Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 3
Ljósmyndarinn Eisenstaedt tók þessa mynd fyrir nokkrum árum af Arthur Miller og konu hans, Inge Morath, sem er ljósmyndari. sinn í háskóla. í tvö og hálft ár vann Miller í vöruhúsi nokkru á Manhattan og lagði hverja krónu til hliðar, svo hann kæm- ist nú einn daginn í háskóla. Tók pilturinn örum breytingum þennan tíma: lagði íþróttaiðkun mikið til af og tók að lesa bók- menntir. Hann notaði hverja frístund sem gafst til lestrar: í neðanjarðarlestinni til og frá vinnu sat strákur og las heims- bókmenntir á borð við Stríð og friö. í þessum lestri öllum kvikn- aði áhugi hans á leikritagerð og þar eð Miller vissi af frábærri leikritunardeild við háskólann í Michigan, sótti hann um skóla- vist þar. En einkunnir hans úr menntaskóla voru ekki nema í meðallagi góðar, svo hann tók sig til og skrifaði rektor háskóla þessa persónulegt bréf og bað hann að gefa sér tækifæri í eitt ár — og ef hann sýndi ekki góða ástundun og miklar framfarir, þá mætti hann vísa sér reiði- laust úr skóla. Rektor féllst á þessa tillögu og er skemmst frá því að segja að Miller stóð sig eins og hetja og sópaði til sín verðlaunum fyrir skólaleikrit sín og útskrifaðist með BA- gráðu í leikritagerð árið 1938. í skóla þessum kynntist hann fyrstu konu sinni, Mary. Vegna góðrar frammistöðu í háskóla átti MiIIer ekki í vand- ræðum með að fá vinnu við leik- ritagerð hjá „The Federal Theater Project". Skrifaði MiII- er leikrit þar daglangt, en á kvöldin samdi hann uppá eigin spýtur. Félagsskapur þessi lagði upp laupana árið 1940 og fékk MiIIer þá vinnu næstu árin við að semja handrit að útvarps- þáttum. Þá var hann fenginn til þess að vinna handrit að heim- ildakvikmynd nokkurri um stríðið og af því varð til bókin Situation Normal sem þykir ágæt heimild um líf í Bandaríkjaher. Árið 1945 fékk Miller loks frumsýnt eftir sig leikrit. Það var níunda leikrit hans, The Man Who Had All the Luck, sem fékk hraklega útreið á Broad- way og gekk einungis í fjóra daga. Sneri Miller sér þá að skáldsagnagerð og samdi skáld- söguna Focus sem fjallar um gyðingahatur og þótti hin merkasta bók á sinum tíma og fékk mikla umfjöllun í blöðum. Um þær mundir byrjaði Mill- er að semja raunsæislegt leikrit í anda Ibsens, Allir synir mínir (All My Sons), nefndi hann það og sló í gegn á Broadway árið 1947. Miller varð frægur maður og verðlaunahöfundur (Drama Critic Award). Tveimur árum síðar var svo Sölumaður deyr (Death of a Salesman) frum- sýndur og fékk Miller þá aftur verðlaun leiklistargagnrýnenda, svo og Pulitzer-verðlaunin. Fimm árum síðar var Deiglan (The Crucible) frumsýnd við mikla athygli. Verkið það gerist í bænum Salem, Massachusetts, árið 1692 og fjallar um frægar nornaveiðar með beinni skír- skotun til uppgangs McCarthys í Bandaríkjunum á þeim árum. MiIIer segir: Á skólaárum mínum hafði ég lesið mikið um nornaréttarhöld- in í Salem og þegar McCarthy kom til skjalanna, þá rifjaðist allur sá lestur upp fyrir mér, því margar fleygustu setningar McCarthys voru eins og stolnar útúr munni nornaveiðaranna í Salem. Þeir karlar stóðu upp á mannamótum og sögðu: Við vit- um um alla þá sem eru sekir, en rétti tíminn til að fletta ofanaf þeim er ekki kominn ennþá! Þetta varð til að skapa spennu í bænum, því auðvitað vissu þeir ekki neitt, en þeir vildu láta líta svo út sem það færi ekkert framhjá þeim. McCarthy beitti sömu aðferðum: að koma inn sektartilfinningu hjá fólki og skapa öryggisleysi og tortryggni — og af því fóru veiklundaðir menn að ímynda sér ýmsa fjar- stæðu og setja eitt og annað í samhengi sem átti sér enga stoð í veruleikanum og útá það voru menn brenndir á báli í Salem. Seinna var Arthur Miller sakfelldur af óamrísku nefnd- inni sem frægt er orðið. f þeim réttarhöldum voru lesnir upp kaflar úr fyrrnefndu samtali M til vitnis um að enginn væri MiIIer nú kommúnistinn. En hvað var það sem gaf óamrísku nefndinni höggstað á honum? MiIIer segir: Ég hafði gefið út margar yfir- lýsingar um eitt og annað og verið viðloðandi í ýmsum sam- tökum í 15 ár, en ég held ekki að þeir hefðu farið að skipta sér af mér, ef ég hefði ekki kvænst Marilyn. Þeir höfðu nóg tilefni til að vega að mér fyrri, ef þeir hefðu haft einhvern áhuga á því. Sjáðu til, þessir menn höfðu ver- ið á forsíðum dagblaða í mörg ár, en fólk var farið að missa athyglina og málið að verða inn- blaðsmatur. Þegar