Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Side 10
Aparnir leggja lítiö upp úr byggingarlist og tjalda til einnar nætur ef þeir
byggja eitthvaö. Hér sést svefnfleti simpansa.
Vefarar byggja
fjölbýlishreiður
Vefarar eru tegund lítilla
fugla í Afríku og Suður-Asíu.
Eins og nafnið gefur til kynna,
vefa þeir sér hreiður, sem eru
mjög vel gerð og endast í langan
tíma. Byggingarefnið fer að
mestu eftir staðháttum, en fugl-
arnir nota þó einkum lauf-
blaðsræmur, sem þeir sníða til
og þræða saman í gengum
greinarenda lifandi trjáa.
Nokkrar tegundir vefara eru
miklar samfélagsverur, sem
byggja fjölbýlishreiður. Sér-
inngangur er þó fyrir hvert par
og sérstakt hreiðurhólf. Er hægt
að prjóna nær endalaust við
hreiðurbyggingarnar ár frá ári,
ef þær eru tengdar við nægilega
sterkar greinar. Hafa nokkur
vefarahreiður orðið 5 m í
þvermál. f Mið- og Suður-
Ameríku lifir fuglategund,
Furnariidae, sem reisir hreiður
sín úr leir, sem fuglarnir flytja
að oft um langar vegalengdir.
Blanda þeir stráum og hárum í
leirinn, til þess að styrkja bygg-
inguna og auka viðloðunina í
leirnum. Minna þessi hreiður á
lítinn brennsluofn. Bygging
hvers hreiðurs tekur lítið meira
en tvær vikur, og er hreiðrunum
valinn staður á margvíslegum
stöðum, t.d. í trjágreinum, á
þökum húsa og á símastaurum. í
Suðaustur-Asíu er lítil fuglateg-
und, sem nefnist skraddari, því
að þessir fulgar sauma hreiður
sin. Fuglarnir sjá sér út stórt
laufblað, sem þeir síðan sveigja
saman með goggnum. Sauma
þeir blaðbrúnirnar saman með
tágum eða grasstráum, sem þeir
stinga í gegnum blaðið með nef-
inu. Sauma fuglarnir stundum
saman tvö eða fleiri blöð á þenn-
an sama hátt. Neðst í hreiðrið
kemur kvenfulginn fyrir mjúk-
um efnum, t.d. ullarlögðum, sem
hann verpir eggjum sínum á.
Hreiðrin falla eðlilega vel inn í
umhverfi sitt og sjást því mjög
illa. Frægustu fuglshreiður í
heimi eru líklega hreiður svölu-
tegundar einnar, sem lifir í
Austur-Asíu. Komust Kínverjar
snemma á öldum upp á lagið
með að leggja sér þessi hreiður
til munns, og eru þau enn í dag
talin hið mesta hnossgæti. Er
nú greitt fyrir þau geysihátt
verð, einkum vegna þess hve
sjaldgæf þau eru orðin. Fyrr á
öldum var ekkert vitað um nær-
ingargildi þeirra, né úr hverju
þau væru búin til. Nú er hins
vegar ljóst, að fuglinn býr þau
til úr munnvatni sínu og nær-
ingargildið er svo til ekkert.
Þessi svölutegund flýtur ákaf-
lega vel og býr til hreiðrið á
flugi uppi við þverhnípta kletta-
veggi í hellisskútum. Munn-
vatnssafinn harðnar mjög fljótt
og er fuglinn sífellt að bæta efni
í hreiðrið. Hreiðrin eru bundin
hamrinum með þessum safa og
er útlit þeirra hálfgegnsætt. I
sumum hreiðranna er jurtahlut-
um blandað saman við munn-
vatnið, en slíkt gerir þau mun
verðminni hjá sælkerum austur-
sins.
