Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Page 11
Frú Heiberg lokinu og mynd af sjálfum sér þar undir. Hann fékk því til leið- ar komið að Pátgesfjölskyldan flutti í stærri íbúð í Vin- gaardsstræde og Hanna fékk einkaherbergi í fyrsta sinn á vinni. En þar fylgdi böggull skammrifi. Hermann sat þarna lon og don og gekk á eftir henni með grasið í skónum. Heiberg fastráðinn sem leikhússkáld Þekktasta og mestmetna leik- rit sitt, „Elverhöj" (Álfhóll) samdi Heiberg í rauninni vegna beiðni Friðriks 6. í tilefni af brúðkaupi Karólínu dóttur hans (1828). Þjóðernistilfinning Dana fékk byr undir báða vængi við að horfa á þetta leikrit og ekki spilltu gömlu þjóðlögin í útsetn- ingu Kuhlaus. Heiberg varð fastráðinn sem leikhússkáld og þýðandi hjá Konunglega leik- húsinu eftir samningu „Elver- höj“ og þar með voru úr sögunni allar bollaleggingar um að snúa aftur til Kiel. Hönnu barst nú bónorðsbréf frá Heiberg og kom það henni alveg á óvart. Henni fannst hún verða að ráðfæra sig við Her- mann, sem hún væri svo skuld- bundin. Hermann las bréfið og sagði að hér gæti enginn gefið henni ráð: „Þyki þér vænt um hann, segðu já.“ En Hanna skrifar Heiberg svarbréf, þar sem hún segir að þetta hafi komið sér algjörlega á óvart og hún sé enn svo ung að hún geti ekki stigið þetta skref. Heiberg tók þessu vel og lét sem ekkert væri. Seinna lét hann í ljós undrun sína yfir því að Hanna skyldi ekki hafa gert sér grein fyrir að allar ástarsenurnar í „Elverhöj" voru ástarjátningar til hennar. Nú verða algjör umskipti í lífi Hönnu. Hún flyst að heiman til frú Wexschall í Laxegade og var þetta fyrir tilstilli Collins, leik- hússtjóra, sem átti eftir að verða einn allra besti vinur Hönnu ævilangt. Hermann lagði líka blessun sína yfir þetta og fékk foreldra Hönnu til að sam- þykkja að hún flytti að heiman. Svo var sem Hanna fæddist til nýs lífs við þessi umskipti. Allt hennar fas gjörbreyttist, henni fannst sem hún gæti flog- ið. Hún fór að hugsa um útlit sitt og klæðaburð og blómstraði í einu orði sagt. Ekki létti henni síst við að vera laus við Her- mann, og kveið því alltaf undir niðri að hitta hann á götu. Endalok þessa manns urðu þau að hann skaut sig 21. mars 1829, hafði þá Ient í fjármálasvikum og málaferlum. Þá var hann að- eins 29 ára gamall, en allir álitu hann miklu eldri. Um vorið fór Hanna í leikför með frú Wexschall, Nielsen og fleiri leikurum til Kristjaníu (Osló). Var þetta mjög á móti skapi Heiberg-mæðginanna, sem skrifuðust á við hana á meðan á förinni stóð. Þ.á m. sagði Heiberg henni að hún hefði verið útnefnd konungleg leikkona og ætti nú rétt á eftir- launum frá Konunglega leikhús- inu. Hanna hreifst mjög af Nor- egi og Norðmönnum og hélst sú hrifning ævilangt. Trúlofun í fljótfærni í frelsisvímu sinni trúlofaðist Hanna í fljótfærni leikara ein- um í Kaupmannahöfn. Brátt varð þessi trúlofun henni til mikillar þvingunar og gleði- sviptingar. Frú Wexschall flutti nú burtu úr Laxegade og frú Gyllembourg bauð Hönnu að búa hjá sér í Christianshavn og flutti hún þangað 28. apríl 1830. Þar fékk hún til umráða lítið hornherbergi með útsýni yfir Löngubrú. Oft sat hún þar ein og beið og kveið komu unnust- ans, en leiðindi og þögn réðu ríkjum á fundum þeirra. Helstu gleðistundir Hönnu voru þegar Heiberg kom til miðdegisverðar hjá móður sinni. Svo kom að því kvöld eitt að unnustinn gekk á Hönnu og bað um skýringu á deyfð hennar og þegjandahætti, en hún kom engu orði upp fyrir gráti. Frú Gyllembourg sá hvað henni leið og lét þau orð falla að hún vissi af eigin reynslu að samlíf án væntumþykju af beggja