Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 2
Málið okkar i Venja mín er sú að lesa allt, sem ég kemst yfir, um ís- lenzka málrækt. Fram hjá mér fór þó grein Jóns Óskars rithöfundar í Lesbók Mojgun- blaðsins 8. janúar 1983, ís- ienskt mál með erlendum hijómi. En athygli mín var vakin á henni síðar. Skylt er að þakka Jóni Óskari fyrir hugvekjuna, sem að mínu mati er þörf og ætti skilið rækilega umfjöllun. Að beiðni Lesbók- arinnar birti ég hér hugleið- ingar mínar um greinina, og vonandi verða fleiri til að fjalla um þetta mál. Jón Óskar telur, að sumir noti orðið hreintungustefna sem „fræðilegt" orð um „ein- hverskonar fornaldarhugsun- arhátt". Þó að svo kunni að vera, er orðið áreiðanlega ekki myndað í því skyni. Mér er sagt, að Jón Helgason prófess- or hafi gert það sem þýðingu á orðinu „purisme“. En Jón er sennilega strangasti hrein- tungumaður, sem nú er á lífi. Inn í íslenzkar orðabækur komst orðið þó ekki fyrr en 1963 (Blöndalsviðbætir). Um svipaða stefnu eru til ýmis önnur orð, eins og ég hefi rak- ið í grein minni Um málvönd- un, sem birtist í Máli og túlkun 1981, bls. 201-202. Jóni er minnisstæður fyrir- lestur dansks manns um af- stöðu íslendinga til tungunn- ar, fluttur á útmánuðum 1981. En þótt danskir menn telji sig þess umkomna að ráðast á málfarsstefnu okkar íslend- inga, læt ég það ekki á mig fá. Það þarf að skilja íslenzka menningararfleifð til þess að dæma afstöðu íslendinga í málfarsefnum. Þróun tung- unnar stendur í nánum tengslum við menntir og menningu hverrar þjóðar. Danska gat ekki þróazt á sama hátt og íslenzka, og eng- um íslendingi dettur í hug að fárast um það. Skilyrðin, sem þessar tungur bjuggu við, voru svo ólík. Mætti t.d. benda á fátæklegar fornbókmenntir Dana og nábýli þeirra við lág- þýzkuna. Dani, sem ætlar að dæma íslenzka málþróun, verður að skilja baksvið henn- ar — menningu þjóðarinnar — áður en hann sezt í dómara- sæti. íslendingur, sem lepur upp skoðanir erlendra manna, sem í fávizku sinni fordæma íslenzk málbótastörf, sýna að- eins, að þeir hafa ekki aðlag- azt menningu sinnar eigin þjóðar. Því miður eru slíkir of margir. II Með því að ég hefi nýlega (1981) birt greinina Um mál- vöndun, sem áður var á minnzt, ætla ég ekki að ræða hér almennt um íslenzka mál- Halldór Halldórsson prófessor íslenzkar áherzlur og ítónun í ársbyrjun vakti Jón Óskar skáld máls á því hér í Lesbók, að oft megi heyra erlendan hljóm í íslenzku máli og þeirri grein hefur hann fylgt eftir með annarri, þar sem vakin var athygli á þessum einkennum hjá útvarps- og sjónvarpsfólki. Nú hefur Halldór Halldórsson orðið ogfleiri munu vcentanlega koma á eftir rækt. Ég mun einbeita mér að framburðinum, einkum áherzlum og ítónun, og skýra nokkru nánara nokkur atriði í grein Jóns Óskars, eins og þau koma mér fyrir sjónir. Nokkru fyrir og skömmu eftir 1950 voru íslenzk fram- burðarmál mikið á dagskrá. Heimspekideild Háskólans var beðin umsagnar um þær hugmyndir, sem þá voru efst á baugi. Lokaálit hennar var af- greitt á deildarfundi 25. nóv- ember 1954, meðal annars með mínu atfylgi. Um þetta álit segi ég svo í framan greindri ritgerð, bls. 214: „Bersýnilegt er, að deildin leit svo á, að samræmdur framburður mundi stuðla að stéttskiptingu málsins, en þeirri stefnu var hún