Kiel, en snúið heim til Kaupmannahafnar nokkru áður og byrjað að skrifa „vaudevill- ur“ sínar, sem gerðu mikla lukku. Sú fyrsta „Salomon kon- ungur og Jörgen hattamakari" var frumsýnd 28. nóv. 1825 og var Hanna þar í aukahlutverki. En eftir frumsýninguna á „Hans og Trínu“ kom þessi efnilegi leikritahöfundur að tjaldabaki í Hofteater og spurði: „Hvar er litla stúlkan?" Hann tók um báðar hendur hennar og lét í Ijós þakklæti og gleði yfir frammistöðu hennar, en Hanna hreifst af þessum háa og granna manni með fínlega andlitsdrætti og greindarlegan svip. Fljótlega heimsótti rithöfund- urinn Hönnu og fór fram á að hún léki aðalhlutverk í gaman- leikriti, sem hann hafði samið eftir að hann sá hana leika Trínu. Þetta var leikritið „Apr- ilsnarrene" (Aprílhlaupararnir), sem gerði stormandi lukku. Dul- in og niðurbæld gleði Hönnu braust út í listtúlkun hennar. Sjálf segist hún aldrei hafa hlegið alla sína bernskutíð. Hei- berg kom hrærður af gleði eftir frumsýninguna, tók báðum höndum um höfuð Hönnu og kyssti hana á ennið og þakkaði henni fyrir frammistöðuna. Annar maður gladdist líka mjög yfir velgengni Hönnu, — Hermann, sem hrósaði sér fyrir að hafa fyrstur uppgötvað hæfi- leika hennar. Hann hélt áfram að gefa Hönnu smágjafir, sem hún tók við döprum huga, þar sem henni fannst þetta binda sig honum enn meir. Og í huga hennar bjó alltaf minningin um orð föður hennar, sem hún átti víst ekki að heyra, þess efnis að Hermann hyggðist trúlofast henni, þegar hún hefði aldur til. Kynni þeirra Hönnu og Hei- bergs jukust og hann bauð henni heim til móður sinnar, frú Gyll- embourg. Föður Heibergs, P.A. Heiberg, hafði verið vísað úr landi 1799 fyrir stjórnmálaskoð- anir sínar og bjó hann útlagi í París til æviloka. Móður hans, Thomasine F. Buntzen, hafði ung og fögur, 16 ára, verið gefin þessum miklu eldri manni. Eftir að hann fór í útlegðina, varð hún ástfangin af sænska frí- herranum Gyllembourg-Ehren- svárd og sótti um skilnað frá manni sínum og giftist síðan Svíanum. Mikið var um þetta rætt í Kaupmannahöfn og margir hneyksluðust og litu haria varla réttu auga eftir þetta. Þar má í hópi telja Rah- bek-hjónin í Bakkahúsi, sem töldu P.A. Heiberg einn allra besta vin sinn og hörmuðu út- legð hans alla ævi. Kamma Rah- bek vildi taka „munaðarlausa" drenginn, Johan Ludvig, í fóst- ur, en hann strauk frá henni, vildi náttúrlega miklu fremur vera hjá sinni eigin móður og þau skildu varla það sem eftir var ævinnar og bjuggu nær alla tíð saman. Frá Gyllembourg var ákaflega hlýleg kona og um- talsgóð. Henni var fyllilega ljós kuldi Rahbeks-hjóna í sinn garð, en sagði um Bakkahúsið að „þar hafi fólk verið metið eftir þeim reglum, sem gilda muni í himna- ríki“. Hermann beiö í skugga á bak við tré Hanna og Amalía heimsóttu frá Gyllembourg oft og Hanna naut viðræðnanna við hana. Heiberg fylgdi þeim systrum heim á kvöldin og sýndi þeim gjarna stjörnumerkin á leiðinni, en stjörnufræði var mikið áhugamál hans. En með þessum heimferðum var fylgst í laumi. Hermann leyndist oft í skugganum bak við tré. Hann njósnaði líka um viðskipti Hönnu við annað fólk. Vaxandi yfirráð Hermanns og aukið ósamlyndi Pátges-hjón- anna ollu því að þunglyndi sótti á hina þrúguðu Hönnu. Það sem hélt henni uppi, var leyniveröld eigin huga, þar sem fegurð ríkti í líki álfa, blóma og aldina. Mikil upplyfting varð Hönnu það, þegar leikkonan, frú Wexchall (seinna frú Nielsen) bauð henni til mánaðardvalar í Ermelundshuset. Altekin hrifn- ingu reikaði Hanna um skóginn og tíndi blóm, sem hún batt í kransa og vendi og kunni ein- staklega vel við einveruna, sem var henni nýnæmi. Þarna sá hún listamennina Oehlenschlág- er og Kuhlau. Hún segir um hinn fyrrnefnda: „Glansandi, mjúkt, svart hárið féll svo fag- urlega að háu, göfugu skálda- enninu. Fögur augun gneistuðu og hann geislaði frá sér hlýleika með rödd sinni og allri hegðun." 16 ára gömul var Hanna fermd. Heiberg-mæðgin komu í heimsókn og færðu henni gullkross með ametystum. Nú telst Hanna fullvaxta stúlka, — hrygg fer hún að sofa um kvöld- ið, skyldi Hermann nú láta verða af því að biðja hennar? Á 17 ára afmælisdaginn gaf hann henni saumaborð með spegli í Frh. á bls. 11.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.