Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 5
Viö höfum fengið smjörþefinn af leikfangi framtíðarinnar, tölvuspilum og leikjum hvers konar, þar sem stjórnandinn getur farið í kappakstur eða tekið þátt í orrustum úti í himingeimnum. konuna sína, sem er að skrifa meistararitgerð í sálarfræði. David Rose, fasteignasali í New York, lætur tölvu sína hafa reiðu á 4 þúsund binda í bóka- safni sínu, skrifa fyrir sig bréf, laga kaffi, vekja sig á morgnana og taka af sér ýmis viðvik, svo sem að kveikja og slökkva ljós eða á sjónvarpinu, og þessi vinnukona hans biður hvorki um hærra kaup né meira frí. Brúkunarhestur hjá Brown Þá er að segja frá Aaron Brown, sem selur skristofuhús- gögn í Kansas City. Brown var vantrúaður á nytsemi tölvunn- ar, en 15 ára sonur hans sneri honum til tölvutrúar. Fyrir þremur árum átti sér stað mik- ilvæg atkvæðagreiðsla hjá Brownfjölskyldunni: — átti fjöl- skyldan að fara í sumarleyfi til Kaliforníu eða kaupa sér tölvu? Tölvan vann með þremur at- kvæðum gegn einu. Strákurinn prógrammaði tölvuna fyrir karl föður sinn. Brown safnaði í tölv- una nöfnum og heimilisföngum og öðrum upplýsingum um alla þá, sem hann hélt að til greina kæmu að kaupa af honum skrif- stofuhúsgögn, svo sem þeir, sem væru að skipta um húsnæði eða stofna fyrirtæki, og þetta allt var geymt í tölvunni, sem síðan reiknaði út allt um reksturinn og sölumöguleikana. Brown hef- ur eytt um 1500 dölum í pró- grömm en hann hefur líka tvö- faldað söluna og selur nú fyrir meira en eina milljón dala ár- lega. Og Brownfjölskyldan notar tölvuna orðið til margra ann- arra hluta en verzlunarvið- skipta. Strákurinn, sem er enn aðaltölvumaðurinn, hefur út- búið frönskuprógramm í tölv- una og hún segir hátíðlega „Vive la France“ og syngur part af La Marseillaise. Frú Brown notar tölvuna til að geyma í henni mataruppskriftir og dóttirin í húsinu, en það var hún, sem greiddi atkvæði á móti tölvunni, langaði meira til Kaliforníu, geymir í tölvunni ýmis skóla- verkefni og lætur hana vinna úr þeim fyrir sig. „Nú er þetta orðið svo hjá minni fjölskyldu," segir Brown, „að það er með tölvuna eins og baðherbergið, ef tölvan er upp- tekin, þá bíður annar þangað til hún losnar.“ En nú langar frú Brown til að kaupa sér teppi, en herra Brown til að kaupa sér fullkomnari tölvu og herra Brown er klókur karl, sem veit sínu viti og segir það ólíkt viturlegra að kaupa tölvuna, því að „hún skaffar okkur peninga, en teppið er að- eins til að ganga á því“. Og hann sallar tölvuspeki á frú Brown og segir, að það séu fimm atriði, sem fólk eigi að eyða peningum sínum í, og það er til lífsnauð- synja, hagstæðrar fjárfestingar, bættrar aðstöðu, aukinnar þekk- ingar og til að vaxa í augum þeirra, sem maðurinn umgengst. „Tölvan gerir allt þetta,“ segir Brown, „en teppið aðeins það síðasta." Það er hætt við að frú Brown eigi ekkert svar við skotheldum rökum, nema skilja við herra Brown og það skyldi enginn lá henni. Eins og kom fram hjá Roger Rosenblatt hér að framan, er það bara tímaspursmál, hvenær herra Brown prógrammar tölv- una til að kyssa frúna. Tölvan og tölvu- bankarnir Þótt hver einstök tölva geti í höndum kunnáttumanns reikn- að, teiknað, skilgreint og geymt, þá eykst gildi hennar margfalt sé hún tengd tölvuneti. Tölvan er tengd tölvubanka