and- víg. En vildi Heimspekideild þá ekkert gera í framburð- armálum? Því fer fjarri. Hún samdi tillögur, sem hér verða ekki raktar orðrétt, en aðalatriði þeirra voru: 1) að stuðla bæri að vönduðum, eðlilegum, skýrum og greinilegum framburði „eins og hann gerist beztur meðal alþýðu manna,“ 2) „Með vönduðum og eðlileg- um framburði er ekki aðeins átt við einstök hljóð, heldur og að áherzlur séu réttar og málhreimur íslenzkur,“ 3) hljóðvilla er talin röng, 4) annar framburður íslenzkur er talinn réttur, þótt mis- munandi sé eftir héruðum. 5) Sum framburðaratriði eru talin æskilegri en önnur, t.d. harðmæli, hv-framburð- ur og nokkur önnur. Ég er sammála þessum tillögum." Ég sé ekki betur en allt, sem hér er sagt, sé í fullu samræmi við það, sem Jón Óskar heldur fram í sinni grein. III Það er sérstaklega annað atriðið í framan greindum til- lögum („að áherzlur séu réttar og málhreimur íslenzkur"), sem Jón Óskar fjallar um í sinni grein. Hann segir: „Ég hafði lengi veitt athygli sér- stökum útlenskulegum hljóm- blæ í framburði yngri frétta- manna útvarps og sjónvarps, en einnig sumra þula og sumra skólagenginna upples- ara eða leikara." Ég horfi (og hlýði) dálítið á sjónvarp, en útvarpsáheyr- andi er ég í lakara lagi. Ég tel mig því ekki fyllilega dóm- bæran um þessa fullyrðingu. Mér er þó ljúft að viðurkenna, að ég hefi tekið eftir „út- lenskulegum hljómblæ" í þess- um fjölmiðlum, en ekki síður hjá þeim, sem ekki eru fast- ráðnir fjölmiðlamenn. Vel má vera, að mér skjátlist í þessu. En til þess að skýra vanda- málið betur er rétt að athuga, hvernig háttað er áherzlum og „hreim" í eðlilegri íslenzku. Reglan um áherzlu (orð- áherzlu) í íslenzku er mjög einföld. Aðaláherzlan — en með áherzlu er hér átt við hljóðstyrk (intensitet) — hvíl- ir á fyrsta atkvæði orðs. Þessa reglu heyri ég þverbrotna í fjölmiðlum. Eg hefi aðallega tekið eftir þessu í tali stjórn- málamanna og ungra manna, sem virðast ætla að klífa brekkuna upp í þá eftirsóttu stétt. Ég skal sýna dæmi um þetta og tákna áherzluna með 1 (kommu) framan við atkvæð- ið, sem ranglega er lögð áherzla á: verðbólgu 'vandi, efnahags'ástandið, lánsfjár'út- vegun o.s.frv. Hæfileg refsing fyrir þá, sem svo tala, er að kjósa þá ekki á þing. Vel má vera, að skólar (og námskeið) stjórnmálaflokkanna eigi ein- hvern þátt í þessum röngu áherzlum, eins og mér hefir raunar verið bent á. í sumum málum er það ekki aðeins tónstyrkurinn, heldur einnig tónhæðin (sveiflutíðn- in), sem skiptir máli um fram- burð einstakra orða. Um þetta eru sérstakar reglur í sænsku og norsku. Þetta er kölluð tónáherzla (musikalisk acc- ent) og verkar sem sönglandi á okkur íslendinga. Þessi áherzla hefir að öllum líkind- um verið í tali landnáms- manna, en í nútímamáli fer hún mjög illa og er raunar ótæk. Ég hefi heyrt votta fyrir þessari áherzlu hjá nútíma- fólki, og má vera, að Jón Óskar hafi tekið betur eftir henni en ég. Það, sem ég hefi hér kallað „áherzlu á einstök orð“ eða „orðáherzlu" hefir vitanlega áhrif á það, sem sumir kalla „setningaáherzlu" (Satz- melodie), en aðrir ítónun (in- tonation). En við skulum ræða þetta mál sérstaklega. Aðal- reglan í íslenzku er að mínu mati — og ég veit, að glöggir fræðimenn eru sömu skoðunar — að fyrsta áherzluatkvæði í setningu hefir