Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 7
um risti ekki djúpt. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir sinni ekki barni sínu, þá svara sumir glaðbeittir, jú, jú, þeir borgi alltaf meðlagið eða að þeir gefi barninu afmælis- og jólagjafir. Það getur varla talist að sinna barni. En það getur líka oft verið vandkvæðum bundið að halda sambandinu svo gagn sé að fyrir barn og foreldra. Stundum er kominn nýr aðili og þá vill verða breyting á í sambandi við börn af fyrra hjónabandi. Þó finnst mér breyting á betri veginn einkum hjá ungum feðrum. Oftast eru það mæður sem hafa forræðið enda hafa feður ekki sótt það fast yfirleitt. Feð- ur voru áður nánast réttlausir gagnvart umgengni í slíkum til- vikum en nú þekkja þeir sinn rétt eða ættu að geta kynnt sér hann. Varðandi afstöðuna svona annars til félagsins á árum áður gæti ég nefnt dæmi um hvað menn hugsuðu ef til vill skringi- lega um þessi mál: fyrir einum tólf árum var ég fengin til að tala á karlafundi og segja frá félaginu. Þegar ég hafði lokið máli mínu stóð maður upp og spurði hvað við ætluðum að gera við þetta félag þegar við værum allar giftar aftur. Eg benti á að sú staða mundi seint blasa við, — ungar stúlkur mundu fram- vegis sem fyrr eignast börn utan hjónabands, fólk mundi sem áð- ur lenda í skilnaði og yrði fyrir því að missa maka sinn. Hópur- inn héldi áfram að vera til þótt hreyfing sé á fólki úr og í félag- ið. Nú og loks væri það til í dæminu að við gengjum bara ekki út. v. þá sló vandræðalegri þögn á hópinn. Ef til vill má merkja mun á þeim sem ganga í félagið núna og þeim sem leituðu þangað á fyrstu árunum þegar á heildina er litið. Núna er meira um yngra fólk sem þarf á tímabundinni aðstoð að halda og ráðlegging- um. Margir hætta því félags- starfi fljótlega, við missum sjónar af þeim, en fréttum af Því er ekki að neita, að hjá sumum er sú eina brennandi spurn- ing: „Hvað gerir félag- ið fyrir mig?“ Félagið á þá að vera einskonar töfrasproti, sem leysir allan vanda — gerir allt þeim eftir nokkur ár. Þetta er svona upp og ofan. Skrifstofuna í Traðarkots- sundi rekur félagið enn og hún er opin allan daginn. Stella Jó- hannsdóttir er starfsmaður okkar þar og auk hennar er lögfræðingur til viðtals á skrifstofunni einu sinni í viku og veitir upplýsingar og ráðlegg- ingar um lögfræðileg atriði. Skrifstofar er góður tengiliður milli félagsmanna og þar verða fyrstu kynni fólks af félaginu. Stella Jóhannsdóttir situr alla stjórnarfundi sem haldnir eru hálfs mánaðarlega og hún vinn- ur með starfshópunum í fjáröfl- unar- og skemmtinefnd til dæm- is og sendir út fundarboð. Fé- lagsbréf er gefið út þrisvar á ári og þau þarf líka að senda út. Þarna fer raunar ekki fram neitt venjulegt skrifstofustarf því margt getur komið upp á. — Viltu segja svolítið frá húsa- kaupunum í Skeljanesi? — Það var sumarið 1976 sem við réðumst í að kaupa þetta hús. Því hafði ekki verið haldið við í mörg ár en við sáum strax að það bauð upp á ýmsa mögu- leika til að leysa tímabundinn húsnæðisvanda einstæðra for- eldra. Við fengum smið til að skoða húsið og leggja á það dóm og við leituðum eftir fjárfram- lagi