Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 6
Spjall við Jóhönnu
Kristjónsdóttur
um starfsemi Félags
einstæðra foreldra
„Á fyrstu árum félagsins var
haldið uppi hefðbundnu félags-
starfi. Við fundum að það var
aðkallandi að ræða ýmis mál,
sem vörðuðu stöðu einstæðra
foreldra og þá voru þau mál tek-
in fyrir sem voru í brennidepli
hverju sinni. Fyrstu tvö árin var
drjúgum tíma okkar, sem í
stjórninni sátum varið til að
ganga á fund málsmetandi
manna, ráðherra og borgar-
stjóra o.fl. sem gátu haft áhrif á
framvindu þessarra mál til að
gera þeim grein fyrir stöðunni
og tilgangi félagsins. Það tel ég
hafa haft sín áhrif. Mig minnir
að það hafi verið árið 1972 sem
fyrst kom tl tals að félagið stæði
á einhvern hátt að húsbyggingu
og þá hófst fjáröflun í því
augnamiði. Þetta gekk hægt
fyrst í stað en gekk þó. Menn sjá
það eiginlega fyrst núna þegar
litið er til bak hvílíkt átak það
var að koma upp þessu húsnæði,
sem félagið rekur nú í Skelja-
nesi, og til að ráðast í það þurfti
sjálfsagt dálitla geggjun og
bjartsýni úr hófi fram. En það
tókst nú samt.
Félagið hefur svo tekið út sína
vaxtarverki eins og gengur. Árin
sem endurbygging hússins stóð
yfir, sat fáröflun í fyrirrúmi og
þá ef til vill á kostnað hins innra
félagsstarfs og nú þurfum við að
snúa okkur meira að því.
Það verður þó tæpast með
hinum hefðbundnu fundarhöld-
um. Mér finnst fundarformið
hafa gengið sér til húðar en
vænlegra að koma upp smærri
nefndum og starfshópum um
ýmis verkefni — búa eitthvað til
vegna fjáröflunar, til dæmis
safna munum á flóamarkað eða
annast treflasölu sem hefur
reynst vel. Um Ieið skapast
persónuleg tengsl innan hópsins
og samræður komast í gang.
Fólki finnst gott að tala við aðra
sem hafa lent í sama vanda, því
oft er það svo, að menn halda að
þeir séu einir um reynsluna þeg-
ar vanda ber að höndum — eng-
inn annar hafi upplifað slíkt en
annað kemur í ljós þegar farið
er að ræða saman. Það er hverj-
um manni hollt að bera saman
bækurnar við aðra í sömu að-
stöðu.
Við höfum líka tekið það til
bragðs að halda uppi starfsemi
sem höfðar sérstaklega til
krakkanna til að ná betur sam-
an og það hefur mælst vel fyrir.
Við sendum þá krökkunum
fundarboð t.d. um bingó eða
sameiginlegar hópferðir úr
bænum, t.d. fjöruferð til að
safna skeljum eða út í sveit um
sauðburðinn. Krakkarnir eru
jákvæð gagnvart slíku, finna að
þetta er líka þeirra félag og
hvetja foreldrana til þátttöku.
6'
Stjórn Félags einstæöra foreldra á fundi. Talið frá vinstri: Edda Ragnarsdóttir, ritari, Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður, Jón Börkur Ákason, varaformaður,
Sigrún Þórðardóttir og Kristjana Ágústsdóttir, meðstjórnendur, Birna Karlsdóttir, gjaldkeri, Stella Jóhannsdóttir, starfsmaður FEF, og Höskuldur
Svavarsson, meðstjórnandi.
Fólk heldur oft að enginn
annar hafi upplifað slíkt
Félag einstæðra foreldra var stofnað árið 1969.
Aðdragandinn var sá að nokkru áður höfðu 17 konur
hist og rætt nauðsyn þess að koma á laggirnar slíku
félagi en á stofnfundinum sem haldinn var í nóv-
ember 1969 voru skráðir félagar 303 talsins.
Þetta félag var nýjung hér á landi og vakti tölu-
verða athygli, en segja má að með stofnun þess hafi
orðið þáttaskil varðandi stöðu þessa þjóðfélagshóps.
Fljótlega var farið út í að reka skrifstofu að Trað-
arkotssundi 6, enda kom strax í ljós hve þörfin var
brýn. Margir leituðu þangað til að fá upplýsingar og
leiðbeiningar og félögum fjölgaði ört.
