Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 4
■ 33.lntemationale ■ ■ ■ FilmFest, ■ ■ Berlin ■ m 18.Februar-1.Márz1983 ■ Sýndar voru alls 560 kvikmyndir og keppnin stendur um þrjá eftir- sótta Berlínarbirni Úr myndinni „Býflugnabúið“, sem fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni. Karl Benediktsson Blöndal: Kvikmyndahátíð í Berlín Þann 18. febrúar síðastliðinn opnaði núverandi borgarstjóri Beriínar, Richard von Weizsacker, 33. alþjóðlegu kvikmyndahátíð Berlínarborgar. í minningu Rain- er Werner Fassbinder, sem í fyrra hreppti gullbjörninn og lést nokkr- um mánuðum seinna, var leikin tónlist eftir vin hans og sam- starfsmann, Peer Raben. For- stöðukona dómnefndar hátfðar- innar í ár, Jeanne Moreau, sem lék í síðustu mynd Fassbinders, „Querelle“, söng lag úr myndinni. Að lokum var sýnd myndin „Tootsie“ eftir Sidney Pollack, sem í fyrra hlaut viðurkenningu á Berlínarhátíðinni fyrir mynd sína „Absence of Malice“. Vani er að opnunarmyndin sé af léttara tag- inu og var ágætlega við hæfi að sýna þessa gamanmynd með Dust- in Hoffman í gervi fataskiptings. En það var einsog þessi við- burður félli í skuggann vegna annars sem mun rækilegar var auglýstur upp. Kvöldið áður var frumsýnd myndin „Napóleon" eftir Abel Gance sem að öllu leyti var hátíðinni óviðkomandi. Umsjónarmönnum kvikmynda- hátíðarinnar var meira að segja boðið að taka þátt í sýningum Napóleons við vægu gjaldi, en mikilli auglýsingu, en hinn lit- lausi og umdeildi forstöðumaður kvikmyndahátíðarinnar, Moritz de Hadeln, var ekki til viðtals um þær mundir svo að þau mál fóru í vaskinn. Einnig var sem de Hadeln vildi að hátíðin vekti sem minnsta athygli því að fram á síðustu dagana fyrir opnun há- tíðarinnar var ekkert ljóst um innihald hennar, aðeins að hún myndi eiga sér stað. En líklegt er að fjandmenn de Hadeln, sem eru giska margir bæði á hægra kanti og vinstri, fái ekki að hnýta í persónu hans nema eitt ár til viðbótar því að samningur hans rennur út 30. apríl á næsta ári. De Hadeln sjálfur er reiðubúinn að halda starfi sínu áfram og segir að verði honum vikið frá störfum sé það af pólitískum ástæðum. Kewenig, menningarmálaráð- herra Berlínarborgar, vill ekk- ert láta uppi um málið, en hann er skyldugur til að framlengja samninginn eða segja honum upp fyrir apríllok í ár svo að líkast til skýrast málin á næst- unni. Líklegastur eftirmaður de Hadeln er Theo Hinz sem þar til fyrir skömmu stjórnaði kvik- myndaforlaginu Filmverlag der Autoren í Munchen. Dagskrá hátíðarinnar var ótrúlega viðamikil og margþætt. í allt voru sýndar á henni 560 myndir. Hátíðin sjálf skiptist eiginlega í þrennt, það er keppn- in um hina eftirsóttu Berlínar- birni, þá gullnu og þá silfruðu, þar sem att er saman annars vegar löngum myndum og hins vegar stuttum. Þá eru sérstakar sýningar sem stjórn hátíðarinn- ar telur verðskulda athygli en ekki taka þátt í keppninni og sýningar til upplýsingar um strauma og stefnur í kvik- myndagerðarlist í heiminum á vorum dögum og í þriðja lagi er kvikmyndahátíð barnanna sem vissulega er þarft framtak. Samhliða kvikmyndahátíðinni og í mesta bróðerni við hana er svo alþjóðlegt þing ungrar kvik- myndagerðarlistar sem að þessu sinni var haldið í 13. skipti. Um- sjón þingsins er í höndum ann- arra aðila en hátíðin, og var þungamiðja þess kvikmyndir frá þriðja heiminum, þótt ekki væri einblínt þangað. Bæði kvikmyndahátíðin og þingið liðu nokkuð fyrir sam- drátt hins opinbera í fjárveit- ingum til menningarmála, þótt hann hafi síður en svo komið niður á dagskránni. Til dæmis varð að hætta við að sýna „Nos- feratu" eftir Murnau við undir- leik hljómsveitar og slaufa aug- lýsingum í dagblöðum svo að eitthvað sé nefnt. Verðlaunaveitingin Dómstóllinn um úthlutun gull- og silfurbjarnanna var að þessu sinni skipaður 9 heiðurs- mönnum. Forseti hans var leikkonan og -stjórinn Jeanne Moreau, og var hún vissulega vel að titlinum komin fyrir reynslu sinnar sakir, því að hún hefur leikið undir stjórn Louis Malle, Francois Truffauts, Michelang- elo Antonioni, Luis Bunuel, Jos- eph Losey og Orson Welles með- al annarra. Árið 1975 leikstýrði hún myndinni „í sviðsljósinu" sem hún einnig lék í og seinna myndinni „Stúlkuár" með Sim- one Signoret í aðalhlutverki. 1960 fékk hún verðlaun í Cannes fyrir leik sinn. ítalska leikritaskáldið og leik- stjórinn Franco Brusati sat í stólnum, en hann er kunnur fyrir myndir sínar „Brauð og súkkulaði" sem hlaut silfur- björn í Berlín og verðlaun bandarískra gagnrýnenda fyrir bestu útlendu mynd ársins 1978 og myndina „Gleymdu Feneyj- um“ sem var útnefnd til Óskars- verðlauna 1979. Einnig var í dómnefnd Joseph L. Mankiewicz sem fékk Óskars- verðlaun fyrir bæði handrit og leikstjórn myndarinnar „Bréf til þriggja eiginkvenna" árið 1949 og lék árið eftir sama leikinn með myndinni „All about Eve“. Aukinheldur hefur hann gert mígrút mynda, meðal annarra „Þögla Ameríkumanninn" og „Sleuth" með Laurence Olivier

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.