Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Blaðsíða 15
Úl? MfNU l-ICKNI Hannes Pétursson skáld sendi úthlutunarnefnd listamanna- launa kveðju guðs og sína í tæka tíð fyrir síðustu úthlutun, og bað hana að ætla sér engan spón að þessu sinni. — Og við blaðamenn sagði hann, að sér væri farið að leiðast svo launapólitík ísl. ríkis- ins, að hann nennti ekki lengur að hokra að þeirri grautarskál, sem listafólki væri ætluð, — eða sú var merking orða hans. Aldr- aður myndlistamaður, þjóð- kunnur listmálari í rúmlega fjóra áratugi hafnaði því, sem honum var skammtað. Hið sama höfðu nokkrir aðrir gert á síð- ustu árum. Svo lengi sem undirritaður man hefur verið deilt um lista- mannalaunin. Deilt er raunar of kurteislegt orðalag. Um þessar úthlutanir hafa rifist og slegist hinir ólíklegustu aðilar utan landsteina og innan: Þeir sem hafa fengið þau og lent í vitlaus- um flokki, þeir sem hefðu átt að fá þau, en aldrei komist á blað, og ekki síst þeir sem einhvern- tíma fengu þau en misstu þau eða fengu þau ekki nógu oft. Og þá eru allir hinir ótaldir, sem aldrei gátu með nokkru hugsan- legu móti komið til greina. Þessi laun hafa orðið kveikja úlfúðar og haturs, jafnvel meir en pólitík og embættaveitingar samvisku- lausustu ráðherra. Svona grein, sem ég er nú að byrja að skrifa, er ekki hægt að orða, án þess að nefna a.m.k. einn frægasta stjórnmálamann landsins, Jónas heitinn frá Hriflu. í raun réttri hefur undra lítið breyst síðan á hans dögum, hiutfallstölurnar eru nokkurn- veginn þær sömu, þrátt fyrir betri efnahag hins opinbera. Það kerfi, sem hann og hans jafn- aldrar settu saman fyrir fjörutíu árum, hefur í aðalatriðum verið látið halda sér. Enn er til snill- ingaflokkur hæfilega fámennur, svo að sem minnst hætta sé á að verðugir skyggi á heiðursmenn. Síðan eru hinir flestir látnir bíða þess í almenningi allt fram á grafarbakkann, — og sumum endist ekki ævin til, — að kom- ast á sinn rétta stað áður en mokað er yfir þá. En vegna þess að listamönn- um og listamannaefnum fjölgar hraðar en flestum öðrum at- hafnamannahópum, og þó eink- um vegna þess að lífsbjargar- möguleikar þessa fólks eru svo mismunandi, en allir þurfa að fá sinn útdeilda skammt af frægð og vinsældum, — og frægð og Hverjum leiöist þetta ekki? vinsældir eru metnar í pening- um, — þykir öllum sjálfsagt að krafsa til sín drjúgan skerf nógu snemma á lífsleiðinni, án tillits til þess, hvort þeir þurfa á því að halda eða ekki. Minkapels bera menn möglunarlaust í sólskini, ef það er bara nógu fínt. Auðvitað ætti að vera búið fyrir löngu að bylta þessu gamla Hriflujónasarkerfi. En gallinn er bara sá, að menn koma sér ekki saman um nýtt. Og alltaf er nógu stór hópur gæðinga, sem komnir eru á jötuna og hafa ekki áhuga á neinni breytingu. Ég hef stungið upp á því að heiðurslaunaflokki væri lokað og látinn hverfa með síðasta manni, þegar hann gengur á vit feðra sinna. En í stað láglaunaflokks- ins nú væru stofnaðir viðurkenn- ingarsjóðir, einn fyrir hverja listgrein og fólk ekki valið til heiðurssetu þar fyrr en fyrifram ákveðnum aldri væri náð. Stjórnmálamenn ættu aðeins að ákveða fjárupphæðir og fjölda þeirra er launin hljóta. Og þegar hér er komið