Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Þar sem skáldskapurinn er „fantastico" vantað fræg skáld og má sér- staklega minna á Cesar Vallejo frá Perú og Pablo Neruda og Gabrielu Mistral frá Chile, en þau hlutu bæði bókmenntaverð- laun Nóbels á sínum tíma. En á sjöunda áratugnum tók að bera á ýmsum suður-amerískum rit- höfundum í Bandaríkjunum, og síðan hefur hlutdeild þeirra í heimsbókmenntunum farið vax- andi. 1967 hlaut Miguel Angel Asturias bókmenntaverðlaun Nóbels, en hann var stjórnarer- indreki frá Guatemala. Sama ár kom út í Argentínu „Hundrað ára einsemd" eftir Gabriel Garcia Marquez, en bókin hefur síðan verið þýdd á yfir 30 tungumál og selzt í meira en 12 milljónum eintaka. (Hún hefur komið út á íslenzku í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar sem og „Frásögn um margboðað morð“.) Útbreiðsla „100 ára ein- semdar" tryggði öðrum bókum Garcia Marquez fjölda áhuga- samra lesenda, „Laufvindum", „Enginn skrifar liðsforingjan- um“, „Jarðarför stóru mömmu“, „Á erfiðum stundum" og „Haustar að hjá landsföðurn- um“, sem er draumkennd lýsing á hrörnun og einsemd suður- amerísks harðstjóra. En það sem skiptir meira máli var, að „100 ára einsemd“ beindi athygli manna víðs vegar um heim að bókmenntum Suður-Ameríku og átti ríkan þátt í, að höfundinum hlotnuðust Nóbelsverðlaunin. 16 „Gabo“, eins og frændur og vinir kalla hann, varð vinsæll verðlaunahafi. Hann hafði eitt sinn óttazt að hann kynni að verða „þriðja flokks Faulkner Þriðja heimsins", en eftir verð- launaveitinguna var hann rómaður sem hinn fremsti með- al þeirra rithöfunda, sem að- hylltust raunsæisstefnu með ævintýralegu ívafi. í ræðu sinni í Stokkhólmi minntist hann á einræðisherrann í Mexikó, sem setti á svið hátíðlega jarðarför fótar, sem hann hafði misst í hinu svokallaða kökustríði, og á hershöfðingjann í Honduras, sem reist var stytta í Teguci- galpa, en hún var í rauninni af Ney, marskálki Napóleons, og hafði fengizt fyrir lítið verð í París. Skáldskapur er einnig fólginn í þeirri list að breyta gömlum hlutum í nýja eða gefa þeim nýtt gildi. Síðasta bók Garcia Marquez er gott dæmi um það. Hún nefnist „Frásögnin um margboðað morð“. Hin sögulega staðreynd er sú, að 22. janúar 1951 var maður myrtur í borg- inni Sucre í Kólumbíu, af því að hann var talinn hafa verið elskhugi nýrrar brúðar annars manns. Fórnarlambið var kunn- ingi Garcia Marquez, sem þá var ungur blaðamaður í Barran- quilla. Mennirnir, sem voru bendlaðir við morðið, voru tveir bræður brúðarinnar. Þeir voru aðeins í nokkur ár í fangelsi fyrir það, sem almennt var litið á sem glæp til verndar heiðri. En hin skáldlega frásögn fjallar um tvíburabræður, sem ganga af þeim manni dauðum, sem þeir halda að hafi afmeyjað systur þeirra. Eins og gerðist um hina raunverulegu brúði, var henni skilað aftur til foreldr- anna eftir brúðkaupsnóttina í sögu Marquez. Eftir fyrstu setn- ingu í bókinni veit lesandinn, að fórnarlambið muni deyja fyrir dagsetur. Og það vita flestir í bænum. Garcia Marquez veit, að það getur verið jafnmikil óvissa og kvíði bundinn við vitneskju fyrirfram eins og við hið óþekkta. Viðvaranir komast ekki til skila, menn farast á mis og margt fer öðruvísi en það hefði vel getað gerzt. Jafnvel morðingjarnir væntanlegu hefðu fagnað því, ef