Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 6
Gabriel Garcia Marques Þar sem skáld- skapurinn er „fantastico44 Nokkur orö um höfund smásögunnar, Nóbelsskáldið Gabriel Garcia Marques og nokkra aðra suður-ameríska rithöfunda „Rafvirki kom heim til mín kl. átta að morgni, og um leið og dyrnar voru opnaðar, sagði hann: — Það þarf að skipta um snúru á straujárn- inu. Jafnskjótt uppgötvaði hann, að hann hefði farið dyravillt, baðst afsökunar og fór. Nokkrum stundum síðar setti konan mín straujárnið í samband, og þá kviknaði í snúrunni. Það þarf ekki að ræða það frekar. Það er nóg að lesa blöðin og líta í kring- um sig til að finna hvöt hjá sér til að taka undir með frönsku menntaskólanemun- um: „ímyndunaraflið ráði!““ — Gabriel Garcia Marquez í spjalii um líf og list. En stundum er ímyndunarafl- ið ekki nóg. Þegar Reagan for- seti, var á ferð um Suður- Ameríku í fyrra, var hann svo vinsamlegur að bjóðast til að þjálfa brazilískan geimfara til að fljúga með bandarískri geimferju. En það eru engir geimfarar í Brazilíu. Það verður að horfast í augu við staðreynd- ir: Flestir Bandaríkjamenn hvorki vita né kæra sig um að vita neitt að marki um Suður- Ameríku, nema auðvitað ein- hver hrópi: „Rússar eru að koma!“ Þetta lítur ekki vel út, og ef til vill ekki einu sinni fyrir Rússa. Ef þeir kæmu, kynnu bókamenn á meðal þeirra að verða varir við eitthvað sem þeim fyndist þeir kannast vel við. Frá Mexikó til eyjanna úti fyrir suðurströnd Chile og Argentínu ríkir brenn- andi áhugi á bókmenntum, sem minna á tíma Gógols, Dostó- jevksis og Tolstoys. Það er mik- ill munur á 19. aldar rithöfund- um Rússlands og 20. aldar höf- undum Suður-Ameríku, þótt margt sé svipað með þeim. Hvorir tveggja urðu að berjast gegn þröngsýni, kúgun valdhafa og erlendum áhrifum, sem voru að yfirgnæfa hinar þjóðlegu menningarhefðir. Einnig verður að hafa í huga einangrun Suður-Ameríku og hina sorglegu sögu álfunnar: Reisn og hrun mikilla, fornra menningarskeiða, nýlendu- stefnu Spánverja, frelsisstríð og hinn ótrygga frið óteljandi ein- ræðisherra. Gabriel Garcia Marques frá Kólumbíu vék að þessu í ræðu sinni, er hann tók við bókmenntaverðlaunum Nób- els 1982: „Þetta er ekki veruleiki á blöðum, heldur innra með oss ... og hann er uppsprettulind óseðjandi sköpunarþrár, full af sorg og fegurð." Marquez sagði, að vandamálið væri, hvernig ætti að segja söguna. Rithöfund- ar á þessum heimshluta hefðu fundið lausnir í listrænnm inn- flutningi: Frönskum súrreal- 'isma, blaðamennskubrögðum Dos Passos og Hemingways og frásagnartækni kvikmynda. Suður-Ameríku hefur sjaldan Frh. á bls. 16. 6 * Fjörgamall maður með feiknarstóra Smásaga eftir Nóbelsskáldið Gabriel Garcia Marques vængi Þriðja rigningardaginn voru þau búin að drepa svo marga krabba innandyra að Pelayo varð að ösla vatnsagann í húsagarðin- um að henda þeim í sjóinn því að nýbæringurinn hafði verið með hitavellu þá um nóttina og var haldið að það stafaði af stækj- unni. Heimurinn hafði verið hnugg- inn síðan á þriðjudag — himinn og haf runnin saman í einn ösku- gráma og fjörusandurinn sem hafði tindrað einsog glitduft í mars var nú orðinn grautur forar og fiskýldu. Hádegisbirtan var svo dauf þeg- ar Pelayo sneri heim eftir að hafa fleygt kröbbunum að hann átti í erfiðleikum með að greina hvað það var sem kvikaði og kveinkaði innst í húsagarðinum. Hann varð að koma alveg oní þetta til að sjá að það var gamall maður sem lá á grúfu í eðjunni og streðaði við að standa á fætur en gat ekki þar eð feiknastórir vængir hans vörnuðu honum þess. Skelfingu lostinn af þessari martröð hljóp Telayo í leit að konu sinni Elísendu sem var að leggja kalda bakstra að veiku barninu og leiddi hana inní gafl á húsagarðinum. Þau horfðu bæði í hljóðri undrun á þetta liggjandi mannlíki. Hann var einsog rýju- sali til fara. Það voru varla eftir nema nokkrar upplitaðar hár- trosnur á berri kúpunni og örfáar tennur í munninum og þessi vesal- ings gegndrepa kramaraumingi hafði týnt allri reisn en skítugir hálfreyttir stórfáikavængir hans voru að eilífu klesstir í svaðið. Svo ákaft