Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Qupperneq 7
Konungs- morðinginn DAMIENS sem drap þó alls ekki kónginn — en almenningi í París þótti hins vegar góð skemmtun að horfa á aftöku hans, sem framkvæmd var með langvinnum og hryllilegum pyntingum tók saman Sveimhugi, lítt fallinn til konungdóms, og vissi það best sjálfur. „Konungsmorðinginn Damiens“ er hann ávallt nefndur, maðurinn sem særði Lúðvík XV Frakkakonung með hnífstungu, og galt fyrir með lífi sínu á þann hátt að enn er í minnum haft. Eitt svæsnasta dæmi sadisma í franskri sögu, reyndar frá þeim tíma er de Sade markgreifi var á seytjánda ári, og tæp- ast tekinn að gera garðinn frægan... ,Þetta veröur erfiður dagur“, var allt sem sakborningur- Samtímateikning af aftökunni „Ce sera une dure journée' inn sagði, er hann frétti dóm sinn. Robert-Francois Damiens 1715—1757. Afbrotamaðurinn sem varð píslarvottur. Aftaka Damiens varð hin síð- asta er sakborningur var „écartelé“, þ.e. aflimaður. Með byltingunni kom ný „tækni“, einfaldari, fljótlegri — og mannúðlegri. Athöfnin hélt þó alltaf almenningshyllinni. Myndin sýnir aftöku Lúðvíks XVI. árið 1793. nauðsynjaútgjöldum ríkisins voru að sliga fjármál þess. Sú saga gekk með þegnum Lúðvíks að eitt sinn hefði konung dreymt fjóra ketti; einn magran, annan feitan, hinn þriðja ein- eygðan og hinn fjórða blindan. Horgemsinn var franska þjóðin, sá striðaldi hinir ýmsu banka- og fjármálaspekúlantar, sá ein- eygði var stjórn Hans hátignar, en hinn blindi þá konungur sjálfur! Tilræðið Það kom þannig tæpast nein- um verulega á óvart þótt ein- hver yrði til að sækjast eftir lífi einvaldsins, enda kom þar, áður- nefndan janúardag kl. 18 að kvöldi, er Lúðvík XV hugðist stíga upp í skrautvagn sinn og halda til kvöldverðar í Trianon- höllinni, að maður nokkur þrengdi sér í milli tveggja líf- varða og lagði til konungs með pennahnífi. Kom lagið í brjóst konungi og lagaði þegar mikið blóð úr sárinu. Lúðvík hrópaði til manna sinna að ná tilræð- ismanninum lifandi, og reikaði síðan upp tröppur Versalahall- ar, áleiðis til herbergja sinna, einn og óstuddur. Hátignin var þess fullviss að sín hinsta stund væri komin og lét óðar kalla til sín líflækni sinn og hirðprest, meðtók hið heilaga sakramenti, bað drottn- ingu sína fyrirgefningar á mis- gjörðum sínum gegn henni, (en þær voru þá þegar ærnar, og áttu síðar eftir að vaxa veldis- bundið) og beið við svo búið dauða síns. Erkibiskupinn í Par- ís fyrirskipaði fjörutíu stunda almenna bænagjörð og öllum leikhúsum borgarinnar var lok- að þegar í stað, ef vera mætti að konungur braggaðist við þessar ráðstafanir. Og svo fór reyndar. Við lækn- isskoðunina kom í ljós að sárið risti fremur grunnt, og þó svo að lengi vel væri óttast að hnífs- blaðið hefði verið eitrað, fór Hans Hátign brátt að hjarna við. Misstu þegnar hans þá jafn- skjótt allan áhuga á persónu hans, en beindu athygli sinni þess í stað að tilræðismannin- um, sem þá þegar hlaut viður- nefnið „le Régicide", „kon- ungsmorðinginn", þó svo að hon- um hefði ekki lánast ætlunar- verk sitt. Andlit úr fjöldanum En hver var hann þá? Svarið lá brátt ljóst fyrir: Robert- Francois Damiens, 42 ára gam- all ofstækismaður, hálfsturlað- ur, þjófóttur og ópíumhneigður. Um feril hans fram að tilræðinu er fremur lítið vitað, nema hvað hann var upprunninn í Tieulloy, nærri borginni Arras í Norður- Frakklandi, og af örsnauðu bændafólki kominn. Treglega gekk að fá fram ástæður hans fyrir verknaðinum, og er margt óljóst í máli hans enn í dag. Eft- ir framburði hans í ströngum réttarhöldum að dæma, virðist þó sem hann hafi ekki ætlað sér að myrða konung, heldur aðeins veita honum áverka, rétt til að „minna hann á skyldur sínar", og þá trúlega við hina frönsku alþýðu. Ljóst er, að Damiens hefur orðið fyrir djúpum áhrif- um af hinu þjóðfélagslega um- róti samtíðar sinnar, einkum valdastreitu konungs og þings, og sjálfur lýsti hann því yfir, að aldrei hefði komið til þessara atburða, hefði hann ekki hlýtt oftsinnis á umræður í Parísar- parlamentinu. Urðu þessi um- mæli sakborningsihs tilefni mikilla vangaveltna um sam- særi gegn konungsvaldinu, jafn- vel með þátttöku hins Jansen- ista-sinnaða þings, og væri Damiens aðeins handbendi æðri og varhugaverðari þjóðfélags- afla. Voru Jesúítar ekki seinir á sér að benda á störf Damiens í þjónustu áhrifamanna úr hópi Jansenista, en mótaðilarnir svöruðu óðar fyrir sig með að grafa upp tímabil á ferli Dami- ens er hann hafði verið í vist hjá jesúítareglu nokkurri. Gengu þannig klögumálin á víxl, með æsingum, upphrópunum og til- finningahita að frönskum sið. Langtrúlegast er þó, að Dami- ens hafi verið einn á báti, og víst er, að aldrei játaði hann annað, þrátt fyrir strangar yfirheyrsl- ur og jafnvel pyntingar. Svo sem fyrr var rakið, voru Frakkakonungar á 18. öld ákafir talsmenn trúareiningar í ríki sínu, og studdu því þann flokk- Frh. á bls. 16. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.