Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Síða 6
Jón Óskar Hvaðan fær draugurinn kraft sinn? Meira um erlendan málhreim í útvarpi og sjónvarpi Ég hef orðið þess áskynja að grein mín í Lesbók Morgun- blaðsins 8. jan. sl. um erlendan málhreim íslenskra manna í útvarpi og sjónvarpi hefur vakið mikið umtal manna á meðal og hafa ýmsir komið að máli við mig og þakkað mér fyrir skrifin, en sumir lagt fast að mér að skrifa meira, þó ég sé þegar búinn að skrifa tvær greinar, því þetta muni ekki nægja til að vekja sof- andi fólk upp af sljóleikanum og nú sé orðið óþolandi að hlusta á þessa fréttamenn sem senda daglega klausur eða réttara sagt tala þær í trektir frá útlöndum og má ekki á milli sjá eða heyra hver verst- ur er, hvort sem hann talar frá New York, Kaupmanna- höfn, Ósló eða Lundúnum. Þessi viðbrögð eru sannarlega ólík þeim sem fyrsta grein mín (Dagblaðið 15/1 1979) hlaut, því þá ríkti að heita má alger þögn, en nú er sem heyrnargóðir menn og þjóð- hollir séu farnir að átta sig, enda hefur fyrirbærið magn- ast um helming síðan ég birti fyrrnefnda grein í Dagblaðinu og mörgum farið að blöskra hve mjög það breiðist út. En þrátt fyrir þessi góðu viðbrögð málsmekksmanna hafa enn engin viðbrögð orðið til bóta hjá forstöðumönnum útvarps og sjónvarps á þann hátt að viðkomandi fólki hafi verið kennd betri framsögn. Ég er jafnvel ekki frá því að fyrir- bærið hafi enn magnast, þrátt fyrir síðari grein mína, svo ég hef farið að velta því fyrir mér hvaðan þessi draugur fái kraft sinn. Ekki ætla ég þó að svo stöddu að hafa uppi neinar getgátur um þær orkustöðvar. Árni Böðvarsson hefur fjallað sérstaklega um ís- lenskan framburð í nokkrum útvarpsþátta sinna um dag- legt mál í tilefni af síðari grein minni og viðbrögðum ýmissa málsmetandi manna við henni. Sagði hann mér að margir hefðu skorað á hann að láta málið til sín taka og þegar hann innti mig eftir hvaða fréttamenn og þuli ég hefði einkum í huga komu nöfnin heim og saman við þau sem aðrir höfðu nefnt við hann, svo greinilegt er að hér er ekki úr vöndu að ráða fyrir þá sem eyru hafa til að heyra. En þrátt fyrir góð viðbrögð Árna og umfjöllun hans í nokkrum þáttum, hef ég ekki orðið var við neina breytingu hjá þeim sem tileinkað hafa sér títtnefndan hreim í út- varpi og sjónvarpi. Ástæðan fyrir þessari tregðu gæti verið sú að viðkomandi fólk hlusti ekki á útvarpsþætti um dag- legt mál og lesi ekki greinar um þessháttar efni sem þó ætti að standa því nær en flestum öðrum landsmönnum, en einnig getur skýringin ver- ið sú að fólk heyri ekki sjálft hversu afkáralegur útlensku- hreimurinn er í íslensku máli. En forráðamenn ættu þá að gefa fólki þessu kost á að lag- færa framsögn sína og fá til hæfa menn að leiðbeina því. Ef stjórnendur þessara stofn- ana átta sig ekki sjálfir á fyrirbærinu, ætti að vera auð- velt fyrir þá að fá tónlistar- menntaða menn (t.d. úr tón- listardeildinni) til að skrá á nótur eða taka upp á segul- band þennan sérstaka hreim. En hvernig sem ráðamenn vilja fara að því að bæta þetta, ef þeir hafa þann áhuga á íslenskri tungu sem ég verð í lengstu lög að gera ráð fyrir, þá verður það ekki gert nema láta viðkomandi fólk vita, að það þurfi að lagfæra framsögn sína. En ef ekki verða gerðar meiri kröfur um kunnáttu í meðferð tungunnar til starfs- fólks útvarps og sjónvarps en gert hefur verið