Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Side 5
'danski ævintýrarithöfundurinn H.C. Andersen kemur í heim- sókn til Heibergshjónanna eftir að hafa orðið að athlægi í veislu hjá kónginum. í upphafi leik- ritsins er strax sleginn grunn- tónninn í verkinu. Frú Heiberg og H.C. Andersen eru bæði þekktar persónur fyrir ritstörf en Enquist dregur fram að með báðum búi tvöfaldur persónu- leiki — og tvenns konar málfar. Ritstíll frú Heiberg í endur- minningum hennar einkennist af tildri og tepruskap þess tíma. Sé skyggnst undir yfirborðið kemur annað í ljós. H.C. And- ersen er líka sama marki brenndur. í ævintýrum hans sem bókstaflega ollu byltingu í skáldsagnagerð á Norðurlönd- um er að finna hrynjandi og hugmyndaríkan frásagnastíl sem á sinn uppruna í hinu tal- aða máli. En gerði hann sér það ljóst hvaða listrænt gildi fólst í ævintýrunum? í skáldsögum hans og leikritum kemur fram allt annar stíll og önnur með- ferð máls, sem samræmist betur þeirra hefð sem þá gilti um rit- mál. Ýmislegt bendir til að H.C. Andersen hafi varla viljað gang- ast við þeim verkum sem gerðu hann þó heimsfrægan. Þessar mótsagnir gerir En- quist að yrkisefni. Hann lætur H.C. Andersen segja stamandi frá því, hvernig hann hafi óund- irbúinn en með miklum tilþrif- um ætlað að leggja út frá mál- tækinu „Amor omnia vincit" (ástin sigrar allt) yfir hinum konunglegu áheyrendum, en verður fyrir því í miðjum klíð- um að missa út úr sér fölsku tennurnar. Þrátt fyrir einbeitt- an vilja tekst skóarasyninum frá Odesen ekki að feta stigu „fína fólksins". Hann er og verð- ur Hans klaufi í höll konungs- ins. „Frán regnormarnar liv“ (Úr lífi ánamaðkanna) segir frá því hvernig þessar tvær frægu manneskjur, sem samtíðin skildi þó aldrei, ná að ræðast við á sameiginlegum grunni. Eitt áhrifamesta og jafnframt skoplegasta atriði sýningarinn- ar er í upphafi 2. þáttar en þar tekst Enquist sérlega vel að sanna hæfileika sína á sviði leikritunar með því að tvinna saman orð og æði. Frú Heiberg stýrir H.C. Andersen í dansi um sviðið við undirleik menúettsins úr „Elverhöj". H.C. Andersen er stirðbusalegur og tekst engan veginn að hreyfa sig í takt við hljómfallið. Tilburðirnir enda í grátbroslegu pati. Frú Heiberg talar um háfleyga menningu og listir á meðan H.C. Andersen baksar við klunnalegar danstil- raunir og áhorfendum verður augljóst að hann á engan veginn heima í umhverfi Heiberghjón- anna. Þetta leikrit sem er meistara- lega skrifaður sálfræðilegur „þriller" vakti verðskuldaða at- hygli þegar það var fært upp í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Nú er eftir að vita hvort íslenska leikgerðin getur komið eins miklu róti á hugi manna hér. Ég hlakka að minnsta kosti til að sjá aftur dans-atriðið með þeim frú Hei- berg og H.C. Andersen. Michael Dal Guðmundur Böðvarsson Sjávar hamrar UOÐ \z\b\ I.IOINNI TÍO Hér var það sem ég stillti minn stolta, brúna hest. — / stjörnutíbrá hófust sævardjúp. Hér var minn helgidómur er drottning sól var setzt í sorg, við heiðargnúp. Og furðulegu töfravaldi fanginn tók minn hug hinn fagurduli heimur er ég sá. Af kvöldsins rauðu vötnum hóf næturfugl sitt flug um fjöllin skuggablá. En upp um myrka hamraveggi uxu tunglskinsblóm og yndislegur hljómur barst á land er lítil unnvörp stigu á léttum silfurskóm á Ijósan fjörusand. Hér var það sem ég afneitaði ást minni og þrá að eilífu, og galt hið logna svar. Og réttlát var sú höndin er hefndarsverði brá, — sú hönd sem fegurst var. Af blóði mínu litaðist hinn blakki unnarsteinn og brjóst mitt tók að svíða, dauðamótt. Ur álfalöndum sínum hóf fölur förusveinn sinn flótta um dapra nótt. Og tryllingslega bergmálaði hests míns hófaglamm í hömrum þar sem rauður loginn brann. Og blíðan lagði byrinn undan björgunum fram — og blóð mitt rann og rann — — — Þorsteinn frá Hamri valdi Stöðug undir- alda sannrar trúmennsku „Hér var það sem ég stillti minn stolta, brúna hest.