Ein þeirra sem að stofnuninni stóð, fyrsti formað-
ur þess og núverandi og sú sem lengst hefur staðið
þar í fylkingarbrjósti, er Jóhanna Kristjónsdóttir
blaðamaður. Hún hefur fylgt starfi félagsins vel eft-
ir öll árin og verið ótrauð að leggja út í stórátök
fyrir málstaðinn eins og sést best á því að félagið
hefur nú komið upp stóru húsnæði í Skeljanesi fyrir
einstæða foreldra og börn þeirra, sem eiga í tíma-
bundnum húsnæðisvandræðum. Nafn hennar mun
lengi tengjast þessu félagi þótt margir hafi auðvitað
lagt þar hönd á plóginn.
Jóhanna var tekin tali á dögunum og beðin að
segja okkur undan og ofan af þróun félagsstarfsins.
— Hvaö eru félagsmenn marg-
ir?
— Félagsgjöld borga um 1200
manns en ég held að í gegn um
félagið á þessu tímabili síðan
það var stofnað hafi farið
5 —6000 manns. Auðvitað er
mjög misjafnt hversu mikil af-
skipti það fólk hefur haft af fé-
laginu. Sumir borga bara sín fé-
lagsgjöld og láta þar við sitja,
enda ekki nema gott um það að
segja. En margir vilja starfa
áfram þótt þeir hafi fengið úr-
lausn sinna mála.
Því er svo sem ekki að neita
að hjá sumum er sú eina brenn-
andi spurning, nefnilega: „Hvað
gerir félagið fyrir mig?“ Félagið
á þá að vera einskonar töfra-
sproti sem leysir allan vanda —
gerir allt. Slík afstaða þekkist
sjálfsagt víða í félagsstarfi. En
þetta félag er nú ekki annað og
meira en það sem við gerum úr
því, félagið er við, ef svo má að
orði komast og sú afstaða ræður-
öllu um hvort það er öflugt eða
ekki.
Á liðnum árum höfum við
tvímælalaust komið mörgu í
kring, og ýmsar breytingar hafa
orðið á almennri afstöðu til
þessa hóps sem eru einstæðir
foreldrar. Þetta var hópur sem
hafði orðið útundan í kerfinu —
hafði gleymst. Við höfum borið
fram réttlátar kröfur og margar
hafa verið teknar til greina, síð-
ast t.d. varðandi skattamál.
Nefnd var sett á laggirnar í
fyrra og átti að fjalla um þau
mál með tilliti til einstæðra for-
eldra. Nefndin lagði fram tillög-
ur um lagfæringu á skattalögum
gagnvart einstæðum foreldrum
með meðaltekjur og umtalsverð
leiðrétting fékkst. Nú er starf-
andi önnur nefnd sem á að
kanna stöðu láglaunahópa og
hvernig bæta má stöðu þeirra
með breyttri skipan.
Skóladagheimili eru til komin
fyrir baráttu félagsins að miklu
leyti og er baráttumál enn. Þá
erum við ekki endilega að fara
fram á skóladagheimili í því
formi sem nú er, en börn ein-
stæðra foreldra sem vinna úti
fullan vinnudag þurfa ákveðið
athvarf part úr degi.
— Hvað um afstöðu almennt til
þessa hóps?
— Ég held að á fyrri árum
hafi konur af eldri kynslóð fund-
ið fyrir fordómum gagnvart sér
ef um hjónaskilnað var að ræða.
Skilnaður flokkaðist undir brot
á hefðbundnum siðvenjum fólks.
Málið horfði öðruvísi við ef um
makamissi var að ræða. Hins
vegar var svo aftur afstaðan
gagnvart konum sem áttu börn
utan hjónabands, — í lausaleik,
eins og kallað var, ég tala nú
ekki um ef konan átti fleiri en
eitt. Afstaða til þeirra hefur
vissulega breytst, þótt enn
kvarti margar undan ósanngirni
og hörkulegum dómum.
En hvort sem um er að ræða
utan-hjónabandsbörn eða börn
foreldra sem hafa slitið sam-
vistum, þá missa börnin oft
helminginn af sinni eiginlegu
fjölskyldu, og þá oft vegna þess
að foreldrum yfirsést að efla
tengsl barnsins við þann, sem
ekki hefur forræði þess og fjöl-
skyldu þess aðila.
Um þetta atriði var oft tog-
streita milli foreldra og er enn
að vissu leyti, en með nýju
barnalögunum hefur verið reynt
að leggja áherslu á hag barns-
ins. Þar kemur greinilega fram
réttur barnsins til að eiga tvo að
foreldri. Áður þurfti sá sem for-
ræðið hafði og þegar um börn
ógiftra var að ræða, að gefa sitt
samþykki til umgengni við hitt
foreldrið. Þetta misnotuðu
mæður stundum, því er ekki að
neita. Hins vegar getur þetta
líka verið svo að áhugi hjá feðr-