Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Side 13
haldizt að mestu óbreyttir í út- liti frá fyrri árum, en forþjöpþ- unarbúnaður hefur stórum bætt viðbragð og hraða og fjögurra strokka vélin í Saab hefur mik- inn kraft og góða vinnslu í akstri. Stjórnborð Saab-bílanna lítur út eins og það hafi verið hannað af verkfræðingum dótt- urfyrirtækisins, Saab-Scania, sem er flugvélaverksmiðja. Bretland Bílaiðnaðurinn í Bretlandi hefur um langt skeið haft á sér stimpilinn „sjúklingurinn í Evr- ópu“. Árið 1978 tók algjörlega óþekktur maður við forstjóra- sætinu í hinu ríkisrekna brezka fyrirtæki BL. Það er Sir Michael Edwardes, Suður-Afríkubúi að uppruna, og þykir bæði harður í horn að taka en um leið dugmik- ill og víðsýnn stjórnandi. Hinn nýi forstjóri hóf „læknismeð- ferð“ sína á hinu lasburða Brit- ish Leyland-fyrirtæki með því að beita fremur hjólsöginni en skurðhnífnum. Starfsmönnum verksmiðjanna var þegar í stað fækkað um helming, og eru þeir núna um 53.000. Þetta tiltæki reyndist vera til mikiila bóta anna, fylgdi fordæmi Edwardes og hótaði samningsbundnum framleiðendum einstakra hluta í Jaguarinn, að þeir yrðu einir látnir bera allan kostnað af óvæntra galla í einstaka hlutum bifreiðarinnar. Þessi aðferð bar prýðilegan árangur, sem meðal annars sést á því, hve Jaguarinn hefur selzt feiknavel; í Banda- ríkjunum einum hefur sala á hinum glæsilegu 4,2-lítra, 6- og 5,3-lítra, tólf strokka, 4-dyra fólksbifreiðum frá Jaguar, svo og Jaguar XJS, 2-dyra sportbíln- um, þrefaldazt að undanförnu. Japan Framleiðendur hinna vand- aðri gerða bifreiða í Evrópu hafa nú þegar fengið allmikinn taugatitring út af skrifum sér- fróðra manna í fagtímarit um að ekki sé lengur hægt að líta framhjá bílum eins og Starion frá Mitsubishi, þegar rætt er um hinar allravönduðustu bílagerð- ir. Þetta er bifreið með for- þjöppu og 2-lítra mótor, 4-dyra, og hin vandaðasta að allri gerð. Þá hefur það heldur ekki orðið til að draga úr áhyggjum evr- Evrópubúar gera til hraða, akst- urshæfni og öryggisbúnaðar sinna vönduðustu bíla. Honda Einn þátturinn í viðleitni British Leyland-bílaverksmiðj- anna til að sleppa nokkurn veg- inn heilir á húfi út úr þeim miklu ógöngum, sem fyrirtækið var komið í, var að efna til ná- innar samvinnu við önnur fyrir- tæki í bílaiðnaðinum. Það var því með sérstökum samningi um náið samstarf við BL, að jap- anska fyrirtækinu Honda var hleypt bakdyramegin inn í Evr- ópu. BL-verksmiðjurnar ætla að standa að smíði meðalstórrar 4-dyra fólksbifreiðar fyrir Honda, en það er Ballade; hefur BL einkaleyfi á smíði þessa bíls fyrir Evrópu. Þá hafa BL-verk- smiðjurnar uppi áætlanir um að smíða nýja, mjög vandaða og dýra gerða af 4-dyra fólksbifreið í náinni samvinnu við Honda, og er sá bíll væntanlegur á mark- aðinn árið 1985. Af þessari bílgerð mun Honda að sínu leyti smíða sína eigin þess, sem Brithis Leyland hefur hannað. Toyota Toyota hefur undirritað samning um samvinnu við fyrir- tækið Lotus í Englandi. Sam- komulagið felur það í sér, að Toyota á að smíða bílvélarnar í nýja, litla Lotus-bifreið. For- stjóri Lotus, Colin Chapman, kann flestum öðrum betur tökin á bifreiðum, var enda á sínum tíma sæmdur Grand Prix-verð- laununum fyrir sigra sína í kappasktri, og á fyrirtæki hans að sjá um smíði fjöðrunarbún- aðarins í hina nýju brezk-jap- önsku bifreið. Þess er beðið með hinni mestu eftirvæntingu, hver árangurinn verður af þessu sér- staka samstarfi. Nýjasta framlag Toyota á sviði vandaðari og dýrari bif- reiða er fyrst um sinn Toyota 2800 GT, sem er sérútgáfa af Soarer, hinum víðfræga „bíl árs- ins“ í Japan. Auk hins öfluga 2,8-lítra mótors, verður þessi nýi Soarer búinn leðurklæddum sætum og öðrum einkar fínum útbúnaði eins og t.d. rafeinda- hafið útflutning á dísilknúnum bílum. Þannig er Cedric-gerðin frá Nissan, sem flokkast næst fyrir neðan Gloria B, nú þegar orðin þekkt og vinsæl bifreið í Evrópu. Nýjasti glæsibíllinn frá Niss- an er Skyline 2000 RS. Enn sem komið er hefur þessi stóri 2-dyra sportlegi bíll aðeins verið seldur á japanska markaðinum. Þessi bíll er búinn 2-lítra öflug- um mótor. Á meðal einkenna i þessa bíls eru vökvastýrðar fest- ingar á mótornum sem koma í veg fyrir, að svo til nokkur titr- ingur berist frá bílvélinni yfir í aðra hluta bílsins. Mitsubishi Meira en nokkrir aðrir bif- reiðaframleiðendur hafa þeir hjá Mitsubishi alveg sérstakt dálæti á forþjöppum. Þessi