Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 11
RAI3I3 Frá því var sagt í Morgunblaðinu fyrir skömmu að verið væri að gera markverðar endurbætur á því „sjálfsþroskanámi“, sem tíðkast hefur í íslenzkum skólum. Ungl- ingarnir í Egilsstaða menntaskóla eiga að stunda sjálfsþroskanám, segir í fréttinni, heima á þriðjudögum og fimmtudögum. Með þessu fá nemendur tvo samfellda daga i sjálfsþroskanámi og eru ekki rifnir uppúr því til að mæta í skólanum. Sjálfsþroskanám hefur verið mjög ríkj- anda stefna í uppeldis- og skólamálum und- anfarna áratugi í mörgum löndum. Við ís- lendingar vorum fljótir að tileinka okkur þessa eftirstríðsstefnu. í 75 vélrituðum líp- um er ekki hægt að gera þessari merku uppeldis- og skólastefnu nein skil, en því eyði ég þessum rabblínum á hana, að draumur minn og margra annarra minna jafnaldra frá æskuárunum er að rætast að fullu á Egilsstöðum með sjálfsþroska- heimanámi. Við bjuggum við kúgun við lexíurnar heima ogyfirheyrslur í skólanum og hrakfarir ógurlegar undir þessu kerfi. Okkur dreymdi því sárt og heitt um sjálfs- þroskanám heima, þó ekki væri nema hafa eigin tíma til að stela rófu úr garði eða harðfiski af hjalli, að ég nú ekki tali um draum allra drauma, ef skólasystir hefði fengist til að stunda með manni tveggja manna sjálfsþroskanám á bak við skúr. Nú eru möguleikar til sjálfsþroskanáms heima vitaskuld miklu meiri. í meginatriðum er sjálfsþroskanámi nú- tímans þannig háttað, að barnið fær að ráða sér sjálft íheimahúsum fram að sjö ára aldri, en eftir það í skólum til tvítugs. Þroska sinn og þekkingu á barnið og ungl- ingurinn að öðlast með því að kenna sér sem mest sjálft. Vinna sjálfstætt heitir það. Af þessum sökum var slakað á kennslu í mörgum skólum til að gefa nemendunum meira tækifæri til sjálfsþroskanámsins og alveg hætt að spyrja og fella en mæt- ingarskyldan varð eftir úrgamla kerfinu og líka voru kennararnir áfram í skólastofun- um. Það virðist álit Egilsstaðamanna að þessar leifar úr gamla kerfinu, mætingin í skólann og kennari í horni skólastofunnar verki truflandi á nemendur í sjálfsþroska- námi og þeir fái meira næði til sjálfsþroska heima. Þetta er trúlega til bóta í kerfinu. Þrátt fyrir að sjálfsþroskanám hafi reynzt mjög þægilegt börnum, unglingum, foreldrum og ekki sízt kennurum og auk þess atvinnuaukandi fyrir ýmsa, svo sem sálfræðinga, uppeldisfræðinga, presta og lögreglu, þá er íhaldið svo ríkt á þessu sviði sem öðrum í mannskepnunni, að það er langur vegur frá því að enn séu allir sáttir við þetta kennsluform. Sérstaklega virðist það ætla að loða lengi við foreldra að spyrja börn sín, hvað þau læri í skólanum og for- vitnast með spurningum um námsárangur- inn. í sjálfsþroskanámskerfinu er ekki, sem fyrr segir, gert ráð fyrir spurningum utan- aðkomandi aðila, heldur aðeins að nemand- inn spyrji sig sjálfur, þar sem hann einn veit, hvað hann hefur lært og hverju hann getur svarað. Þegar nú nemandi í sjálfs- þroskanámi svarar ekki spurningum ann- arra manna, þá halda margir að hann hafi ekkert lært. Það er einkum fólk, sem hefur alizt upp við gamla kerfið, þar sem