sögu tala ég aðeins um þá hlið sem að rithöfundum snýr. Á síðustu áratugum hefur samtökum rithöfunda tekist að koma á stofn og ná óbeinum yfirráðum yfir fjórum launa- sjóðum, öllum eða að hluta. Það er fyrst og fremst starfslaunin svokölluðu, nokkur mánaðarlaun menntaskólakennara, greiðslur úr bókasafnssjóði, úr launasjóði rithöfunda hjá útvarpi og loks að hluta úr starfslaunasjóði listamanna. Þá er ónefndur hluti rithöfunda úr gamla lista- mannalaunasjóðnum, sem talað var mest um í upphafi þessarar greinar. Ef nú þessu fé öllu væri hellt í einn pott og góðri klípu bætt við, sem rithöfundar þykjast eiga inni hjá ríki og þjóð og hafa óneitanlega brýna þörf fyrir, þá væri hægt að deila þessum upp- hæðum með betri yfirsýn og ákveðnari stefnu en nú er gert. Þá væru aðalgreinarmenn, rosknir, virtir og ráðsettir látnir tróna öðrum ofar og jafnaldrar þeirra og félagar, sem álíka lengi hafa staðið í sama puðinu settir hljóðlaust við hlið þeirra. Það myndi ekki setja þjóðina á haus- inn. Lausir styrkir, annað hvort tiltölulega hærri og miðaðir við ákveðinn mánaðafjölda á ári í nokkur ár, eða tveggja til þriggja mánaða laun um lengri árabil. En þegar menn eru komnir á föst skáldalaun vil ég ekki að menn séu að keppa frek- ar við hina yngri um styrkveit- ingar nema þá að sérstaklega illa standi á. Mér finnst t.d. ekki rétt að eftirlaunafólk eða launa- menn í góðum embættum séu að rétta út hendur eftir lista- mannafé, einungis af hégómleg- um ástæðum eins og nú tíðkast. Tveir fyrrverandi og núver- andi ráðherrar hafa skipað menn í nefndir til að athuga launamái listamanna og gera til- lögur. Þetta hefur ekki komið að neinu gagni. Á hverju ári hefur úthlutunarnefnd boðið fjölmið- lafólki upp á kaffi og látið mynda sig. Ekki man ég eftir neinum tiltakanlegum harma- gráti hjá þessu úthlutunarfólki fyrr en í ár. Yfirleitt hafa tals- menn þessara nefnda litið bros- andi yfir verk sín og fundist þau harla góð. Og því miður hafa for- ystumenn samtaka listamanna, ekki síst rithöfunda, pissað upp í vindinn til hægri eða vinstri eft- ir atvikum og dinglað, eins og börnin segja í strætisvögnunum, því sem tiltækt hefur verið og til er, framan í stjórn og væntan- lega ríkisstjórn. Verður kannski látið duga eft- ir kosningar að heiðra nokkra menn til viðbótar með nokkrum mánaðarlaunum menntaskóla- kennara og kjósa nýja fulltrúa í úthlutunarnefnd fyrir þá flokka, sem bætast við á Alþingi? Þótt gaman sé að hlusta á út- hlutunarnefndina gráta, veit ég vel að það er engin einlægni í þessum tárum, enda liggur meinið dýpra en fulltrúar ríkis- valdsins geta skilið. Jón úr Vör Kristinn Magnússon KROSSINN Þungt var þaö tré í kross yfir heröum, sem stakk flísum í hold saklauss manns svo blæddi í spor göngunnar til Golgata Síöan gera menn krossmark til aö minnast þess eftirá SKAK Rafael Vaganjan frá Erevan í Armeníu þótti fyrir rúmum áratug einn allra efnilcgasti skákmaður Sovétríkjanna og það ekki að ástæóulausu, því hann var yngsti stórmeistari í heimi, aöeins 19 ára gamall. En honum tókst ekki að uppfylla allar þær vonir sem bundnar voru við hann, þótt hon- um tækist stundum frábærlega vel upp, var hann mjög mistækur, náði t.d. aðeins 4.