Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 11
enn reisulegur kofi, sem hefur merkilega sögu að geyma. Sænskir norðurfarar reistu þetta hús þegar þeir hugðust vinna þarna fosfat úr berginu. Haustið 1872 komu þangað 17 menn af áhöfnum fjögurra skipa, sem höfðu lokazt inni norður í Wood-firði þegar ísinn þrengdi að siglingaleið fyrir norðvesturhorn Spitzbergens. Höfðu þeir dregið tvo léttbáta yfir hafísbreiðuna og sigldu síð- an bátnum í októbermánuði á sjö dögum inn að þessu húsi, sem var rammlega byggt og hlaðið vistum. Þessir sautján menn dóu síðan allir úr skyr- bjúgi á útmánuðum næsta árs. Tvær skútur brutust út úr ísn- um hinn 4. nóvember og komust til Noregs, en tveir menn ætluðu að fylgjast með þeim skútum, sem eftir urðu. Skipstjórinn og kokkurinn byggðu sér skýli úr tveimur bátum, sem þeir tjöld- uðu yfir með seglum. í þessu hreysi lágu þeir fram í febrúar, en þá dóu þeir báðir af völdum skýrbjúgs, þannig féllu norður- farar unnvörpum úr bætiefna- skorti fyrr á öldum. Níu hundruð manns í höfuðstaðnum Við sandströndina, utan við húsið á Thordsen-höfða, eru menn á báti með pramma í eft- irdragi. Eru þeir að flytja sand til byggingar á Longyearbyen. Þangað er einnig ferð okkar heitið. Er siglt með norður- strönd ísafjarðardjúpsins fyrir mynni Norðurfjarðar þangað sem Nansen-, Bore- og Svea- skriðjöklarnir falla í sjó fram. Ekki er gróðurinn mikill hér um slóðir. Aðeins teygingur ofan við skriður, en þar eru nokkrir grænir blettir undir fuglabjörg- unum, sem njóta áburðar frá íbúum þeirra. Enn er veður hið fegursta, sól og blíða, þegar lagst er við bryggju í höfninni á Longyear- bæ. Þetta þorp er nú höfuðstað- ur Svalbarða með um 900 norska íbúa. Nafnið gæti bent til þess, að sumum hafi þótt árið lengi að líða hér norður frá, en nafngift- in er af öðrum toga spunnin. Stafar hún af því, að um síðustu aldamót var amerískur kaup- sýslumaður þar á ferð, sem hét John M. Longyear. Frétti hann af kolalögum í Aðventudalnum og tryggði sér rétt til vinnslu. Hóf hann síðan námugröft í dalnum árið 1905 og reisti hafn- armannvirki til útskipunar á kolum. Seinna voru réttindin keypt af Norðmönnum sem tóku að vinna kolin. Á síðari stríðsárunum urðu talsverð átök um Svalbarða og kolanámurnar þar. í byrjun stríðsins var ætlun Norðmanna að nota kolin frá Svalbarða í öll- um norðurhluta Noregs. Hins vegar var mjög þýðingarmikið fyrir bandamenn að halda sigl- ingaleið opinni suður af Sval- barða eftir að Rússar urðu þátttakendur í styrjöldinni. Var því settur her á land í júní 1941. Bandamenn töldu sig þó ekki geta varið landið sem skyldi og fluttu þess vegna sama haust alla Norðmenn frá eyjunum til Skotlands. Til flutninganna var notað farþegaskipið Empress of Canada sem fór með 900 manns og lá leiðin um ísland. Vorið eft- ir sendu bandamenn herlið á svæðið, sem átti að vera þar til gæzlu. í september 1943 gerði þýzki flotinn árás á varðstöðv- arnar og tóku Tirpitz og Scharnhorst þátt í stórskota- árás á Longyear-bæ og eyddu flestum húsum bæjarins, en norska varnarliðið hörfaði til fjalla. Kveikt hafði verið í kola- námunum, en heimaliðinu tókst að slökkva eldinn og treysta varnirnar á Svalbarða, sem bandamenn héldu til stríðsloka. Enn má sjá rústir hinna brunnu húsa og minnisvarði stendur í þorpinu um þá sem féllu í þess- um átökum. í kirkjugarði eru einnig leiði námumanna, sem létust af slysförum. Sennilega hafa þeir verið grafnir grunnt í jörð, því ekki þiðnar nema tæp- ur metri af yfirborði á hverju sumri og frostið lyftir öllu upp fyrr eða síðar. Þess vegna er einnig erfitt að koma úr augsýn Lcndingarmastrið, sem Amundsen og Nobili notuðu til aö festa loftför- in við, stendur enn í Nýja Álasundi og vitnar um einn þátt heimskauta- ferða. þeim úrgangi, sem til fellur á staðnum. Þótt yfir hann sé graf- ið, lyftir klakinn honum upp og kemur hann aftur í dagsins ljós innan fárra ára. Trúlega eru þar bæði olía og gas Að heimsstyrjöldinni lokinni var aftur hafizt handa við að vinna kol í Longyearbyen og smám saman var bærinn byggð- ur upp að nýju. Enda þótt kol séu nú aðalauðlind Svalbarða, eru vafalaust ýmsir málmar í jörð, sem stöðugt er leitað að, og