Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Síða 12
Saga eftir argentínska skáldid JORGELUISBORGES1------------—
Myndir eftir nemendur í auglýsindadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands
Ég vil vekja eftirtekt les-
andans á því, að þær síður,
sem ég endursegi hér, eru ekki
í Libellus (1615) eftir Adam
frá Brimum, sem, einsog a 1-
mennt er vitað, lifði og dó á
elleftu öld. Lappenberg fann
þær í handriti á Bodleyan-
bókasafninu í Oxford og dró
þá ályktun að hér væri um
seinni tíma textainnskot að
ræða, vegna nákvæmninnar í
öllum smáatriðum, en þrátt
fyrir það lét hann þær fyigja
með í útgáfu sinni á Analecta
Germanica (Leipzig 1894), les-
anda til skemmtunar ogfróð-
leiks. Skoðanir argentínsks
leikmanns á þessu skipta ekki
miklu máli. Ég.eftirlæt les-
anda að draga sínar ályktanir
eftir eigin hyggjuviti. Þýðing
mín er ekki nákvæm frá orði
til orðs, en hún er áreiðanleg.
Adam frá Brimum skrifar:
... “ Af þeim þjóðum, sem lifa
í útjaðri eyðimerkurinnar,
sem nær frá ströndinni hand-
an Hafsins, til héraðanna þar
sem villihestarnir halda til, er
Krukkufólkið eftirtektarverð-
ast. Óáreiðanlegar eða ímynd-
aðar ýkjusögur farandsala,
hættuleg leiðin og ránsferðir
hirðingjanna, hindruðu mig í
að komast til lands þeirra. Ég
get þó fullyrt að afskekkt þorp
þeirra eru á undirlendi Wislu.
Krukkufólkið er ólíkt Svíum
að því leyti að það trúir á
kenningar Jesú, ósmitaðar af
aríönskum hrokahætti og
blóðþyrstri djöfladýrkun, sem
enska kóngahúsið og aðrar
norrænar þjóðir byggja trú
sína á. Þetta er hjarðfólk,
ferjukarlar, galdramenn,
vopnasmiðir og sölusmiðir.
Vegna stríðsógna eru þeir svo
til hættir að yrkja jörðina.
Sléttlendið og þjóðflokkarnir
sem ferðast um það, hafa gert
þá að færum reiðmönnum og
bogaskyttum. Það endar jú
alltaf þannig að maður fer að
líkjast óvini sínum. Spjót
þeirra eru lengri en okkar, þar
sem þau eru notuð af riddur-
um en ekki fótgönguliðum.
Einsog vænta má þekkja
þeir hvorki penna, blek né
bókfell. Þeir rista tákn sín,
einsog forfeður vorir ristu
rúnir sínar að dæmi Óðins, er
hann hafði hangið öfugur í
asknum í níu nætur. Oðinn
fórnaði Óðni.
Við þessar almennu upplýs-
ingar vil ég bæta lýsingu á
samtali, sem égátti við íslend-
inginn Úlf Sigurðsson, hljóð-
látan hófleiksmann. Við hitt-
umst í Uppsölum, í nágrenni
kirkjunnar. Langeldurinn
hafði fölnað, kulið og morg-
unbirtan þrengdu sér inn um
sprungur á veggnum. Gráu
úlfarnir, sem rifu í sig kjötið,
sem heiðingjarnir fórnuðu
guðunum þrem, skildu eftir
sig spor í snjónum úti. Við
byrjuðum viðræður okkar á
latínu, einsog er siður meðal
kirkjunnar manna, en það leið
ekki á löngu áður en við rædd-
um saman á þeirri norrænu
tungu, sem er töluð allt frá
Ultima Thule til markaða
Asíu. maðurinn sagði:
— Ég er af skáldaættum.
Um leið og ég frétti að kveð-
skapur Krukkufólksins inni-
héldi bara eitt orð lagði ég af
stað að leita þeirra og vegar-
ins til lands þeirra. Eftir eins
árs erfiði og þrekraunir komst
ég á leiðarenda. Það var að
kveldi. Ég tók eftir því að
vegfarendur gáfu mér horn-
auga og nokkrir grýttu mig.
Ég sá Ijósglætu frá smiðju og
gekk þar inn.
— Smiðurinn bauð mér
gistingu yfir nóttina. Hann
hét Ormur. Af vörum hans
heyrði ég í fyrsta skipti nafn
konungs, sá hét Gunnlaugur.
Ég frétti að eftir síðasta stríð
væri hann mjög tortrygginn í
garð ókunnugra og hefði fyrir
sið að hengja þá. Til að losna
undan þeim örlögum, sem bet-
ur henta guðum en mönnum,
orti ég drápu um sigra kon-
ungs, frægð hans og göfugt
hjartalag. Ég hafði rétt lært
hana utanað er tveir menn
komu að ná ímig. Ég vildi
ekki láta af hendi sverð mitt,
en leyfði þeim að leiða mig
burt.
Morgunhiminninn var enn
stjörnubjartur. Við gengum
yfir torg með kofa á báðar
hliðar. Ég hafði heyrt að hér
ættu að vera pýramídar, en á
fyrsta torginu sá ég bara gul-
an trjáteinung. Efst á honum
greindi ég mynd af svörtum
fiski. Ormur, sem hafði fylgt
okkur, tjáði mér að fiskur
þessi væri Orðið. Á næsta
torgi sá ég rauðan teinung
með kringlóttan skjöld.
Ormur endurtók að þetta væri
Orðið. Ég bað hann segja mér
það. Hann sagðist vera venju-
legur iðnaðarmaður og því
ekki vita það.
Á þriðja torginu, sem jafn-
framt var það síðasta, sá ég
svartmálaðan teinung, með
mynd, sem ég hef gleymt. í
fjarska var langur beinn múr,
og sá ég ekki fyrir enda hans.
Seinna varð mér Ijóst að hann
lá í hring, ofan á honum var
leirþak, hurðalaus var hann
og umlukti þorpið. Hestarnir,
sem voru tjóðraðir við girðing-
una, voru smáir og síðfextir.
Smiðnum var ekki hleypt inn.
Inni var fjöldi vopnaðra
manna. Gunnlaugur konung-
ur, sem var illa haldinn, lá á
einslags stalli klæddum kam-
elhúðum. Hann var slitinn,
fölur maður, heilagur hálf-
gleymdur hlutur, brjóstið þak-
ið gömlum örum. Einn her-
mannanna ruddi braut fyrir
mig. Þarna var maður með
hörpu. Ég kraup og hóf að
kveða drápu mína lágri raust.
Hún var ríkulega hlaðin kenn-
ingum, innrími og hljóðstöfum
einsog stíllinn krafðist. Ég
veit ekki hvort konungur
skildi mig, en hann gaf mér
silfurhring, sem ég varðveiti
enn. Undir koddanum sá ég
glitta í hnífsegg. Honum til
hægri hliðar var taflborð með
hundrað reitum og voru
nokkrir skákmenn dreifðir á
því.
Vörðurinn ýtti mér burt.
Maður kom í minn stað en