—6. sæti í heimsmeistaramóti unglinga 1971. Eins og aðrir af yngri kynslóð sov- ézkra skákmanna lenti hann síðan í skugga risans Anatoly Karpovs. En nú eftir að hafa náð aðeins miðlungsgóðum árangri í mörg ár er Vaganjan skyndilega kom- inn upp á toppinn á ný með sigr- um í tveimur öflugum skák- mótum. Fyrst vann hann B-keppni sovézka meistaramóts- ins í nóvember með 11% vinning af 17 mögulegum, á undan mörgum stórmeisturum og þar með var hann kominn á bragðið. Hann hélt beint á jólaskákmótið í Hastings í Englandi og kom í veg fyrir að það mót yrði nokk- urn tíma spennandi því hann sigraði með 11 v. af 13 möguleg- um, 2% vinning á undan hættu- legasta keppinaut sínum, júgó- slavneska stórmeistaranum Kovacevic. Vaganjan er því til alls vís á sovézka meistaramót- inu í apríl ef móðurinn verður ekki runninn af honum. Skákin í dag er tefld í sovézku B, eða 1. deildar keppninni eins og hún er kölluð þar eystra. Þar beitir Vaganjan einmitt uppá- haldsbyrjun sinni með svörtu, frönsku vörninni og tekst fljót- lega að blása lífi í taflið þrátt fyrir að franska vörnin hafi átt undir högg að sækja á kappmót- um upp á síðkastið. Andstæð- ingur hans er ungur alþjóða- meistari frá Leningrad sem kom á óvart á mótinu með því að ná 4.-7. sæti. Skákin hefur flest til að bera, fyrst æsilega baráttu um frumkvæðið og síðan hárfínt endatafl. Hvítt: Leonid Judasin. Svart: Rafael Vaganjan. Frönsk vörn. 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — c5, 4. exd5 — exd5, 5. Bb5+ — Rc6, 6. Re2!? Tarrasch afbrigði frönsku varnarinnar er yfirleitt teflt á annan hátt, en í Hastings jafn- aði Vaganjan taflið fremur auð- veldlega gegn Short í aðal- afbrigðinu: 6. Rgf3 — Bd6, 7. dxc5 — Bxc5, 8. 0-0 — Rge7, 9. Rb3 - Bd6, 10. Hel - 0-0, 11. Bg5 - Bg4, 12. Be2 - h6, 13. Bh4 - He8, 14. c3 - Db6, 15. Rfd4 — Bxe2, 16. Hxe2 — Rxd4, 17. Rxd4 - Rc6, 18. Rf5 - Bf8, 19. Bg3 - d4! 20. Rxd4 - Rxd4, 21. cxd4 — Hxe2, 22. Dxe2 — Dxd4 6. — Rf6, 7. 0-0 — Bd6, 8. Dxc5 — Bxc5, 9. Rb3 — Bb6, 10. Red4 Nú hótar hvítur bæði 10. Rxc6 og 10. Hel+, en Vaganjan hefur lausn á reiðum höndum: 10. - (M)! 11. Rxc6 - bxc6, 12. Bxc6 12. — Rg4! 13. g3 Hvítur er þegar lentur i krappri vörn. 13. Bxa8 hefði ver- ið svarað með 13. — Dh4, 14. h3 — Rxf2, 15. Hxf2 — Bxf2+ 16. Kh2 — Bxh3! o.s.frv. 13. — Rxf2! 14. Dxd5! Eftir þetta mynda svarti ridd- arinn á f2 og biskupinn á b6 svikamyllu, en samt á hvítur hrós skilið fyrir útsjónarsemi sína í vörninni. 14. Hxf2? — Bxf2+ 15. Kxf2 — Df6+ leiddi samstundis til glötunar. 14. — Bh3, 15. Bxa8 Svartur vinnur eftir 15. Hxf2 — Df6, 16. Bf4 - Hac8! 17. Bb5 — Hxc2 15. — Rdl+ 16. Khl — Bxfl, 17. Dxd8 — Hxd8,18. Bf3 — Bh3,19. C3 — Rf2+ 20. Kgl — Rd3+ 21. Rd4 Hvítur átti ekki önnur ráð til að losna úr svikamyllunni. 21. — Hc8, 22. Bd2 — Rxb2, 23. a4 — Rc4 Uppskera svarts er einungis sú að hann hefur fengið peðið til baka sem hann fórnaði í 10. leik, en það segir samt ekki alla sög- una, því hvítu peðin á drottn- ingarvæng eru nú afar veik og það hagnýtir Vaganjan sér i framhaldinu. 24. Bel — Ra5, 25. Ha3 — Bd7, 26. Kg2 — Hc4, 27. Bdl — g6, 28. Rb5 — He4, 29. Bf2 — Rc4, 30. Bf3 Frh. á bls. 16. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.