eða tölvu- miðstöð með símalínu, tví- stefnukapli, og í því alheims- tölvuneti, sem er að myndast, eru geimhnettir orðnir mikil- vægir tengiliðir. Sé tölvan tengd tölvubanka eða tölvumiðstöð, þá er hægt að hringja í miðstöðina, sem bæði geymir upplýsingar og leitar þeirra um allar jarðir. Það eru nú 1450 slíkar tölvu- miðstöðvar í Bandaríkjunum og þær sinna margskonar hlut- verkum. Töivumiðstöðin Source, sem Reader’s Digest rekur í McLean í Viscounsin, veitir all- ar upplýsingar um verðbréfa- markaðinn og flugáætlanir og fleira, en svo eru aðrar mið- stöðvar, sem fást við sérhæfðara efni og geta fremur kallast tölvubankar af því að aðalhlut- verk þeirra er að geyma upplýs- ingar, þótt þeir leiti þeirra einn- ig til annarra banka. Slíkur banki er til dæmis AMA/NET, sem er rekinn af bandarísku læknasamtökunum, ellegar Hughes Rotari Rig Report, sem er fyrir hina innvígðu einvörð- ungu. Gjald fyrir banka- eða miðstöðvarþjónustu er allt frá 10 dölum á klukkustund til 300 dala. í læknisfræðinni er tölvan, sem í upphafi geymdi aðeins skýrslur og skrifaði út reikn- inga, farin að sjúkdómsgreina. Caduceus-tölvan þekkir um 4 þúsund einkenni 500 sjúkdóma. Mycin-tölvan er sérhæfð í smit- sjúkdómum, Puff í lungna- sjúkdómum og allar þessar tölv- ur tengjast svo tölvuneti, sem kallast Sumex-Aim, og eru bækistöðvar þess í Stanford í vestri en Rutgers í austri. Þetta gæti nú virzt enn eitt skrefið á brott frá hinum vinalega heim- ilislækni, en það er nú svo, að þótt heimilislæknirinn gæti þekkt 4 þúsund sjúkdómsein- kenni, þá er líklegra að Ca- duceus-tölvan gæti áttað sig betur á, hvað af þeim kæmi bezt heim við lýsingu sjúklingsins á sínu tilfelli. Þetta getur sýnzt ómannlegt fyrir sjúklinginn en það reyndist þó svo á sjúkrahúsi einu (sem ekki er nefnt í Time, sennilega vegna læknanna þar) þar sem það var borið saman, hvernig sjúklingum með maga- krabba félli við sjúkdómsgrein- ingu tölvu samanborið við sjúk- dómsgreiningu læknis. Það furðulega kom í ljós, að sjúkl- ingnum þótti tölvan „vinalegri, kurteisari, afslappaðri og skiln- ingsbetri" en hinn venjulegi læknir. (Þetta er dálítið ískyggileg uppákoma fyrir læknastéttina, en bjargast þó á meðan það er læknirinn sem kveikir á tölv- unni, en málið fer að vandast þegar sjúklingur kann á al- menningstölvuna, og hefur sam- band við sinn tölvubanka. En á það skal bent, að þá er betra að sjúklingurinn sé sæmilega klár í kollinum, því ef hann gefur tölv- unni rangar upplýsingar, getur hann allt eins fengið svarið: Þú ert dauður, maður minn — og tölvan tekur ekkert aftur, sem hún hefur einu sinni sagt, nema hún sé algerlega spurð uppá nýtt. Hvað geta tölvudýrkendur gert í svona tilfelli, nema deyja á stundinni?) Það er nú til tölvutæki, sem komið er fyrir í sjúklingi með hjartagalla, og í sykursjúklingi dælir tölva nákvæmum skammti af insúlíni í skrokk hans, þá getur tölva greint sundur hundruð blóðprufa við rannsókn á ofnæmi og hún getur framleitt hljóð með tíðni, sem hinir heyrnarlausu skynja og hún getur örvað með rafmagns- öldum lamaða vöðva i lömunar- sjúklingi og gert þá gangfæra. Sérfræöingar í sam- bandi við tölvubanka Jon Love, bæklunarsérfræð- ingur og skurðlæknir, segist tengja sína heimatölvu við tvo 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.