ég kvæntist Marilyn, gripu þeir náttúrlega upplagt tækifæri að komast á forsíðurnar aftur. Þetta voru klókir karlar: þeir stíluðu yfir- heyrslur uppá ákveðna daga sem þeir héldu að lítið væri um að vera — til dæmis ef þeir vissu að það átti að skjóta upp geimfari, þá voru engar yfir- heyrslur þá vikuna! Þær sakir voru bornar á Mill- er, að hann hefði neitað að segja hvort rithöfundur nokkur hefði verið á einhverjum fundi komm- únista tíu árum áður, en Miller hafði einnig sótt þann fund. Tvö ár af lífi Arthur Millers hurfu í þessi réttarhöld og almenna baráttu hans fyrir mannréttind- um og málfrelsi. Hann hélt ræð- ur um landið þvert og endilangt og skrifaði grein á grein ofan og árið 1958 var hann hreinsaður af öllum sakargiftum. Miller segir: Nokkru seinna komst svo upp, að karlinn sem stjórnaði yfir- heyrslunum yfir mér, var á mála hjá samtökum einhverra kynþáttahatara og þurfti að segja af sér allri opinberri sýslu. Þetta mál allt var hræðileg sóun á tíma og fjármunum og reiði. Ég slapp vel samanborið við marga sem voru hraktir úr störfum sínum og fengu þau aldrei aftur og máttu búa við að vera á svörtum lista í tíu ár. En þegar þessari baráttu var lokið hjá Miller tók við önnur barátta — á heimavígstöðvun- um. Marilyn Monroe og Arthur Miller voru eins ólík og hugsast gat og það var Ijóst frá byrjun að þessi ráðahagur færi í hund- ana. Monroe stríddi við ýmsan vanda á sálinni sem fór vaxandi og frægustu læknar áttu ekkert svar við. Þau skildu og MiIIer fór í langa Evrópureisu uppúr því, þar sem hann kynntist Inge Morath, Ijósmyndara af austur- rískum uppruna, og kvæntist hann henni árið 1962. Hefur hjónaband þeirra verið farsælt. Onnur leikrit MiIIers en þau sem nefnd hafa verið, eru þessi helst: Horft af brúnni (A View from the Bridge), Eftir fallið (After the Fall), Incident at Vichy og The Price. Þá hefur Miller skrifað frægt kvikmynda- handrit, The Misfits, mynd sem Marilyn Monroe og Clark Gable léku í. MiIIer hefur og samið ágætar smásögur. Seinni leik- verk hans hafa ekki fallið í kramið hjá gagnrýnendum vest- ra, en þau hafa aftur á móti not- ið hylli í Evrópu. American Clock sem púuð vr niður á Broadway árið 1980, var sýnd í átta Evrópulöndum á Hðnum vetri. Nýjasta verk hans, tveir stuttir einþáttungar undir nafninu 2 by A.M. hefur þó fengið ágæta dóma og góða aðsókn í hinu virta Long Wharf-leikhúsi í New Haven. Ég bið Miller að lýsa því hvað komi honum til að skrifa leikrit. Ja, ef ég vissi það nú, segir hann. Ég veit það eitt að ég get ekki skrifað um það sem ég skil til hlítar. Þegar ég skil eitthvert fyrirbæri, þá er minni reynslu af því þar með lokið. Ég get ekki skrifað um það, því mér finnst það vera endurtekning. Ég verð að koma sjálfum mér á óvart. Yfirleitt þegar ég byrja á leik- riti, þá hef ég einhverja tilfinn- ingu fyrir framvindunni, en það er mjög hrá tilfinning. Leikritið skapa ég nær allt innan þess sjálfs, ef svo mætti að orði kom- ast. Hvenær ertu best upplagður til vinnu? Á morgnana. Ég byrja eld- snemma í morgunsárið og vinn jafnan framyfir hádegi. Og hvað tekur þá við? Þá tekur nú ýmislegt sýsl við — eftir efnum og ástæðum. Oft þarf maður að stússa í einhverju sem viðkemur heimilinu og fjöl- skyldunni: ég þarf að svara bréf- um og stundum dunda ég mér nú við smíðar. Þá hef ég alltaf verið mikill lestrarhestur: ég les mikið af sagnfræði og skáldsög- um og einnig blaðamennsku. Amrísk blaðamennska er á köfl- um afburða vönduð: sérílagi er ég sólginn í að lesa um ýmsa félagslega atburði og vandamál í þjóðlífinu. Sjónvarp horfi ég hins vegar sárasjaldan á. En ég fer mikið í leikhús að sjá hvað er að gerast. Þá er ég mikill kvik- myndaunnandi: ég elska kvik- myndir. — Svo þú sérð að ég hef kappnóg við tímann að gera. Já, og svo hlusta ég mikið á músík. Það er ágætt tónlistarlíf þar sem ég bý í Connecticut: til að mynda leika þeir þar alltaf sumarlangt þessa dásamlegu nútímatónlist. Miller hallar sér aftur í stóln- um. Ég spyr hvað honum finnist um líf í nútímanum? Það er hættulegt, segir hann og hleypir í brýrnar: Hættulegt. Það er ónotalegt að vita af at- ómsprengjunni hangandi yfir höfði manns. En samt er ég nú ekki viss um að líf í nútímanum sé svo ýkja frábrugðið því sem var. Það er kannski einhver stigsmunur, en ekki stórfelldur munur. Styrjaldarótti hefur Frh. á bls. 15. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.