Fyrst íbúÖ — síðan
að staðfesta ráð sitt
Aðeins örfáar fiskitegundir
fást við byggingagerð. Langeft-
irtektarverðastar eru bygg-
ingaraðferðir hornsílategundar
nokkurrar, Gasterosteus acule-
atus, sem býr í Evrópu og
Norður-Ameríku. Karlfiskurinn
hefur hreiðurgerðina með því að
mynda grunna dæld í vatns-
botninn. Því næst safnar hann
saman ýmsum jurtahlutum, sem
hann bítur af vatnagróðri eða
tekur beint upp af botninum, og
10
íkorninn byggir sér hreiður svo sem hér sést og má Ijóst vera, að hann verður
að fara margar ferðir upp og niður trjástofninn áður en byggingunni líkur.
hrúgar þessu saman í bing yfir
dældinni. Jurtahlutana límir
hann saman með efni, sem nýru
hans gefa frá sér. Á þessari
byggingu eru tvö op, hvort and-
spænis öðru. Að hreiðurgerðinni
lokinni fer karlfiskurinn á kreik
í leit að maka, og þegar hrognin
eru fjóvguð sér karlfiskurinn
um gæzlu þeirra og viðhald
byggingarinnar.
Meðal skordýra er að finna
marga góða byggingarmeistara.
Fyrir okkur eru kóngulær nær-
tækasta dæmið, en af þeim eru
þúsundir mismunandi tegunda,
sem beita margvíslegum vefnað-
araðferðum, en reyndar búa all-
ar tegundir kóngulóa ekki til
vef. Oftast er það kvendýrið sem
spinnur vefinn úr slímugum
safa, sem myndast í líkama
hennar. Tilgangurinn með vefn-
um er að veiða í hann ýmis
fljúgandi skordýr. Situr kóng-
ulóin yfirleitt í miðju eða við
jaðar vefsins og bíður fórnar-
dýrsins. Gerð vefsins er mjög
flókin, og eru í honum þræðir,
sem ekki eru límkenndir. Ferð-
ast kóngulóin sjálf eftir þeim.
Límkenndu þræðina þarf að
endurnýja a.m.k. annan hvorn
dag, því að lengur halda þeir
ekki eiginleika sínum. Ýmis
önnur skordýr vefa líka, t.d.
silkiormurinn, og hefur maður-
inn notfært sér framleiðslu
hans í margar aldir.
Hjá þróaðri skordýrum, eins
og vespum og býflugum, má
finna stórbrotnar byggingar,
sem tryggja eiga líf ungviðis
þeirra. Nokkrar vesputegundir
grafa holur í tré, og er yfirleitt
sérstök hola fyrir hverja lirfu,
en aðrar vespur útbúa eins kon-
ar leirkrúsir, sem þær festa á
plöntur eða koma fyrir undir
lausum trjáberki. Þegar vespan
hefur lokið leirkrúsagerðinni,
hálffyllir hún hverja krús af
grasmöðkum og skordýralirfum,
sem hún hefur lamað með
broddstungu. Því næst verpir
hún eggi, sem hún lætur hanga
ofan úr opi krúsarinnar, en
opinu lokar hún með trjáberki.
Þegar afkvæmið er komið úr
egginu, tekur það til óspilltra
málanna við að gæða sér á lif-
andi en lömuðum lirfunum, og
býr sig þar með undir lífsbarátt-
una. Félagsvespur þekkjast víða.
Vespudrottningin annast bygg-
ingu hreiðurs, sem gert er úr
léttum trjáefnum. Þessi efni eru
spænd upp úr trjám og límd
saman með munnvatnssafa.
Telja ýmsir að maðurinn hafi
fengið hugmyndina að pappírs-
gerð með því að fylgjast með
byggingarháttum þessara vespa.
Velur vespudrottningin hreiðri
sínu gjarnan stað á þakbitum
húsa, og er það samansett úr
fjölda sexhyrningsformaðra
hólfa, sem hvert um sig er að-
eins ætlað einni lirfu. Verða
hreiðrin oft margra hæða, og er
stöðugt verið að bæta við bygg-
inguna. Móðurvespur mata lirf-
ur sínar yfirleitt á dauðum
skordýrum. Til eru rúmlega 20
þúsund tegundir býflugna, en
aðeins fáar þeirra lifa í sambýli.
Þeirra þekktust er hunangsflug-
an. Býflugur eru mjög mismun-
andi í útliti og byggingaraðferð-
ir þeirra eru margvíslegar.