og athugult skoðuðu þau Pelayo og Elísenda hann að þau jöfnuðu sig fljótt á furðu sinni og vöndust honum að lokum. Þá fyrst þorðu þau að yrða á hann og hann svaraði þeim á óskiljanlegri tungu en með góðum sjómanna- rómi. Þannig lokuðu þau augunum fyrir þeim óyndisgalla sem væng- irnir voru og komust að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að hann væri einmana skipbrotsmaður af einhverju erlendu skipi sem farist hefði í illviðrinu. Enguaðsíður kölluðu þau á grannkonu eina sem allt vissi um lífið og dauðann og hún þurfti ekki að líta á hann Þýðing: Kristinn R. Ólafsson Madrid tvisvar til að leiða þau í allan sannleika: — Þetta er engill, sagði hún. Hann hefur örugglega átt að sækja krakkann en er soddan hró, auminginn, að vatnshríðin hefur skellt honum. Daginn eftir vissu allir að þau höfðu handsamað engil af holdi og blóði heimahjá Pelayo. Þvert á skoðun grannkonunnar vitru sem áleit alla nútímaengla burt- stokkna eftirlifendur himnesks samsæris höfðu þau ekki brjóst í sér til að lemja hann með lurkum til dauðs. Pelayo vopnaðist lög- reglukylfu sinni og hafði með hon- um auga úr eldhúsinu allt kvöldið en áðuren hann fór í háttinn dröslaði hann honum uppúr leðj- unni og læsti hann inni hjá hæn- unum útí hænsnakofa. Á miðnætti þegar það stytti upp héldu þau Pelayo og Elísenda áfram að drepa krabba. Stuttu síðar vaknaði barnið hitalaust og lystugt. Þá sáu þau örmu sína á englinum og fastréðu að setja hann á fleka með vatn og vistir og selja hann örlögunum á vald útá rúmsjó. En þegar þau komu útí garð um sólarupprás voru allir nágrann- arnir samankomnir fyrir framan hænsnakofann að ærslast í engl- inum án minnstu guðrækni, fleygjandi til hans mat gegnum möskvana á hænsnanetinu, einsog hann væri ekki yfirnáttúrleg vera heldur sirkusdýr. Séra Gonzaga kom fyrir klukk- an sjö, allur í uppnámi útaf þess- um stórtíðindum. Um þetta leyti voru mættir áhorfendur sem ekki voru eins léttúðugir og þeir í birt- ingu. Höfðu þeir uppi allskonar getgátur um framtíð fangans. mestu einfeldningarnir álitu að hann yrði útnefndur heimsfógeti en aðrir harðlyndari töldu að hann yrði gerður að fimmstjörnu- hershöfðingja til að vinna öll stríð. Nokkrir hugsjónamenn von- uðust til að hann yrði hafður til undaneldis svo að upp yxi á jörð- inni kyn vængjaðra vitmanna sem tækju að sér að stjórna alheimin- um. Séra Gonzaga sem hafði verið fílefldur skógarhöggsmaður áður- en hann tók prestsvígslu gægðist gegnum hænsnanetið og fór í flýti yfir trúarkverið sitt en bað síðan um að sér yrði hleypt inn svo að hann mætti skoða þennan auma karlmann sem líkastur var elli- hrumri risapútu þarna innanum annarshugar hænurnar. Hann lá í einu horninu mitt í ávaxtahýðinu og leifum árbítsins sem morgun- hanarnir höfðu fleygt í hann og hafði breitt vængi sína til þerris í sólskininu. Ósvífni heimsins kom honum ekki við og það var rétt að hann ræki upp fornsalaaugu sín og muldraði eitthvað á mállýsku sinni þegar séra Gonzaga kom inní hænsnakofann og bauð góðan daginn á latínu. Sóknarprestur grunaði hann þegar um að villa á sér heimildir er hann sannreyndi að hann skildi ekki tungu guðs né kunni að heilsa hans þjónum. Síð- an tók séra eftir að hann var allt- of mannlegur ef grannt var skoð- að. Það lagði af honum óbærilegan útiþef. Vængir hans voru alsettir sníkjuþörungum á röngunni og stærstu fjaðrirnar voru illa leikn- ar af jarðneskum vindum. Ekkert í aumu eðli hans kom heim og saman við frábæran virðuleik englanna. Prestur gekk við svo búið útúr hænsnakofanum og varaði áhorf- endur við hættum einfeldninnar með stuttri prédikun. Hann minnti á að djöfullinn hefði þann vonda vana að grípa til loddara- bragða til að glepja andvaralausa. Hann rökfærði að ekki væru vængirnir höfuðatriðið til að greina spörhauk frá flugvél og því síður til að þekkja engla. Hann lofaði samtsemáður að rita biskupi sínum bréf svo að þessi ritaði erkibiskupi annað svo að sá ritaði Hans Heilagleik páf- anum ennannað, þannig að endan- legur úrskurður kæmi frá hinum hæsta dómstóli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.