Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 8
Verk sem lofa meistar Með myndavél á lofti á höttunum eftir ýmsu því f sem vel hefur verið gert í byggingarsögu okkar Noröarlega viö Laufásveginn (nr.8) stendur Þrúðvangur, vel þekkt hús og byggt á þeim tíma, þegar þótti góð latína að hús hefði ekki bara númer, heldur einnig nafn. Þetta tígu- lega steinhús var samþykkt í byggingarnefnd 1915. Arkitekt hússins var Einar Erlendsson, húsameistari ríkisins og höf- undur nokkurra ágætra húsa. En sá sem byggði hét Ó. For- berg og ekki er staðurinn slor- legur, með útsýni vestur yflr tjörnina. Margir kannast við Þrúðvang vegna þess að Einar Benediktsson skáld bjó þar um tíma á síðari hluta ævinnar og löngu síðar var Söngskólinn þar til húsa. Þetta er elzta steinhúsið, sem hér er brugðið mynd af og hefur húsameistar- inn látið gera úr steinsteypu einskonar vindskeiðar. Húsið númer 9 við Njarðargötu hefur fengið viðurkenningu fyrir útlit og viðhald og vekur alltaf athygli, þótt ekki sé það stærðarinnar vegna. Tréð á óneitanlega sinn þátt í því og er ekki mörgum slíkum trjám til að dreifa á voru landi. Enda þótt húsið sé byggt í hefðbund- um stíl lítilla timburhúsa, er það ekki eins aldrað og ætla mætti. Það var samþykkt í byggingarnefnd 1923: Þorleif- ur Ofeigsson teiknaði það fyrir húsbyggjandann, Kristján Snorrason. Þá tíðkaðist að klæða hús af þessu tagi með bárujárni en ekki reisifjöl, svo sem hér má sjá, enda er ólíkt að viðhalda timbri utanhúss nú á dögum eftir tilkomu ýmissa fúavarnarefna. Eitt af því sem er sérlega fallegt við þetta hús eru gluggarnir, — hvernig þeir standa hvítir á dökkum viðn- um, en einnig niðurskipan þeirra í stórar og smáar rúður. Hellusund í Þingholtunum er kannski ekki mjög fjölfarin gata og því gæti verið að mörg- um hafl yfírsést þetta snotra einbýlishús, sem þar stendur og miðlar áhrifum frá klass- ískri byggingarlist. Þetta hús er komið til ára sinna; það var samþykkt í byggingarnefnd 1916 og er þó einhver spurning hvort upphaflega samþykktin er ekki eldri. Það var Ágúst H. Bjarnason prófessor, sem lét byggja húsið og má láta sér detta í hug að menntun hans og áhugamál séu á bak við hin klassísku einkenni, þar sem allt er symmetrískt (báðir helmingarnir eins). En verið gæti einnig og ekki síður, að hönnuðurinn, Finnur Ó. Thor- lacius, hafi lagt til hugmynd- ina. Við höfum þau daglega fyrir augunum, sem búum í Reykjavík og næsta nágrenni, en tökum kannski alls ekki eftir þeim þessum húsum, sem sum hver eru frá fyrstu áratugum aldarinnar. Sum standa í fullmikilli nálægð við önnur; önn- ur kunna að vera dálítið falin á bak við tré, sem í upphafi hefur verið plantað fast upp við hús- vegginn. Þau æpa yfirleitt ekki á athyglina, en þegar betur er að gáð, sést að það er sitthvað undur fallegt við þessi hús og mörg, mörg fleiri. Stundum greinir maður listfengt handbragð og tilfinningu í útfærslu á smáatriðum; stundum lofar allt verkið meistarann. Lesbókin mun nú og á næstunni flytj a þætti, þar sem brugðið verður upp myndum af ýmsum húsum úr höfuðstaðnum, sumum gömlum og öðrum nýlegum. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning, skal það tekið fram, að þetta er engin fegurðarsamkeppni. Við erum ekki að reyna að finna fallegustu húsin í bænum að okkar mati. Ætlunin er aðeins að vekja athygli á ýmsum þáttum úr byggingarsögu okkar eins og þeir þirtast vegfarandanum hingað og þangað um bæinn. Þegar mikið er byggt eins og nú, er hollt að gaumgæfa um ieið það liðna til að halda einhverjum þræði og missa ekki sjónar á ýmsu því, sem vel hefur verið gert. Þegar farið er upp Skólavörðustíginn verður manni starsýnt á húsið númer 30, sem þar er á hægri hönd. Það er reyndar engin tilviljun, að svo vel hefur tekizt á sínum tíma; höfundur að útlitinu er enginn annar en Guðjón Saraúelsson, húsameistari og einhver listfengasti arkitekt, sem hér hefur starfað. Húsið var samþykkt í byggingarnefnd 1923 og húsbyggjandinn er Helgi Bergs forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Á þriðja áratugnum var steinsteypuöld gengin í garð og menn leyfðu sér þá að gera nokkuð fyrir augað — í beinu framhaldi af útskornum vindskeiðum bárujárnshúsanna — svo sem fram kcmur á göflum hússins. Gluggahlerar eru næsta óvenjuleg sjón hér, en þeir eru sfðari tíma viðbót — og blómakerin á steinstöplunum einnig. Viðhald og útlit hússins er með þeim hætti að til fyrirmyndar má telja. j I I ; Þ 1 o á h ei i a< j* I já s: Oj 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.