undanfarin ár, þá munu þessar stofnanir bera höfuðsökina á hnignun íslenskrar tungu. Þess ber sérstaklega að gæta, að það er nær einvörð- ungu ungt fólk (líklega fæst yfir þrjátíu og fimm ára aldri) sem hefur tileinkað sér þessi annarlegu áhrif í framsögn ís- lenskrar tungu. Ég hef þegar getið þess að verstir eru fréttamenn, þótt allir séu ekki þar undir sömu sök seldir, en allra verstir eru þeir menn sem tala til okkar fréttir frá útlöndum, og ætla ég að láta liggja á milli hluta hver kostnaðurinn er af þessum fréttum sem augljóslega eru teknar upp úr sömu blöðum og eru á boðstólum hér í hverri bókabúð. Fyrir utan þessa fréttamenn í útlöndum eru íþróttafréttamenn bágastir, en síðan koma innlendir fréttaþulir og allskonar þátta- fólk af yngri kynslóðinni. Þarf ekki annað en skrúfa frá út- varpinu á morgnana til að heyra dæmi um þetta. Þeir sem enn hafa óskaddaða hljómheyrn skrúfa fljótlega fyrir aftur. Nú hef ég heyrt því fleygt að fréttamenn fái leiðbein- ingar íslenskufræðinga, þegar þeir eru ráðnir til starfa. Því er erfitt að trúa. En ef svo er, þá hefur valið á þeim leiðbein- endum tekist verr en skyldi, því engir eru slakari 1 meðferð tungunnar að þessu leyti en fréttamenn og fréttaþulir, svo sem fyrr segir. Það er og vit- anlega gagnslaust að fá leið- beiningar íslenskufræðinga nema þeir hafi þá tónheyrn að þeir skynji og skilji hve mikil- vægur hreimurinn er í hverju tungumáli. Og því miður læð- ist að mér sá grunur að sumir yngri málfræðingar okkar séu ekki alveg með á nótunum eða hafi dálítið undarlega frjáls- lyndisafstöðu gagnvart ís- lenskri tungu, telji það jafnvel eitthvert íhaldsviðhorf eða afturhaldssemi að vilja hindra annarleg áhrif á tung- una. Slíkt hefur í för með sér allt að því dýrkun á vondu máli og stofnanamáli. Er ekki gott að átta sig á hvort hér er á ferðinni skilningsskortur á sjálfu tungumálinu eða ein- ungis hrifning á viðhorfum erlendra manna sem telja sig snjallari forfeðrum sínum. Sá maður væri óhæfur dómari í sönglist sem ekki gerði grein- armun á Elvis Presley og mestu tenórsöngvurum heims- ins og ekki vildi ég heldur gera þann málfræðing að leiðbein- anda um íslenskan framburð sem ekki heyrir hvernig þessi nýi hreimur frá útlöndum ryð- ur sér inn í málið og breytir áherslum þess. Nú vil ég taka fram, að þó ég hafi einkum bent á frétta- menn til að vekja athygli á slæmri framsögn, slæmum hreim, þá eru fáeinar góðar undantekningar í þessum hópi, en ýmsir aðrir sem heyr- ast í útvarpi og sjónvarpi mjög slakir og ekki annað að heyra en tilgerðin aukist með hverju árinu sem líður. Sumir upplesarar hafa til dæmis þennan hreim og væru að sjálfsögðu illa fallnir til að leiðbeina öðrum um framburð. Mætti til dæmis bera saman framsögn Óskars Halldórs- sonar, sem er til fyrirmyndar, og framsögn sumra þeirra fóstra og annarra sem lesa fyrir börn í útvarpið. Þá má ekki heldur láta hjá líða að minnast á lestur sjálfra barn- anna, en þau koma sum út úr skólum landsins með þennan sama annarlega hreim og bunulestur að auki. Börnin eru að sjálfsögðu áhrifagjörn og herma eftir fjölmiðlafólkinu, en einnig eru þau mörkuð af þeirri lestrarkennslu sem tíðk- uð hefur verið í skólunum á undanförnum árum, þar sem börnin hafa verið látin lesa eftir skeiðklukku, þegar dæma skyldi um lestrarkunnáttu þeirra. Árangurinn hefur ver- ið sá, að framburði