Nokkrar sjá sér út trjáholur,
aðrar stunda múrverk og byggja
veggi úr sandi, sem þær líma
saman með munnvatnssafa og
enn aðrar iðka saumaskap. Þær
sníða til laufblöð og búa til úr
þeim eins konar bolla, en nota
þó hvorki til þess þráð né nál.
Býflugnabúin eru yfirleitt gerð
úr vaxi, og í þeim er fjöldi
smárra hólfa. Elst ungviðið upp
í sumum hólfanna, en í öðrum er
geymt hunang og frjókorn. Bý-
flugurnar fullgera þó ekki hvert
hólf áður en þær snúa sér að því
næsta, og oft vinna þær að
stækkun á mörgum stöðum í
einu.
Samfélagsverur
með margvíslegar
byggingar
Maurum svipar til hunangs-
flugna, hvað samfélagsuppbygg-
ingunni við kemur, og eru allir
maurar samfélagsverur. Eru
byggingaraðferðir þeirra mjög
margvíslegar. Nokkrar frum-
stæðar maurategundir grafa sér
göng niður í jörðina. Ein maura-
tegund, Formica rufa, býr til
hóla, en undir þeim ganga vist-
arverur djúpt niður. Styrkja
maurarnir neðanjarðargöngin
með því að fóðra þau að innan
með eins konar lími, sem er
sambland jarðvegsefna og vessa
úr eigin líkama. Er sífellt verið
að starfa að lagfæringum og
umbótum á vistarverunum.
Margar maurategundir lifa í
trjám og grafa sér göng inn í
trjástofnana. Termítar, sem lifa
í hitabeltinu, eru líkir maurum
útlits. Búa þeir í geysilega stór-
um samfélögum og verða bygg-
ingar þeirra stórar eftir því.
Setja þær því oft mikinn svip á
umhverfið. Hafa nokkrar þeirra
náð 7 m hæð, en ná auk þess
langt niður í jörðina. Flestar
termítategundir reisa byggingar
sínar úr jarðvegsefnum, sandi
og jurtHhlutum, en blanda sam-
an við þau eigin úrgangsefnum,
sem binda byggingarefnin betur
saman og gera bygginguna
varanlegri. Aðrar tegundir nota
munnvatn sem límefni. í bygg-
ingum termíta eru ótal vistar-
verur. Termítakóngur og drottn-
ing eru lokuð inni í einni vist-
arverunni og koma aldrei þaðan
út, þó að þau lifi þarna svo árum
skipti. Er þeim færð næring og
eggin frá þeim tekin. Annast
aðrir termítar uppeldi ungviðis-
ins. Oft býr fleiri en ein tegund
termíta í sömu byggingunni, en
lítill eða enginn samgangur er
þó á milli tegundanna. Þarna á
sér stað mjög skýr kynþátta-
skipting, og gerist hún yfirleitt
á hæðina. Búa þannig oft ljósir
eða ljósfælnir termítar neðst
niðri í jörðinni, og eru bygginar-
efni þeirra ljós á litinn. Ofan til
búa hins vegar dökkir termítar,
sem kunna vel við sig í birtu, og
eru byggingarefni þeirra dökk á
litinn. Erfitt er að gera sér í
hugarlund, hvernig þróaðar
byggingaraðferðir hafa orðið til
hjá blindum skordýrum. Gefa
byggingar þeirra vissulega til
kynna fyrirfram ákveðið skipu-
lag, sem fylgt er út í yztu æsar
og er auk þess grundvallað á
þörfum samfélagsins. Samt er
hér einvörðungu um eðlishvatir
að ræða, en enga meðvitaða
hugsun. Hefur þetta verið marg-
sannað með ýmiskonar tilraun-
um.
Ekki er hægt að tala um bygg-
ingar meðal frumstæðustu
dýrafylkinganna, þó þar megi
finna frábærlega falleg form,
t.d. meðal kóralla, kuðunga og
skelja. Þetta er jafnan hluti af
sjálfu dýrinu, oft óaðskiljanleg-
ur hluti þess. Dýrin stuðla ekki
sjálf að þessum fyrirbærum,
hvorki meðvitað né ómeðvitað,
og eiga þau því engan þátt í
þessum „byggingum“.