Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 13
Björn Jónsson Ertu með í dœminu? Þegar lífið deilir út lífshlaupi þínu, ertu þá það sem deilt er í eða deilt er með? Eða ertu brotið sem verður eftir þegar dæmið gengur ekki upp ? Eða við frádrátt á útbýttum hnossum þess, ertu það sem dregið er frá, eða afgangurinn ? Eða ertu litlu tölurnar, krotaðar á hálfauða staði á blaðinu, það sem geymt er? Vorkoma Vorið kemur upp á óvart askvaðandi inn í líf vort hressilega óhreint og blautt eins og krakki sem ryðst inn í húsið æpandi aurugur upp fyrir haus hrópsæll yfir að hafa fundið drullupoll og lagst í hann. Þá var ekki • • • Þá var ekki kalt þótt frysi blóð í æðum Þá var ekki dimmt þótt draugamyrkur væri Þá var ekki langt að labba í djúpum snjónum ómerktar traðir á aðra bæjarleið. Þá var engin þreyta þótt örmagna værum Þá var ekki seint þótt kominn væri morgunn Þá var ekki kvartað þótt hrollur væri í holdi Þá var ekki kveinkað yfir köldum kroppi í örmum. Allt vék fyrir því sem eftir okkur beið. Höfundurinn er læknir í Swan River í Kanada og hefur áður skrifað greinar í Lesbók. Kerfi í stað |)A»|) einstaklings- i abyrgðar Árin á milli heimsstyrjaldanna voru mögur. Og síðari áratuginn geisaði hér samfelld kreppa sem lauk ekki fyrr en stríðsgróðinn tók að hressa upp á efna- hagslífið. Berklarnir lögðu á annað hundr- að manns ígröfina ár hvert, flest ungt fólk. Margur hafði stopula vinnu. Skattpeningur sá, sem kom í ríkiskassann, var þvínaumur. Eigi að síður var svo margt framkvæmt á þessum árum að undrum sætir þegar horft er til baka. Vegir voru lagðir um landið. Malarvegir að sönnu. En þeir báru með prýði þá tiltölulega fáu bíla sem eftir þeim óku. Ár voru brúaðar. Margar brúnna eru notaðar enn — fullmjóar að vísu — en gegna þó enn sínu hlutverki með prýði. Þjóðleikhús reis af grunni. Og sundhöll í Reykjavík. Og háskólinn fékk hús, svo vel við vöxt, töldu sumir, að það kynni að nægja stofnuninni í tvö hundruð ár! Stúdentar voru að vísu ekki útskrifaðir í hverju smáþorpi. Og hjón, sem vildu skilja, höfðu ekki sálfræðing og félagsfræðing á hverju strái til að segja sér hvernig þau ættu að fara að! En skólahús og sjúkrahús voru reist víðs- vegar um landið þar sem engin voru áður. Markið var sett svo hátt að sérhver ungl- ingur, sem vildi læra, skyldi eiga þess kost. Hins vegar mun þá engum hafa hugkvæmst að skóli ætti að vera geymsla og pakkhús handa hálffullorðnu fólki sem nennti hvorki að læra né vinna. Samgöngur við útlönd voru greiðar — með skipum auðvit- að. Berklaveikina tókst smám saman að sigra. Stjórnarfarið var ekki allt ísómanum fremur en fyrri daginn. En einhvern veginn bjargaðist þetta samt. Nú er annað uppi á teningnum. Kaup hef- ur hækkað að krónutölu. En ríkið heimtar meira og meira. Skattar eru ekki aðeins sjö sinnum sjö, heldur sjötíu sinnum sjötíu, eins og segir íþjóðsögunni. Samt sem áður fæst svo lítið fyrir allan þennan skattpen- ing að furðu gegnir. Með sama fé í höndum hefði kreppukynslóðin leikið sér að því að steypa veg hringinn um landið. En slíku er ekki að heilsa. Nú er bæði háski og heilsu- tjón að aka þjóðvegina, ef undan eru skildir smáspottar út frá höfuðborginni. Þrátt fyrir ótvírætt gildi flugsamgangna hafa ís- lendingar ekki lagt á eiginn kostnað einn einasta flugvöll sem standi undir nafni. Sjálf æðsta stjórn landsins, ríkisstjórn og ráðuneyti, á naumast þak yfir höfuðið en kúldrast í leiguhúsnæði hér og þar. Enginn minnist lengur á ráðhús í Reykjavík sem íbúa höfuðstaðarins dreymdi um fyrir eina tíð. Fiskstofnar hafa eyðst fyrir handvömm og stjórnleysi. Gróðurlendi blæs upp, lang- mest fyrir eiginn trassaskap — þó hentast þyki að kenna útlendingum um! Smíði einnar brúar getur kostað margra ára þrætu á Alþingi. Skólahús eru reist al- gerlega út í loftið, enda veit nú enginn leng- ur hvaða tilgangi skólar skulu þjóna. Kirkj- ur eru hér álíka lengi í byggingu og í Evr- ópu á miðöldum. En þær voru líka hundrað sinnum stærri, og samt byggðar af handafl- inu einu saman. Þó Kröfluvirkjun og allt sem henni tengist sé mikil sorgarsaga er hún síður en svo eina óhappið frá undan- gengnum áratug. Hún var aðeins eitt dæmi afmörgum um fljótfærni og stjórnunarlega heimsku. Alvarlegri var t.d. málsmeðferðin í sambandi við Krísuvíkurskólann. Slík meðferð á opinberu fé ætti hvorki að flokk- ast með fjármálum né skólamálum, heldur með almennum sakamálum. En þar ber enginn persónulega ábyrgð fremur en venjulega. Menn fela sig og mistök sín á bak við kerfið. Sannleikurinn er sá að mikið af því fé, sem ár og síð fossar í ríkishítina, eyðist jafnóðum og kemur hvergi að gagni. Al- þingi er orðið dýrara en sjálf þjóðkirkjan. Ráð og nefndir skipta jafnan hundruðum og taka sitt. Niðurgreiðslur og millifærslur og hvað það nú heitir allt saman gleypa stórfé. En ríkið er sannarlega ekki eitt um að tína seðlana upp úr veski hins vinnandi manns. Stéttasamtök ýmiss konar hirða líka sitt. Forysta þeirra telur sig til heldri stéttar og lifir samkvæmt því. Ogþað er kannski tímanna tákn að þeir, sem fjálgleg- ast tala og skrifa um »verkalýðsmál« þessi árin, eru menn sem aldrei dýfa hendi í kalt vatn. Erlendur Jónsson 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.