Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 14
Brúðkaup Fígarós og sjötugsafmæli SOL í október síðastliðnum átti hljómsveitarstjórinn Georg Solti sjötugsafmæli. í dag er hann meðal þekktustu hljóm- sveitarstjóra sem nú eru uppi. Það þykir því hlýða að segja nokkur deili á honum og ferli hans og ævistarfi. Solti fædd- ist í Vestur-Ungverjalandi. Hann er gyðingaættar og faðir hans var bakari og síðar seldi hann tryggingar. Solti hlaut tónlistarmenntun sína í Buda- pest þar sem Ernst von Dohn- anyi og Zoltán Kodály voru kennarar hans. Segja má að ævi hans hafi skipst í tvo þætti. Fram að 35 ára aldri starfaði hann sem píanóleikari og til eru gamlar hljómplötur þar sem hann annast undirleik í tveimur sönglögum eftir Schubert og einnig er að finna gamlar hljóðritanir þar sem hann leikur með Georg Kulen- kampff sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven, Brahms og Mozart, enda hafði hann unnið keppni í píanóleik á unga aldri, en draumur hans var samt að verða hljómsveit- arstjóri frá þeim degi að hann heyrði Erich Kleiber stjórna 5. sinfóníu Beethovens. Þá var Solti 12 ára. Solti segist hafa erft frá móður sinni einstaka heppni og óseðjandi metnað. Tilviljunin var honum hlið- holl. Árið 1937 er hann í Salz- burg og er falið að annast hljómsveitaræfingu vegna veikinda stjórnanda. Úti í salnum sat enginn annar en Arturo Toscanini. Það er auð- velt að gera sér í hugarlund hvernig hinum unga og óreynda stjórnanda hefir liðið þegar augu þvílíks dómara hvíldu á honum, en að lokinni æfingu sagði Toscanini aðeins: Bene. Þar með var Solti sleg- inn til riddara sem hljómsveit- arstjóri. Hann var aðstoðar- maður Toscaninis í Salzburg um skeið og hefir án efa margt af honum lært. (Til gamans má geta þess að Gilbert Levine var aðstoðarmaður Soltis um skeið við Covent Garden og hefir örugglega mótast af hon- um.) Aftur var hamingjan Solti hliðholl, því að sumarið 1939 fer hann til Sviss og er þar öll styrjaldarárin og starfar við hljómsveitarstjórn og þar læt- ur Decca gera fyrstu upptök- urnar, t.a.m. þar sem hann stjórnar Zúrich Tonhalle Orchestra og leikur Egmont- forleikinn eftir Beethoven. Eftir styrjöldina verður hann forstjóri ríkisóperunnar í Munchen og síðan í Frankfurt TIS am Main. Raunar má segja að hljómplatan hafi meira en nokkuð annað skapað heims- frægð Soltis. Árið 1957 er Ara- bella eftir Richard Strauss hljóðrituð í Vínarborg með Vínarfílharmóníunni með Lisu della Casa í titilhlutverkinu. Svo koma óperur Wagners og Verdis og er Niflungahringur- inn frægastur af þeim upptök- um. Starfsvettvangur Soltis fluttist frá meginlandinu og til Bretlands. Hann starfaði lengi sem hljómsveitarstjóri við Co- vent Garden, en auk þess stjórnaði hann bæði London Philharmonic Orchestra og London Symphony Orchestra og hefir gert margar hljóm- plötur með þeim, en mesta frægð hefir hann hlotið á seinni árum sem stjórnandi Chicago Sýmphony Orchestra og hljómplötur sem hann hefir gert með henni bera því óræk- an vott hve frábært hljóðfæri hann hefir gert þessa hljóm- sveit. Með henni og LSO og Concertgebouw í Amsterdam hefir hann hljóðritað allar sin- fóníur Mahlers og Das Lied von der Erde og