Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 10
tvö hundruð kílómetra fyrir austan Lagos, með tvö hundruð þúsund íbúa. Hún var höfuð- borgin í hinu forna konungdæmi er gekk undir sama nafni. Það náði yfir landið milli stórfljót- anna Volta og Níger, sem falla í Gíneuflóann. Það voru lista- fjársjóðir þessa ríkis, sem rænt var í nafni Brezka heims- veldisins á ruddalegan hátt árið 1897. Nok, Ife, Benin Innan þríhyrningsins Nok, Ife og Benin fyrir norðan hina svo- kölluðu þrælaströnd var mið- stöð hámenningar Nígeríu. Elst- ar fornminja eru leirmyndir frá Nok, sem er lítill námabær í miðri Nígeríu og varla hafður með á kortum, en er nú mjög kunnur fyrir það, að hann er elsti fundarstaður fornra list- muna sunnan Sahara. Á sýning- unni í Lundúnum var meðal gripa höfuðið frá Jemaa, leir- mynd og er talið hafa orðið til einhverntíma frá 500—200 fyrir Kristsburð. Ife-fundurinn er miklum mun yngri, frá því um eitt þúsund e.Kr. Eins og í Ife, sem er trúarleg- ur höfuðstaður hinna sundur- leitu yoruba-kynkvísla í vestri og norðvestri, voru framleiddar í Benin skurðmyndir úr bronsi, fílabeini, látúni og leir og lág- myndir gerðar á mjög listrænan hátt. Þær urðu til einkum um miðja 16. og 18. öld, en á þeim tveim tímaskeiðum var blómlegt listalíf í Nígeríu. Tvö þúsund list- munum rænt Það var árið 1885 að Benin- ströndin komst undir yfirráð Breta og þaðan ruddust valda- ræningjarnir lengra og lengra til norðurs. Árið 1897 hófust réttarhöld vegna atburðar, sem hafði átt sér stað nokkru fyrr, þar sem breski aðalræðismaðurinn og átta hvítir menn voru vegnir á ferð sinni milli Gwato og Benin. Konuiigurinn, Oba Overanni, hafði hvað eftir annað brýnt það fyrir ræðismanninum að fresta för sinni, þar sem yfir stæði mesta trúarhátíð bini-þjóð- flokksins, og á þeim tíma gæti konungurinn ekki veitt gestum viðtöku. Breska refsileiðangrinum sem samkvæmt venju var gerður út til Benin þrem vikum seinna, tókst ekki aðeins að brenna borgina, taka sex höfðingja af lífi og flytja konunginn til hafn- arborgarinnar Calabar, heldur rauf hann um leið margra alda gamla listhefð. Tvö þúsund listmunir af bestu gerð voru fluttir í burt, svo að ránið var ekkert lítilræði og þeim dreift meðal safna og einstakra manna út um heim, svokallaðs mennt- aðs heims. Dýr endurkaup Væri ekki um beint rán að ræða þá gátu evrópskir ferða- menn og flakkarar eignast ágæta afríska listmuni fyrir Afríkulistin hefur alveg sín eigin einkenni; er mjög sér á parti og á sér langa þróunarsögu. Þessir gripir eru yfirleitt í ákveðnu augnamiði; til dæmis er styttan sú arna gerð til einhverskonar notkunar við jarðar- farir. Efnið er viður, klætt með drifnum kopar og mynstrin hafa táknræna þýðingu. Þessi stytta er frá Kongo og núna niður komin á safni í París. smánarverð. Þessir munir mynda nú kjarnann á mörgum söfnum Vesturlanda, sem leggja áherzlu á frumstæða list. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur Nígeríustjórn lagt kapp á að endurheimta Beninlistaverkin. Safn hennar er þó ennþá harla lítið samanborið við hitt sem er að finna bæði í British Museum og í Þýskalandi, eftir því sem tímaritið Afríka greinir nýlega frá. í lok seinasta árs keypti full- trúi stjórnarinnar fimm dýr- mæta gripi ásamt fjórum Ben- inbronsmyndum á uppboði hjá Sotheby í Lundúnum fyrir næst- um sjö milljónir marka. Það vantar ekki viljann hjá mörgum Afríkuríkjum að eignast þjóð- legan arf sinn. En verðið er hátt og þau hafa lítið bolmagn til þess nema þá helst Nígería. Listmunafátæktin í Afríku á sér líka aðrar orsakir en rán og þjófnað, og ein af þeim er, að notað hefur verið