yngra fólks hefur stórlega hrakað, það er linmælt og þvoglumælt og bunar út úr sér setningun- um eins og það haldi að það gæti verið hættulegt, ef ein- hver kynni nú að skilja hvað orðagusurnar merkja. Þá vil ég ekki skiljast svo við þetta efni, að ég gleymi leikurunum sem sumir mundu ætla að mætti skilyrðislaust hafa að fyrirmyndum varð- andi framsögn íslenskrar tungu. En svo einfalt er þetta nú ekki. Sumir leikarar hafa annarlegan hreim í framsögn sinni, þótt þeir geti vel verið góðir leikarar fyrir það, en þessi annarlegi hreimur mun hingað kominn með leikurum sem lært hafa erlendis. Fólk áttar sig ekki á því, þegar það smitast af erlendri framsögn. Lárus Pálsson er gott dæmi um ágætan leikara sem hafði þennan annmarka. Af þessu leiðir að sýningar á þjóðlegum verkum heppnast oft betur hjá ólærðum leikurum úti á landsbyggðinni en lærðu leik- urunum í Reykjavík. Sýnir þetta ef til vill betur en nokk- uð annað, að menn hafa ekki almennt áttað sig á því hvílík nauðsyn það er að einblína ekki aðeins á einstök orð ís- lenskunnar, heldur gefa gaum að því hvernig tungan hljómar og hvernig hún hefur hljómað meðal forfeðra okkar til sjáv- ar og sveita. AIt.SPJCIJDUM SCGUNM/\I? Le Roi est assassiné! Það var að kvöldi 5. janúar 1757 sem sú frétt barst frá Ver- sölum, og flaug sem eldur í sinu um Parísarborg, að konungur- inn hefði verið myrtur við dyr hallar sinnar, þá síðdegis. Hvorki vissu menn nánari til- drög né deili á verknaðinum fyrst í stað, en fréttin olli gífur- legu uppnámi á franska vísu og nokkrir tugir manna voru fang- elsaðir í umrótinu, þ.á m. kvennagullið Casanova, sem þá var staddur í París. Sá tími var að vísu löngu liðinn er Frakkar létu sig líf og limi konunga sinna nokkru skipta, og höfðu enda vart ástæðu til, en kon- ungsmorð var eigi að síður stór- frétt, og kærkomin nýjung í fá- sinni hversdagsins. Kettir konungsins Lúðvík XV, sem áður hafði heillað þegna sína með glæsileik og herfrækni og hlotið hafði við- urnefnið „le Bien-Aimé“, „hinn vinsæli", var er hér var komið sögu aðeins lífsleiður, ístöðulít- ill og sjálfsgagnrýninn sveim- hugi sem leiddi skattpíningu og raunir langvinnra, en ekki að sama skapi sigursællra, styrj- alda yfir þjóð sína. Fór hann þar ýmist að ráði mishæfra ráðgjafa sinna, sem sjaldnast báru hag alþýðunnar fyrir brjósti, ellegar hinna duttlungafullu fylgi- kvenna sinna, s.s. Mme Du Barry eða hinnar undurfögru slátraradóttur Mme de Pompa- dour er löngum vasaðist í mál- efnum ríkisins, og þótti takast misjafnlega upp. Svo sem verða vill á stóru heimili, logaði landið í hvers kyns þjóðfélagsátökum, stjórnmálalegum og trúarleg- um. Bændauppreisnir voru ár- viss viðburður í hinum ýmsu héruðum, þar sem hungursneyð vofði einlæglega yfir, og hat- rammar deilur milli trúar- hreyfinga Jesúíta og Jansenista hvíldu á gömlum merg og voru orðnar þjóðlegur siður. Þar sem Jansenistar voru áhrifaríkir í Parísarþinginu, æðsta dómstól landsins, en Jesúítar höfðu löng- um notið konungshylli, tengdust deilur þessar órjúfanlega stjórnmálaþrætum konungs- einveldis og þingræðis, og fékk enginn greint orsakir frá afleið- ingum, er hér var komið sögu. Konungi leiddist mjög þras þetta; fór bara á veiðar eða horfði á herlegar flugelda- og skrautsýningar á Signu í kvöld- húminu, sem ásamt öðrum 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.