hæstan tón, en síðan fellur tónninn á síðari áherzluatkvæðum. Þetta mál er þó engan veginn nægilega rannsakað. Grunar mig, að setningaáherzlan eða ítónunin sé ekki hin sama um allt land. Þegar ég dvaldist á Akureyri, virtist mér, að fólk þar — og raunar fleiri Norðlendingar — hefði stígandi tón í spurnar- setningum. Á ég þá einnig við setningar, sem í felst spurn- ing, án þess að hafa hefðbund- ið form spurnarsetninga. Vel má vera, að þessi stígandi setningatónn norðlenzkunnar nái til fleiri setningagerða og jafnvel einstakra orða innan setningar. Hafa norðlenzkir menn, sem ég hefi rætt þetta við, ýjað í þessa átt. Hér er að mínu mati á ferðinni forvitni- legt rannsóknarefni. Gaman væri að vita, hvort sú skoðun mín er rétt, að hér sé um stað- bundinn mun að ræða. Ef svo er, væri fróðlegt að fá vitn- eskju um, hvaða svæði hann nær yfir og hverra setninga- gerða hann tekur til. Víkjum nú að orðinu hreim- ur. Það er fremur óljósrar merkingar nema helzt í sam- bandinu erlendur hreimur. Þegar sagt er, að einhver tali með erlendum hreim, er átt við, að í framburði hans komi fram áhrif frá erlendu tungu- máli. Þessi áhrif geta tekið til einstakra hljóða (einkum sérhljóða, en einnig sam- hljóða) og áherzlu, ekki sízt setningaáherzlu eða ítónunar. Með þessu á ég í fyrsta lagi við, að myndunarháttur eða myndunarstaður íslenzkra málhljóða hafi aðlagazt því, sem tíðkast um lík (samsvar- andi) hljóð í erlendu máli. Þetta getur vitanlega verið á mismunandi stigi, og yfirleitt ná áhrifin aðeins til sumra hljóða. Hreim af þessu tæi heyrum við glögglega í tali Vestur-íslendinga og sömu- leiðis í tali margra útlendinga, sem að öðru leyti tala prýðis- vel íslenzku. En eins og áður var á minnzt, getur hreimur- inn einnig tekið til áherzlu. Ég hygg, að Jón Óskar eigi við þetta, þegar hann talar um, „að hér sé að miklu leyti um sænsk áhrif og engilsaxnesk að ræða, einkum þó sænsk, því mér heyrist hreimurinn lík- astur því sem er í sænskri tungu“. Ég fullyrði ekki, að þessi tilgáta sé rétt. Til þess skortir rannsóknir. IV Vafalaust er, að einhver til- hneiging er til áherzlubreyt- inga í íslenzku nú á dögum. Ef menn vilja sporna við henni, verða þeir í fyrsta lagi að vita, í hverju þessar breytingar eru fólgnar. Til þess þarf rann- sókn. í öðru lagi verður að bregðast við þeim með skyn- samlegum hætti. Mér sýnist, að nærtækasta leiðin sé, að Ríkisútvarpið taki upp tal- kennslu fyrir starfsmenn sína og ráði enga nýja, fyrr en þeir hafa staðizt framburðarpróf og raunar miklu víðtækara próf í málnótkun. Aðrir aðilj- ar, svo sem stjórnmálaflokkar eða félög, sem ala vilja upp ræðumenn, ættu að ráða sér kunnáttumenn í talkennslu til að þjálfa málflytjendur sína. Og nefna mætti fleiri, sem þörf hafa fyrir kennara í framburði og almennri mál- notkun. En vitanlega er það umfram allt hlutverk skól- anna að sinna þessum málum. Ég vil að lokum minnast á, að slappleiki í hljóðmyndun, einkum myndun sérhljóða, færist mjög í vöxt meðal ungl- inga. Ég á stundum erfitt með að skilja fólk á táningaskeiði. Á þessu sviði og fleirum, er framburð varða, þyrftu skól- arnir sérstaklega að taka í taumana þegar í sambandi við lestrarkennslu. En of langt mál yrði að rekja þetta hér. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.