“ Brúni hesturinn kemur fyrr við sögu í skáldskap Guð- mundar Böðvarssonar. Þeir félagar eru líka á ferð í fyrstu ljóðabók hans, Kyssti mig sól, 1936, í Heiðaljóði: „Hesturinn minn brúni/ stígðu hægt og létt/ yfir þessa gleymdu/ og grýttu troðninga." — Það vekur eftirtekt að þeim er þar situr Brún virðist ekki ólíkt innanbrjósts og hinum snauða flökkuriddara í Sjávarhömrum. „Við skulum ekki vekja það,/ sem vel er að sofi./ En særðir fuglar/ eru svefnstyggir./ Þei, sorgarraddir blunda/ inni í sál minni.“ — Munurinn er þó sá að í Heiðaljóði eru þeir fé- lagar á ferð í hljóðri dalabyggð um lágnættisbil, harla kunnuglegir hverj- um sveitamanni og ekki sízt mófugl- unum, allt er með friði, ekkert má rjúfa þessa kyrrð né heldur vekja sorgina, en í Sjávarhömrum er hinn ytri búnaður allur fremur í ætt við dreymda sögu ólafs liljurósar, um það vitna sjávardjúpin, stjörnutíbráin, hinn fagurduli heimur, tunglskinsblóm- in, hefndarsverðið og hamrarnir þar sem rauður loginn brann; kvæðið er einn allsherjar lífsháski: Guðmundur fer næmum höndum um efnivið hins forna kvæðis, nýtir með prýði vísanir í einstakar línur þess og gæðir efnið áþreifanlegu, persónulegu tilfinn- íngalífi. Þetta kvæði er á marga lund lýsandi fyrir Guðmund, náttúruskynj- un hans, orðvísi og orðleikni, gömul minni og mikla viðkvæmni sem jafnan er uppi haldið af mannslund. Og er þó ótalið fjölmargt er einkennir ljóð hans; gamansemi sem oft hverfist í napra kaldhæðni, svo og áhyggjuþúngi í ádeilu; eins munu fáir honum jafn- snjallir í að draga upp myndir hins hrollkalda ömurleika, hvort heldur er á auðnum jarðar eða hið innra í mannssál. Þótt ég dræpi fíngri á innviði Heiðaljóðs, má rekja ljóðspor brúna hestsins leingra, allt til ársins 1925 í ljóðinu Litli-Brúnn, sem Guðmundur birti raunar ekki í bókum sínum framanaf, en var prentað í Borgfirzk- um ljóðum 1947 og síðan í heildarsafni ljóða hans. Yfir því ljóði hvílir léttur næturblær, en þar er einnig verið að svæfa sorgir. Fyrir þá sem eru á hött- unum eftir bókmenntalegum táknum og myrkum merkíngum væri sjálfsagt freistandi að líta á brúna klárinn sem nokkurskonar táknfylgju harm- sögulegra hugrennínga í ljóðum Guð- mundar. Þá er jafnframt hollt að huga að raunverunni og því hvílíkar hrær- íngar fara stundum um hug mannsins á hestbaki, ekki sízt sé hann einn á ferð með sínum þögla vini. Guðmundur Böðvarsson er í hópi þeirra tiltölulega fáu skálda sem jafn- framt því að koma fram fullþroskuð, halda svo fram stefnunni að ekki skeikar, lægða verður lítt vart. Með- an ég skrifa þessar línur man ég ekki eftir léttvægu ljóði eftir hann. Miklu ræður þar um, hve auga og hönd smiðsins halda ætíð dyggan vörð um hollar hugsjónir, djúpa íhygli bóndans og auðugt og viðkvæmt náttúruskyn. Nú um stundir mæðir marga óttinn við tímans rás; menn keppa við hraðann í sömu andrá og þeir formæla honum, uggandi um að fylgjast ekki með því sem í morgun var kvakað; æ fleiri gera sér bæli og hrínga sig í einhverju hrokafullu núi þarsem ekkert er fyrir aftan né framan. Jafnframt er ekki ör- grannt um að hljótt sé um óðsmíðar Guðmundar Böðvarssonar. Sjálfur var hann gjörsneyddur þeirri aðferð sem oft rænir menn skynbragði og læt- ur sem hugmynd eða hugsjón verði einkum og sem allra fyrst leidd til sigurs með háreysti eða hráum yfir- lýsíngum. I dagfari hans, sem og skáldskap, var stöðug undiralda sannrar trúmennsku, og tíðum þúngstreym og eggjandi ef um var að tefla líf lands og þjóðar, landa og þjóða. Þegar fnykurinn af hinu raka púðri er rokinn út, situr ilmker Guðmundar eftir og minnir á aðild okkar að nátt- úru jarðar, — hrjóstursins ást og lýng- heiðinni rauðu. Þorsteinn frá Hamri. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.