heiðri fjöl- skyldunnar hefði verið hægt að bjarga án blóðsúthellinga. Og svo ólíklega vill til, að hinn dæmdi maður skundar að dyr- um, sem hefðu ekki átt að vera læstar. Þær verða altarið, þar sem fórnarlambið er brytjað niður. Sögumaður, sem er Garcia Marquez sjálfur, fer fram og aftur í tímanum, kannar hið liðna á ný og tvinnar saman blaðamennsku og skáldskap. „Frásögn um margboðað morð“ Útgcfandi: llf. Árvakur, Itcykjavik Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson Kitstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gísli Sifíurösson Aufílýsinjíar: Raldvin Jónsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100 hleypti af stað miklum skrifum um mál það sem bókin fjallar um. Þegar bókin kom út í Kól- umbíu 1981, streymdu blaða- menn til Sucre til að ná tali af hverjum þeim, sem hafði komizt í einhverja snertingu við þetta gamla hneyksli. Sögur birtust, og lögfræðingar létu til sín heyra. Vikublaðið A1 Dia í Bóg- óta var krafið 20 milljóna peseta bóta af öðrum þeirra, sem fang- elsaðir höfðu verið vegna morðs- ins. Dómari í Kólumbíu heim- sótti Garcia Marquez í Mexikó til að vita, hvað hann vissi um málið. Þegar rithöfundar byggja skáldskap á staðreyndum, er margt að varast, því að hið liðna getur bitið frá sér, þótt menn haldi, að það sé dautt. Garcia Marquez er sannfærður um eitt: „Bæjarbúar höfðu fjöldann all- an af veigalitlum afsökunum fyrir því, að þeir skyldu ekki koma í veg fyrir morðið. Þeir litu á þetta sem einkamál, en það gerði málið enn verra, að þeir efuðust um, að raunveruleg synd hefði verið drýgð." Slíkar siðferðilegar þunga- miðjur er að finna í flestum verkum Garcia Marquez. „100 ára einsemd“ hefur oft verið lof- uð fyrir hugmyndaauðgi og ang- urværan blæ á kostnað hins þjóðfélagslega raunsæis hennar. En lýsingarnar á hinu blóðuga verkfalli á bananaekrunni í eigu Bandaríkjamanna, á hinni blindu hlýðni þjóðvarðliðanna og loddaraskap lögfræðinganna eru eins augljóslega fullar af reiði og gremju og veggmyndir Diego Rivera. — svá — úr grein í „Time“ Veður Frh. af bls. 5. tektarvert er hversu lítil sunn- anátt er á öllu árabilinu 1965 til 1971, en á þessum árum var óvenju mikill hafís við landið. Eg held að fullyrða megi að þetta sé ekki tilviljun, þó raunar sé ekki hlaupið að því að túlka þetta í smáatriðum. „Óvenjulegt“ veðurfar Öðru hverju berast fréttir utan úr heimi um óvenjulegt veðurfar. Þetta óvenjulega veð- urfar er undantekningalítið eða undantekningalaust afleiðing af óvenjulegri legu meginhryggja og -bylgja í háloftunum. Vetr- arkuldarnir í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum stöfuðu t.d. af því að dragið yfir austur- strönd Kanada skerptist og það teygði sig sunnar. Þar með ger- ðist tvennt: í fyrsta lagi barst heimskautaloftið í draginu sunnar en áður. í öðru lagi bætti í norðanáttina vestan við dragið og þar með urðu flutningar á köldu lofti frá heimskautahér- uðum Kanada greiðari en venju- lega. Sú kuldatíð sem hefur verið viðloðandi við ísland upp á síð- kastið hefur stafað af óvenju lágum veðrahvörfum í námunda við landið, en norðanáttir hafa ekki verið tíðari en venjulega. Margnefnt drag yfir austur- Kanada hefur legið öllu austar en það hefur gert síðustu ára- tugi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.