Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 9
ann Á dálitlu svæöi við Freyjugötu og Eiríksgötu ber fyrir sjónir hús, sem eiga sameiginlegt svipmót og standa sig svo furðulega vel, að þau eru alltaf falleg þótt tímarnir líði. Þetta eru steinhús úr svörtustu kreppunni, 1933, og það hafa sannarlega verið bjartsýnir menn sem byggðu svona hús á þeim tíma. Ekki eru þessi hús öll í sama stíl, en þau eru öll „hraunuð“ eða húðuð með mulningi úr íslenzkum bergtegundum eins og Guðjón Samúelsson gerði tilraunir með og notaði bæði á Þjóðleikhúsið og Háskólann til dæmis. En það er húsunum á meðfylgjandi myndum sameiginlegt að auki, aö hvítmálað múrverk er notað í kringum glugga og víðar eins og sjá má. Myndin hér er af húsunum nr. 9 og 11 við Eiríksgötu, sem samþykkt voru í byggingarnefnd 1932. Arinbjörn Þorkelsson teiknaði þau fyrir Sigurjón Eiríksson og Harald Olafsson. l_! d bfffil ' Di í iil 111 ...... llj P Húsið nr. 2 við Eiríksgötu hefur án efa þótt ntjög nýtízkulegt þegar það reis á kreppuárunum, en sam- þykkt var teikningin í byggingar- nefnd í júní 1933 og hafði Hafliði Jóhannsson hannað húsið fyrir Magnús Sigurðsson lögregluþjón. Hér voru sumsé á ferðinni áhrif, sem rekja má til hins fræga Bau- haus-skóla í Þýzkalandi á þriöja áratugnum; nefnilega horngluggar. Þar að auki er önnur nýjung: valmaþak, en húsið berghúðað og frágengið kringum glugga á sama hátt og mörg önnur hús á sama svæði. Þetta hús hefur staðizt tím- ans tönn frábærlega vel. Freyjugata 37 er þriðja dæmið um sérkennilegt útlit, sem tíðkaðist á kreppuárunum, en húsið var samþykkt í byggingarnefnd í júní 1933. Guðmundur H. Þorláksson teiknaði það fyrir Einar Kristjánsson húsa- smfðameistara, sem byggði húsið sjálfur. Þetta hús sker sig frá hinum tveimur í þá veru, að hér er haft allhátt ris og stór kvistur fram, en annar minni á bakhlið. Hér hefur enn verið berghúðað og hvítar rendur, vindskeiðar og gluggarammar, haft til áherzluauka, líkt og þegar málari teiknar útlínur með öðrum lit. Á efri myndinni er sú hlið, sem veit fram að Freyjugötunni, en neðri myndin af bakhliðinni er tekin frá Ásmund- arsal. ’egar farið er vestur eftir Ilringbraut, erður húsið númer 32 á vinstri hönd g þrátt fyrir margbreytilega útfærslu ýmsum smáatriðum, lætur þetta hús lítið yfir sér, því það er byggt inn í úsaröð. Upphaflega var húsið teiknað innar hæöar og með skúrþaki, en síð- ar, haustið 1929, er byggð hæð ofaná og ris með tveimur kvistum svo sem sjá má. Sá sem átti húsið, hannaði rreytinguna og byggði, átti síðar eftir ð verða kunnur athafnamaður: Krist- ín Jóhann Kristjánsson, kenndur við Kassagerðina. Kristján fékkst við túsasmíðar um þetta leyti og löngum hafði það veriö algengt, aö smiðir hönnuðu sjálfir húsin sem þeir byggðu, einkum á tímaskeiði báru- irnshúsanna. Húsið væri harla venju- legt, ef ekki væru kringlurnar tvær, ín hvorum megin við innganginn, svo g skreytingin efst á kvistunum. í allri húshliöinni er blandað saman hring- formum og hornréttum formum og fellur þó allt í Ijúfa löð. Myndir og textar: Gísli Sigurósson 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.