þykja þær með því besta sem er á boð- stólum í dag í tónlist Mahlers, einnig hefir hann hljóðritað allar sinfóníur Beethovens og Brahms, sinfóníur eftir Bruckner og Elgar, óperur og önnur tónverk Richards Strauss, síðustu sinfóníur Tchaikovskys, sálumessuy Brahms og Verdis og er þá langt frá því að allt sé upp talið. Þá eru ótaldar óperur Moz- arts. Solti hefir þegar látið leika inn á hljómplötur þrjár af þekktustu óperum Mozarts, Cosi fan tutte, Don Giovanni og Töfraflautuna. Engin af þessum hljóðritunum hefir þótt takast sérlega vel. Solti virðist ekki vera sú manngerð sem á heima í tónlist Mozarts þrátt fyrir hæfni sína og óumdeilanlega snilld þegar verkefnin hæfa honum. Nú hefir Brúðkaup Fígarós bæst við. Þetta margslungna verk á sér merkilega sögu allt frá þeim degi að Parísarbúar flykktust að sjá leikrit Beaum- archais, Le Mariage de Figaro, 27. apríl 1784. Napoleon lét seinna festa á blað að þann dag hefði stjórnarbyltingin mikla í rauninni hafist. Hvaða efni var í þessu verki sem gat tendrað þvílíkt bál? Hér var á gamansaman hátt deilt á þau sérréttindi aðalsins að hafa jus primae noctis, að mega sænga Georg Solti hjá þjónustumeyjum sínum áður en þær gengu í heilagt hjónaband. Að sjálfsögðu átti að færa þetta leikrit upp í Vín- arborg, en keisarinn Jósep II lagði blátt bann við því. Samt fór það svo vegna kænsku og lagni Lorenzo da Ponte að hann gat talið Mozart á að skrifa tónlist við óperutexta sem hann hafði samið og feng- ið keisarann til að leyfa að flytja óperuna. Mozart vann þetta verk af undraverðum hraða, samkvæmt heimildum frá da Ponte skrifaði Mozart verkið á 6 vikum í október og nóvember 1785. T.a.m. vann hann síðari hluta annars þátt- ar á tveimur nóttum og einum degi, en þá varð hann veikur af ofreynslunni. Samstarf Mozarts og da Ponte hefir verið með ágætum, og þeir hafa breytt og fellt niður ýmislegt úr leikriti Beaumarchais og vikið öðru við, t.a.m. er persónusköpun kvennanna í óperunni öll önn- ur og gerð af ríkari skilningi og gagnstæð því sem er í leiknum. Þá hefir verið á það bent að vissir þættir í fari Mozarts sjálfs endurspeglist í Cherubino. Þá er komið að því að svara spurningunni um það hvernig Solti tókst að koma þessu verki til skila eftir löng kynni. Því er til að svara að hlut- verkaskipunin er fágætlega góð svo að varla ber þar skugga á. Kiri te Kanawa syngur greifafrúna og er frá- bær í því hlutverki. Sama má segja um Luciu Popp sem syngur Sussönnu. Frederica von Stade fer með hlutverk Cherubino og gefur hinum hvergi eftir. I hlutverkum greifans og Figarós eru Thom- as Allen og Samuel Ramey og eru mjög góðir báðir tveir. Það sem helst gæti ruglað þá sem á hlýða er að raddirnar eru nokkuð líkar svo að á stundum er erfitt að greina hver syngur hvað, enda þótt rödd Rameys sé heldur dekkri og uppreisn- arandinn og æskuþrótturinn kemst vel til skila í meðferð hans á hlutverkinu. Á sama hátt túlkar Allen hinn valda- mikla greifa, myndugan og hlaðinn lífsorku og holdsins þrá sem erfiðlega gengur að seðja að fullu. Um önnur hlut- verk í óperunni má svipað segja og hér við bætist að hljómsveitarleikurinn og öll tækni við hljóðritunina, sem er digital, er frábærlega