Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 2
Arthur Miller. Teikning eftir greinarhöfundinn. Einkasamtal Lesbókar við Ieikskáldið eftir Jakob F. Ásgeirsson Arthur Miller hafði sagt mér að hitta sig klukkan þrjú í húsi einu við 68da strœti á Manhattan. Þetta var fjölbýlishús á dýrum stað í New York-borg og í anddyrinu voru vopnaðir menn sem gœttu þess að inn í þetta hús færu ekki óboðnir gestir. Ég var mœttur tímanlega og þessir öryggisverðir sögðu mér að taka lífinu með ró og fá mér sœti í sófa einum í anddyrinu: Miller væri ekki í íbúð sinni. Ég sat því og blaðaði í tímariti þegar leikskáldið birtist, sól- brúnt og alsœlt, að því er virtist. Arthur Miller brosti vingjarnlega og bað mig að fylgja sér í íbúð sína á 7du hœð. Hann var frjálslegur í fasi; klœddur sportjakka og köflóttri vinnuskyrtu og brúnum flauelsbuxum. Á leiðinni upp sagðist hann hafa orðið fyrir „dálitlu óláni“. J.F'A. Já, það brann hjá mér húsið, segir hann. Og þess vegna gat ég nú ekki boðið þér heim á bú- garðinn minn í Connecticut, því við búum í hlöðunni sem stend- ur, meðan það er verið að koma skikki á íbúðarhúsið. Já, það var íbúðarhúsið eitt sem brann. Það kviknaði útfrá olíukyndingu. Og sakaði einhvern? Nei, við hjónin vorum nú í Kína þegar þetta varð og tengdamóðir mín öjdruð var ein manna í húsinu. Hún slapp sem betur fór ómeidd. Varð mikið tjón? Ja, það var svona eins og gengur: ýmsar persónulegar eig- ur sem brunnu og það er nátt- úrlega óbætanlegt. Þá brunnu einar tvö þúsund bækur, held ég, og svo brann nú allt plötusafnið okkar. Nei, það brann ekki til grunna húsið: það var nógu slæmt samt. Miller þagnar nokkra stund. Hefurðu búið lengi í sveit- inni? spyr ég þegar við stígum útúr lyftunni. Já, ég keypti þennan búgarð 1957, minnir mig. Og þar hefur verið mitt aðalheimili síðan. Ég kann prýðilega við mig í Conn- ecticut og við hjón bæði. — En hér er nú afdrepið mitt í New York, segir Miller og stingur lykli í skrá. Heyrðu, ég hef áður verið yf- irheyrður af íslenskum blaða- manni. Það hlýtur að hafa verið Matthías Johannessen, segi ég. Já, ætli það ekki, segir Miller. Hvað varð af honum? Hann er nú ritstjéri minn og skáld gott. Jæja, já. Og orðinn gamall, karlinn? Nei, nei. Jú, orðinn gamall eins og ég? Nei, hann var ungur maður þegar hann talaði við þig. Já, ég var líka ungur þegar ég talaði við hann, segir Miller og hlær. Það eru samt engin ellimörk á þessu leikskáldi. Þ6 Miller verði 68 ára í næsta mánuði er hann kvikur eins og strákur og vel farinn í andliti. Hann er ein- staklega geðugur maður, Miller. Stilltur en ákveðinn í málflutn- ingi: hann er alvörugefinn og þó spaugsamur og þegar honum er skemmt, þá brosa augun. Mest finnur maður þó fyrir einlægn- inni í fari þessa skarpleita manns og það er ekki til í hon- um sperrirófa. Hann er afar há- vaxinn og grannholda, en karlmannlegur og skín af hon- um hreystin. íbúðin er lítil og tómleg. Það má kalla hún sé mitt á milli Brooklyn, þar sem MilJer ólst upp, og Broadway, þar sem Ieik- rit hans lifa. Og hún er ekki heldur langt frá glæsiíbúðinni sem hann flutti eitt sinn í með brúði sína, Marilyn Monroe. Það var aðeins nýlega sem ég keypti mér þessa íbúð, segir Miller. Ég hef ekki átt hús í New York í langan tíma og hafði eng- an hug á því að kaupa mér þessa íbúð, en ég neyddist til þess. Það var orðið ómögulegt að fá inni á almennilegu hóteli í New York: það er alltaf allt yfirfullt af túr- istum hér og maður þarf helst að panta sér herbergi langt fram í tímann. Hér