Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 8
Michael Graves er meðal þeirra arkitekta, sem aðhyllast svokallað- an post-modernisma, þar sem lögð er áherzla á að eitthvað sé gert fyrir augað einvörðungu. Af því, sem Graves hefur teiknað, hefur ráð- húsið í Portland vakið mesta athygli og um leið verið feikilega mikið umrœtt sem tímamótahús í arkitektúr og er langt í frá, að allir séu þar á eitt sáttir Bæjarskrifstofurnar í Port- iand í Öregonfylki eru nú komn- ar í hús, sem vakið hefur athygli og fengið umfjöllun í blöðum og tímaritum; einkum þeim er láta sig byggingarlist nokkru varða. Hér er sumsé eitt af þeim hús- um þessa stundina, sem þykir varða veginn og gefa vísbend- ingu um, hvað framundan kann að vera. Þó er síður en svo, að menn séu sammála um, að hér sé tímamótahús og til eru þeir — einkum úr hópi arkitekta — sem halda því fram að fyrir- myndin.sé fremur sótt aftur í tímann og alls enginn frumleiki á ferðinni. Bæjarstjórnin í Portland hefur verið harla ánægð með þá athygli, sem nýja húsið fær og þar á bæ segja menn gjarnan: Bæjarskrifstof- urnar verða okkar Eiffelturn; fólk mun koma hingað gagngert til að sjá.húsið hans Graves. Graves heitir höfundurinn, rétt er það, — Michael Graves fullu nafni, nafnkunnur arkitekt nú orðið og einn þeirra, sem þykja hafa skipað sér undir merki hins svonefnda post- módernisma í byggingarlist. í þeim flokki eru þeir einkum, sem voru orðnir leiðir á að láta meiri háttar byggingar líta út annaðhvort eins og sprengju- held virki ellegar frystikistur. Hér í Lesbók hefur verið fjallað um muninn á módernisma og post-módernisma, síðast í sam- tali við Högnu Sigurðardóttur arkitekt í París í ársbyrjun. Þeir sem vilja brjótast út úr ríkjandi hefð, Michael Graves þar á meðal, hafa gjarnan notað „myndmál" úr byggingarlist lið- inna alda, súlur og boga úr klassíkinni til dæmis — og það hefur strangtrúarmönnum þótt slæm endurskoðunarstefna. Bæjarskrifstofubygging Michaels Graves í Portland er alls ekki því marki brennd. Hvorki sjást þar súlur né bogar, ellegar annað það er beint ligg- ur við að tengja klassíkinni. í aðalatriðum er húsið ein- faldleikinn sjálfur og einn af keppinautum Graves hitti í raun naglann á höfuðið, þegar hann sagði: „Þetta er bara kassi með skrauti." Módernisminn hefur hinsvegar áratugum saman gef- ið okkur kassa án skrauts og þeir virðast mynda jafn ömur- legt umhverfi, hvar sem þeir eru Teikning Michael Graves, sem varö fyrir vaiinu, þegar efnt var til sam- keppni meðal arkitekta um hús fyrir borgarskrifstofur í Portland. Eins og sjá má, hefur húsinu lítillega verið breytt frá upphaflegu teikningunni. byggðir. Módernisminn er fyrst og fremst vélræn stefna í bygg- ingarlist og því er sleppt að gera eitthvað sérstaklega fyrir aug- _ að, svo sem átti sér alltaf stað í byggingarlist fyrri alda. Michael Graves virðist fara bil beggja. I aðalatriðum er þetta umrædda hús svo einfalt og „fúnksjónalt", að gamli Grophius og þeir Bauhausmenn hefðu ugglaust kinkað kolli til samþykkis. En Graves lét ekki þar við sitja og það er nú einu sinni þessvegna, að húsið sker sig úr og þykir sæta tíðindum. Hann brýtur nefnilega upp fá- breytni risastórra veggja — húsið er 16 hæðir — með stórum flötum, klæddum flísum í mis- munandi jarðlitum og stendur það fallega á móti ljósum veggj- um að öðru leyti, þar sem klætt er með steinsteypueiningum. Allt er þetta í góðu samræmi við þekkt fyrirbæri úr nútíma bygg- ingarlist — nema ein hrein- ræktuð skreyting; einskonar skrautborði, sem Graves lætur ná þvert yfir húsið. Þessi upp- hleypti borði í bláum lit, eins og neðsta hæðin og sú efsta, er eitt af því sem arkitektinn gerir beinlínis fyrir augað og er vita- skuld alger hliðstæða við ótal margt úr byggingarsögu fyrri tíma. Hinar gömlu borgir Evr- ópu hafa m.a. þótt fagrar vegna þess að þar úir og grúir af slíku „myndmáli", sem sjálfsagt þótti að nota á forhliðar húsa. Michael Graves er 48 ára um þessar mundir; hann er frá Indi- anapolis og þar lagði hann stund á arkitektúr við Princeton- háskólann og hefur síðan verið að rækta sinn garð í 18 ár — lengi vel án nokkurrar frægðar. En síðasta áratuginn hefur sól frægðarinnar tekið að rísa og ljóma svo um munar. New York Times Magazine telur að af bandarískum arkitektum, sé Philip Johnson einn viðlíka þekktur, en munurinn er sá að Johnson er 76 ára og var kominn yel á veg, þegar Graves fæddist. í því sambandi er vert að minn- ast þess, að þeir teljast skoðana- bræður; aðhyllast báðir post- módernisma í arkitektúr. Portlandshúsið, sem fyrr er nefnt, er langsamlega þekktasta verk Michael Graves til þessa; þar rís hann á fætur í eigin veldi ef svo mætti segja og frægð hans er fyrst og síðast reist á umræðunni, sem orðið hefur um þetta hús. Nú er hann maður dagsins; geipileg eftir- spurn er eftir vinnu hans og meðal þeirra sem tekizt hefur að Meðal þess, sem Graves gerir „bara fyrir augað“, er þessi blái borði, sem nær yfir vegg klæddan kcramikflísum. semja við meistarann — og bíða, eru Whitney Museum vegna nýrrar viðbótar við safnið og standa mun við Madison Avenue. Einnig Humana Inc., fyrirtæki í heilsugæzlu, þá er 26 hæða skýjakljúfur á teikniborði Graves, sem rísa mun í Louis- ville í Kentucky og margar aðr- ar byggingar mætti telja upp, flestar þeirra tengdar skólum og söfnum. Velgengni og frægð Graves hafa haft í för með sér skiptar skoðanir. Annarsvegar aðdáun, en hinsvegar taumlausa gagn- rýni og jafnvel vinslit. Framan af starfaði Graves með hópi arkitekta, sem aðhylltust og praktisera enn hugmyndir le Corbusiers. Námsdvöl í Róm leiddi Graves hinsvegar inná aðrar brautir; honum fór að finnast módernisminn kaldur og ópersónulegur og hann vildi nota liti á annan hátt en tíðkað- ist. Margir kunnir arkitektar tóku þátt í samkeppni um Port- landsbygginguna og það þótti sumum hlægilegt, þegar lausn Graves var valin — ekki hvað sízt fyrir þá sök, að sá gamli stórmeistari Philip Johnson lýsti hrifningu sinni. Ekki hefur harðri gagnrýni heldur linnt við það að húsið kæmist upp. Von Eckardt, sem skrifar um arki- tektúr í Time Magazine, kallaði það „popp-súrrealisma“ og taldi Portlandshúsið og Michael Graves 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.