forgengilegt efni eins og tré, tau, bast og sefgresi sem brotnar og eyðist í röku hitabeltisloftslaginu. Listamennirnir sjálfir gera ekki heldur ráð fyrir því að hlutirnir sem þeir búa til, endist lengi. Þegar þeir til dæmis semja um að gera grímur trúarlegs eðlis, er það fyrir öllu að vel sé gætt forskriftarinnar, en ekki að gríman skuli vera sérlega end- ingargóð. Detti hún í sundur er hægt að lappa upp á hana, og í versta falli er gerð önnur ný. Þrátt fyrir alla gagnrýni, ber að hafa það í huga, að Evrópu- Frh. á bls. 14. Úl? MÍNU l-ICBNI Teyginga- lækur og Tappi tíkarrass Fyrirsögnin er kannski dá- lítið óvenjuleg að þessu sinni og segir ekki allt um ræðuefn- ið. En það er með okkur pistla- skrifara eins og prestana, við verðum að hafa eitthvað til að leggja út af. Við spjöllum með okkar hætti um daginn og veg- inn. Fyrst lítum við á tvær bæk- ur sem voru meðal þeirra mörgu sem á fjörur okkar rak úr bókaflóðinu svo kallaða, raunar til láns úr bókasafninu. Ég hef áður sagt, að ég reyni að fylgjast með nýjum *skáld- ritum. En það er fyrst og fremst til þess að vera við- ræðuhæfur við sjálfan mig og aðra og geta aðeins áttað mig á því hvar við stöndum. En ég sækist ekki eftir að tala mikið um það í blöðum. Ritdómana les ég, ber þá saman við eigið vit og reyni að hneykslast á vitleysum annarra, ef ég get. Er það ekki mannlegt? En ég er ekki síður veikur fyrir íslenskum minningabók- um. Ég var raunar búinn að fá nóg af hjásetuminningum gamalla manna á sínum tíma, en nú eru allir slíkir búnir að missa stílvopn úr höndum, sem var það síðasta sem þeir ágætu iðjumenn lögðu frá sér. Ekki geri ég lítið úr skrifum þeirra, þótt sumt væri dálítið einhæft og svo verður enn. Hörpuút- gáfan á Akranesi sendi á þessu hausti frá sér minningabók aldraðs bónda úr Borgarfirði. Hann talar aðeins um það helsta sem á daga hans hefur drifið og er ekki óþarflega orð- margur eða smámunasamur. Þorsteinn Guðmundsson var í áratugi bóndi á Skálpastöðum í Borgarfirði. Fæddur á fyrsta ári þessarar aldar, mótaður af ungmennafélagshreyfingunni, félagsmálamaður alla ævi. í elli sinni hefur hann ritað nokkra minningaþætti. Þetta er ósköp hæfilega löng bók með nokkrum myndum. Höf- undur segir frá dýrum og hversdagsviðburðum, einkum úr æsku sinni, atvinnuferðum í fjarlæg héruð. Ennfremur frá nokkurs konar bónorðsför, og loks frá upphafi búskaparsögu sinnar. Þetta er mærðarlaus frásögn sem varpar ljósi á liðna tíð. Bókin heitir Glampar í fjarska á gullin þil. Ég las hverja línu og lét mér svo sannarlega vel líka. Aldrei heyrt mannsins getið fyrr. Bragi Hörpustjóri á Akranesi hefur þarna verið heppinn í vali. Flosi. — Það er svo sannar- lega ekki sama hvað sá maður er skírður, sem ætlar sér frægðarorð, þegar hann er orð- inn stór. Það hefur sannast á þeim brandarakarli, sem ég var að nefna rétt í þessu. Án umhugsunar bætum við Ólafsson við það sem þegar er sagt, og ókeypis auglýsing er komin á pappírinn. Og án áreynslu er næsta setning komin á pappírinn: Hann þarf ekki að kynna. Mér þykir Flosi vera fullt eins góður rithöf- undur og leikari. Sú fullyrðing segir kannski meir um minn smekk en þess sem um er rætt. En ef ég nú bæti því við, að ég get ekki hugsað mér Flosa nema hvorutveggja, grunar lesendur mína eflaust hvert ég er að fara. Flosi er ein af þess- um sögupersónum samtíðar- innar sem setur sinn svip á umhverfið. Hann á að vera eins og hann er. Flosi gaf út núna fyrir jólin þá bók sína, sem við eigum að hafa fyrir æviminningaskruddu höfund- ar síns, líklega lokabindi, uns hið næsta sér dagsins ljós, kannski fyrir næstu jól. Fyrri bækur