Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Qupperneq 10
VATN
Enginn vissi, hvað ölmusumaðurinn hugsaði,
því sálarspeglar hans voru brotnir;
augu hans tvær vatnslausar tjarnir
og botnleirinn molnaði í breiskjunni.
Ein setning var sögð
á vegarbrún
um miðjan dag:
— Synd þín er fyrirgefin! —
Það færðist líf í leirinn,
lifandi vatn fyllti tjarnirnar.
BIÐ
Við sátum við borgarhlið
og biðum konungsins.
Margir fóru þar um,
fátækir, ríkir,
gangandi, ríðandi
og í burðarstólum.
Fáeinir fiskimenn
og ungur smiður,
sem sat ösnu,
fóru inn í borgina.
Við kváðum hátt
um ólma stríðsfáka,
blaktandi gunnfána,
steinda skildi;
um bitur vopn,
háværar skrúðgöngur,
blóðidrifinn sigurferil,
því með glóandi gýfilkolum
eru örvar harðstjórans hvesstar.
Við biðum við hliðið
þar eð við vissum,
að konungs var von.
Mikið skyldi
veldi ríkisins
mikil dýrð konungsins.
Þegar hvítur múrinn
roðnaði við sólarlag,
kom gamall gráskeggur
og mælti sprakri röddu:
— Komið inn í borgina.
Hann fór hjá í dag
á ösnudróg. —
En við hlógum háðslega
og biðum konungsins
uns verðirnir
læstu hliðinu.
Þrjú
Ijóð
á
páskum
við myndir eftir
Jón Engilberts
LOGI
Sólheitir steinar
glitra.
Við lútum niður
snertum þá
rökum lófum.
Andúðokkar
hverfist í loga,
sem á að læsast
í álúta konu
undir múr.
Þögul lítur hún
meistarann unga
krota grönnum
fingri í rykið.
Hægt les hann
orð sem fjúka
fyrir blæ
en greypast
skír í huga:
— Sá yðar sem
syndlaus er
kasti fyrstur
steini. —
Bolli Gústavsson
í Laufási
10