einnig er álitið, að þar sé bæði unnt að finna olíu og gas, enda hafa hin stærri olíufélög borað þar víða í tilraunaskyni og sótzt eftir réttindum til olíuvinnslu. Allar umsóknir um nýtingu jarðefna heyra undir norsk yfir- völd, og á Svalbarða fer sýslu- maður með lögsögu, en námu- réttindi falla undir embætti „bergmesterens". Með samningnum frá 1925, sem Norðmenn gerðu við nokkr- ar þær þjóðir sem sýndu áhuga á Svalbarða, var þeim þjóðum veitt heimild til að nýta auðlind- ir landsins gegn því að Norð- menn fengju eignarrétt á land- inu. Danir skrifuðu meðal ann- ars undir þennan samning og fóru þá með utanríkismál fyrir íslendinga. Eftir sambandsslit íslands og Danmerkur hafa báð- ir aðilar sennilega heimild til nýtingar auðlinda á Svalbarða. Eigum við íslendingar því, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, rétt til olíu- og kolavinnslu á Svalbarða eða nýtingu annarra auðlinda landsins. Eftir að hafréttarsáttmálinn gekk í gildi, virðast Norðmenn skýra þessi réttindi þannig, að þau nái ekki til 200 mílna haf- svæðisins umhverfis Svalbarða, þar sem það sé á landgrunni Noregs og þess vegna lúti það Noregi, en auðlindir á Svalbarða og í hafi innan fjögurra sjó- mílna frá landi lúti hins vegar þeim reglum sem sáttmálinn frá 1925 segir til um. Dapurleg aðstaða kolanámumanna Rússar voru tregir til að und- irrita samninginn frá 1925, þó þeir gerðu það að lokum. Þeir eru hins vegar eina aðildarríkið sem hagnýtir sér réttindin til kolavinnslu. Nú á dögum þykja hin ágætu kol frá Svalbarða eftirsóknar- verð. Einnig stunda bæði Norð- menn og Rússar fiskveiðar við strendur eyjanna. í Longyearby- en er miðstöð stjórnsýslu og þar er unnið að kolagreftri. Setur námugröfturinn svip sinn á bæ- inn. Frá námugöngunum liggja færibönd niður að höfninni og frá þeim berst kolaryk og salli um nágrennið. íbúðarhús námu- manna standa í röðum út með fjallinu, heldur sviplaus og óvistleg. Og hér er starf námu- mannsins einstaklega erfitt. Kolalögin eru aðeins 70 sm þykk, og þarf maðurinn að liggja endilangur og skrapa kolasallann út í láréttri stöðu. Undarlegt er, hvað maðurinn getur skapað sér dapurlegt um- hverfi í þessu víðfeðma landi hrikalegrar tignar. Eftir dvölina í Longyear-bæ er haldið út ísafjarðardjúpið og siglt inn í Grænafjörð til þess að skoða hinn rússneska kolabæ Barentsburg. Þar blaktir rauður fáni og stjarna er skráð í hlíðina yfir bænum, þar sem byggð hafa verið fáein há og stór hús. Reykháfur, sem spýr svörtum kolamekki upp yfir hvítan jökul, setur svip á umhverfið. Eimpípa skipsins er þeytt og okkur er svarað úr landi og þar með er ísafjarðardjúpið kvatt. Er siglt í sólbjörtu veðri suður fyrir Linne-höfða og farið fram hjá ísafjarðarradio og suður með tindóttri strönd Spitzbergens og haldið aftur í átt suður til Nor- egs. Guðbrandur Gíslason Póstkort > ást mín hefur þanist út á svo annarlegum stöðum að hún svífur í hvítkornóttum boga yfir hafið og hjúfrar sig við slagæðina í hálsakoti þínu í nótt — sefur þar uns ég vakna og sendi henni nýjan draum um geirvörtur þínar, naflann og svarta hárið sem stendur vörð á hörundinu þar sem brjóstin hefjast. Bréf að norðan helst á kvöldin undir einmana sænginni elska ég nára þinn eða kvikið í hnésbótunum þegar hönd mín strýkur þig upp ... síðar, í svefnrofunum man ég hvernig þú beygir þig til að stinga lykli í skrá eða strýkur kusk af borði. þá man ég að ást mín er á leiðinni suður hátt yfir myrkur og snævi þakin fjöllin og veit að hljóðlát vaka hennar er endalaus draumur okkar beggja. Andvaka þú sefur. höfuð þitt hnígur af koddanum á höndina, kreppta undir kinn. líkami þinn er slakur og rakur í vitum mínum. ég lýt yfir hár þitt og lifi af því að heyra þig anda. tilveran, þessi bæklaða móðir, umlar í náttmyrkrinu úti. Missir líf þitt stekkur milli rafskauta í heila mínum eins og þegar ég var drengur og stökk milli ísa á tjörn. skrjáfið í þessu bréfi flytur mér hreyfingar þínar, smærri og ákveðnari en ég hafði munað, líkar fasi kattarins á skörinni fyrir utan. minning þín hrapar gegnum tómarúm hjartans, iljar mínar feta jörð sem er kvarnað gler.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.