Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 10
Norður í Dumbshaf Síðari hluti Tignarlegt land — þar sem maðurinn hefur skapað sér dapurlegt umhverfi Á Svalbarða: Helsingjar við hreiður sitt. Á loftfari til Norðurpólsins Árið 1925 fór Roald Amund- sen í fyrsta flug sitt yfir heimskautaísinn og notaði þá tvær flugvélar. Árið eftir flaug hann svo með loftfarinu Norge frá Svalbarða yfir norðurskaut- ið til Alaska og tók flugið 80 tíma. Þessu loftfari stjórnaði ít- alinn Umberto Nobili. Seinna reyndi Nobili að fljúga til Norð- urpólsins með loftfarinu Ítalía. Komst hann á heimskautið, en á bakaleiðinni hlekktist honum á og dalaði loftfarið. Stýrishúsið rakst í ísinn og köstuðust tíu menn út úr því og þeirra á með- al var Nobili. Sex menn urðu eftir í farinu, sem tókst aftur á loft, barst út yfir ísinn og hvarf. Hefur það aldrei fundist síðan né áhöfn þess. Nobili og félögum hans var hinsvegar bjargað eftir sögufræga leit og tók Amundsen þátt í leitinni. Flaug hann í frönskum flugbáti norður yfir ísinn og fórst á þeirri leið. Veit enginn um afdrif hans. í Nýja Álasundi hafa verið reistir minnisvarðar um Amundsen og leiðangursmenn Nobili. Einnig stendur þar enn hátt lend- ingarmastur, sem þeir Amund- sen og Nobili notuðu til að festa flugskip sín við. Er það tákn þessa fyrsta þáttar heimskauta- flugsins. Vetrarblómið dafnar á miðju sumri í fjörukambinum við uppgang- inn frá bryggjunni liggja æðar- kollur á hreiðrum, og úti á hnöttóttum kletti situr hels- ingjapar. Hefur það valið sér þetta óvenjulega hreiðurstæði. Þar eru einnig þórshanahjón á vappi í leirunni og bústnir snjó- tittlingar flögra um melabörðin ofan við marbakkana. Hærra uppi á hjalla vestan þorpsins eru þrjú hreindýr á beit. Sval- barðshreindýrin eru mun minni en hreindýr á meginlandinu, en þau hafa um 8 sm þykkt fitulag undir feldi á haustin. Er það góð einangrun og forðanæring á löngum og hörðum heimskauta- vetri. Tarfur mikill er þar á rölti. Hann er með stóra og loðna hornakrónu. Heldur virð- ist beitilandið rýrt. Hér vaxa að- eins vetrarblóm og holtasóley og svolítill grasvíðir, nokkrir snarrótarkollar og sauðvingull á stöku stað. Annars virðast hreindýrin hér leggja sér flest til munns, jafnvel mosa, en lítið sést af skóf i beitilandi þeirra. Eftir dr. Sturlu Friðriksson Nokkrar blómplöntur prýða þetta svæði, svo sem gulblóma flagmurur og steinbrjótar. Lambagras blómstrar í litlum kollum og er nokkuð útsprungið, en mest ber á vetrarblómi, sem er í víðáttumiklum breiðum og gefur heiðinni fagurrauðan blæ, því að hér er það í fullum blóma á miðju sumri. Annars ber mest á mosa. Efsta jarðvegslagið hef- ur þiðnað og við hvert fótmál dúar mosabreiðan ofan á jarð- klakanum, sem mælist vera 150 Jökull skríður fram við botn Kóngsfjarðar á Svalbarða. m til 300 m þykkur á þessum slóðum. Þúfur eru hér á stangli, þar sem unnt er að finna sam- felldan gróður á jaðarlandi, en á berangri eru ýmis afbrigði af melatíglum. Marmarinn þoldi ekki að þiðna Fyrir austan þorpið, innar með firðinum, er lítil tjörn og á henni synda helsingjar, lómur og nokkrar hávellur. í fjörunni er lóuþræll á flögri, en úti á kyrrum sjónum synda langvíur og að venju sveima hvítmávar yfir ströndinni undir heiðum og bláum heimskautahimni. Húsin í þorpinu eru úr timbri með bröttum þökum, brún, gul og græn að lit, sum eru í eyði síðan námugreftri lauk og eru hlerar fyrir gluggum. í miðju þorpi er verzlun og rétt þar hjá er aðset- ur Heimskautastöðvarinnar. Mikið er af mælingatækjum og leiðslur liggja um svæðið þvert og endilangt. Rör og kaplar eru höfð ofan jarðar því jörð öll er frosin mestan hluta árs. Eim- vagn stendur á teinum, sem vottur um flutning á kolum með járnbraut frá námunum að bryggju. Nú er hann þar ónotað- ur og hrörnar í útjaðri þorpsins. Hér við Kóngsfjörðinn er rauð- leitur marmari í jörðu. Enskur maður, Mansfield að nafni, ætl- aði eitt sinn að gera sér verð- mæti úr steininum, en þar sem marmarinn hafði verið frosinn í milljónir ára, sprakk hann, þeg- ar hann þiðnaði og varð þannig verðlaus. Um kvöldið er haldið frá Nýja Álasundi út Kóngsfjörðinn og stefnt aftur vestur fyrir Prins Karls Forland. Stóðum við á þiljum fram eftir kvöld; fagra fjallasýn og nutum næt- ursólar, sem logaði hátt yfir haffleti í norðri. Stytta af Roald Amundsen á Sval- baröa. Nyrzt á Forlandi er Fugla- hnúkur, sem siglt er fyrir, en síðan er tekin stefna suður með landinu. Hér var Jón Indíafari á ferð fyrir 364 árum og var hætt kominn er skipið, sem hann var á, steytti á skeri í mynni sunds- ins. Um nóttina er aftur haldið inn í ísafjarðardjúpið, en inn úr botni þess liggur Tempel-fjörð- ur, sem komið er í síðla morg- uns. Skyrbjúgurinn lagði menn að velli Úti blasir við lagísinn í fjarð- arbotninum fyrir framan Von Post-skriðjökulinn, sem teygist fram til sjávar. Haftyrðlar og langvíur synda allt um kring og fýlar tylla sér á jakana, sem brotna af íshellunni, þegar skip- ið klífur skörina. Við öndunarop sín á ísnum sitja kampselir, og spóka sig í makindum í sólskin- inu á meðan hvítabjörninn er víðsfjarri. Frá jökulsporðinum er haldið út fjörðinn við norður- ströndina, meðfram háu fjalli með bröttum lagskiptum hömr- um. Eru beltin ýmist úr sand- steini eða kalki og einnig finnast hér kol og lög með steingerving- um með fornum skeljum eða amonitum og jafnvel fótsporum eftir risaeðlur, för sem varð- veitzt hafa í leirnum í milljónir ára. Lengst af í jarðsögu Sval- barða hefur loftslag verið hlýtt á þessum slóðum. Þá hafa vaxið hér stórgerðir burknar og síðar á tertiertíma munu hafa verið hér gróskumiklir laufskógar. Fremst í fjallinu er þverhnípt hamrabelti, sem nefnt er Must- erið. Er mikil fýlabyggð friðuð á þessu svæði. Á útleið er siglt norðan við mynnið á Sassen-firði og komið að Thordsens-höfða. Þar sést

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.