nýj- ung, sem í fyrstu átti aðeins að koma fyrirtækinu í fremsta flokk framleiðenda kappakst- ursbíla á heimsmælikvarða, hef- ur nú verið tekin upp í svo að segja allar þær gerðir bifreiða, sem fyrirtækið framleiðir. Lancer 2000 Turbo kom í neyzlugrennri fyrir rekstur fyrirtækisins. Önnur fyrirtæki í bílaiðnaðinum eins og til dæmis Vauxhall, Ford og Talbot flýttu sér að fylgja fordæmi British Leyland til þess að koma rekstri sinna verk- smiðja í betra horf. Afköstin hjá BL, eins og til dæmis í Longbridge-verksmiðj- unum, hafa aukizt um allt að 120%. Þá er það ekki síður mik- ilvægt fyrir framtíð BL-verk- smiðjanna, að næstum 20 nýjar bílgerðir eru að koma á markað- inn; þar af hafa sumar þegar séð dagsins ljós en aðrar eru vænt- anlegar á næstu mánuðum. Þarna er bæði um fólksbíla, jeppa og vörubifreiðir að ræða. Þessar nýju gerðir bætast þá við flota um það bil 20 annarra gerða, sem BL-verksmiðjurnar hafa framleitt undanfarin ár. John Egan, stjórnarformaður Jaguar-deildar BL-verksmiðj- ópskra bílaframleiðenda, að þeim gengur orðið öllum, nema Mercedes og BMW, sífellt verr að halda fótfestunni á hinum vaxandi mörkuðum í Mið- Austurlöndum og víðast í Asíu. Starion frá Mitsubishi er enn sem komið er fremur sjaldséður í Evrópu og vart eftirsótt stöðu- tákn fyrir stórlaxana í við- skiptalífinu. En evrópskir bíla- framleiðendur eru á hinn bóginn farnir að velta því fyrir sér, hvað gerast muni, ef Toyota- fyrirtækið kemur á vettvang með 4-sæta, 2-dyra sportlega bílgerð á borð við Soarer inn á Evrópumarkaðinn (þessi bíll var kjörinn bíll ársins í Japan í fyrra) eða Nissan byði fram sinn 4-dyra Leopard. Japanski Hlé- barðinn er ekki einungis talinn einn fallegasti bíll í heimi, held- ur uppfyllir hann í hvívetna all- ar þær ströngustu kröfur, sem útgáfu í Japan og um leið aðra sérstaka fyrir British Leyland; í Englandi munu BL-verksmiðj- urnar gera hið sama fyrir sitt eigið fyrirtæki og einnig fyrir Honda. Hvað Honda snertir, táknar samvinnan við British Leyland þannig enn eitt skrefið í þá átt að framleiða allar helztu gerðir bifreiða, því að með Honda Ac- cord hefur fyrirtækið nú þegar tekið stefnuna inn á markaðinn fyrir vandaðri og dýrari gerðir bifreiða. En það sem kann að vega ennþá þyngra á metunum fyrir Honda, er að fyrirtækinu hefur á þennan hátt tekizt að sniðganga þær hömlur, sem lagðar hafa verið á beinan inn- flutning japanskra bifreiða til Evrópu, og um leið hafa mynd- azt hin hagstæðustu tengsl milli framleiðslu Honda á úrvals bíl- vélum og fjöðrunarbúnaðar Hluti af flotanum frá General Motors. Frá vinstri: GMC S-15, pallbfll, Buick Skyhawk, Oldsmobile Ninety-Eight, Cadillac Fleet- wood, Pontiac 6000 og Chervrolet Camaro. Lækkandi orkuverð stuðlar ef til vill að því, að haldið verði áfram að framleiða drekana, en að öðru leyti hefur GM líkt og Chrysler lagt áherzlu á millistærð- arbfla með framhjóladrifi, samanber Pontiac 6000. stýrðum púðum í sætisbökunum til stuðnings við mjóhrygg og bakhluta. Nissan Auk hins fjöruga, kraftmikla Leopard, framleiðir Nissan fjölda annarra gerða af dýrum og mjög vönduðum bifreiðum, sem ætlaðar eru hinum íhalds- samari meðal velfjáðra kaup- enda. Efstur á þeim lista telst Nissan 280C, 4-dyra glæsileg fólksbifreið, sem er þekkt í Evr- ópu undir heitinu Gloria B. Út- liti þessarar bílgerðar hefur ver- ið breytt í allmörg skipti, og ný- lega hefur henni bætzt enn ein útgáfan með forþjöppu. Dísil- knúnir bílar með 2- og 2,8-lítra mótorum, sem Nissan kom fram með á japanska markaðnum í lok ársins 1980, hafa gefið svo góða raun, að fyrirtækið hefur fyrsta sinn fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum með „Turbo“ skrifað afturábak með stórum stöfum framan á húddið. Á bak við þetta lá greinilega sú hugs- un, að þegar ökumenn hægferð- ugri bifreiða litu í spegilinn, sæju þeir þetta frekjulega trýni og flýttu sér að sveigja til hliðar og hleypa hinum hraðskreiða kappa fram úr. Mitsubishi er nýfarinn að setja þessa sömu tegund mótora í hinn vandaða 4-dyra glæsibíl sinn, Galant, þótt hann þyki ekki alveg eins vandaður að allri gerð og Lancer 2000 Turbo; samt hafa verið gerðar breytingar á fjöðruninni i Galant til að mæta auknu álagi af um það bil 200 km hraða á klst., sem Galant kemst orðið upp í með þessum nýja mótor. Þessi bíll verður annars að teljast viðkunnanlega látlaus og vel hannaður. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.