Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Síða 13
kraup ekki. Hann plokkaði strengi hörpunnar einsog hann væri að stilla hana og sagði lágt Orðið, sem ég þráði að heyra, en heyrði ekki. Ein- hver sagði lotningarfullt: „Nú er það til einskis lengur. “ Eg sá tár. Mennirnir hækk- uðu eða lækkuðu raddirnar og samhljómurinn varð einhæf- ur, eða, réttara sagt, endalaus. Ég vonaðist til að söngurinn varaði um alla eilífð ogyrði að lífi mínu. Alltíeinu þagnaði hann. Ég heyrði hljóðið þegar söngvarinn sleppti hörpunni, sjálfsagt vegna þess að hann var útkeyrður. Við gengum út í einni þvögu. Ég var meðal hinna síðustu. Undrandi merkti ég að dagur var að kveldi kominn. Ég hafði varla gengið nokk- ur skref er ég var stöðvaður með því að hendi var lögð á herðar mér. — Hringurinn, sem kon- ungurinn gaf þér, er vernd- argripur þinn, heyrði ég sagt. En þrátt fyrir það verður þú að deyja, þar sem þú hefur heyrt Orðið. Ég, Bjarni Þor- kelsson, mun bjarga þér. Éger af skáldaættum. Ikvæði þínu kallaðir þú blóðið, vatn sverðsins og stríðið vef af mönnum. Eg minnist þess að hafa heyrt þessar kenningar hjá föðurafa mínum. Þar sem við erum báðir skáld mun ég bjarga þér. Núorðið skilgrein- um við ekki sérhvert atriði sem söngur okkar gæðir lífi, við tjáum allt með einu orði og það er Orðið. Ég svaraði: — Ég nam ekki orðið. Ég bið þig því að segja það. Hann hikaði augnablik og svaraði síðan: — Ég hef svar- ið þann eið að koma aldrei upp um það. Auk þess getur eng- inn kennt neinum neitt. Þú verður að finna það sjálfur. Flýttu þér nú, því líf þitt er í veði. Ég mun fela þig í húsum mínum, þar þora þeir ekki að leita. Ef vindur er hagstæður geturðu siglt í suður á morg- un. Þannig byrjaði ævintýri, sem stóð í marga vetur. Ég mun ekki segja frá öllu sem gerðist í lífi mínu og ekki reyna að greina frá skiptandi örlögum mínum í réttri röð. Ég var ræðari, þrælasali, þræll, skógarhöggsmaður, tók þátt íað ráðast á úlfaldalestir, var söngvari og rannsakaði djúp vötn og málma. í eitt ár var ég fangi í kvikasilfurs- námu, þar sem tennurnar losnuðu. Ég barðist við hlið sænskra manna í hirðsveit keisarans í Miklagarði. Á strönd Azov-vatns vann ég ástir konu, sem ég mun aldrei gleyma. Ég yfirgaf hana eða hún mig, það kemur útá eitt. Ég var svikinn og sveik sjálf- ur. Oftar en einusinni kom það í minn hlut að myrða. Grískur hermaður skoraði mig á hólm og fékk ég að velja milli tveggja sverða. Ánnað var handarbreidd lengra en hitt. Ég skildi að tilgangurinn með þessu var að hræða mig og valdi styttra sverðið. Hann spurði mig hversvegna. Ég svaraði að fjarlægðin frá hendi minni að hjarta hans væri sú hin sama. Við strönd Svartahafsins eru rúnir, sem ég risti í minningu vopnabróð- ur míns, Leifs Arnarsonar. Ég hef barist við blámenn frá Pokalandi, márana. Á lífsferli mínum hef ég leikið mörg hlutverk, en sú hringiða er einsog langur draumur. Aðal- atriðið var Orðið. Stundum missti ég trúna á það. Ég reyndi að telja sjálfum mér trú um að það væri fáránlegt að hætta þessum skemmtilega leik, sem fólst í að setja saman falleg orð og að það væri eng- inn tilgangur í að leita að hinu eina Orði, sem kannski var blekking. En rökleiðslan var til einskis. Trúboð stakk upp á orðinu Guð, en ég vísaði því á bug. Árla morguns á fljóts- bakka, þar sem það rann til hafs, hélt ég mig hafa fundið svarið. Ég sneri aftur til Krukku- lands og leitaði uppi hús skáldsins. Ég gekk í bæ og kynnti mig. Myrkrið var skollið á. Bjarni Þorkelsson lá á gólfinu og bað mig að kveikja á kerti í bronsstjakanum. Hann hafði elst svo mikið að ég komst ekki hjá því að hugsa um að ég væri sjálfur orðinn aldraður. Einsog siðvenjan bauð spurði ég um líðan konungs. Hann svaraði: — Konungur vor heitir ekki Gunnlaugur lengur. Hann ber allt annað nafn. Seg nú af ferðum þínum. Það gjörði ég, í réttri röð og með öllum smáatriðum, sem ég sleppti hér. Áður en ég hafði lokið máli mínu spurði hann: — Söngstu oft í þessum löndum ? Spurningin kom mér á óvart. — Til að byrja með söng ég fyrir lífsviðurværi mínu, sagði ég. Seinna varð ég gripinn hræðslu, sem ég skil ekki og sem varð þess valdandi að ég hvorki söng né lék á hörpu. — Það er gott, sagði hann. Nú geturðu lokið frásögn þinni. Éggerði sem hann bauð. Eftirá féll á löng þögn. — Fyrsta konan, sem þú eignaðist, hvað gaf hún þér? spurði hann. — Allt, svaraði ég. — Lífið gaf mér líka allt. Lífið gefur öllum allt, en flest- irgera sér ekki grein fyrir því. Rödd mín er þreytt og fingur mínir krepptir, en hlustaðu á mig. Hann sagði orðið UNDR, sem þýðir kraftaverk. Ég var heillaður af kvæði þessa deyjandi manns, en í söng hans og hljómnum, sem hann sló, kannaðist ég við eig- in þrældóm, ambáttina sem ég átti mína fyrstu ástarstund með, mennina sem ég drap, frostmorgna, sólarupprás yfir vatnið, árarnar. Ég tók hörp- una og kvað annað orð. — Það er gott, sagði hann og ég varð að beygja mig niður að honum til að heyra. Þú hef- ur skilið. Þýöing úr sænsku. Siguröur Árnason Friöþjófsson. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.