hálfu gæti orðið til mik- illar óhamingju, en Hanna yrði sjálf að ákveða hvað hún gerði. Svo fór að kærustuparið skildi sem vinir. Sumrinu eyddi Hanna hjá frú Gyllembourg og þær sátu löng- um við sauma úti í garðinum undir skuggsælu tré. Helstu ánægjustundirnar voru heim- sóknir Heibergs. Hanna talar um hið óútskýranlega, þægilega, glaðlega og áhugaverða í við- móti hans og unglegt lífsglatt og barnslegt hugarfar hans, bland- ið visku og hugviti og um ridd- aralega framkomu hans. Heiberg fer að skrifa fram- haldssögu handa Hönnu og læt- ur handritið í eina borðskúffu hennar. Þetta verður til þess að bréfaskipti hefjast þarna í borðskúffunni og Heiberg fer að telja Hönnu sér vísa. Henni finnst lágstéttarfjölskylda sín Þrándur í Götu, en Heiberg eyð- ir því. Svo kemur að brúðkaups- dagurinn er ákveðinn í júlí 1831, en enginn fær að vita þetta nema fjölskylda Hönnu, frú Gyllembourg og „gamli Hei- berg“ í París. Hjónavígslan fór framn 31. júlí 1831 í Slangerup-kirkju, en þangað óku brúðhjónin ein síns liðs, hún 18 ára og hann 39. Prestsfjölskyldan hafði skreytt kirkjuna með ljósum og blómum og fólkið í sveitinni var viðstatt athöfnina. Presturinn leiddi brúðina til bæjar, en Heiberg gekk lúpulegur á eftir þeim, hafði aldrei haldið brúðkaup áð- ur og hélt að presturinn vissi hvað við ætti. Brúðkaupsnóttinni eyddu þau í krá í Frederikssund, en mánað- arhveitibrauðsdögum í litlu húsi í Lyngby, þar sem þau stunduðu útreiðar, Hanna á bykkju póstmeistarans, en Heiberg átti góðan reiðhest. Einu sinni í viku þurfti Heiberg að fara inn til Kaupmannahafnar til fyrir- lestrahalds. Þá sat Hanna og beið á hæð í garðinum, þaðan sem sjá mátti langar leiðir niðureftir veginum uns hún sá Heiberg koma þeysiríðandi heim á hesti sínum. Síðari hluti birtist í næsta blaði. Eru nytsamir sakleysingjar saklausir? „Til hvers er nú verið að sýna svona þátt?“ sagði kunningi minn við mig dag- inn eftir að „Sonur nágranna þíns“ var á skjánum. Þetta er heimildarmynd um hvernig gríska herforingjastjórnin sál- uga bjó til pyntingameistara oggæslu- menn eigin valds meðal almennings. Sýnt var hvernig þjálfunin fór fram í sérstök- um búðum, með þrotlausu tilgangslausu erfiði og lítilsvirðingu við allt sem gerir mannleg samskipti mannleg og er venju- legu fólki uppspretta sjálfsvirðingar. Sýnt er hvernig þessum mönnum er síðan hleypt út í hið lifandi líf, þar sem þeir á yfirborðinu eru sömu menn og áður. Þeir njóta fjölskyldulífs, eru snyrtilega til fara og þægilegir í viðmóti. En undir þessu yfirborði starfar nýtt ógnvekjandi gang- verk. Þetta gangverk er í þjónustu þess valds sem skapaði það. Það er viljalaust og tilfinning fyrir mannlegri þjáningu hefur verið þurrkuð út. Sumir stjórnast þó af hræðslunni og í pyntingaklefunum eru áhöld um hvor er hræddari, kvalarinn eða sá sem hann er að kvelja. Annar við þjáningarnar en hinn við yfirboðara sína. - O - Mér þótti dapurlegt að horfa á þessa mynd, en ég horfði á hana til enda. Það gerði áðurnefndur kunningi minn reyndar líka en honum þótti sýning hennar vara- söm. Mér þótti hún aftur á móti brýn. Ekki síst til að öðlast skilning á því sem þarna er á ferðinni og ég hef með sjálfri mér leitað skýringa á um árabil. Þótt stríð sé ævinlega skelfilegt, hefur maður einhvernveginn tilhneigingu til að einfalda það fyrir sér á þann hátt að þar sé mönnum tæpast sjálfrátt. Þeir séu reknir áfram af blindri þjóðerniskennd, skyldu- rækni sem vakin er í herskyldu, trylltri skelfingu um að vera drepinn ef maður drepur ekki á undan, og hefndarþorsta vegna fallinna vina eða ættingja. Þegar