nemandinn svo gott sem bar þekkinguna utan á sér, hún lá honum á tungu, hann gat bunað henni úr sér. í sjálfsþroskanámi verður þekkingin inngróin og stundum svo, að það losnar aldrei um hana og ekki nokkur maður verð- ur hennar var. Þessi ókostur við sjálfs- þroskanámið veldur því að raddir þeirra verða sífellt háværari, sem trúa þvístatt og stöðugt, að sjálfsþroskanemandi um tvítugt búi yfir álíka þekkingu eftir þrettán ár í sjálfsþroskanámi og nemandi undir gamla kerfinu eftir fjögur ár í barnaskóla. Æsku- draumur rœtist Bandaríkjamenn eru alltaf opnir uppá gátt eins og allir vita og þeir liggja ekki á því, sem við köllum viðkvæm mál. Nú er farinn að berast til okkar í tíma- ritum mikill gauragangur í foreldrum þar vestra sem finnst á skorta í þekkingu barna sinna eftir margra ára dýrt skólanám, en í Bandaríkjunum vilja menn fá eitthvað fyrir aurana sína og sætta sig ekki við að kosta börn sín meir en áratug í skóla og fá út eins ogfjögurra ára árangur. Ég man að nefna tvær nýlegar greinar, þar sem þessu frjálsa námsformi eftir- stríðsáranna er borin illa sagan. Önnur greinin er eftir Iandflótta Rússa, sem er prófessor við bandarískan háskóla. Hann segist hreinlega ekki getað ímyndað sér aðra eins vanþekkingu eftir margra ára skólagöngu og hann verði var við hjá bandarískum unglingum. Hin greinin er reyndar um bókmenntir en höfundar henn- ar kemur þar að áður nefndu efni og segir bandaríska unglinga ótalandi og óskrifandi eftir unglinganámið (college). (Hann ætti að vita, maðurinn, hvernigþetta er hjá okkur.) Enn man ég að nefna grein í Time um framtíðarmöguleika tölvunnar. Þar er sjálfsþroskanámskerfinu í bandarískum skólum sent svohljóðandi skeyti: „Að dómi margra Bandaríkjamanna er námsárangur í skólum orðinn lélegur og margir binda vonir sínar við tölvuna til úrbóta.“ En ánægjan ? Erhún ekki nokkurs virði og hún ætti að fást í heimanámi í sjálfsþroska. Er ekki öldungadeild við Egilsstaðaskóla? Ásgeir Jakobsson r _ . Áslaug S. Jensdóttir, Núpi FYRIRHEIT Viltu ganga með mér um götuslóða gamalla spora minna ? Æskan á fyrirheit, ellin minningu æviveg feðra sinna. Á enginu er milt á maíkvöldum mýrin vaknar af dvala. Lyngið kom angandi undan snjónum. Enn er kuldi til dala. Á vorhimin bernskunnar birtu slær um brekkurnar ofan við bæinn. í hvamminum litla er kofinn minn. Kveldsólin gyllir æginn. Birkið í hlíðinni er byrjað að grænka brumið er fagurt á greinum. Neðan við túnið er hrossagaukshreiður. / hylnum er síli í leynum. Glókollur litli — borgarbarn íbjörtu augunum þínum framtíðin boðar fagra sýn á fornu slóðunum mínum. HUGUR PRJÁLS Undraveldi — hugarheimur manns - hvar má spurn um endamörkin þín? Enginn fjötur, lög til boðs né banns byrgja flugi hugans víða sýn. ( Þröstur J. Karlsson ARIEL Gef byr í segl meiri byr í segl Ariel Á ferð til sólarlagsins heima þar er landið Paradís Árar svigna undan þungum tökum Trumban kallar sífellt: meiri ferð Hvar ertu loftsins förusveinn sem fisi, feykir burtu trjám Gef byr í segl svo komumst við — í tæka tíð inn í Paradís. J 11 ""\r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.