Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 4
VEÐUR Trausti Jónsson veðurfræðingur Fáein atriði um veðurlag í háioftum og veðurlag við jörð Júlímánuður varð sá kaldasti á öldinni og því er von að spurt sé: Hvernig stendur á því, hvaðan kemur allur þessi kuldi? Hér er útskýrt, hvað orsakar þetta kalda veðurlag. Nú hafa háloftaathuganir verið gerðar nokkuð samfellt við Norður-Atlantshaf í nærri 40 ár. Eins og við var að búast hef- ur komið 1 ljós allnáið samhengi milli ástandsins í háloftunum og veðurfars á jörðu niðri. Bæði er um að ræða veður einstaka daga, svo og endurspeglar veð- urlag einstakra mánaða mjög ástandið í háloftunum. í ljós hefur komið að köldustu og hlýj- ustu mánuðir þessa tímabils frá því fyrir 1950 eru afleiðing af afbrigðilegri legu hæða og lægða í háloftunum. Hvað svo nákvæmlega veldur slíku er ekki gott að segja, þó fullyrða megi svosem að þetta séu einskonar gangtruflanir í „veðurvél" and- rúmsloftsins. Eitthvað lítillega berst meira eða minna af orku inn á stundum en að jafnaði. Sömuleiðis tapast mismikið út í geiminn aftur og auk þess eru orkuflutningar dálítið misjafnir frá hitabeltinu norður og suður til heimskautasvæðanna. Sem kunnugt er fellur hiti í átt frá hitabeltinu í norður og suðurátt. Þetta hitafall er ekki jafnt og þétt eins og freistast mætti til að halda, heldur fellur hiti fyrst lítið, síðan snögglega og síðan aftur lítið. Það svæði sem hitafallið er mest nefnist meginskil. Þetta skilasvæði hlykkjast um tempruðu beltin og skilur kalda loftmassa frá hlýjum. Hlýir hólar og kuldapollar Stundum gerast undarlegir hlutir á skilunum eða inni í kalda loftinu. Fyrir kemur að kalt loft lokast inni í hlýja loft- inu og myndar svokallaða Meðallega 500-mb flatarins við noröanvert Atlantshaf í mars 1964, einum hlýjasta marsmánuði, sem þekktur er hérlendis (sjá texta). Meðallega 500-rab flatarins við norðanvert Atlantshaf í mars 1979, en sá mánuður var einn kaldasti mars á öldinni (sjá texta). Meðallega 500-mb flatarins á norðurhveli, í janúar. Það vottar fyrir dragi yfir Labrador, en dálítili hryggur er yfir V-Evrópu. Upp á síðkastið hafa megin- lægðin og dragið yfir Labrador haldið sig austur og nær íslandi en venjulega. Hlýtt loft berst því sjaldnar til landsins. kuldapolla (eða kaldar lægðir). Venjulega gerist þetta langt suður í heimi og kuldapollar af þessari gerð eru alla vega ekki mjög algengir við ísland. Loft í þessum kuldapollum er mjög óstöðugt og skúrasælt. Þá sjald- an rignir á eyðimerkursvæðum jarðarinnar er það í kuldapoll- um þessum. Stundum lokast líka hlýtt loft inni í kalda loftinu og myndar hlýja hóla (eða hlýjar hæðir). Loft í þessum hólum er mjög stöðugt og úrkoma yfir- leitt lítil. Hlýir hólar eru al- gengir við ísland. Þeir mestu og stærstu valda rómuðum góð- viðrisköflum, sem geta staðið í margar vikur. Inni í víðáttum kalda loftsins myndast oft kuldapollar. Þar er enn kaldara en það sem venjulegt er. Þessir kuldapollar eru stundum litlir og valda oft óvæntum veðra- brigðum. Þó oftast séu einhverjir hlýir hólar eða kuldapollar á sveimi um norðurhvelið, ráða þeir venjulega ekki veðri nema á hluta svæðisins. Það eru hins vegar bylgjurnar á meginskilun- um sem eru ráðandi. Áð meðal-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.