Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 5
tali er ísland austan við tungu af köldu lofti (kalt lægðardrag), sem teygir sig suður nálægt austurströnd Kanada og vestan við hrygg af hlýju lofti nálægt vesturströnd Evrópu. Lægðir (oftast bylgjur af hlýju lofti) berast með sv-lægum hálofta- vindum í átt til landsins. Stund- um verða á þessu mikil afbrigði. Meginbylgjan getur færst til, hún getur líka tekið á sig allt aðra lögun, jafnvel myndað kuldapolla og hlýja hóla. Orkuflutningar fara þannig fram í meginbylgjunni að hlýtt loft berst norður með sunnan- áttinni og leitar jafnframt upp og kólnar. Kalt loft berst suður vestan í bylgjunni, sígur niður og hlýnar. Hæð veðra- hvarfa o.fl. Að meðaltali er hitafar á hverjum einstökum stað í meg- indráttum háð tveimur þáttum sem ákvarðast af staðsetningu meginbylgjunnar og lögun hennar. Ef farið er inn í hlýju hryggina hlýnar og því meira sem hryggurinn er öflugri. Ef farið er gagnstæða stefnu inn í kalda dragið, kólnar því innar sem farið er. Góður mælikvarði á styrk hryggs og tungu er hæð veðrahvarfanna. Veðrahvörfin eru þannig mun lægri yfir köldu drögunum og kuldapollunum en yfir hlýjum hryggjum og hólum. Það er meira að segja þetta sem gefur hryggjum, hólum, pollum og drögum nöfn. Svo vill til að allgott samhengi er milli hæðar veðrahvarfanna og hæðar efri þrýstiflata veðrahvolfsins. í þrýstifleti er sami þrýstingur í öllum punktum. í 500 mb-fleti er þrýstingur t.d. 500 mb, u.þ.b. helmingur loftsins er fyrir ofan þennan flöt, u.þ.b. helmingur fyrir neðan. Hæð þessa flatar gefur allgóða mynd af hæð veðrahvarfanna og hefur þann kost að auðveldara er að ákvarða mynd af hæð veðra- hvarfanna og hefur þann kost að auðveldara er að ákvarða hæð flatarins en veðrahvörfin. Eins og áður sagði er hlýja loftið flutt norður í vesturhlíðum hyggjarins. Yfirleitt er þannig ekki allra hlýjast í hryggnum miðjum, heldur rétt vestan við hann, þar sem sunnanáttin er að ná sér upp. Sama á við um drag- ið, kaldast er rétt vestast við miðju þess. Hitafar við jörð er því afleiðing af þessum tveimur þáttum í megindráttum: 1. Hæð veðrahvarfa — sem hæð 500 mb-flatarins mælir all- vel. 2. Sunnanátt í háloftum sem styrkur sunnanáttar i 500 mb er allgóður fulltrúi fyrir. Af öðrum atriðum sem oftast skipta litlu við Island, en geta stöku sinnum ráðið miklu má nefna afbrigðilegan sjávarhita á stórum svæðum og óvenjulega útbreiðslu hafíss, en þessi tvö atriði eru raunar mjög oft af- leiðing af einhverju afbrigðilegu ástandi lofthjúpsins næst á und- an. Hlýjastir verða mánuðir á ís- landi þegar saman fara óvenju hár 500 mb-flötur og óvenju- sterk sunnanátt í háloftum. Ef sunnanáttin er sterk, en 500 IJOÐ l=l?/V IJÐINNITÍD Ólafur Jóhann Sigurðsson velur Ijóð eftir Leif Haralds- son Leifur Haraldsson var í heiminn borinn vorid 1912. Hann var af sunnlenzkum ætt- um og ólst upp hjá foreldrum sínum á Eyrarbakka. Áriö 1935 lauk hann námi í Samvinnu- skólanum og haföi þá í hyggju að afla sér frekari menntunar erlendis, aö mig minnir í Sví- þjóö. Af því gat ekki orðið sök- um lítilla efna. Þess í staö tók við snapavinna og atvinnuleysi meö köflum, unz hann var loks mörgum árum síðar fastráöinn starfsmaður póststofunnar hér í Reykjavík. Um skeið fékkst hann töluvert viö þýðingar, sneri til að mynda öngvu minna verki en skáldsögu Tolstojs, Stríði og friði, að vísu úr enskri og lítið eitt styttri út- gáfu. Hann hafði gott vit á ís- lenzku máli og lagði mikla alúð við þýðingar sínar, reyndi að vanda þær sem framast hann kunni, eins og raunar öll sín störf, velti stundum fyrir sér sömu setningunni dögum sam- Leifur Haraldsson Vort eilífa líf í dal, við fljót, er lítil, þögul þúst. í þúsund ár rann fljótið niður dalinn. Við elfarnið var orpin sandi rúst, sem er að verða sjónum manna falin. En enginn veit, hver átti þarna skjól, og um það verður fráleitt skrifuð saga. Og þó er víst: í þessum lága hól er þjáning margra, kaldra vetrardaga. II Vér lifum, störfum aðeins nokkur ár. Að æfiskeiði loknu er holdið grafið. En stritsins sviti og öll vor tregatár um tímans eilífð renna i mikla hafið. En