í eina tíð gat maður komið eins og ekkert væri og fengið gott herbergi samdægurs. En því er sumsé ekki að heilsa lengur — og ég keypti mér þessa litlu íbúð til að eiga hér vísan samastað. Ég get ekki sagt fyrir hvenær það dett- ur í mig að gista New York! Ég kem þegar mér sýnist og fer þegar mér sýnist. I þessari íbúð er stofuborð ágætt sem Miller hefur smíðað sjálfur. Hann er völundur og eyðir margri stundinni á búg- arði sínum í glímu við smíðis- gripi. Engar bækur eru í þessari íbúðarkytru, en á veggjum ha- nga nokkur snotur málverk. Það er dóttir mín sem hefur málað þessar myndir, segir Mill- er. Hún er býsna góður málari, finnst þér ekki? Ég spyr hvort börnin hans ha- fi sloppið blessunarlega við sviðsljósið — en í því hringir síminn og MiIIer bregður sér í hitt herbergið. Hann talar góða stund í sím- ann og ég skoða myndir dóttur hans og ákveð það sé rétt hjá karli: dóttir hans sé býsna góður málari. Þetta var útgefandi minn, segir Miller, þegar hann hefur lagt á. Við ætlum að hittast með kvöldinu: ég er með handrit að nýrri bók handa honum. Nú? Já, hún verður gefin út í janúar þessi bók, trúi ég. Ég skrifaði hana í Kínaförinni. Sölumaður í Peking, heitir hún. Ég fjalla þar um vinnu mína með þeim kín- versku mönnum sem ég hjálpaði að færa upp Sölumaður deyr í vetur. Og hvað fannst kínverskum um Sölumanninn? Þeim fannst allt gott um Sölu- manninn, held ég, Ég dvaldi eina tvo mánuði í Kína að vinna að uppfærslunni og eiginlega strax eftir frumsýninguna í Peking var leikritið fært upp í fjórum öðrum stærstu borgum landsins. Leikritið fjallar um ýms grundvallarsjónarmið í fjölskyldulífinu, sjáðu, og það hefur átt við Kínverjana, því þeir fundu upp fjölskylduna! Varstu ekki smeykur um að kínverskir væru að nota leik- inn til að bregða upp vondri mynd af Bandaríkjunum? Nei, það hvarflaði ekki að mér. Það er, held ég, ekkert leyndarmál að Vesturlönd (og raunar allur heimurinn) glíma við þann vanda, hvernig þjóðfé- lagið geti best þjónað mannin- um. Miller þagnar. Þetta leikrit mitt, segir hann, fjallar líka um samtíma mann- inn og erfiðleika hans við að finna ástæðu og tilgang fyrir til- vist sinni. Og það á við um Sví- þjóð, Ítalíu, England og Banda- ríkin og það á líka við um Kína, held ég — og einnig ísland. Sölumaður deyr sýnir þó um- fram allt bandarískt þjóðfélag, en ég hef þá trú að kínverskir hafi getað sett sig í spor persón- anna og skilið erfiðleika þeirra — eða öðruvísi get ég a.m.k. ekki skýrt þær vinsældir sem Sölu- maðurinn hefur fengið austur þar í Kína. Arthur Miller fæddist á Manhattan-eyju í New York 17da október 1915. Foreldrar hans voru velstætt millistéttar- fólk í þann tíð og átti Miller áhyggjulausa æsku í Brooklyn, þar sem hann ólst upp. Mjög kært var með Miller og föður hans — en samskipti föður og sonar eru einmitt ríkur þáttur í mörgum Ieikrita hans. Já, segir Miller, en ég held ekki að leikrit mín endurspegli tengsl mín við föður minn. Það er allt annað föður- og sonar- samband í verkum mínum en var á milli okkar feðga. Og ein- mitt þess vegna hef ég nú getað skrifað um samskipti föður og sonar: Ef ég hefði einhvern tím- ann leitt hugann að því að ég væri að skrifa um föður minn (og mig) þá hefði ég aldrei getað það! Miller var ungur mikill íþróttamaður og í menntaskóla var Hann fótboltahetja skólans. hann langaði að halda áfram námi, en þá var kreppan skollin á og faðir hans varð illa úti í kreppunni og gat ekki sent son

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.