góð, en fátt er svo gott að galli né fylgi og svo er einnig hér og enda þótt það sé ekki góður siður að grýta Jesúbarnið á jólanóttina, þá er það svo að hlutur stjórnandans þykir einna sístur, það vantar hlýju og léttleika í flutninginn. Solti hættir til að „dramatisera" meira en efni standa til og glettnin sem þetta verk er svo auðugt af kemst ekki nógu vel til skila. Það vantar brosið í tónlistina. Þessi útgáfa ber merkið Decca D267D4. Ef menn vilja huga að öðrum út- gáfum má benda á útgáfu sem Giulini stjórnar, SLS5152. Einnig er alþekkt útgáfa undir stjórn Böhms á DG 2740 139 og sú þriðja með Colin Davis á Philips 6707 014. Engin af þess- um upptökum er jafn vel hljóðrituð og útgáfa Soltis, en e.t.v. komast þær nær því sem Mozart ætlaðist til í öndverðu. A.K. Listránið Frh. af bls. 10. menn hafa líka gert gagn í Afr- íku. Hvernig hefði til dæmis far- ið um viðkvæman og vandmeð- farinn listiðnað? Væri hann til án afskipta þeirra? Því svarar Madeleine von Helaud í greina- safninu Evrópa í Afríku: Að vísu er það satt, að hvíti maðurinn hefur að sumu leyti komið menningararfinum til bjargar. Afríska listin í söfnum Vesturlanda myndi hafa orðið að engu, ef hún hefði verið látin eiga sig í Afríku. Að hinu leyt- inu (eins og í Benin) mundi upp- runalega negralistin ef til vill lifa enn, ef kristnir og múham- eðskir hefðu ekki blandað sér í málefni Afríku og eyðilagt þá menningu er fyrir var. Menningararfur alls heimsins Yfirmaður British Museum, David Wilson, heldur fast fram björgunarstarfi Vesturlanda- þjóða. Hann undirstrikar, að British Museum sé ekki ein- göngu breskt, heldur safn alls heimsins. Safnið er menningar- arfur, sem allur heimurinn á ítök í. Bronsmyndirnar frá Ben- in og gullgripirnir frá Ashanti tala sínu máli til allra þjóða, ekki aðeins til Nígeríu eða Ghanabúa. Frá lagalegu sjónarmiði er útilokað fyrir safnið að láta munina af hendi. Lögin banna það. Til þess að svo mætti verða, verður þingið að semja ný lög. Ég hef aldrei haldið því fram að tæma eigi British Museum af þeim. Það sem ég á við er að verk sem bæði hafa mikið þjóð- legt og menningarlegt gildi skuli aftur send heim til hlutaðeig- andi landa. — Hér er um að ræða tilfinningaleg og táknræn gildi sem erfitt er að skýra, gildi sem Afríkumenn sjálfir þekkja best og eru annars eðlis en sagnfræðileg og mannfræðileg áhugamál, sem haldið er á loft í umræðum í þeim löndum og söfnum, þar sem munirnir nú eru geymdir. Þjóðhyggju og áhugann á landi sínu byggja Nígeríumenn á reisn sögu sinn- ar. Það snýst um rætur sem teygja sig miklu dýpra en evr- ópska menningin sem upp á þá hefur verið þrengt. Þegar kemur að söguvitund-i inni, leitinni að „rótunum" gegna söfnin mikilvægu hlut- verki. Það snertir að sjálfsögðu öll lönd, en einkum þó Afríku, þar sem svo margt er enn ógert. Leiðrétting Sú breyting er á orðin varðandi leikritið „Úr lífi ánamaðkanna" eftir Per Olov Enquist, sem verið er að æfa um þessar mundir í Iðnó, að leikstjóri verður Haukur J. Gunnarsson en ekki Svíinn Ernst Gúnter eins og sagt var í síðustu Lesbók. Frumsýning verð- ur væntanlega um mánaðamótin apríl/maí.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.