margnefnds Flosa hef ég frekar gluggað í en lesið til enda eða orði til orðs. Og búinn að gleyma hve margar þær eru. Þessi var um Kvosina í Reykjavík, þann stað sem hér eftir verður skrifaður með stórum staf. Þar segir frá afa og ömmu höfundarins á Vest- urgötunni, hinu elskulegasta fólki og lýsir hann þeim eins og sönnum aðalsmönnum. Og Flosi þarf fyrir vikið ekki að gefa neina skýringu á sjálfum sér, þótt hann raunar geti ekki stillt sig um það, úr því hann er nú að skrifa ævisögu sína á annað borð. Ekki get ég láð honum það. Hann er líkur sínu fólki. Þá hef ég nefnt tvær ólíkar bækur, sína úr hvorri kynslóð, úr sveit og borg. Læt þar við sitja að þessu sinni. Sum orð móðurmálsins eru að hljómi og merkingu hrein- asti skáldskapur og tónlist, annaðhvort eða hvorutveggja. Alltaf hefur mér þótt það und- arlegt hve margir þeirra, sem tala eða syngja í útvarpið, og eru tónlistarmenn fram í fing- urgóma, eru litlir orðsins menn. Sumir en ekki allir, ætti ég að taka greinilega fram. í hópi tónskálda og annarra tónlistarmanna eru snjallir ís- lenskumenn í framsögu og tungutaki, kemur mér þá strax í hug Árni Kristjánsson píanó- leikari, og fleiri gæti ég auð- vitað nefnt. Ósköp er ég orðinn þreyttur á öllu prógrams- staglinu. Við eigum þó þrjú orð a.m.k. sem segja betur það sem um er verið að tala: dagskrá, söngskrá, leikskrá o.s.frv. Ég get því miður minna horft á sjónvarp en ég vildi. Þar eru að sjálfsögðu góðir þýðendur, en ótrúleg er málfátæktin hjá sumum, rangþýðingar og smekkleysur. Einkum er þetta bagalegt þegar verið er að sýna úrvalsrit bókmennta. En jafnvel á norðurlandamálum flaska menn illilega, þegar um er að ræða einfalda reyfara- texta. Einn þýðandi segir allt- af „spyrðu mömmu þína“, þeg- ar segja skal „spurðu". Þessa villu las ég í tveimur skáldsög- um ungra höfunda nú í vetur. Svo þetta hefur greinilega áhrif. Sami þýðandi, og raunar fleiri, segja alltaf, þegar þýtt er úr sænsku: „Þekkir þú mig ekki aftur?“, þegar höfundur á við hvort viðkomandi viti ekki hver viðmælandi hans er. Þetta eilífa „aftur" er oftast aukaorð, sem ekki þarf að þýða, ef setningin á að vera íslenska. Nú er í tísku að vera klúr og óheflaður í tali. Til merkis eru nöfnin á hljómsveitum og söngflokkum ungs fólks. Þar rekur hver smekkleysan aðra. Og ekki eru söngtextarnir fé- legir, flatrím þegar best læt- ur,en venjulegast hið fáranleg- asta bull, oft argasta klám. Endaþarmur er að sjálfsögðu ekkert ómerkara líffæri en önnur, eða hland og skítur bannorð, að ég nú ekki tali um kynlífsathafnir. En smekkvísir menn stilla umræðu sinni um þessi efni í hóf. Og fólk af minni kynslóð kann því illa að þessu sé hellt inn í stofur í gegnum útvarp og sjónvarp, eins og þegar menn gengu örna sinna í gamla daga öðrum til ögrunar og óvirðingar. Teygingalækur er eitt af hinum stórsnjöllu og mynd- ríku bæjarnöfnum á íslandi. Ég veit ekki hvernig þar er húsum háttað. En ósköp myndi mér bregða við að heyra aug- lýsingu á borð við þessa: „Tappi tíkarrass leikur um næstu helgi í samkomuhúsinu á Teygingalæk." En á hverju getum við átt von? Jón úr Vör. Leiðrétting. Prentvillur eru öllum skrifandi mönnum við- urstyggð, en örðugt að varast, engum jafnmikið eitur í bein- um og þeim sem fást við ljóða- gerð. I Patreksfjarðarpistlin- um mínum 19. mars var gam- alt kvæði, sem átti að geymast þar en ekki í bók. En þá þurfti að prentast þar vitlaust orð, sem breytir kvæðinu illilega. Fyrsta vísan átti að vera svona: Svalt er um sjói vestra, sýlað um látur og börð. Vor er þó snemma í verum um Víkur og Patreksfjörð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.