maður hinsvegar les frásagnir af mönnum sem sitja í faðmi fjölskyld- unnar, horfa á sjónvarpið, spjalla á götu- hornum við nágrannana og Iifa á allan hátt því lífi sem maður þekkir best, en sem fara síðan í vinnuna á morgnana og eyða deginum við hugvitsamlegar aðferðir við að pynda og murka lífið úr samlöndum sínum, þá skelfist maður jafnvel meira að vera af sömu tegund og kvalarinn en yfir kvölum fórnarlambsins. Þessvegna er gagnlegt að vera minnt- ur á hvað maðurinn er flókið fyrirbrigði og hvernig hægt er að uppræta ákveðna þætti og rækta upp aðra hjá fólki sem í alla staði virðist vera venjulegt, velgefið og góðviljað. Þetta kennir manni líka samspilið milli þess að vera sterkur oggóður. í raun er enginn sterkur nema hann sé góður, því það er sitthvað að vera harður eða sterk- ur. Á sama hátt er enginn góður nema hann sé sterkur. Það er reginmunur á því að vera meinlaus og góðviljaður og vera góður. Ég held, að góður maður sam- kvæmt þessari skilgreiningu geti ekki gert þá hluti sem fara fram í pyndinga- klefum víða um heim og það sé ekki hægt að breyta honum úr manni í vél. Það þarf mikinn innri styrk til að vera góður við þær aðstæður sem þarna var lýst. En það er kannski við slíkar aðstæður einar eða aðrar sambærilegar sem á þenn- an eðlisþátt reynir sem við öll viljum svo gjarnan trúa að við berum í okkur. Það er enginn vandi að sýna góðvild þar sem að- stæður gefa í raun ekki tilefni til neins annars. Það er bara andsvar við því sem að manni snýr. - O - Ég held að sinnuleysi, eða hlutleysi og meinleysi sé miklu hættulegra því, sem við viljum standa vörð um í okkur sjálfum og umhverfi okkar, en nokkuð annað. Það er auðvelt að nota einstaklinga sem láta sér nægja slíkt lífsviðhorf. Það er til dæmis auðvelt að vekja upp óánægju og spila síðan á þessa óánægju með skírskot- un til öfundar og ágirndar. Miklu fleiri en menn yfirleitt gera sér grein fyrir, láta nota sig á þennan hátt í þágu afla sem þeir hafa engan skilning á. Auglýsinga- og upplýsingaflóð nútím- ans gerir fólki heldur ekki sérlega auðvelt að halda óbrenglaðri dómgreind. Þegar búið er að skapa andrúmsloft þar höfuðmáli skiptir hvað menn líta út fyrir að vera en ekki hvað þeir eru, verða viðbrögð ósjálf- rátt þau að hið fyrrnefnda verður aðalatriði en hið síðarnefnda gleymist eða menn blekkja sig á að þetta sé eitt og hið sama. Þetta brýst síðan út í alls kyns sálarflækj- um og vandræðagangi, þvímenn finna með sjálfum sér að eitthvað er öðruvísi en það á að vera þegar álit annarra skiptir meira áli en að vera sáttur við sjálfan sig. Einnig er athyglisvert hvað oft er villst á stöðum sem menn gegna og þeim sjálfum. Viðmót og viðhorf ræðst þá eins og ósjálfrátt af því sem einstaklingurinn starfar en ekki því sem hann er. Þetta er svona eins og að meta frakkann meira en manninn sem er í honum. - O - Sjónvarpsmyndin „Sonur nágranna þíns“ er til allrar hamingju utan við ís- lenskan raunveruleika eins og við þekkjum hann í dag. En hún á erindi til viðvörunar og skilnings. Ekki síst á því, að óvinur- inn sem þarf að berjast gegn og vinna bug á er ekki endilega frá öðru Jandi eða grimm- ur stjórnarherra. Hann getur líka leynst í eigin brjósti, þótt við berurn ekki kennsl á hann þar, íklæddan hlutleysinu. Það er þetta hlutleysi sem skapar það sem kallað hefur verið nytsamir sakleysingjar. Líkast til er við hæfi að hafa fyrirvara á síðara orðinu, því sá sem lætur nota sig í þágu minni- og meiriháttar óþurftarverka er ekki lengur saklaus. Eða er hann það? Jónína Michaelsdóttir 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.