hjá Reykjavíkurborg og fengum það. Ráðamenn þar átt- uðu sig á því að þetta var hið gegnasta mál og borgin hefur síðan lagt fram fé til reksturs skrifstofunnar. Kjallarinn í Skeljanesi reynd- ist í mesta lagi fokheldur og í raun þurfti að endurbyggja hús- ið. Við gátum unnið töluvert í sjálfboðavinnu, sérstaklega í kjallaranum, en við fórum okkur hægt því við þurftum að borga húsið á einu ári. Það tókst og þá var farið að laga hæðirn- ar, lyfta þakinu og klæða húsið utan með áli. Hvert þessarra atriða var mikið átak og mest var það fjár- magnað með okkar starfi, en Reykjavíkurborg lagði þó nokk- uð af mörkum. Húsið var svo opnað í apríl 1981 og nú hafa dvalist þar um lengri eða skemmri tíma um 50 konur og 2 karlar, en meðal dvalartíminn er 4 mánuðir. Við miðum við lengstan dval- artíma 6 mánuði en einstaka sinnum hefur verið gerð undan- tekning, t.d. þegar um námsfólk er að ræða sem hefur fengið að vera allan veturinn. I húsinu eru 6 íbúðir og í ris- inu 4 herbergi með sameiginlegt eldhús og bað. Auk þess er sam- eiginleg setustofa fyrir alla og leikstofa fyrir börnin. Já, mér finnst sambýlið hafa gengið framar öllum vonum. Við höfum sérstaka húsnefnd sem kemur oft á staðinn svo íbúarnir halda góðum tengslum við hana. Ibúarnir borga sína húsaleigu og verða að uppfylla viss skil- yrði um umgengni og þrifnað. Þeir verða sem sagt líka að standa fyrir sínu og það er hverjum hollt. I húsinu er líka húsráðandi með sína íbúð en húsráðandi er ábyrgur um rekstur hússins gagnvart húsnefnd. Eg held að mér sé óhætt að fullyrða að þarna hefur okkur tekist að koma upp húsnæði fyrir ákveðinn hóp sem þarf á því að halda um stundarsakir og þarna er það verndaða umhverfi sem skilur — en auðmýkir ekki. Vona ég. H.V. Jóhanna Kristjónsdóttir og húsið við Skeljanes í baksýn. Magnea J. Matthíasdóttir VORLJÓÐ Sundurlaust — þrúgandi þefirnir ieika sér ljúflega á sléttunni einsog hálfmáni á hvítum himni Vorið er komið! Nýmálaðir brosa húsagarðarnir við Ijóðinu Léttfættir tifa valtararnir handan við gluggann minn snemmbærar kvígur undir símavírum — langdrukknar — Vorið er komið! Mannshjartað kallar á eðli sitt nýbakað úr ofni skaparans sætabrauðsdrengur á vettvangi Hfsins enn ungur — síungur flugvélaalúmíníumstálplast á vellinum Húsagarðar brosa og skoða ástfangnir trúlofunarhringalitmyndalistana Blásteytt skærin tæta niður anddrjúga kókópöffspakkana einsog uppskerusigðir negranna á bómullarekrunum forðum þó eitt sé dans öldunnar og annað fólksvagen í tækniþjóðfélagi Víst veit ég að fóstra mín grætur á kvöldin Hrímfölar fylla verkfallsbeiðnirnar frystikistur smælingjanna á Mæjorka Hver átti upptök? Hvers er sökin? En allir skeíla þeir skuldinni á Moggann sem kemur ekki lengur — engin áskríft var greidd Og blaðburðarbörnin brenna Heiðmörk á síðkvöldum Vorið er komið! Hlæjandi húsagarðar kaupa DV í leit að einkamálum Ástfangnar hjala ýturnar á horninu haldast í tennur — ganga móti nýríki með sól í stýrishúsi — útopna — Glórautt göngum við Disneyfólkið mót ótækum örlögum frelsisherjanna illþefjandi hjólandi og margdekkja — heilsíða —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.