þótt vér förum þannig hver og einn og þúsundir í skugga fárra gleymist, i bygging heims er byrgður margur steinn, sem byltum vér og hlóðum — og þar geymist. L an. Heilsutæpur var hann löng- um og hafði aldrei af miklu að má. Undir lokin stríddi hann af æðruleysi við háskalegan sjúkdóm, en þeirri baráttu lauk síðsumars 1971. Snemma fór orð af Leifi Haraldssyni fyrir smellin svör og hnyttilegar tækifærisvísur, sem flugu sumar hverjar víða um land. Hitt vissu færri, að hugur hans snerist öðru fremur um sígildan kveöskap og skáldskap í lausu máli, inn- lendan og erlendan. Hann var Ijóðelskur, söngelskur og ein- staklega hrifnæmur, manna viðkvæmastur í lund og jafn- framt manna auðsærðastur. Af þeim sökum urðu ósjaldan á vegi hans himingnæf fjöll með gínandi gljúfrum, þar sem skrápkarlar sáu einungis Lyng- ás og Litlubrekku ellegar greiðfæra Eskihlíð. Á slíkum stundum kom það sér vel, að hann átti að vinum marga önd- vegismenn, sem jafnan voru reiðubúnir að liðsinna honum af ráðum og dáð, ryðja burt í skjótri svipan flughömrum og tindum. Þótt Leifi Haraldssyni væri dimmt fyrir sjónum, þegar svo bar undir, fór því vissulega fjarri, að hann færi á mis við sólskinsstundir í lífi sínu. Ein sú lengsta og bjartasta mun hafa verið sumarið 1938, en þá var hann í girðingarvinnu aust- ur í Þjórsárdal í hópi glaðværra og söngvinna félaga. Þar orti hann kvæði sem birtist í 2. hefti tímaritsins Dvalar 1939. Aðalfyrirsögn þess var „Vort eilífa hT‘, en undirfyrirsögn „Vér lifum í verkum vorum“. Frá þeirri stundu sem ég las það og lærði tvítugur að aldri hefur höfundur þess skipað bekk góðskálda í huga mér. Nær því hálfan fimmta tug ára hefur kvæðið vitjað mín öðruhverju — og sízt bliknað. Um leið og ritstjóri Lesbókar bað mig að velja fyrir sig Ijóð eftir framlið- ið skáld, afréð ég að minna á þetta kvæði Leifs Haraldsson- ar, sem að mínum dómi á ekki skilið að falla í gieymsku. Skáldið dregur þar upp ein- falda og áhrifamikla mynd af bæjarrústum í miöri sandauðn Þjórsárdals, og leggur síðan út af myndinni; en að baki má ekki aðeins heyra þungan nið Þjórsár, heldur og rödd ósýni- legrar elfar. Aðrar hugleiðingar um kvæðið skil ég lesendum eftir, en vil taka það fram, að hér er að öllu leyti farið eftir prentun þess í tímaritinu Dvöl, nema hvað undirfyrirsögn er sleppt. Sú er orsök þess, að ég ræddi eitt sinn um það við Leif, að mér þætti hún óþörf. Hann féllst á röksemdir mínar og kvaöst mundu taka þær til greina, ef hann gæfi einhvern- tíma út kvæðakver. Skömmu síðar kvaddi hann þennan heim. Ólafur Jóhann Sigurðsson mb-flöturinn lágur, er alls ekk- ert sérlega hlýtt, þá er landið inni í kalda draginu og í braut lægða, umhleypinga og illviðra. Kaldast verður aftur á móti þeg- ar saman fer lágur 500 mb-flöt- ur og norðanátt í háloftum. Työ dæmi Lítum nú á tvö dæmi þessu til staðfestingar. Mars 1964 er einhver hlýjasti marsmánuður sem vitað er um hérlendis. Eins og sjá má á kort- inu er ísland vel inni í hryggn- um, og í vesturhlíðum hans í sunnanáttinni. Þessi hryggur er meira að segja það öflugur að hann myndar hlýjan hól nálægt Hjaltlandi. V-Grænland er líka í sunnanátt, en þar var hiti 2 til 4 stigum undir meðallagi, því miðja kalda dragsins var ekki langt undan. Gjörólíkt ástand blasir við í mars 1979. Þá er norðlæg átt yf- ir íslandi og 500 mb-flöturinn stendur mjög lágt. Kuldapollur hefur verið viðloðandi yfir haf- inu NA af landinu. Afleiðingin af þessu ástandi var einhver kaldasti mars sem komið hefur á síðustu áratugum. Hægt er að búa til mál fyrir styrk sunnanáttarinnar yfir ís- landi. Það má t.d. gera með því að finna mismuninn á hæðum 500 mb-flatarins austan og vest- an við ísland. Við lítum að lok- um á ársmeðaltöl sunnanáttar- innar við ísland allt frá 1949, en allt þetta tímabil eru hálofta- athuganir aðgengilegar. Ekki þarf lengi að horfa á þetta súlu- rit til að reka augun í að sveiflur eru nokkrar milli ára, þó tölurn- ar segi ykkur ekki neitt. Eftir- Styrkur sunnanáttar í háloftunum við ísland undanfarna áratugi (sjá texta). Frh. á bls. 16. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.